Tina Fey í Afghanistan

Paramount Pictures kvikmyndafyrirtækið hefur gefið út nýja stiklu fyrir myndina Whiskey Tango Foxtrot, sem er byggð á bókinni The Taliban Shuffle: Strange Days In Afghanistan And Pakistan, eftir Kim Barker.

tina fey

Með aðalhlutverk í myndinni fara þekktir leikarar, eða þau Tina Fey, Margot Robbie, Martin Freeman, Alfred Molina og Billy Bob Thornton.

Myndin fjallar um blaðamann sem segir frá reynslu sinni í Afghanistan og Pakistan.

Myndin kemur í bíó 4. mars, 2016.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: