Tvær 12. októbermyndir með ný plaköt

Tvær kvikmyndir sem koma í bíó hér á landi sama dag, eða þann 12. október nk. hafa fengið ný plaköt. Í fyrsta lagi er komið nýtt IMAX plakat fyrir ofurhetjumyndina Venom, með hinum Óskarstilnefnda Tom Hardy í titilhlutverkinu, en IMAX eru risabíó víða um heim.  Hinsvegar er hinn Óskarstilnefndi Ryan Gosling mættur á nýju plakati fyrir First Man, í hlutverki sjálfs Neil Armstrong sem steig fyrstur manna á tunglið.

Leikstjóri Venom er Ruben Fleischer (Zombieland), en ásamt Hardy leika í kvikmyndinni þau Riz Ahmed, Michelle Williams, Woody Harrelson, Jenny Slate, Reid Scott, Scott Haze, Sope Aluko og Ron Cephas Jones.

Leikstjóri First Man er La La Land leikstjórinn Damien Chazelle. Handritshöfundur er Óskarshafinn Josh Singer ( Spotlight).

Kíktu á plakötin hér fyrir neðan: