Tveir nýir Assassin´s Creed feður

Ráðningar í tölvuleikjamyndina Assassin´s Creed standa nú sem allra hæst og nýir leikarar bætast við daglega, eða því sem næst.

Nýjasta viðbótin í myndina eru stórleikararnir Brendan Gleeson og Jeremy Irons, en Gleeson mun leika föður persónu Marion Cotillard, en Irons mun leika föður aðalpersónunnar sem Michael Fassbender leikur, Callum Lynch.

assassins

Fyrir í myndinni eru leikarar eins og Ariane Labed, Michael K. Williams, Carlos Bardem og Denis Menochet.

Myndin fjallar um byltingarkennda tækni sem aflæsir erfðafræðilegum minningum. Callum Lynch upplifir þannig ævintýri forföður síns, Aguiler, á 15. öld á Spáni.

Callum kemst að því að hann á rætur að rekja til forns leynisamfélags, The Assassins, og innbyrðir gríðarlega vitneskju og hæfni til að berjast gegn hinu valdamikla Templar samfélagi í nútímanum.

Justin Kurzel leikstýrir

Myndin er byggð á hinum vinsælu Assassin’s Creed tölvuleikjum en þeir hafa selst í 91 milljón eintaka frá því þeir komu á markaðinn fyrst.

Tökur myndarinnar standa nú yfir á Möltu.

Brendan Gleeson lék síðast í Edge of Tomorrow og Stonehearst Asylum, og sést næst í Suffragette, sem verður frumsýnd síðar í þessum mánuði í Bandaríkjunum, In the Heart of the Sea, sem kemur í bíó 11. desember og í The Free State of Jones, sem verður frumsýnd 11. mars nk.

Jeremy Irons leikur Alfred Pennyworth Batman v Superman: Dawn of Justice, og sést einnig bráðum í myndinni High-Rise.

Assassin’s Creed kemur í bíó um jólin 2016.