Veldið snýr aftur í bíó – Framúrskarandi í 40 ár

Hinum fjölmörgu aðdáendum kvikmyndarinnar The Empire Strikes Back gefst kostur á því að upplifa klassíkina í Sambíóunum Egilshöll á næstu vikum – frá og með miðvikudeginum 8. júlí.

Eins og flestir vita er Empire önnur myndin í upprunalega Star Wars-þríleiknum (e. fimmti kaflinn í heildarsögunni). Myndin átti 40 ára útgáfuafmæli fyrr í sumar og er enn í dag víða talin vera sú besta í allri seríunni – og almennt ein af betri framhaldsmyndum sem gerð hefur verið, ef horft er lengra.

Útgáfan sem í boði verður í Egilshöll er sama endurútgáfa og hefur verið aðgengileg á streyminu Disney+ en myndin verður hér sýnd í upplausninni 2K og með engum texta.