Vinsæl risaeðla áfram í toppsæti

Tíðindalaust er á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, en bæði teiknimyndin Góða risaeðlan, sem situr í 1. sæti listans, og The Hunger Games: Mockingjay Part 2, sem er í öðru sæti listans, hreyfast ekki úr stað á milli vikna.

good dinosaur

 

Í þriðja sæti er hinsvegar ný mynd, jólamyndin Love the Coopers og í því fjórða er Moby Dick myndin In the Heart of the Sea.

Ein önnur ný mynd er á listanum, en námuslysamyndin sannsögulega The 33 kemur ný inn á lista beint í níunda sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffie