Vopnlaus í fremstu víglínu – Fyrsta stikla úr Hacksaw Ridge!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd leikstjórans Mel Gibson, hina sannsögulegu Hacksaw Ridge.

Myndin gerist í Seinni heimsstyrjöldinni og segir frá herlækninn Desmond T. Doss, sem var í bandaríska hernum í bardaganum við Okinawa. Bardaginn var einn sá blóðugasti í styrjöldinni, en Doss neitaði að beita ofbeldi, og varð síðar fyrsti samvisku-mótmælandinn í sögu Bandaríkjanna til að vera sæmdur heiðursorðu þingsins.

Doss bjargaði 75 mönnum án þess að hleypa af byssu, eða halda á byssu yfir höfuð. Hann var ekki á móti stríðinu sem slíku, en taldi dráp vera rangt; hann var eini bandaríski hermaðurinn í Seinni heimsstyrjöldinni til að berjast vopnlaus í fremstu víglínu. Doss fjarlægði hina særðu frá átakasvæðum og særðist sjálfur eftir sprengingu og fékk í sig skot frá leyniskyttum.

andrew garfield

Með aðalhlutverk fer Andrew Garfield, en með önnur helstu hlutverk fara Sam Worthington, Luke Bracey, Teresa Palmer, Hugo Weaving, Rachel Griffiths, and Vince Vaughn.

Hacksaw+Ridge

Hacksaw Ridge kemur í bíó í Bandaríkjunum 4. nóvember nk. en er ekki komin með frumsýningardag hér á landi.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: