Expendables leikarinn Terry Crews játaði nú í vikunni að hann væri haldinn klámfíkn. Leikarinn, sem er fyrrum íþróttamaður, notaði Facebook myndbönd til að tilkynna þetta og sagði að hann hefði leitað sér hjálpar og farið í meðferð.
Leikarinn vinsæli, sem þessi misserin leikur í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, sagði að fíknin hefði byrjað þegar hann var aðeins 12 ára gamall og hann hefði næstum misst frá sér eiginkonu sína, Rebecca King-Crews, vegna þessa.
„Í mjög mörg ár, var það litla leyndarmálið mitt að ég var haldinn klámfíkn,“ sagði hann í fyrsta myndbandi sínu, sem hann kallar „Dirty Little Secrets.“
„Þetta setti líf mitt í algjört rugl á margan hátt,“ játaði Crews. „Mér fannst ég eiga rétt á þessu. Mér fannst heimurinn skulda mér eitthvað. Mér fannst ég eiga kynlíf inni hjá eiginkonunni.“
Leikarinn, sem er 47 ára, sagðist hafa horft á klám án þess að nokkur vissi af, ekki einu sinni eiginkonan sem hann hafði verið kvæntur frá því árið 1990, vissi af þessu.
„Þegar þú horfir alla nóttina og þar til fer að birta af degi, þá áttu við vandamál að stríða,“ sagði Crews um fíknina. „Konan mín var eiginlega; „Ég þekki þig ekki lengur. Ég er farin“ …Ég varð að gera eitthvað af því að ég áttaði mig á að ég átti við alvarlegt vandamál að stríða. Ég varð að fara í meðferð. Ekki bara svo konan mín kæmi aftur, heldur af því að ég þarfnaðist þess.“
Crews ákvað að segja frá þessu á Facebook svo að saga hans gæti hjálpað öðrum.
„Ég veit að það eru margir í sömu sporum,“ sagði hann í þriðja myndbandi sínu. „Ég ann ykkur, og ég er hérna. Sendið mér spurningar … við þurfum að tala saman af því að því meira sem við tölum um þetta, því auðveldara er að sigrast á þessu.“
Dirty Little Secret part 3
Posted by Terry Crews on Tuesday, February 23, 2016