Fréttir

Undraheimur LOTR í óviðjafnanlegum 4K myndgæðum


Kvikmyndaunnendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar því von er á epísku kvikmyndaferðalagi í desember.

Kvikmyndaunnendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar því von er á epísku kvikmyndaferðalagi í desember. Þá sýna Sambíóin The Lord of the Rings þríleikinn í „extended version“ og glæsilegri 4k upplausn á stærsta skjá landsins, Sal 1 í Sambíóunum Egilshöll. Hér gefst einstakt tækifæri til að gleyma aðventu-stressinu um stundarsakir… Lesa meira

Keisarinn vann toppsætið


Það er ekkert smámenni sem sest hefur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna.

Það er ekkert smámenni sem sest hefur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, enginn annar en sjálfur Napóleon Frakkakeisari í túlkun Joaquin Phoenix og í leikstjórn Sir Ridleys Scotts. Þó að Asha í myndinni Ósk hafi óskað sér mjög heitt, þá dugði það aðeins í annað sæti listans, en báðar… Lesa meira

Fær lítinn orkubolta í heimsókn


Í teiknuðu söngva- og gamanmyndinni Ósk, eða Wish, býður Walt Disney teiknimyndastúdíóið okkur í heimsókn til hins töfrandi konungdæmis Rosas

Í teiknuðu söngva- og gamanmyndinni Ósk, eða Wish, býður Walt Disney teiknimyndastúdíóið okkur í heimsókn til hins töfrandi konungdæmis Rosas þar sem Asha, klár stúlka og föst fyrir, býr. Einn daginn óskar hún sér svo heitt að himingeimurinn svarar – lítill orkubolti, Stjarna, birtist utan úr geimnum Saman mæta nýju… Lesa meira

Nístingskaldir vindar á vígvellinum


Napoleon, ný stórmynd hins 85 ára gamla leikstjóra Ridley Scott, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 24. nóvember, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í gagnrýni í breska blaðinu The Daily Telegraph.

Napoleon, ný stórmynd hins 85 ára gamla leikstjóra Ridley Scott, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 24. nóvember, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í gagnrýni í breska blaðinu The Daily Telegraph. Gagnrýnandinn, Robbie Collin, lýsir myndinni sem magnaðri sneið af pabba bíói, þar sem nístingskaldir vindar gnauða yfir… Lesa meira

Danskvæði um söngfugla og slöngur vinsælust


Nýja Hungurleikamyndin fór rakleitt á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina.

Nýja Hungurleikamyndin fór rakleitt á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina þegar meira en þrjú þúsund manns greiddu aðgangseyri, samtals nærri sex milljónir króna. Myndin heitir The Ballad of Songbirds and Snakes, eða Danskvæði um söngfugla og slöngur í íslenskri þýðingu. Toppmynd síðustu viku, Trolls Band Together, þurfti því að sætta sig við… Lesa meira

Hélt að það kæmi engin forsaga


Árið 2008 tók rithöfundurinn Suzanne Collins unglingabókageirann með trompi með The Hunger Games bókunum, sem slógu í gegn á methraða.

Árið 2008 tók rithöfundurinn Suzanne Collins unglingabókageirann með trompi með The Hunger Games bókunum, sem slógu í gegn á methraða. Ekki leið á löngu áður en Hollywood brást við og hóf gerð mynda eftir bókunum, en aðeins tveimur árum eftir að þriðja bókin í flokknum kom út kom fyrsta kvikmyndin… Lesa meira

Tröllvaxinn árangur


Tröllin í teiknimyndinni skemmtilegu Trolls Band Together gerðu sér lítið fyrir og héldu toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.

Tröllin í teiknimyndinni skemmtilegu Trolls Band Together gerðu sér lítið fyrir og héldu toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð núna um helgina og stóðust þar með áhlaup öflugustu ofurhetju heims, Captain Marvel í myndinni The Marvels. Geri aðrir betur! Tröllin löðuðu rúmlega fjögur þúsund manns í bíó á meðan… Lesa meira

Stærsta myndin af alheimi Marvel til þessa


The Marvels, sem kom í bíó í gær, er þrítugasta og þriðja Marvel ofurhetjumyndin og framhald kvikmyndarinnar Captain Marvel sem sló í gegn árið 2019.

The Marvels, sem kom í bíó í gær, er þrítugasta og þriðja Marvel ofurhetjumyndin og framhald kvikmyndarinnar Captain Marvel sem sló í gegn árið 2019. Þar fengu áhorfendur að kynnast ævintýrum Carol Danvers, öðru nafni Captain Marvel, í túlkun Óskarsverðlaunaleikkonunnar Brie Larson, en Captain Marvel er fyrsta aðal-kvenhetjan í Marvel… Lesa meira

Tröll með tíu milljónir


Tröllin litríku úr Tröll 3 eða Trolls Band Together eins og myndin heitir á íslensku skelltu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Tröllin litríku úr Tröll 3 eða Trolls Band Together eins og myndin heitir á íslensku, gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Tekjur voru 9,7 milljónir króna og gestir 6.300. Toppmynd síðustu viku, hrollvekjan Five Nights at Freddy´s, þurfti að láta sér lynda… Lesa meira

Apar ráða öllu – Fyrsta kitla úr Kingdom of the Planet of the Apes


Fyrsta kitla og plakat er komin út fyrir spennumyndina Kingdom of the Planet of the Apes, en myndin kemur í bíó á Íslandi 24. maí næstkomandi.

Fyrsta kitla og plakat er komin út fyrir spennumyndina Kingdom of the Planet of the Apes, en myndin kemur í bíó á Íslandi 24. maí næstkomandi. Myndin, sem leikstýrt er af Wes Ball eftir handriti Josh Friedman, Rick Jaffa, Amanda Silver og Patrick Aison, er framhald War for the Planet… Lesa meira

Óvæntar persónur, vatnavísundur og grín með erindi


Margar nýjar bíómyndir koma í bíó þessa helgina og fjölbreytileikinn er mikill!

Margar nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó þessa helgina og fjölbreytnin er mikil! Tröll, Joy Ride, Freelance, The Delinquets eru þar á meðal en einnig fjöldi skemmtilegra mynda á barnakvikmyndahátíð í Bíó paradís, þar á meðal Dansdrottningin og Einar Áskell! Aðeins forsmekkur Í samtali við vefsíðuna Total Film segir… Lesa meira

Risahelgi hjá Five Nights at Freddy’s


Sigurvegari nýliðinnar helgar í miðasölunni í bíó á Íslandi var kvikmyndin Five Nights at Freddy´s.

Sigurvegari nýliðinnar helgar í miðasölunni í bíó á Íslandi var kvikmyndin Five Nights at Freddy´s en 6.200 manns börðu myndina augum. Myndin bar höfuð og herðar yfir myndina í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans, Hvolpasveitinni - Ofurmyndinni, en 1.400 manns sáu hana. Hvolpasveitin er hinsvegar búin að vera mjög vinsæl undanfarnar… Lesa meira

Aðdáandi Drakúla frá unga aldri


David Dastmalchin lagði mikið á sig til að hreppa hlutverk í The Last Voyage of the Demeter.

Eins og kvikmyndaunnendur hafa vafalaust tekið eftir er árið sem nú er að líða, 2023, risastórt fyrir leikarann svipmikla David Dastmalchin.  Þessi afkastamikli leikari hefur nú þegar komið við sögu í Ant-Man and the Wasp: Quantumania, Boston Strangler, The Boogeyman og Oppenheimer, auk þess sem Late Night with the Devil er… Lesa meira

Hrollvekjuveisla á Hrekkjavöku í Sambíóunum


Í tilefni Hrekkjavökunnar í næstu viku ætla Sambíóin Egilshöll að sýna klassískar hrollvekjur í bland við nýrri.

Í tilefni Hrekkjavökunnar í næstu viku ætla Sambíóin Egilshöll að sýna klassískar hrollvekjur í bland við nýrri dagana 30. - 31. október nk. Um er að ræða sex hryllingsmyndir þessa tvo daga og verður hver mynd sýnd einu sinni á dag. Í tilkynningu frá SAM bíóunum segir að ef þú… Lesa meira

Hjálpaðu okkur að gera appið betra


Við erum að vinna í að uppfæra kvikmyndir.is appið okkar vinsæla sem þúsundir notenda hafa náð í nú þegar.

Við erum að vinna í að uppfæra kvikmyndir.is appið okkar vinsæla sem þúsundir notenda hafa náð í nú þegar. Í appinu er m.a. hægt að sjá sýningartíma í bíó, væntanlegar myndir, leita að myndum og skoða veituleitina sem hjálpar þér að finna kvikmyndir til að horfa á og lætur vita… Lesa meira

Killers of the Flower Moon fór beint á toppinn


Það er komin ný toppmynd á íslenska bíóaðsóknarlistans; hin magnþrungna Killers of the Flower Moon.

Það er komin ný toppmynd á íslenska bíóaðsóknarlistann. Hin magnþrungna Killers of the Flower Moon var vinsælasta kvikmyndin um helgina hér á Íslandi en hún bar sigurorð af toppmynd síðustu þriggja vikna, Hvolpasveitinni: Ofurmyndinni, sem fór niður í annað sæti listans. Munurinn á myndunum var þó ekki mikill, aðeins nokkrir… Lesa meira

Hvolpasveit ósigrandi á toppnum!


Ofurmynd Hvolpasveitarinnar heldur áfram að trekkja fólk í bíó en hún er enn á ný lang vinsælasta kvikmyndin í íslenskum bíóhúsum, þriðju vikuna í röð.

Ofurmynd Hvolpasveitarinnar heldur áfram að trekkja fólk í bíó en hún er enn á ný lang vinsælasta kvikmyndin í íslenskum bíóhúsum, þriðju vikuna í röð. Ekki einu sinni hrollvekjan Saw X náði að hræða nógu marga í bíó til að velgja hvuttunum undir uggum. Um 3.800 sáu Hvolpasveitina um helgina… Lesa meira

Hvunndagshetjan á hlutabréfamarkaðinum


Kvikmyndin Dumb Money segir söguna af því þegar netverjar komu GameStop til varnar þegar stórir fjárfestar höfðu veðjað á verðlækkun.

Kvikmyndin Dumb Money sem kom í bíó um helgina hér á Íslandi er gerð eftir bók Ben Mezrich The Antisocial Network. Þar er sögð sagan af því þegar fjárfestar veðjuðu gegn fyrirtækinu GameStop, sem rekur tölvuleikjabúðir, á hlutabréfamarkaðnum árið 2021. Þeir fengu áfall þegar fólk kom fyrirtækinu til varnar á… Lesa meira

Heit ósk að hafa hann á lífi


Stundum segir maður eitthvað sem maður meinar ekki eða þá að maður drepur óvart hrollvekjuþorpara eftir aðeins þrjár myndir í seríu.

Stundum gerir maður hluti í hita leiksins sem maður sér eftir. Stundum segir maður eitthvað sem maður meinar ekki eða þá að maður drepur óvart hrollvekjuþorpara eftir aðeins þrjár myndir í seríu sem síðar verður goðsagnakenndur. Þetta eru svona ákvarðanir sem framleiðendur hryllingsbálksins Saw hafa þurft að naga sig í… Lesa meira

Vissirðu þetta um nýju Scorsese myndina?


Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk.

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk. Með aðalhlutverk í myndinni fer bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, en þeir félagar hafa unnið ítrekað saman í gegnum tíðina. Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um kvikmyndina: -Leonardo DiCaprio tryggði sér… Lesa meira

Hvolpasveit ofurvinsæl


Aðra vikuna í röð sitja hvuttarnir í Hvolpasveitinni - Ofurmyndinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Aðra vikuna í röð sitja hvuttarnir í Hvolpasveitinni - Ofurmyndinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Djöfullegir kraftar hrollvekjunnar The Exorcist: Believer dugðu ekki einu sinni til að hrinda henni af toppinum. Tekjur af sýningum Hvolpasveitarmyndarinnar nema nú samtals rúmlega 31 milljón króna frá frumsýningu. Fimm þúsund og sjöhundruð manns sáu Hvolpasveitina… Lesa meira

Exorcist: Believer – Nýtt tímabil hafið í andsetningarhrolli


Í heimi hryllingsmynda eru fáar undirgreinar sem hafa náð sömu heljartökum á áhorfendum og andsetningarmyndir.

Í heimi hryllingsmynda eru fáar undirgreinar sem hafa náð viðlíka heljartökum á áhorfendum og andsetningarmyndir. Hugmyndin um ill öfl sem taka stjórn á líkama og sál einstaklinga nær inn að innstu kviku okkar og spilar inn á hugarflug og hjátrú. Nýjasta myndin í þessum flokki er Exorcist: Believer sem komin… Lesa meira

Hvolpasveitin þaut á toppinn!


Hvolpasveitin er gríðarlega vinsæl hér á landi sem sýnir sig í því að nýja kvikmyndin, Hvolpasveitin: Ofurmyndin þaut beinustu leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Hvolpasveitin er gríðarlega vinsæl hér á landi sem sýnir sig í því að nýja kvikmyndin, Hvolpasveitin: Ofurmyndin, þaut beinustu leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Og tekjurnar voru ekkert slor - rúmlega fjórtán milljónir króna! Áhorfendur voru 9.350. Í öðru sæti einnig ný á lista er vísindaskáldsagan The… Lesa meira

Heimsmet hjá Hvolpasveitinni – Hvuttbær árangur!


Kvikmyndin Hvolapsveitin: Ofurmyndin, sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina, setti á dögunum nýtt heimsmet yfir fjölda hunda á einni sýningu. 

Kvikmyndin Hvolpasveitin: Ofurmyndin, sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina, setti á dögunum nýtt heimsmet yfir fjölda hunda á einni sýningu.  Alls mættu 219 hundar með eigendum sínum á sérstaka forsýningu myndarinnar í Autry bíóinu í Griffith Park í Los Angeles.  Hundarnir voru af öllum stærðum og… Lesa meira

Mannfólkið er vondi kallinn


Breska dagblaðið The Daily Telegraph gefur vísindaskáldsögunni The Creator, sem kom í bíó nú um helgina hér á Íslandi, fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Breska dagblaðið The Daily Telegraph gefur vísindaskáldsögunni The Creator, sem kom í bíó nú um helgina hér á Íslandi, fjórar stjörnur af fimm mögulegum, en eins og segir í umfjölluninni er mannfólkið vondi kallinn í þessari mögnuðu gervigreindarsögu.  Gagnrýnandinn, Robbie Collin, segir að árið 2010 hafi ungur breskur leikstjóri, Gareth… Lesa meira

Kuldi á toppnum fjórðu vikuna í röð


Sálfræðitryllirinn Kuldi, í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsens, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans fjórðu vikuna í röð.

Sálfræðitryllirinn Kuldi, í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsens, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans fjórðu vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðustu helgi voru rúmar fjórar milljónir en heildartekjur frá frumsýningu eru komnar upp í rúmar 47 milljónir króna. Í annað sætið eru komnir harðhausaranir í málaliðagenginu The Expendebles, en… Lesa meira

Ánægður með nýja blóðið


Bardagalistakappinn og hasarleikarinn Randy Couture er mjög ánægður með nýju leikaraviðbæturnar í málaliðateymið The Expendables í nýju myndinni The Expendables 4.

Bardagalistakappinn og hasarleikarinn Randy Couture er mjög ánægður með nýju leikaraviðbæturnar í málaliðateymið The Expendables í nýju myndinni The Expendables 4 sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina. Í samtali við uinterview segir Couture, sem mætir aftur til leiks í hlutverki sprengjusérfræðingsins Toll Road, að einungis fjórir… Lesa meira

Þriðja vika Kulda á toppinum – 40 milljóna tekjur


Sálfræðitryllirinn Kuldi er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi þriðju vikuna í röð.

Sálfræðitryllirinn Kuldi er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi þriðju vikuna í röð. Tekjur myndarinnar yfir helgina námu 6,8 milljónum króna og eru heildartekjur myndarinnar frá frumsýningu eru nú komnar upp í fjörutíu milljónir króna. Í öðru sætinu á íslenska bíóaðsóknarlistanum, aðra vikuna í röð, er hrollvekjan The Nun 2. Nýjar í… Lesa meira

Tónlist Hildar fylgir Poirot á tilfinningalegu ferðalagi


Nýja Agöthu Christie myndin A Haunting in Venice, sem leikstýrt er af Kenneth Branagh, skartar tónlist ef íslenska Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur.

Nýja Agöthu Christie myndin A Haunting in Venice, sem leikstýrt er af enska leikaranum og leikstjóranum Kenneth Branagh, skartar tónlist íslenska Óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur. Hún er hvað þekktust fyrir tónlist sína í Joker, sem hún fékk Óskarsverðlaunin fyrir, og sjónvarpsþáttunum Chernobyl. A Haunting in Venice er komin í bíó hér… Lesa meira

Fólk með sterkar taugar hvatt til að sjá


Nýjasta kvikmynd íslenska leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Norðlæg þægindi eða á ensku Northern Comfort, fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í gagnrýni í Morgunblaðinu í dag.

Nýjasta kvikmynd íslenska leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Norðlæg þægindi eða á ensku Northern Comfort, fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í gagnrýni í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnandinn, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, lýsir myndinni sem farsa fremur en gamanmynd, þó hún sé flokkuð sem slík. Kvikmyndin fjallar um fjölbreyttan hóp… Lesa meira