Risahelgi hjá Dune: Part Two

Stórmyndin Dune: Part Two sló í gegn í miðasölunni á Íslandi og erlendis nú um helgina. Næstum 7.500 manns mættu í bíó á Íslandi til að sjá myndina og tekjur voru rúmar fimmtán milljónir króna.

Bíógestir sem kvikmyndir.is ræddu við um myndina eru á einu máli um að Dune: Part Two sé frábær kvikmynd sem nauðsynlegt sé að sjá í bíó!

Í Bandaríkjunum rauk myndin einnig á topp vinsældarlistans en 97 milljónir dala komu í kassann þar í landi um helgina. Þegar horft er til tekna um allan heim voru þær 178 milljónir dala um helgina eða rúmir 25 milljarðar króna.

Bob niður og Endur upp

Bob Marley: One Love þurfti um helgina að láta sér lynda að detta niður í annað sæti topplistans eftir tvær vikur í efsta sætinu. Í þriðja sæti eru svo Endur, eða Migration, sem fer upp um eitt sæti á milli vikna.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: