Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 17. til 19. feb. 2025

1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Julius Onah
Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Bridget Jones sem nú er ekkja á sextugsaldri tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af tíma hennar og orku. Við sögu koma fjölskylda, vinir og fyrrum elskhugi hennar Daniel, en einnig yngri maður - og kannski - bara kannski - raungreinakennari sonar hennar.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dougal Wilson
Í þessari mynd fer bangsinn Paddington aftur til Perú til að heimsækja sína ástkæru frænku Lucy, sem býr á dvalarheimili fyrir eldri birni. Með Brown fjölskylduna í eftirdragi þá hefst fljótlega æsispennandi ævintýri þegar ráðgáta sendir þau í óvænta ferð inn í Amazon regnskóginn og upp snarbrött fjöllin í Perú.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota. Hann kynnist goðsögnum úr tónlistarheiminum sem hrífast af unga manninum og stjarna hans rís hratt.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Browngardt
Porky og Daffy verða ólíklegar hetjur þegar skrípalæti þeirra í tyggjóverksmiðju bæjarins leiða í ljós háleynilegt geimverusamsæri. Þeir eru staðráðnir í að bjarga bænum og öllum heiminum ... ef þeir ná þá ekki að gera hvorn annan brjálaðan áður.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Barry Jenkins
Ljónsunginn Mufasa er einn og týndur á gresjunni. Hann hittir annan viðkunnalegan ljónsunga, Taka, sem er af konungsættum. Þessi kynni setja af stað víðáttumikið ferðalag ólíkra vina í leit að örlögum sínum.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jeff Fowler
Sonic, Tails, Knuckles og Amy sameinast gegn Shadow, Robotnik, Scratch, Grounder og Rouge, sem vilja ná valdi á hinum kröftugu óreiðugimsteinum. Andstæðingarnir keppast við að tryggja sér yfirráð yfir helgigripunum og örlög alls heimsins eru í óvissu á meðan.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÍslensk mynd
Rafvirkinn Atli býr með konu sinni Maríu, stjörnufræðingi og nítján ára gamalli dóttur þeirra, tónlistarkonunni Önnu, í Hafnarfirði. María undirbýr ferð inn á hálendið með fjölskyldunni til að ná ljósmynd af halastjörnu sem hún telur sig hafa uppgötvað. Þegar að ferðinni kemur hafa Atli og Anna lofað sig annað og komast ekki með. Það er afdrífarík breyting sem beinir lífi þeirra inn á nýjan sporbaug.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Eftir óvænt spjall við forfeður sína leggur Vaiana af stað út á hafið og inn á hættulegt og löngu týnt svæði og lendir í stórbrotnum ævintýrum ásamt hálfguðinum Maui og litríkri áhöfn.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Drew Hancock
Iris kemst að hræðilegu leyndarmáli þegar henni er boðið í helgarferð í sveitasetur kærasta síns niður við vatnið.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Thordur Palsson
Ekkja á nítjándu öld þarf að taka erfiða ákvörðun, einn sérlega erfiðan vetur, þegar skip sekkur skammt frá fátækum íslenskum sveitabæ. Allar tilraunir til að bjarga áhöfninni munu hafa áhrif á matarforða bæjarins, þar sem íbúar svelta.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriSöngleikurÆviágrip
Leikstjórn Michael Gracey
Saga breska tónlistarmannsins Robbie Williams allt frá barnæsku og þar til hann varð yngsti meðlimur strákabandsins vinsæla Take That og sló síðar aftur í gegn sem tónlistarmaður undir eigin nafni. Á sama tíma mætti hann ýmsum áskorunum sem fylgdu frægðinni.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGaman
Leikstjórn Jonathan Eusebio
Fasteignasali þarf að taka aftur upp fyrri iðju sem slagsmálahetja, þegar fyrrum félagi hans birtist á ný með ógnvænleg skilaboð. Með bróður sinn glæpaforingjann á hælunum, þá neyðist hann til að horfast í augu við fortíðina og söguna sem hann gat ekki grafið að fullu.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Mel Gibson
Flugmaður og lögreglufulltrúi eru að fylgja eftirlýstum manni í réttarhöld. Á leið yfir óbyggðir Alaska eykst spennan um borð og það reynir á traust milli manna. Svo virðist sem einhverjir í vélinni séu að villa á sér heimildir.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
HrollvekjaÆvintýriRáðgáta
Leikstjórn Robert Eggers
Hrollvekjandi saga af þráhyggjusambandi ungrar konu og hræðilegrar vampíru sem er gagntekin af henni.
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDramaÆvintýri
Edmond Dantes er ranglega handtekinn og fangelsaður á brúðkaupsdegi sínum fyrir glæp sem hann ekki framdi. Eftir fjórtán ár í grjótinu, á eyjunni Château d’If, tekst honum að flýja og tekur upp nafnið Greifinn af Monte-Cristo. Hann ákveður að hefna sín á mönnunum þremur sem sviku hann. Myndin er byggð a sígildri sögu Alexandre Dumas eldri og er sagan að hluta til byggð á sönnum atburðum úr lífi skósmiðsins Pierre Picau
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanHrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Noémie Merlant
Þegar hitabylgja skellur á í hverfinu Marseille byrja þrjár stúlkur að daðra við nágranna sinn af svölunum. Úr verður að þau ákveða að fá sér drykk saman heima hjá honum seint um kvöld ... en þá breytist allt!
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gints Zilbalodis
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð finnur hann skjól á báti þar sem allskonar dýr búa. Nú upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli.
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Gaman
Leikstjórn Artus
Þegar hópur fólks með ólíkan bakgrunn kemur saman, leiðir tilviljun til dásamlegra augnablika sem minna okkur á fegurðina í smáum atriðum lífsins. Með léttum húmor og hjartnæmum boðskap er kvikmyndin falleg áminning um að stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu máli.
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDrama
Hin sjötuga Mahin hefur búið ein í Tehran í Íran síðan eiginmaður hennar lést og dóttir hennar fór til Evrópu. Dag einn, þegar hún er að drekka te með vinum sínum, breytir hún út af vananum og blæs nýju lífi í ástarlíf sitt.
Vinsælast í bíó - 17. til 19. feb. 2025