Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 28. til 30. nóv. 2022

1. sæti - Aftur á lista
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Ryan Coogler
Ramonda drottning, Shuri, M'Baku, Okoye og Dora Milaje þurfa að grípa til vopna til að vernda konungsríkið Wakanda fyrir alþjóðlegum innrásarher eftir að konungurinn T'Challa deyr og þjóðin er í sárum. Dularfull mexíkósk þjóð sem rís úr undirdjúpunum reynist enn frekari áskorun fyrir herinn.
2. sæti - Aftur á lista
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Don Hall
Klængsfólkið er goðsagnakennd landkönnunarfjölskylda. Misklíð milli þeirra gæti sett strik í reikning væntanlegs leiðangurs sem er jafnframt sá mikilvægasti til þessa. Með í för er sundurleitur hópur sem samanstendur m.a. af hrekkjóttu slími, þrífættum hundi og fleiri gírugum skepnum.
3. sæti - Aftur á lista
GamanHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Mark Mylod
Ungt par fer á fjarlæga eyju til að snæða þar á rándýrum veitingastað þar sem sem matreiðslumaðurinn undirbýr glæsilega máltíð, með nokkrum óvæntum og yfirgengilegum uppákomum.
4. sæti - Aftur á lista
SpennaDramaStríð
Leikstjórn J.D. Dillard
Tveir orrustuflugmenn hætta lífi sínu í Kóreustríðinu og verða einhverjir dáðustu flugmenn flughersins.
5. sæti - Aftur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Stóskemmtileg gamanmynd byggð á samnefndum metsölubókum um söngelska krókódílinn Kalla sem býr í New York. Hann elskar að hjálpa Primm fjölskyldunni og leika sér við krakkana í hverfinu, en einn nágranninn vill þó að Lyle verði færður í dýragarðinn. Lyle reynir að sanna fyrir Hr. Grumps og kettinum hans Loretta, að hann sé ekki eins slæmur og sumir vilji halda í fyrstu.
6. sæti - Aftur á lista
GamanDrama
Leikstjórn Ruben Östlund
Við fylgjumst með hinum ofurríku, þegar ungt par á uppleið í módel bransanum fær tækifæri til að dvelja á skemmtiferðaskipi þar sem dýr föt, yfirgengilegir málsverðir og stéttaskipting ræður ríkjum. En þegar skipið strandar og skipverjar flýja upp á eyju, þá breytist allt …
7. sæti - Aftur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Jaume Collet-Serra
Fimm þúsund árum eftir að hann öðlaðist yfirnáttúrulega krafta frá egypsku guðunum, en var fangelsaður jafnóðum, þá er Black Adam leystur úr grafhvelfingu sinni. Hann er nú reiðubúinn að útdeila sinni einstöku útgáfu af réttlæti til Jarðarbúa nútímans.
8. sæti - Aftur á lista
DramaSöguleg
Leikstjórn Maria Schrader
Blaðamenn bandaríska dagblaðsins The New York Times, Megan Twohey og Jodi Kantor, birta eina áhrifamestu frétt seinni tíma - frétt sem átti þátt í að koma af stað #MeeToo hreyfingunni og braut niður áratuga þagnarmúra í kringum kynferðisbrot í Hollywood.
9. sæti - Aftur á lista
GamanDrama
Spænsk gamanmynd um eiganda verksmiðju sem lendir í kröppum dansi. Ýmis vandræði blasa við þegar hann er í þann mund að taka á móti dómnefnd sem ætlar mögulega að verðlauna fyrirtækið fyrir glæsilegan árangur í rekstri.
10. sæti - Aftur á lista
FjölskyldaSöngleikurÍslensk mynd
Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu Hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.
11. sæti - Aftur á lista
GamanHeimildarmyndÍslensk mynd
Band segir sögu þriggja kvenna í hljómsveitinni The Post Performance Blues Band. Í sameiningu ákveða þær að gefa sér eitt ár til að verða poppstjörnur eða hætta að spila að eilífu. Band sýnir raunveruleikann í öllu sínu veldi. Hún er litrík, klikkuð og bráðfyndin mynd um vináttu, þroska og listina að leika sér frameftir aldri!
12. sæti - Aftur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Ira Carpelan
Leikarar: Alma Pöysti
Þegar múmínsnáðinn er stunginn af vespu og þarf að vera í rúminu vill múmínpabbi hressa hann við með ævintýralegum sögum úr æsku sinni. Hann segir frá því hvernig hann var misskilinn sem ungur múmínsnáði, þegar hann flýði af munaðarleysingjahæli og frá sögulegum kynnum af uppfinningamanninum Hodgkins. Þá segir hann frá hressilegri siglingu á bátnum Oshun Oxtra, hvernig hann vingaðist við draug og bjargaði múmínmömmu úr sjávarháska.
13. sæti - Aftur á lista
GamanDrama
Leikstjórn Elfar Adalsteins
Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.
14. sæti - Aftur á lista
RómantíkDrama
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Í afskettum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.
15. sæti - Aftur á lista
GamanGlæpaFjölskyldaSöngleikurDansmyndÍslensk mynd
Regína er ósköp venjulega 10 ára stelpa í Reykjavík en uppgötvar dag einn að hún getur látið alls konar hluti gerast ef hún syngur um þá. Regína og Pétur vinur hennar taka saman höndum og hrinda af stað áætlun, sem varðar framtíð þeirra og foreldra þeirra. Þegar hinn óprúttni hárkollusölumaður Ívar dúkkar óvænt upp og flækir áætlanir barnanna, magnast spennan. Fyrr en varir eru börnin orðin aðalhetjurnar í spennandi en jafnframt spaugilegu glæpamáli.
16. sæti - Aftur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Amalie Næsby Fick
Þegar foreldrar Alan skilja neyðist hann til að flytja í glænýjan bæ með föður sínum. Þar kynnist hann Helga sem er mikill áhugamaður um fljúgandi furðuhluti. Ekki líður á löngu þar til geimveran Mæken nauðlendir á leikvellinum hjá Alan. Með þeim myndast mikil vinátta og Alan er staðráðin í að hjálpa Mæke að komast aftur til síns heima.
17. sæti - Aftur á lista
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Linda Hambäck
Jonna er ung munaðarlaus stúlka. Einn daginn kemur górilla á heimilið þar sem hún býr og vill ættleiða hana. En það tekur smá tíma fyrir Jonnu að venjast nýju móður sinni en lífið verður gott. Þangað til að yfirvöld ógna nýju fjölskyldunni… Tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2021 sem besta teiknimyndin.
18. sæti - Aftur á lista
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Kyle Balda
Saga hins tólf ára Gru sem á sér þann draum helstan að verða heimsins mesti ofurþorpari. Hann elst upp í úthverfunum og er aðdáandi ofurgrúppunnar Vicious 6. Hann reynir hvað hann getur að verða nógu illur til að fá inngöngu í hópinn. Hann fær góðan stuðning frá hinum tryggu fylgjendum sínum, Skósveinunum. Þegar Vicious 6 rekur foringjann, Wild Knuckles, þá kemst Gru í inntökuviðtal. Það heppnast vægast sagt mjög illa og þeir snúast gegn honum. Á flóttanum leitar Gru til Wild Knuckles eftir hjálp og kemst að því að jafnvel þorparar þurfa stundum smá hjálp frá vinum sínum.
19. sæti - Aftur á lista
GamanRómantík
Leikstjórn Roger Behr
Fráskilin hjón taka sig saman og fara til Balí til að forða ástfanginni dóttur sinni frá því að gera sömu mistök og þau gerðu fyrir aldarfjórðungi.
20. sæti - Aftur á lista
DramaÆvintýri
Leikstjórn Carla Simón
Líf bændafjölskyldu í litlu þorpi í Katalóníu breytist þegar eigandi landsins deyr og sala landsins er yfirvofandi.
Vinsælast í bíó - 28. til 30. nóv. 2022