Náðu í appið
Snerting

Snerting (2024)

Touch

"Discover what might have been."

2 klst2024

Kristófer, sjötugur ekkill, kominn á eftirlaun, leggur upp í ferð án fyrirheits, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því...

Rotten Tomatoes93%
Metacritic74
Deila:
9 áraBönnuð innan 9 ára

Hvar má horfa

Streymi
RÚV
Leiga
Síminn

Söguþráður

Kristófer, sjötugur ekkill, kominn á eftirlaun, leggur upp í ferð án fyrirheits, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að myndin hafi verið óvenju flókin og jafnvel sú flóknasta sem hann hafi gert „Við fórum á milli heimsálfa og í myndinni eru töluð mörg tungumál. Við þurftum að huga að menningu annarra þjóða og til dæmis að skapa japanskan veitingastað í London árið 1969. Hvar finnur maður dótið í það?“
Upphafið að verkefninu má rekja til þess þegar Baltasar fékk Snertingu, bók Ólafs Jóhanns, í jólagjöf og sá strax fyrir sér kvikmynd.
Um aðalleikarann, Egil Ólafsson, segir Baltasar m.a. í samtali við Morgunblaðið: \"Mig langaði að áhorfandinn myndi verða „skotinn“ í honum. Mér fannst svo mikilvægt að hann væri rómantískur og að áhorfandann myndi langa til að hann fengi að ljúka þessu máli sínu. Og þrátt fyrir að Egill sé kominn á efri ár, þá hefur hann þetta.“
Egill Ólafsson borðar með prjónum í myndinni og notar vinstri hendi. Ástæðan er að Pálmi Kormákur, sem leikur persónuna unga, er örvhentur.
Pálmi Kormákur, sem leikur aðalpersónuna unga, er sonur leikstjórans, Baltasars Kormáks. Eiginkona Baltasars, Sunneva Ása Weisshappel, sá um leikmyndina.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

RVK StudiosIS
Good ChaosGB

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2024. Tíu Edduverðlaun, þar á meðal Egill og Pálmi fyrir að vera leikarar ársins, í aðal - og aukahlutverki.