Aðalleikarar
Leikstjórn
Þessi mynd fannst mér alveg ágætt. Mér fannst stephanie Che alverg frábær í þessari mynd. Mér fanns myndinn heldur þung á köflum og heldur of mikil drama. En samt mjög fyndin.
Maður eins og ég fjallar um Júlla (Jón Gnarr), frekar uppburðarlítinn mann um þrítugt sem er ekki almennilega búinn að átta sig á því enn hverslags lúser hann er í rauninni. Hann vinur á póstlager, lauk aldrei menntaskóla og virðist dunda sér best við það að hanga fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér. Besti vinur hans (raunar sá eini) er Arnar (Þorsteinn Guðmundsson), fremur farsæll uppi sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hangir með Júlla og styður hann í gegnum nánast hvað sem er. Konunni hans og vinum hans (frekar kaldrifjaðir uppar alltsaman) er ekkert um Júlla gefið og stundum af skiljanlegum ástæðum og fjölskylda Júlla er í meira lagi skrítin.
En líf hans tekur stakkaskiptum þegar Qi (Stephanie Che) kemur inn í líf hans. Júlli hjálpar henni að læra íslensku í staðinn fyrir að fá að éta frítt á kínverska staðnum sem hún vinnur á. Brátt þróast samband þeirra yfir í ástarsamband en auðvitað tekst Júlla að klúðra því á magnaðan hátt. Þar sem Júlli situr í sinni ástarsorg fréttir hann að Qi hafi farið aftur til Kína til þess að hjúkra aldraðri móður sinni. Þá gerist eitthvað í heilabúinu á Júlla og hann heldur til Kína á eftir henni.
Persónulega fannst mér Íslenski draumurinn örlítið betri en þessi en þetta er samt sem áður ein af bestu íslensku myndunum í langan tíma. Myndir hér á landi eru alltaf að verða betri og betri að mínu mati og það er farið að leggja mikinn metnað í gerð þeirra. Þetta er náttúrulega bara af hinu góða. Róbert Douglas hefur næmt auga fyrir því spaugilega í mannlegum samskiptum landans og sést það oft í drepfyndnum atriðum í myndinni, þar sem sérstaklega Þorsteinn Guðmundsson kemur oft við sögu. Handritin hafa náttúrulega alltaf verið aðalhausverkurinn í íslenskri kvikmyndagerð en hérna finnst mér það bæði mjög fyndið en einnig mjög mannlegt og manneskjulegt á sama tíma. Jafnvel þótt að Júlli sé eins og hann er þá getur manni ekki annað en þótt strax vænt um þennan undirmálsmann.
Jón Gnarr hefur að mínu mati vaxið með hverju hlutverki sem hann hefur tekist á við. Hérna fær hann sjálfur mestmegnis að hvíla sig á gamanleiknum þótt oft geti maður hlegið rosalega að honum (eða öllu heldur uppákomunum sem hann lendir í). Hann sýnir hér afar góðan leik í vel skrifuðu hlutverki og sýnir það að hann er jafnvígur á gamanleik og drama. Stephanie Che er einnig mjög góð í öðru vel skrifuðu hlutverki á svipaðan hátt og Jón Gnarr er, bara á hinum enda striksins.
Margar dásamlega sérvitringslegar aukapersónur spila inn í. Sigurður Sigurjónsson er hreint út sagt frábær sem pabbi Júlla, Valur, sem lifir í þeirri ímyndun að hann sé poppstjarna. Einnig fer Þorsteinn Bachmann á kostum sem hinn frekar truflaði nágranni Júlla, Dagur. En senuþjófurinn er hins vegar Þorsteinn Guðmundsson sem brillerar bókstaflega sem hinn fremur sjálfumglaði Arnar. Sumar senurnar með honum fá mann til að veltast um af hlátri. Þorsteinn Guðmundsson markar sér hér með svæði sem einn af topp gamanleikurum Íslands.
Allt í allt er þetta einstaklega skemmtileg mynd sem bíður upp á bæði óborganlega fyndnar senur og einnig óvenjulega næmni á mannlegar tilfinningar. Dæmi um það er að það eru engar af þessum venjulegu íslensku bíómyndaklisjum. Engin stór uppgjör eða eitthvað svoleiðis, einungis framvinda eins og hún er í raunveruleikanum hjá raunverulegu fólki.
Ég mæli eindregið með þessari mynd.
Breakthrough-hlutverk Gnarrs
Róbert Douglas getur nú farið að skipa sér í sæti við hlið bestu kvikmyndargerðamanna á landinu (eru þeir nokkuð fleiri en einn?), enda er hann orðinn einn einlægasti og hæfileikaríkasti leikstjóri sinnar kynslóðar. Ég fílaði reyndar Íslenska Drauminn ekkert rosalega vel. Myndin var ágætlega leikin og raunsæ, en klippingin og myndatakan var alveg ferlega amatör og óþolandi.
Maður eins og ég er töluvert betri að mínu mati. Að vissu leyti er hún nokkuð svipuð Draumnum, allt frá sögu upp í kvikmyndatöku (sem er þó aðeins skárri). Þar að auki eiga þær það sameiginlegt að vera báðar gamanmyndir með dramatísku og þónokkuð alvarlegu ívafi. Einnig er raunsær undirtónn helsti stíll beggja mynda.
Jón Gnarr, sem hefur áður fyrr bara verið þekktur fyrir vitleysingahlutverk (hmmm....Fóstbræður kannski?!), kemur hér mikið á óvart. Bæði fer hann á kostum og leyfir áhorfendum að kynnast nýrri hlið að sér sem hann mætti jafnvel nýta meira næstu árin. Þau Siggi Sigurjóns, Stephanie Che, Sveinn Geirsson og Katla Margrét Þorvaldsdóttir eru jafnframt mjög traust, og einkum stelur Þorsteinn Guðmundsson senunni með stolti í hlutverki besta vinarins með skemmtilegu one-linerana.
Maður eins og ég virkar líka bara á svo mörgum sviðum og það er einmitt það sem gerir hana svona skemmtilega til áhorfs. Hún er fyrst og fremst bráðfyndin (á svona "fyndið-því-það-er-satt" hátt), samtölin eru hnyttin og grátbrosleg í senn og handrit Douglasar og Arnars Ásgeirssonar er líka mjög vel unnið og gefur góða innsýn inn í raunveruleika íslenska meðaljónsins.
Þetta er bara einhver ánægjulegasta og traustasta afþreying sem hefur verið framleidd hér á klakanum, og hefði ekki orðið fyrir óhemju dramatík rétt undir lokin hefði einkunnin sjálfsagt verið hærri.
7/10
Róbert Douglas getur nú farið að skipa sér í sæti við hlið bestu kvikmyndargerðamanna á landinu (eru þeir nokkuð fleiri en einn?), enda er hann orðinn einn einlægasti og hæfileikaríkasti leikstjóri sinnar kynslóðar. Ég fílaði reyndar Íslenska Drauminn ekkert rosalega vel. Myndin var ágætlega leikin og raunsæ, en klippingin og myndatakan var alveg ferlega amatör og óþolandi.
Maður eins og ég er töluvert betri að mínu mati. Að vissu leyti er hún nokkuð svipuð Draumnum, allt frá sögu upp í kvikmyndatöku (sem er þó aðeins skárri). Þar að auki eiga þær það sameiginlegt að vera báðar gamanmyndir með dramatísku og þónokkuð alvarlegu ívafi. Einnig er raunsær undirtónn helsti stíll beggja mynda.
Jón Gnarr, sem hefur áður fyrr bara verið þekktur fyrir vitleysingahlutverk (hmmm....Fóstbræður kannski?!), kemur hér mikið á óvart. Bæði fer hann á kostum og leyfir áhorfendum að kynnast nýrri hlið að sér sem hann mætti jafnvel nýta meira næstu árin. Þau Siggi Sigurjóns, Stephanie Che, Sveinn Geirsson og Katla Margrét Þorvaldsdóttir eru jafnframt mjög traust, og einkum stelur Þorsteinn Guðmundsson senunni með stolti í hlutverki besta vinarins með skemmtilegu one-linerana.
Maður eins og ég virkar líka bara á svo mörgum sviðum og það er einmitt það sem gerir hana svona skemmtilega til áhorfs. Hún er fyrst og fremst bráðfyndin (á svona "fyndið-því-það-er-satt" hátt), samtölin eru hnyttin og grátbrosleg í senn og handrit Douglasar og Arnars Ásgeirssonar er líka mjög vel unnið og gefur góða innsýn inn í raunveruleika íslenska meðaljónsins.
Þetta er bara einhver ánægjulegasta og traustasta afþreying sem hefur verið framleidd hér á klakanum, og hefði ekki orðið fyrir óhemju dramatík rétt undir lokin hefði einkunnin sjálfsagt verið hærri.
7/10
Prýðileg gamanmynd frá sömu aðilum og gerðu Íslenska Drauminn. Jón Gnarr fer með hlutverk Júlla, seinheppins og óframfærins náunga sem verður ástfanginn af kínverskri konu. Það samband gengur brösulega fyrir sig, meðal annars þar sem hann er ekki sá sleipasti í mannlegum samskiptum. Myndin er full af skemmtilegum karakterum, til dæmis pabba Júlla og besta vin hans. Austurlenska leikkonan Stephanie Che kemur líka vel út og nær meiri dýpt en aðrir erlendir leikrar hafa áður náð í íslenskri mynd. Eitt tæknilegt atriði sem mig langar að minnast á er að hljóðið er á sumum stöðum ekki eins gott og það ætti að vera, sérstaklega í atriðum sem eru frekar þögul. Í þeim heyrir maður oft lágt suð úr myndavélinni sem ætti að vera auðvelt að forðast með því að nota hljóðnema sem er ekki áfastur myndavélinni. Þetta er ekki stórt atriði en þegar menn er að gera að öðru leiti góða hluti í kvikmyndagerð hlýtur að vera frekar neyðarlegt að láta negla sig fyrir svona tæknileg mál. Það er óhjákvæmilegt að bera þessa mynd við Íslenska drauminn, en niðurstaða þess samanburðar er reyndar að Draumurinn er nokkuð betri mynd - enda var hún einstaklega vel heppnuð. Maður eins og ég er engu að síður skemmtileg afþreying með góðum húmor og skemmtilegum persónum.
Merkilega góð mynd á margan hátt miðað við það að hún er íslensk. Ég segi það vegna þess að hingað til hef ég ekki notað sama gagnrýnisskala gagnvart íslenskum myndum, einfaldlega vegna þess að hvorki peningar né raunveruleg reynsla hefur verið fyrir hendi. Þjár stjörnur er rífleg einkunn en ég gat ekki gefið henni tvær og hálfa því hún er bara nokkuð góð. Vel leikin að mestu leyti, Jón Gnarr góður að venju, svolítið einhæfur en karakterinn bauð ekki upp á annað, Þorsteinn að vissu leyti ofleikur en karakterinn er svo broslegur að það var varla annað hægt. Siggi Sigurjóns er ótrúlega traustur í sínu hlutverki, einna bestur en þó er Stephanie Che langbest. Hún var einfaldlega frábær í sínu hlutverki. Það eina sem væri kannski hægt að setja út á var að enskan hennar var eiginlega of góð fyrir kinverska stúlku frá meginlandi Kína. Hæfilega margir lausir endar til þess að áhorfendur fá að leika sér með hvað sé á ferðinni og endirinn í raun góður þó mörgum komi til með að þykja hann endaslepptur. Það sem mér fannst ótrúverðugt var bara það hvað mikið á að vera til af looserum og aulum en líklega er þetta svona. Við erum líklega ekki öll snillngar sem eigum bara eftir að slá í gegn. Góð mynd, sjáið hana í bíó.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Róbert I.Douglas, Árni Ó. Ásgeirsson
Framleiðandi
Kvikmyndafélag Íslands
Frumsýnd á Íslandi:
16. ágúst 2002
VHS:
24. mars 2003