19. nóvember 2025
HeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Jóhann Sigmarsson
Leikarar: Þórir Baldursson
Heimildamyndin segir frá ævi og störfum Þóris Baldurssonar og yfirgripsmiklum og litríkum ferli hans í íslenskri og alþjóðlegri tónlistarsögu.
Í myndinni ferðast hann um heiminn, hittir gamla samstarfsmenn og rifjar upp tímana þegar hann var hluti af þróun diskó- og popptónlistar á sjöunda og áttunda áratugnum.
Með viðtölum, tónlist og endurfundum opnast einstök sýn á manninn á bakvið tónlistina sem enn hefur áhrif á fólk víða um heim.
Útgefin: 19. nóvember 2025
19. nóvember 2025
HeimildarmyndÍslensk myndÍþróttir
Leikstjórn Bragi Þórsson
Leikarar: Hafsteinn Hauksson
Heimildarmynd um fyrsta Íslandsmeistarann í ralli; Hafstein Hauksson. Eftir að hafa sýnt hraða sinn á íslenskum rall-vegum fór Hafsteinn erlendis að keppa með það eina markmið að verða heimsmeistari í rallakstri.
Útgefin: 19. nóvember 2025
25. nóvember 2025
TónlistHeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Heiðar Aðalbjörnsson
83 ferðafélagar leggja upp í óvenjulega reisu til írsku höfuðborgarinnar til að syngja íslenska messu tileinkaða hljómsveitinni U2. Arnór Vilbergsson stjórnar Kór Keflavíkurkirkju af lífi og sál og hefur ásamt kórfélögum þýtt texta Dyflinnarsveitarinnar á íslensku. Við fylgjumst með æfingum, undirbúningi og ferðalaginu sjálfu og kynnumst um leið hversu mikilvægt kórastarf er samfélaginu.
Útgefin: 25. nóvember 2025
8. janúar 2026
SpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Bragi Þór Hinriksson
Leikarar: Unnur Birna Jónsdóttir Backman, Aldís Amah Hamilton, Kolbeinn Arnbjörnsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson, Þóra Karítas Árnadóttir
Ungur lögfræðingur glímir við eigin geðröskun eftir nauðgun svo hún veit ekki hvort um sé að ræða ímyndun, gerandann sem aldrei fannst eða hvort hún sé ásótt af konu sem var myrt í íbúðinni hennar tveimur árum áður.
Útgefin: 8. janúar 2026
Myndir ekki komnar með dagsetningu

