Náðu í appið

Væntanlegar íslenskar myndir

20. mars 2024
HeimildarmyndÍslensk myndÍþróttir
Ásgeir Elíasson var einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari landsins en hann lést fyrir aldur fram 2007. Hann gerði Fram að stórveldi og vann glæsta sigra með íslenska landsliðinu. Samferðamann hans fara í gegnum sögu hans, innan sem utan vallar, þjálfun, vináttu, keppnisskap, fjölskyldustemningu og þá sýn að það yrði að vera gaman í fótbolta.
Útgefin: 20. mars 2024
2. september 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Fjölnir Baldursson
Myndin fjallar um Arnór, ungan mann sem hlotið hefur erfitt hlutskipti í lífinu með alkóhólískan föður og móður sem berst við geðrænan sjúkdóm. Er hann reynir að finna sjálfan sig leiðist hann út í fíkniefnaneyslu og kynnist misjöfnu fólki sem leiða hann í ógöngur. Hann endar á því að selja fíkniefni. Líf hans flækist svo enn meira þegar hann lendir í ástarþríhyrningi milli fíkniefnalögreglu og – sala.
Útgefin: 2. september 2024
20. september 2024
DramaÍslensk mynd
Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman. Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga. Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.
Útgefin: 20. september 2024
Myndir ekki komnar með dagsetningu