Náðu í appið

Væntanlegar íslenskar myndir

8. mars 2024
DramaÍslensk mynd
Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.
Útgefin: 8. mars 2024
2. september 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Fjölnir Baldursson
Myndin fjallar um Arnór, ungan mann sem hlotið hefur erfitt hlutskipti í lífinu með alkóhólískan föður og móður sem berst við geðrænan sjúkdóm. Er hann reynir að finna sjálfan sig leiðist hann út í fíkniefnaneyslu og kynnist misjöfnu fólki sem leiða hann í ógöngur. Hann endar á því að selja fíkniefni. Líf hans flækist svo enn meira þegar hann lendir í ástarþríhyrningi milli fíkniefnalögreglu og – sala.
Útgefin: 2. september 2024
Myndir ekki komnar með dagsetningu
GamanDramaÍslensk mynd
Óðinn er háskólanemandi sem er enn að átta sig á hvar hann er staddur í lífinu. Ár hvert fer hann ásamt nánustu vinum sínum á svakalegan viðburð á vegum skólans þar sem allir hella sig blindfulla og djamma út nóttina. En viðburðurinn fer aðeins á hvolf þegar fyrrum ástkona Óðins, Silja birtist skyndilega og þá verður alls konar vesen á þessu “heilaga” kvöldi.