Náðu í appið
Ljósbrot

Ljósbrot (2024)

When the Light Breaks

1 klst 22 mín2024

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu.

Rotten Tomatoes97%
Metacritic80
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Leiga
Síminn

Söguþráður

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússibanaferð tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Danilo Šerbedžija, formaður dómnefndar alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Cinehill í Króatíu, sem veitti Ljósbroti aðalverðlaun hátíðarinnar, sagði: \"dómnefndin fagnar myndinni fyrir ljóðræna og hógværa kvikmyndalist. Fyrir fíngerðan leik og frásagnarlist, þar sem tekist er á við óvænt drama með þeim hætti að sagan og frumlegar persónur fanga áhorfendur.”
Ljósbrot er fjórða kvikmynd Rúnars sem valin er á Cannes-hátíðina. Hún er jafnframt fjórða mynd Rúnars í fullri lengd.
Myndin er tileinkuð tveimur látnum vinum Rúnars. Hann segir í samtali við Morgunblaðið: „Þeir voru á svipuðum aldri og ég og fóru báðir alltof snemma.“

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Compass FilmsIS
HalibutIS
Revolver AmsterdamNL
MP Film ProductionHR
Eaux-Vives ProductionsFR
jour2fêteFR

Verðlaun

🏆

Fimm Eddu verðlaun, þ.á.m. fyrir bestu mynd ársins. Rúnar valinn besti leikstjórinn á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu. Aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Cinehill í Króatíu. Verðlaun Alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda. Valin til sýningar í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2024. Tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.