Náðu í appið

Nýtt á BluRay

GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chris Renaud
Hér heldur sagan af Max og vinum hans í gæludýraheimum áfram, og við fáum að fylgjast með leynilegu lífi þeirra, eftir að eigendurnir fara til vinnu eða skóla á hverjum degi. Þær breytingar verða á högum Max að eigandi hans, Katie, er nú gift og á barn. Í sveitaferð með fjölskyldunni hittir Max hund á bóndabæ sem heitir Rooster, sem skýtur honum skelk í bringu. Á sama tíma reynir Gidget að bjarga uppáhaldsleikfangi Max úr íbúð fullri af köttum, og Snowball reynir að frelsa hvíta tígrisdýrið Hu úr fjölleikahúsi.
Útgefin: 10. október 2019
SpennaGamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dean Deblois
Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksina Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á sitt vald. Sú barátta snýst síðan upp í kapphlaup um að finna á ný „Hið horfna land“ þar sem drekar eru óhultir fyrir mönnum. Sagan gerist um ári eftir atburðina í mynd númer tvö og Hiksti hefur ásamt sínu fólki unnið hörðum höndum við að skapa hinn fullkomna stað á Jörðu, borgríkið Berk, þar sem menn og drekar lifa saman í sátt og samlyndi. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir komu hins öfluga Grimmels sem hótar honum og hans fólki öllu illu láti hann Tannlausa ekki af hendi. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina ...
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýriTeiknað
Hér er um að ræða hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man-myndum þar sem aðalsöguhetjan er Miles Morales sem telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann. Í þeim efnum hefur hann rangt fyrir sér því hann er bara einn af nokkrum sem geta kallað sig því nafni. Að því kemst Miles þegar hann kynnist hinni framandi Spider-Manveröld þar sem köngulóarmenn, köngulóarkonur og köngulóardýr hafast við og eru öll gædd sömu ofurhæfileikunum. Þeirra á meðal er Peter Parker sem tekur Miles í kennslustund í sveiflutækninni áður en hann hittir allar hinar köngulóarútgáfunar, þar á meðal Gwen Stacy, svarta köngulóarmanninn og Spider-Ham, sem er í raun svín. Úr þessu öllu verður heljarinnar ævintýri, spennandi og mjög fyndið, þar sem hersingin þarf að takast á við glæpakónginn þykka, Wilson Fisk, sem síðast lét á sér kræla í nýjasta Spider-Man-tölvuleiknum.
Útgefin: 5. apríl 2019
DramaTónlistÆviágrip
Breska hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1970 og átti eftir að afla sér heimsfrægðar á næstu fimmtán árum með lögum sem eru fyrir löngu orðin sígild og allir þekkja. Í Bohemian Rhapsody er farið yfir feril sveitarinnar allt frá byrjun, með sérstakri áherslu á hlut píanóleikarans, laga- og textahöfundarins og eins besta söngvara allra tíma, Freddies Mercury, sem lést langt um aldur fram árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Hápunktur myndarinnar er síðan Live Aid-tónleikarnir í júlí 1985 en frammistaða Queen á þeim hefur síðan margoft verið valin og nefnd besta tónleikaframmistaða rokksveitar fyrr og síðar ...
Útgefin: 7. mars 2019
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunum þannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafnfúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann reiknar hins vegar ekki með er að þótt hann geti í sjálfu sér stolið því efnislega sem tengt er jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá?
Útgefin: 28. febrúar 2019
GamanSöngleikur
Leikstjórn Roger Behr
Nokkur ár eru liðin síðan við kynntumst mæðgunum Donnu og Sophie, vinkonum Donnu og mönnunum þremur sem gætu verið barnsfeður hennar. Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og þegar hún verður ófrísk fer hún að hugsa til þess hvernig aðstæðurnar voru árið 1979 þegar hún kom sjálf undir og móðir hennar var í svipuðum sporum og hún er í núna.
Útgefin: 22. nóvember 2018
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Genndy Tartakovsky
Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjölskylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Vinir hans og skósveinar fara með. En þegar þau leggja úr höfn, þá verður Drakúla ástfanginn af hinum dularfulla skipstjóra, Ericka. Nú þarf Mavis að bregða sér í hlutverk hins ofverndandi foreldris, og halda pabba sínum og Ericku frá hvoru öðru. Auðvitað er þetta samband allt of gott til að vera satt, því Ericka er í raun afkomandi sjálfs Abraham Van Helsing, erkióvinar Drakúla og allra annarra skrímsla.
Útgefin: 8. nóvember 2018
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.A. Bayona
Myndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið. Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusérfræðingana og fyrrverandi kærustuparið Claire Dearing og Owen Grady sem geta ekki annað en orðið við þeirri beiðni að aðstoða við flutningana. Þau vita að sjálfsögðu ekki að á bak við „björgunina“ eru brögð í tafli og með því að aðstoða við að fanga risaeðlurnar hafa þau í raun komið þeim úr öskunni í eldinn. Við það geta þau ekki unað og ákveða að finna saman leið til að snúa vörn í sókn ...
Útgefin: 11. október 2018
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.A. Bayona
Myndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið. Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusérfræðingana og fyrrverandi kærustuparið Claire Dearing og Owen Grady sem geta ekki annað en orðið við þeirri beiðni að aðstoða við flutningana. Þau vita að sjálfsögðu ekki að á bak við „björgunina“ eru brögð í tafli og með því að aðstoða við að fanga risaeðlurnar hafa þau í raun komið þeim úr öskunni í eldinn. Við það geta þau ekki unað og ákveða að finna saman leið til að snúa vörn í sókn ...
Útgefin: 11. október 2018
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Will Gluck
Pétur kanína á í útistöðum við landeigandann herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem vilja borða uppskeruna hans. Með Pétri í liði eru systur hans þrjár, Lúffa, Múffa og Bómullarhnoðri, ásamt frænda þeirra Benjamín og listakonunni Beu sem ólíkt McGregor er vinveitt dýrunum.
Útgefin: 4. október 2018
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Will Gluck
Pétur kanína á í útistöðum við landeigandann herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem vilja borða uppskeruna hans. Með Pétri í liði eru systur hans þrjár, Lúffa, Múffa og Bómullarhnoðri, ásamt frænda þeirra Benjamín og listakonunni Beu sem ólíkt McGregor er vinveitt dýrunum.
Útgefin: 4. október 2018
SpennaGamanVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn David Leitch
Deadpool, öðru nafni Wade Wilson, glímir hér við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, en hann er betur þekktur sem Cable. Einn og sér uppgötvar Wade fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur sem geta með samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri ...
Útgefin: 20. september 2018
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Allt frá því að nautið Ferdinand var kálfur hefur hann verið ólíkur öðrum nautum. Á meðan aðrir kálfar vildu helst stangast á og létu sig dreyma um að komast í nautaatshringinn í Madrid hafði Ferdinand mun meiri áhuga á að njóta náttúrunnar, blómanna og litanna sem umhverfi hans býður upp á, auk þess sem hann getur ekki hugsað sér að gera flugu mein. En örlögin haga því samt svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast og verður með aðstoð nokkurra félaga sinna að losa sig úr ánauðinni og finna leiðina heim áður en það er orðið of seint ...
Útgefin: 6. september 2018
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Allt frá því að nautið Ferdinand var kálfur hefur hann verið ólíkur öðrum nautum. Á meðan aðrir kálfar vildu helst stangast á og létu sig dreyma um að komast í nautaatshringinn í Madrid hafði Ferdinand mun meiri áhuga á að njóta náttúrunnar, blómanna og litanna sem umhverfi hans býður upp á, auk þess sem hann getur ekki hugsað sér að gera flugu mein. En örlögin haga því samt svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast og verður með aðstoð nokkurra félaga sinna að losa sig úr ánauðinni og finna leiðina heim áður en það er orðið of seint ...
Útgefin: 6. september 2018
SpennaGamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jake Kasdan
Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjallaranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji. Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Eftir að þau átta sig á hvað hefur gerst uppgötva þau að eina leiðin fyrir þau að snúa aftur til raunveruleikans er að sigrast á andstæðingum sínum og forðast að verða drepin af einhverju af villtu dýrunum sem eru úti um allt í hinni ævintýralegu opnu veröld leiksins – áður en þau klára lífin þrjú sem þau hafa úr að spila!
Útgefin: 5. apríl 2018
SpennaGamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jake Kasdan
Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjallaranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji. Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Eftir að þau átta sig á hvað hefur gerst uppgötva þau að eina leiðin fyrir þau að snúa aftur til raunveruleikans er að sigrast á andstæðingum sínum og forðast að verða drepin af einhverju af villtu dýrunum sem eru úti um allt í hinni ævintýralegu opnu veröld leiksins – áður en þau klára lífin þrjú sem þau hafa úr að spila!
Útgefin: 5. apríl 2018
DramaÆviágripÍþróttir
Leikstjórn Craig Gillespie
Hér segir frá þeim fræga atburði þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottninguna Nancy Kerrigan í ársbyrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana. Rannsókn lögreglunnar á árásinni á Nancy Kerrigan leiddi fljótlega í ljós að þar hafði verið að verki maður að nafni Shane Stant og hafði hann verið ráðinn til þess af lífverði og fyrrverandi eiginmanni helsta keppinautar Nancyar, Tonyu Harding, þeim Shawn Eckhardt og Jeff Gillooly. Með árásinni vildu þeir tryggja að Nancy heltist úr leik í samkeppninni um ólympíusæti í liði Bandaríkjanna sem keppa átti á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer í febrúar þetta sama ár.
Útgefin: 9. mars 2018
DramaGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Kenneth Branagh
Belgíski morðgátusérfræðingurinn sérvitri, Hercule Poirot, er á leið til Vestur-Evrópu á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar ásamt fleiri farþegum. Nótt eina er einn af farþegunum myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið, raða saman sönnunargögnunum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð.
Útgefin: 1. mars 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Denis Villeneuve
Sérsveitarmaðurinn Officer K, kemst á snoðir um dularfullt mál úr fortíðinni. Til að aðstoða sig við rannsóknina þarf hann að hafa uppi á Rick Deckard sem hafði horfið þrjátíu árum fyrr, þ.e. eftir að hafa leyst sitt síðasta verkefni. Leit K ber árangur að lokum, en með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ...
Útgefin: 15. febrúar 2018
HrollvekjaVestriVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Nikolaj Arcel
The Dark Tower er viðamikið ævintýri um leit síðasta „byssumannsins“ Rolands Deschain að „Myrka turninum“ en það hugtak lýsir bæði raunverulegum turni og er jafnframt myndlíking, en turninn er ekki bara bygging heldur einnig hjartað og miðjan í þeirri veröld (eða veröldum) sem sagan gerist í. Falli þessi turn, falla allar veraldir að okkar veröld meðtalinni, og það er einmitt það sem byssumaðurinn vill koma í veg fyrir. Til þess þarf hann að tortíma „manninum í svörtu“ sem leitar einnig Myrka turnsins til að eyðileggja hann svo hið illa (eða dauðinn) öðlist öll völd til eilífðar.
Útgefin: 30. nóvember 2017