Nýjar myndir
Nýir trailerar
Ný plaköt
Nýir punktar (Vissirðu að?)
Rétt eins og í fyrri myndinni þá kemur engin manneskja hér við sögu.
Framhald teiknimyndarinnar Ooops! Noah Is Gone... (2015) eða Úbbs! Nói Er Farinn...
Þetta er þriðja vísindaskáldagan frá Sony/Columbia Pictures sem hefst á því að geimskip skemmist í loftsteinaregni. Hinar eru After Earth (2013) og Passengers (2016).
Sem fyrrum landgönguliði í hernum, þá er þetta fyrsta kvikmyndin á ferli Adam Driver þar sem hann nýtir sér þjálfun sína í notkun vopna úr gamla starfinu.
Viðvörunarhljóðið sem tölva geimskipsins sendir frá sér eftir brotlendinguna var fyrst notað fyrir 70 árum síðan sem hljóðbrella fyrir Marsbúa, í War of the Worlds frá 1953.
Leikstjórinn David F. Sandberg leikur fórnarlamb Kalypso í kvikmyndinni.
Dúkkan Annabelle, úr hrollvekjunni Annabelle: Creation frá árinu 2017, sem er einnig eftir leikstjórann David F. Sandberg, sést sitja í stól á skrifstofu barnalæknisins.
Dætur Atlasar koma ekki fyrir í Shazam! teiknimyndasögunum. Þær eru skapaðar sérstaklega fyrir kvikmyndina.
The Furies koma úr grískri goðafræði og eru öll börn Atlasar (sem er einn guðanna sem Shazam sækir ofurkrafta sína til).
Hespera heitir í höfuðið á Hesperides, anda sólsetursins, sem ræktaði garð hinna gullnu epla. Hespera er einnig kvenkyns útgáfa af Hesperus, bróður Atlasar og guðs kvöldstjörnunnar Venusar.
Kalypso heitir eftir seiðkonu sem sinnti Odysseus á leið hans heim.
Anthea er gyðja garða, votlendis, blóma og mannlegrar ástar.
Þegar leikstjórinn Chad Stahelski var beðinn að lýsa John Wick
Chapter 4 í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire sagði hann: „Ef
þú lætur The Good, The Bad and The Ugly mæta Zatoichi og bætir
við grískum goðsögum þá færðu líklega eitthvað í líkingu við
myndina.“
Í ágúst 2020 var tilkynnt að fimmti kafli sögunnar um John Wick
væri á teikniborðinu og að myndin yrði tekin upp samhliða fjórða
kafla. Síðar var þó ákveðið að taka kafla fjögur upp einan og sér
og óvíst er hvort fimmti kafli verði að veruleika. Keanu Reeves
hefur sagt að það velti á viðbrögðum áhorfenda við fjórða kafla.
Leikstjórinn Mika Kaurismäki hefur sagt að myndin endurspegli
að einhverju leyti persónulega reynslu hans af sambandi sínu
við bróður sinn. Hann segir að það að eiga yngri bróður sem er
örlítið skapstyggur hafi hjálpað honum að tengja við aðstæður
bræðranna í myndinni.
Kvikmyndin er byggð á skáldsögu eftir rithöfundinn Tuomas Kyrö.
Hann skrifaði nokkrar sögur um sömu persónuna sem upphaflega
voru settar upp sem útvarpsleikrit. Útvarpsleikritin nutu mikilla
vinsælda og í framhaldi af þeim skrifaði Tuomas Kyrö skáldsögur
sem einnig urðu vinsælar.
Þetta er lengsta myndin í Scream seríunni, tveir tímar og þrjár mínútur.
Þetta er fyrsta Scream myndin sem tekin er upp utan Bandaríkjanna. Tökur fóru fram í Montreal í Kanada.
Courteney Cox var fyrsti leikarinn til að snúa aftur sem Gale Weathers. Hún segist ekki hafa hikað í eina sekúndu af því að hún elskar að leika persónuna. Hún grínaðist með að hún hefði leikið hana, jafnvel þó hún hefði ekkert fengið borgað.
Leikstjórinn segir við Morgunblaðið að kvikmyndin byggi mikið á andstæðum og nefnir sem dæmi tungumál þjóðanna Íslendinga og Dana. „Svo ertu með karaktera sem eru ólíkir, algjörar andstæður. Þú ert með ungan lærðan nútímamann og eldri mann sem er náttúruskáld á einhvern hátt, leiðsögumaður sem kann að lesa veðrið og fljótin.“
Vinna við Volaða land fór af stað árið 2013. Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að langan tíma taki að skrifa, þróa og fjármagna. \"Ein mynd tekur rosalega mikinn part af lífi manns. Við byrjuðum á Volaða landi 2013 og núna erum við fyrst að sýna hana á Íslandi. Þetta er búið að vera langt ferðalag.“
Þetta er fimmta myndin þar sem þeir Sam Mendes og kvikmyndatökumaðurinn Roger Deakins vinna saman. Hinar eru Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012) og 1917 (2019).
Þó að þetta sé níunda kvikmynd Sam Mendes sem leikstjóra, þá er Empire of Light fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir eftir eigin handriti. Öllum hinum myndunum, þar á meðal myndinni 1917, þar sem hann átti þátt í handritsgerðinni, var leikstýrt eftir handriti annarra.
Þegar June skráir sig inn á Google reikning Kevins, þá er hann búinn að nota 420,69 GB af 2 TB geymsluplássi.
Myndin á að gerast í júní árið 2022.
.
Myndin er sjálfstætt framhald Searching frá 2018, með John Cho í aðalhlutverkinu. Kvikmyndin byrjar með heimildar-drama myndefni sem byggir á atburðum fyrri myndarinnar.
Lengd myndarinnar er ein klukkustund og 56 mínútur, sem þýðir að hún er sú stysta af Creed myndunum þremur.
Þetta er fyrsta Rocky/Creed myndin í seríunni þar sem Sylvester Stallone er ekki meðal leikenda í hlutverki Rocky Balboa. Með brotthvarfi hans er núna engin persóna sem komið hefur fram í öllum átta myndunum.
Til að koma líkama sínum í stand fyrir myndina þurfti Felix Kammerer að klæðast 10 kg. þungu vesti og hlaupa í því á hverjum degi í marga mánuði.
Skáldsaga Erich Maria Remarque er innblásin af hans eigin reynslu sem þýskur hermaður í Fyrri heimsstyrjöldinni. Sagan er fræg fyrir raunverulegar lýsingar á hryllingi stríðsátaka og vandamálunum sem blasa við hermönnum á meðan á stríðinu stendur og eftir á.
Myndin er sögð vera dýrasta þýska kvikmyndin í sögu Netflix.
Þetta er þriðja kvikmyndin sem gerð er eftir þessari skáldsögu. Hinar eru hin rómaða Óskarsverðlaunamynd Lewis Milestone frá árinu 1930 og hin minna þekkta útgáfa Delbert Mann frá árinu 1979.
Fyrirmynd raddar Chance var átrúnaðargoð Peter Sellers; Stan Laurel.