Nýjar myndir
Nýir trailerar
Ný plaköt
Nýir punktar (Vissirðu að?)
Þetta er þriðja kvikmyndin sem Richard Gere og Susan Sarandon leika saman í. Hinar eru Shall We Dance (2004) og Arbitrage (2012), en þar leika þau einnig hjón.
Richard Gere lék áður með frænku Emmu Roberts, Juliu Roberts, í Pretty Woman (1990) og Runaway Bride (1999). Susan Sarandon vann áður með Juliu í Stepmom (1998).
Emma Roberts og Luke Bracey léku einnig saman sem ástfangið par í Holidate (2020).
Líklega er þetta ein síðasta myndin sem Spielberg og tónskáldið John Williams gera saman en samkvæmt fréttum þá hyggst Williams, sem verður 91 árs í febrúar 2023,
hætta að semja kvikmyndatónlist eftir að hann klárar tónlistina fyrir Indiana Jones and the Dial of Destiny (2023). Hann bætti við að það væri aldrei auðvelt að segja nei við Spielberg .
Fyrsta mynd Steven Spielberg sem frumsýnd er á kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Seth Rogen sagði blaðamönnum að Steven Spielberg hafi oft komist við á tökustað. \"Þetta var mjög tilfinningarík reynsla. Hann grét mikið.\" Og svo bætti hann við. \"Þetta er beinlínis byggt á lífi hans og allt sem gerist í kvikmyndinni er eitthvað sem kom fyrir hann. Á meðan að á tökum stóð sagði ég kannski; \"Gerðist þetta í raun og veru?\"
og svarið var \"Já, alltaf.\"
Á meðan að á tökum stóð fékk leikaraliðið aðgang að heimamyndböndum, ljósmyndum og ýmsu öðru frá fjölskyldu Steven Spielberg til að átta sig betur á því hvernig lífið var hjá fjölskyldunni. Paul Dano sagði m.a.: ... Fyrir einhvern eins og Steven að deila svo miklu úr eigin lífi með okkur - og áhorfendum - var reglulega djúpstæð reynsla.
Steven Spielberg segir að þó að hann og Tony Kushner hafi rætt um kvikmyndina í mörg ár, þá hafi það verið í COVID-19 faraldrinum árið 2020 sem hann hafi ákveðið að skrifa handritið með Kushner frá byrjun, á meðan rólegt var hjá honum. Tvíeykið sat heima og skrifaði í útgöngubanni og kláraði það á tveimur mánuðum.
Kærasti Charlie heitir Alan Grant, og dóttir hans heitir Ellie. Þetta eru líka nöfn aðal persónanna í Jurassic Park (1993).
Í myndinni pantar Charlie mat frá Gambino´s sem er í raun ítalskur veitingastaður í Moscow í Idaho þar sem myndin á að gerast. Handritshöfundur kvikmyndarinnar, Samuel D. Hunter, ólst upp í Moscow.
Fréttirnar sem Charlie horfir á í sjónvarpinu eru m.a. af úrslitum í forkosningum Repúblikana árið 2016, sem segir manni að myndin á að gerast snemma árs 2016. Minnst er á Donald Trump, Ted Cruz og Marco Rubio í þessum fréttum.
Handritshöfundur myndarinnar, Samuel D. Hunter, var staðgengill Brendan Fraser þegar kom að skrifum á lyklaborð.
Leikstjórinn, Darren Aronofsky, sagði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum að það hafi tekið hann tíu ár að velja leikara í myndina. Ráðning aðalleikarans, Charlie, var mikil áskorun að hans sögn, þar til hann sá stikluna fyrir brasilísku kvikmyndina Journey to the End of the Night (2006) með Brendan Fraser í aðalhlutverki. Þar small allt saman og að lokum réð hann Fraser í hlutverkið.
Vegna mikillar þyngdar persónu Fraser í myndinni þá þurfti leikarinn að klæðast þungum fitubúningi og vera í honum í margar klukkustundir. Hann sagði fjölmiðlum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum: \"Ég hef uppgötvað vöðva sem ég vissi ekki að ég hafði. Ég fékk jafnvel smá svimatilfinningu í lok dags þegar búið var að fjarlægja búninginn. Þetta var eins og að stíga í land eftir að hafa verið um borð í báti á síkjum Feneyja. Eins og hafa verið í öldugangi. Það gaf mér skilning og aðdáun á fólki sem er með svipaða líkama. Þú þarft að vera mjög sterk persóna, andlega og líkamlega, til að vera með svona skrokk.\"
Eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fengu bæði kvikmyndin og aðalleikarinn, Brendan Fraser, sex mínútna standandi fagnaðarlæti. Eins og sést á myndum frá sýningunni vöknaði Fraser um augu við móttökurnar. Aðdáendur leikarans og gagnrýnendur hafa sagt frammistöðu hans vera nýtt upphaf á ferlinum eftir margra ára fjarveru frá hvíta tjaldinu.
Íslensk talsetning: Mikael Kaaber, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Þórhallur Sigurðusson (Laddi) og Andrea Ösp Karlsdóttir.
Myndin er tekin upp í Tyrklandi og Quatar.
Vegna nýhafinna stríðsátaka á milli Úkraínu og Rússlands þá var frumsýningu myndarinnar árið 2022 frestað þar sem fjandmennirnir í myndinni eru Úkraínumenn. Myndin var svo frumsýnd í byrjun árs 2023 þrátt fyrir að stríðið stæði enn.
Þetta er í fimmta skiptið sem Guy Ritchie og Jason Statham vinna saman á eftir Lock, Stock and Two Smoking Barrels (1998), Snatch (2000), Revolver (2005) og Wrath of Man (2021).
Persónan sem Margot Robbie leikur, ungstirnið Nellie, er innblásin af Clara Bow, hinni upprunalegu djammstelpu (e. It Girl) sem olli hneykslan í Bandaríkjunum vegna þess hve opinská hún var með sínar kynferðislegu þrár og langanir.
Chazelle hefur sagt frá því að til sé útgáfa af kvikmyndinni sem er tekin alfarið á símann hans í garðinum heima hjá honum, með honum, eiginkonu hans og Diego Calva í öllum hlutverkum. Þetta átti að hjálpa Calva í æfingaferlinu þegar hann var fastur heima í sóttkví eftir að faraldurinn sló allri framleiðslu myndarinnar á frest. Chazelle hefur sagt í gríni að þessi útgáfa sé bara nokkuð góð líka.
Bæði Brad Pitt og Leonardo DiCaprio lásu handrit Damien Chazelle þegar þeir voru að leika í Once Upon a Time in Hollywood frá 2019. Vinur DiCaprio, Tobey Maguire, er einn af framleiðendum Babylon.
Kennneth Anger dansaði á sviði með Shirley Temple og lék prinsinn í kvikmyndinni A Mudsemmer Night´s Dream eftir Max Reinhard frá 1935.
Myndin er byggð á bókinni Hollywood Babylon frá árinu 1959 eftir Kenneth Anger (f. 1927).
Myndin var frumsýnd á Animation Is Film Festival 21-23. október 2022.
Báðir framleiðendur myndarinnar, Mikrofilm í Osló og Vivi Film í Belgíu, hafa komið við sögu Óskarsverðlaunanna. Mikrofilm fékk tilnefningu fyrir stuttmyndina Me And My Moulton árið 2015 og Vivi Film var meðal framleiðenda The Triplets of Belleville sem tilnefnd var til Óskarsins árið 2003. Einnig kom fyrirtækið að The Secret of Kells.
Eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2022, fékk hún 15 mínútna standandi lófaklapp.
Persóna Colin Farrell, \'Pádraic Súilleabháin\', er upprunaleg gelísk stafsetning á Patrick Sullivan.
Brendan Gleeson er lunkinn fiðluleikari og spilar eigin tónlist í kvikmyndinni, rétt eins og hann gerði í myndinni Michael Collins (1996), The Grand Seduction (2013), og Cold Mountain (2003).
Colin Farrell og Brendan Gleeson samþykktu að leika í myndinni sjö árum áður en framleiðsla hennar fékk grænt ljós.