Náðu í appið
Captain America: Brave New World

Captain America: Brave New World (2025)

"Enter a brave new world."

1 klst 58 mín2025

Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni.

Rotten Tomatoes46%
Metacritic42
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Harrison Ford leikur hér forseta Bandaríkjanna í annað skiptið. Hann lék forsetann í fyrsta skipti í Air Force One (1997).
Rauði Hulk mætir hér til leiks í fyrsta skipti í Marvel kvikmynd.
Harrison Ford kemur í stað William Hurt sem Thaddeus Ross, en þetta er fyrsta Marvel mynd Fords. Hurt lést árið 2022. Þetta er í sjötta skiptið sem nýjum leikara er skipt inn á í Marvel mynd. Hinir fimm eru: Don Cheadle sem War Machine, kom í stað Terrence Howard. Mark Ruffalo sem Hulk, kom í stað Edward Norton. Zachary Levi sem Fandral, kom í stað Josh Dallas. Ross Marquand sem Red Skull, kom í stað Hugo Weaving. Kathryn Newton sem ung Cassie Lang, kom í stað Emma Fuhrmann.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Marvel StudiosUS
Kevin Feige ProductionsUS