Náðu í appið
DramaÆviágripÍþróttir
Leikstjórn Sean Durkin
Sönn saga hinna óaðskiljanlegu Von Erich bræðra en þeir sköpuðu sér nafn í bandarískri fjölbragðaglímu snemma á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Í sorg og í gleði og í skugga stjórnsams föður og þjálfara urðu þeir goðsagnir í glímuhringnum.
Hrollvekja
Leikstjórn Deon Taylor
Vinahópur hittist á hóteli uppi í sveit sem á sér ríka og mikla sögu. Skemmtunin breytist í skelfilega martröð þegar vinirnir neyðast hver og einn til að horfast í augu við sinn dýpsta ótta.
Hrollvekja
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Þegar tónskáldi er falið að klára einleikskonsert læriföður síns sem fallið hefur frá, kemst hún fljótt að því að tónlistin kallar fram banvænar afleiðingar. Það leiðir til þess að hún afhjúpar hræðilegan uppruna laglínunnar og þá illsku sem vakin hefur verið upp.
Gaman
Leikstjórn Kristoffer Borgli
Líf fjölskyldumannsins heillum horfna Paul Matthews fer allt á hvolf þegar milljónir ókunnugra fara skyndilega að sjá hann í draumum sínum. En þegar þessar birtingarmyndir breytast í martraðir neyðist Paul til að horfast í augu við nýfengna frægð.
SpennaGamanSpennutryllir
Leikstjórn Ethan Coen
Jamie iðrast þess að hafa hætt með kærustunni, á meðan Marian þarf að slaka á. Til að finna nýtt upphaf fara þær í óvænt ferðalag til Tallahassee. Hlutirnir fara úr skorðum þegar þær hitta hóp af klaufskum glæpamönnum.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Susanna Fogel
Þegar menntaskólaneminn Margot fer á stefnumót með Robert, sem er aðeins eldri en hún, kemst hún að því að þessi Robert er allt öðruvísi en sá sem hún hafði verið að daðra við í símanum.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Ole Bornedal
Martin fær sér starf sem næturvörður í líkhúsi til að fjármagna laganámið. Þegar fórnarlömb raðmorðingja sem drepur vændiskonur eru sett í líkhúsið, þá fara skelfilegir hlutir að gerast. Vegna skrýtins veðmáls við vin hans Jens, þá fer lögregluna að gruna að hann sé morðinginn. Rannsóknarlögreglumaðurinn Wormer vill hjálpa honum en Martin verður sífellt grunsamlegri.
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Francis Lawrence
Myndin segir frá hinum 18 ára gamla Coriolanus Snow, mörgum árum áður en hann varð einræðisherra Panem. Hinn ungi Snow er myndarlegur og heillandi og þó að lífið hafi verið erfitt hjá Snow fjölskyldunni sér hann möguleika á breytingum þegar hann er valinn til að vera leiðbeinandi fyrir tíundu Hungurleikana. Lærisveinn hans er stúlkan Lucy Gray Baird úr hinu fátæka tólfta hverfi.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Christian Sesma
Fyrrverandi hermaðurinn heimilislausi Michael "Duffy" Duffield er alltaf á flakki, þar til hann hittir fyrrum glæpamanninn Max Bomer. Max býður honum gott starf sem snýst um að berjast á leynilegum hnefaleikaklúbbum. Félagarnir græða strax fullt af peningum og fara til Los Angeles þar sem spilltar löggur og leigumorðingjar gera þeim lífið leitt.
HeimildarmyndÍslensk myndÍþróttir
Heimaleikurinn er gamansöm íþróttaheimildamynd um tilraun manns til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður.
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Daniel Goldhaber
Hópur ungra róttækra umhverfisverndarsinna skipuleggur bíræfna aðgerð sem felst í að sprengja olíuleiðslu í loft upp í West Texas.
GamanRómantíkVísindaskáldskapur
Kvennagullið Charles og gullgrafarinn Elaine plata fólk í sambönd með ólöglegum vélmennastaðgenglum. Þegar þau óafvitandi nota svindlið á hvort annað verða vélmennastaðgenglar þeirra ástfangnir og hlaupast á brott til að gifta sig. Það neyðir þau Charles og Elaine til að leiða saman hesta sína. Þau verða að finna staðgenglana áður en yfirvöld komast að leyndarmálinu.
DramaVestri
Leikstjórn Aaron Burns
Dóttur rænt. Falin fortíð opinberast. Nær engin von um björgun. Núna þarf séra Jeremiah Jacobs og eiginkonan Martha að horfa framhjá lygum fortíðar til að finna von fyrir framtíðina.
GamanFjölskylda
Leikstjórn Sean Olson
Noah er vandræðaunglingur sem er næstum því gómaður þegar hann stelur háleynilegu tæki frá þrjótum í stórborginni. Eftir að hafa sloppið með naumindum frá þeim ákveður hann að fela sig í sumarbúðum sem hinn sérvitri Falco rekur ásamt Jake og Selena. Á sama tíma og Noah reynir að samlagast öðrum í sumarbúðunum eru óþokkarnir úr borginni á næstu grösum.
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Tim Sutton
Ungur og upprennandi tónlistarmaður leitar að innblæstri fyrir næsta lag sitt, sem ýtir honum lengra og lengra ofaní hyldýpið. Myndin er skálduð saga sem fjallar um frægð, fíkn, hinn listræna farveg og tónlistariðnaðinn.
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Robert Lorenz
Finbar, sem býr í afskekktu þorpi á Írlandi, þarf að berjast fyrir endurlausn eftir að hafa drýgt ótal syndir á langri ævi. En hvaða gjald er hann tilbúinn að borga? Í landi dýrlinga og syndara eru sumar syndir sem ekki er hægt að grafa og gleyma.
Spenna
Leikstjórn John Woo
Ósköp venjulegur faðir skorar miskunnarlaust glæpagengi úr undirheimunum á hólm til að hefna dauða ungs sonar síns á Aðfangadagskvöld.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Miguel Ángel Vivas
Lögreglukonan Dani finnur falda fjármuni þegar hún er að bera fólk út úr húsnæði í slæmu hverfi í Madrid á Spáni. Dani kemst líka að samsæri innan lögreglunnar og uppgötvar glæp sem verður til þess að hún leggur á flótta.
TónlistHeimildarmynd
Leikstjórn Jonathan Demme
Fylgst er með hljómsveitinni Talking Heads á tónleikum í Hollywood’s Pantages Theater í desember árið 1983. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme (The Silence of the Lambs, Philadelphia) og er talin ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Demme hefur tekist að fanga töfra, kraft, fjölbreytni og hugmyndaflug tónlistarinnar með eindæmum vel á filmuna. Upptakan óaðfinnanleg og kvikmyndatakan lífleg, litrík og stílíseruð, eins og tónsmíðar Byrnes. Lögin duna í eyrum hvert á eftir öðru; This must be the place, Once in a Lifetime, Psycho Killer og ein 15 til viðbótar