Nýjar myndir á leigunum. Þú getur líka leitað að mynd eftir tegund
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Alexs Stadermann
Leikarar: Samara Weaving, Jennifer Saunders, Ilai Swindells, Akmal Saleh, Sarah Georgina, Peter McAllum, Elizabeth Nabben, Alexs Stadermann, Heather Mitchell
Þegar duttlungafull ósk Freddy Lupin breytir honum í varúlf og sendir illkvittinn tunglálf til Jarðar, þarf Freddy að koma reglu á alheiminn áður en Jörðin og Máninn rekast á.
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Roxine Helberg
Leikarar: Bel Powley, Tracee Ellis Ross, Jacob Tremblay, Nesta Cooper, James Tupper, Ekaterina Baker, David Stuart, Yoshié Bancroft, Adam Beauchesne, Alison Ward
Ungur nemi í fréttamennsku gerir hvað hún getur til að heilla áhrifamikinn lærimeistara sinn, jafnvel þó að það þýði að hún þurfi að fara frjálslega með sannleikann.
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Kelly Marcel
Leikarar: Tom Hardy, Chiwetel Ejiofor, Juno Temple, Clark Backo, Rhys Ifans, Stephen Graham, Peggy Lu, Alanna Ubach, Hala Finley, Dash McCloud, Cristo Fernández, Ivo Nandi, Otis Winston
Eddie og Venom eru hundeltir af tveimur heimum. Þeir neyðast til að taka ákvörðun sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar fyrir þá báða. Þetta er þeirra lokadans.
Hrollvekja
Leikstjórn Damien Leone
Leikarar: Lauren LaVera, David Howard Thornton, Samantha Scaffidi, Elliott Fullam, Margaret Anne Florence, Bryce Johnson, Alexa Blair Robertson, Antonella Rose, Krsy Fox, Clint Howard, Bradley Stryker, Daniel Roebuck, Tom Savini, Jason Patric, Alex Ross
Fimm árum eftir að hafa lifað af morðæði trúðsins Art á hrekkjavökunni, eiga þau Sienna og Jonathan erfitt með að koma lífinu aftur á réttan kjöl. Nú nálgast Jólahátíðin og þau reyna að koma sér í Jólaskap og gleyma hryllingnum sem þau upplifðu. En einmitt þegar þau héldu að allt væri orðið öruggt þá snýr Art aftur, harðákveðinn í að beyta hátíðinni í nýja martröð.
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Jason Reitman
Leikarar: Gabriel LaBelle, Dylan O´Brien, Rachel Sennott, Cory Michael Smith, Ella Hunt, Lamorne Morris, Kim Matula, Cooper Hoffman, Nicholas Braun, Andrew Barth Feldman, Tommy Dewey, Finn Wolfhard, Willem Dafoe, J.K. Simmons, Kaia Gerber, Catherine Curtin, Matthew Rhys, Joe Chrest, Drew Scheid, Jacob Berger
Ellefta október árið 1975 breytti harðskeyttur hópur ungra grínista og handritshöfunda sjónvarpi til frambúðar. Myndin segir sanna sögu af því hvað gerðist það kvöld á bakvið tjöldin. Hér fáum við lýsingu á andartökunum áður en fyrsti þáttur af gamanþáttunum Saturday Night Live fór í loftið.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Sophie Roy, Jean-François Pouliot
Leikarar: Tatiana Maslany, Mena Massoud, Tristan D. Lalla, Daniel Brochu, Eleanor Noble, Lucinda Davis, Richard M Dumont, Val Mervis, Wyatt Bowen
Hið hugrakka fiðrildi Sigurd getur ekki flogið, en það stoppar hann ekki. Hann dreymir um að komast í hið mikla ferðalag fiðrildanna og felur sig plöntuvagni til að láta drauminn rætast. Ásamt lirfunni Martin og fiðrildinu Jennifer, leggur hann upp í ævintýraför.
Drama
Leikstjórn D.W. Waterson
Leikarar: Devery Jacobs, Evan Rachel Wood, Shannyn Sossamon, Kudakwashe Rutendo, Thomas Antony Olajide, Noa DiBerto, Wendy Crewson, Olunike Adeliyi
Riley, metnaðarfull klappstýra, kemst í aðal klappstýruliðið, Thunderhawks. Samkeppnin er hörð og Riley þarf að ná stjórn á kvíðanum, bæta sambandið við vinkonu sína í liðinu, og þola kröfuharðan yfirþjálfara.
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Jordan Scott
Leikarar: Eric Bana, Sadie Sink, Sylvia Hoeks, Jonas Dassler, Sophie Rois, Stephan Kampwirth, Justine del Corte, Joone Dankou, Lara Feith, Sira-Anna Faal, Alexander Schubert
Bandaríski félagssálfræðingurinn Ben Monroe rannsakar sértrúarsöfnuð sem tengist óþægilegri uppákomu. Á sama tíma og hann sökkvir sér í vinnu kynnist hin uppreisnargjarna unglingsdóttir hans, Mazzy, dularfullum strák í bænum, sem kynnir hana fyrir neðanjarðarpartýsenunni. Þessir tveir heimar tengjast á endanum og Mazzy er skyndilega í bráðri hættu og Ben á í kapphlaupi við klukkuna við að bjarga henni.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gonzalo Gutierrez 'G.G.'
Leikarar: Karol Sevilla, Carla Peterson, Facundo Reyes, Cassie Glow, Micke Moreno, Julian Janssen, Matthew Moreno, Marina Blanke
Hinn ellefu ára gamli Alfonso, afkomandi riddarans Don Kíkóta, og þrjár ímyndaðar tónelskar kanínur, fara með Pancho og Victoriu að bjarga bænum sínum La Mancha frá skelfilegum stormi sem illt stórfyrirtæki setur af stað til að eigna sér landið. Á leiðinni kemst Alfonso að því hvað vináttan er kraftmikið afl og verður ástfanginn í leiðinni.
GamanÍslensk mynd
Leikstjórn Ólöf Birna Torfadóttir
Leikarar: Helga Braga Jónsdóttir, Tanja Björk Ómarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Nina Sasithorn Björnsdóttir, Arnfinnur Daníelsson, Gunnbjorn Gunnarsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Jónmundur Grétarsson, Vilborg Halldórsdóttir, Asgeir Gunnarsson, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Damon Younger
Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ari Alexander Ergis Magnússon
Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman.
Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga.
Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Mikael Håfström
Leikarar: Casey Affleck, Laurence Fishburne, Emily Beecham, Tomer Capone, David Morrissey, Charlotta Lövgren, Mark Ebulué, Nikolett Barabas, Harry Szovik, Ferenc Iván Szabó
Úrvalslið geimfara er valið til að fara í margra ára ferðalag til Títans, eins af tunglum Satúrnusar. Notast verður við stórhættulega vörputækni sem mun annaðhvort koma þeim til Títans eða djúpt út í ystu myrkur himingeimsins.
GamanDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Snævar Sölvi Sölvason
Leikarar: Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Helgi Björnsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Hjálmar Örn Jóhannsson, Gunnar Jónsson
Þegar tveir aldagamlir vinir fá óvænt tækifæri til að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring, kemur annar þeirra út úr skápnum sem trans kona.
Teiknað
Leikstjórn Tim Harper
Leikarar: Dean-Charles Chapman, Wilson Benedito, Urzila Carlson, Hugh Bonneville, Laura Dern, Djimon Hounsou, Donald Sutherland, RuPaul, Marissa Anita, Rachel Shenton, Kemah Bob, Josh Whitehouse
Hér kynnumst við Ozi, litlum munaðarlausum órangútanapa sem er um það bil að láta til sín taka og bjarga skóginum þar sem hún á heima.
Ozi týndi foreldrum sínum þegar heimili þeirra var eyðilagt og hún fær skjól hjá aðilum sem bjarga villtum dýrum sem kenna henni hægt og rólega að tjá sig með táknmáli. Með nýrri færni og náttúrulegum hæfileikum á samfélagsmiðlum er Ozi skyndilega komin með fylgjendur hvaðanæva að úr heiminum. Þegar hún kemst að því að foreldrar hennar gætu enn verið á lífi fer hún af stað að leita að þeim og segja heiminum um leið frá slæmri stöðu regnskógarins áður en það verður of seint. Hún fær hjálp frá apanum Chance og hinum skemmtilega nashyrningi Honkus. Ozi kemst að því að ein rödd getur svo sannarlega breytt heiminum.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Mukunda Michael Dewil
Leikarar: Kate Bosworth, Emile Hirsch, Ashley Greene, M. Emmet Walsh, Joel David Moore, Alex Sgambati, Oliver Moore, Tiffany Smith
Unga parið Mike og Kate fá tækifæri lífs síns og geta unnið fimm milljónir Bandaríkjadala. Það eina sem þau þurfa að gera er að búa í fimmtíu daga í galtómu herbergi. Enginn sími, engin fjölskylda, aðeins rýmið. Hversu erfitt gæti þetta verið? Ná þau að halda þetta út?
SpennaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Steven C. Miller
Leikarar: Frank Grillo, Katrina Law, Ilfenesh Hadera, James Michael Cummings, Lou Diamond Phillips, Kamdynn Gary, Lydia Styslinger, James Kyson, Betzaida Landín, Sam Daly, Ian Whyte, Dane DiLiegro, Gabrielle Miller
Tveir vísindamenn reyna að koma í veg fyrir stökkbreytingu sem gerir fólk að varúlfum eftir að hafa séð ofur-mána árið á undan. Tilraun þeirra mistekst og þeir sem lentu í mánaskininu breytast í tryllta varúlfa sem valda stórfelldum líkamsmeiðingum hjá vopnuðum sjálfskipuðum laganna vörðum úti á götu, og setjast svo um heimili annars vísindamannsins.
HrollvekjaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Chris Weitz
Leikarar: John Cho, Katherine Waterston, Keith Carradine, Havana Rose Liu, Lukita Maxwell, David Dastmalchian, Isaac Bae, Rocio Scotto, Greg Hill, Riki Lindhome, River Drosche, Katie McCabe, Ben Youcef
Curtis og fjölskylda hans eru valin til að prófa byltingarkennt nýtt heimilistæki: stafrænan aðstoðarmann að nafni AIA. Þarna er snjallheimilið fært á næsta stig og þegar búið er að setja allt upp og stilla af, þá virðist AIA geta gert allt. Hún lærir inn á hegðun fjölskyldumeðlima og byrjar að sjá fyrir þarfir þeirra. Og hún getur séð til þess að ekkert - eða enginn - verði í vegi fjölskyldunnar.
GamanDramaÆvintýri
Leikstjórn Dallas Jenkins
Leikarar: Judy Greer, Pete Holmes, Molly Belle Wright, Lauren Graham, Sebastian Billingsley-Rodriguez, Kynlee Heiman, Matthew Lamb, Elizabeth Tabish, Vanessa Benavente, Lauren Cochrane, Stephanie Sy
Herdman krakkarnir eru óneitanlega óþekkustu krakkar allra tíma. Þau ljúga, stela, svindla, stríða og hrella allt og alla í bænum. Og um þessi Jól þá hertaka þau hátíðarsýningu kirkjunnar - og mögulega eru þau óafvitandi að kenna litla bænum hvað Jólin þýða í raun.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Julien Chheng, Jean-Christophe Roger
Leikarar: Lambert Wilson, Pauline Brunner, Michel Lerousseau, Céline Ronté, Lévanah Solomon, Jean-Marc Pannetier, Christophe Lemoine
Eysteinn og Salóme fara í ævintýralegt ferðalag til Sarabíu til þess að laga bilaða fiðlu.
En þau uppgvöta þar að allar tegundir tónlistar hafa verið bannaðar í mörg ár! Þau taka höndum saman með vinum sínum og dularfullum grímuklæddum útlaga til þess að koma tónlistinni og gleðinni aftur til bjarnarlands.
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Andrea Eckerbom
Leikarar: Marte Klerck-Nilssen, John F. Brungot, Vegard Strand Eide, Mariann Hole, Jan Gunnar Røise, Lene Kongsvik Johansen, Kai Remlov, Zachary Levi, Gunn Tove Grønsberg, Medina Iqbal, Nader Khademi
Friður jólanna færist yfir smábæinn en jólamarkaðurinn á staðnum er enn fullur af lífi. Mariann er að sinna sínu síðasta erindi þegar hún kemur auga á bangsa á efstu hillu lukkuboxsins. Augu þeirra mætast og hún er nokkuð viss um að hún sjái hreyfingu. Er hann á lífi? Já! Hún er handviss. Mariann verður að fá bangsann hvað sem það kostar! Bangsa dreymir hins vegar um ríkan eiganda sem getur farið með hann út í hinn stóra heim. Kynni þeirra er upphafið að óvæntri og ævintýralegri ferð.