Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
I Kina spiser de hunde erum bankamanninn Arvid sem alltaf hefur verið hálfgerður aumingi. En líf hans breytist algjörleg þegar Arvid handsamar bankaræningja með því að slá hann í hausin með tennisspaða. Þessi hetjudáð hans var ekki alveg eins og hann hfði hugsað sér því stuttu seinna bankar kærasta bankaræningjans upp á hjá Arvid og er alveg eiðilögð og segir að Arvid hafi eiðilagt líf sitt með að koma manninum sínum í steininn. Arvid sem aldrei vill gera flugu mein reynir í sakleysi sínu að bæta henni tjónið með því að ræna peningabíl. Þegar ránið er af staðið og allt er farið í hávaðaloft fer málið fyrst að flækjast og fyrr en varir eru þeir komnir út í enn meiri vanda en þeir hefðu nokkurntíman lent í
Gjörsamlega takmarkalaus snilld! Húmorinn er geðveikur og kolsvartur og ég held að allir nema stífustu listaspírur sem vilja ekki sjá blóð eigi að fara á myndina og ekki seinna en núna!
Snilld! eÉg hélt að ég væri að fara að horfa á einhverja boring mynd vegna þess að ég hata dönsku, en vá. Myndin er um nördinn Arvid, sem að mati kærustunnar er leiðinlegasti maður í heimi. En svo tekur líf hans alveg ótrúlega stefnu (ekki lesa lengra ef þú ert ekki búinn að sjá myndina), hann rotar bankaræningja og verður hetja, kærastan hans fer frá honum og skilur ekkert eftir nema sjónvarpið og nokkra jarðfasta hluti, hann sættist við hinn vægast sagt klikkaða bróður sinn, þeir og tveir hommar og einhver brjóstumkennanlegur Vuk ræna peningabíl, bræðurnir koma heilli rokkhljómsveit fyrir kattarnef, Arvid hefnir sín á Hanne kærustunni sinni sem er algjör bitch, þeir hafa klikkað indverskt götugengi á eftir sér, missa margar miljónir til vitlausrar kerlingar og ná bankaræningja út úr fangelsi. Nær stanlaus veisla af spennu, húmor og cool endir.
Stórskemmtileg dönsk glæpamynd sem hefur engu minna skemmtanagildi en dýrustu amerísku risamyndirnar. Bankablókin Arvid (Dejan Cukic) er algjör aumingi. Daginn sem honum loks tekst að gera eitthvað rétt - rota bankaræningja í miðju ráni - fer kærastan frá honum og greyið er alveg úti á þekju. Ýmsar uppákomur leiða Arvid til Haraldar bróður síns (Kim Bodnia), sem rekur veitingastað en er nú samt harðsvíraður krimmi. Arvid vill ræna peningasendingu frá bankanum sínum til að gefa "eiginkonu" bankaræningjans, en þau höfðu víst verið að safna fyrir frjósemisaðgerð. Ekki er nú allt sem sýnist, og áður en langt um líður er Arvid engu betri en bróðirinn. Það eru fjölmargar drepfyndnar senur í henni þessari, og það er alltaf aumingja Vuk, sem er austur-evrópskur innflytjandi, sem er fórnarlamb þessa gríns. Sömuleiðis eru samverkamenn bræðranna, tveir samkynhneigðir kokkar, alveg frábærir. Þeir taka þátt í öllum glæpunum en aumingjast í gegnum alla myndina muldrandi "Við erum bara kokkar." Og lokaatriðið er bæði spennandi, vel gert, og hrikalega fyndið. Fyrsta flokks skemmtun frá frændum okkar Dönum.
Það kom mér á óvart hvað þessi mynd var ótrúlega fyndin. Þetta er án efa besta danska mynd sem ég hef nokkurn tíman séð. Hún er ótrúlega flott og vel gerð. Þetta er svört kómedía, sem sagt bæði spennandi og skemmtileg (Það er nóg af sprengingum, drápum og barsmíðum). Það er ótrúlegt hvernig þessi lúði Arvid þróast yfir í geðveikan morðingja, en hann trúir því samt alltaf að hann sé að gera það rétta. Þótt að hún sé á dönsku þá gerir það ekkert til, það gerir hana bara ennþá fyndnari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
26. maí 2000
VOD:
19. júlí 2024
VHS:
29. ágúst 2000