Góð dönsk mynd
Adams Æbler er dönsk gamanmynd ívafin dramatík, hún er bráðskemmtileg og fær mann til að hlæja af danska húmornum. Hún fjallar um prestinn Ivan sem að tekur á móti föngum á meðan ...
"When it rains, it pours"
Nýnasistinn Adam kemur í sveitakirkju sóknarprestsins Ivans til að gegna þar tólf vikna samfélagsþjónustu þar sem presturinn hyggst leitast við að koma glæpamönnum á réttan...
Bönnuð innan 12 ára
Vímuefni
Fordómar
BlótsyrðiNýnasistinn Adam kemur í sveitakirkju sóknarprestsins Ivans til að gegna þar tólf vikna samfélagsþjónustu þar sem presturinn hyggst leitast við að koma glæpamönnum á réttan veg í lífinu. Adam reynist þó lítt móttækilegur fyrir boðskap prestsins um náungakærleika og honum blöskrar takmarkalítil góðmennska hans. Strax eftir komuna færir presturinn honum Biblíu. Adam les hana lítið sem ekkert í byrjun en Biblían er alltaf að detta í gólfið ofan af skenk þar sem presturinn hafði lagt hana. Hið sama á raunar við um mynd af Hitler sem Adam hafði fest á vegginn í herbergi sínu er hann kom að kirkjunni til að gegna samfélagsþjónustunni. Það sem veldur titringnum sem gerir það að verkum að Biblían og myndin af Hitler falla reglulega á gólfið er hljóðið frá kirkjuklukkunum. Og alltaf opnast Biblían á fyrstu blaðsíðu Jobsbókar, sem gegnir stóru hlutverki í myndinni. Fangarnir fyrrverandi eiga litríkan brotaferil að baki og þeir líkjast sannarlega ekki neinum sunnudagaskóladrengjum. En presturinn sýnir þeim enga hörku heldur sérstaka ljúfmennsku og allt að því ótrúlegan skilning og kærleika.
Framlag Dana til Óskarsverðlauna.
Adams Æbler er dönsk gamanmynd ívafin dramatík, hún er bráðskemmtileg og fær mann til að hlæja af danska húmornum. Hún fjallar um prestinn Ivan sem að tekur á móti föngum á meðan ...