Áhugavert
Vissir þú?
Tónlistin í stiklunni er eftir mongólska þjóðlaga-þungarokksbandið The Hu.
Vissir þú?
Aðalleikkonan, Margrét Ákadóttir, er móðir eins framleiðanda myndarinnar, Helgu Arnardóttur. Helga er jafnframt eiginkona leikstjórans Braga Þórs Hinrikssonar.
Vissir þú?
Myndin sækir innblástur í suður-kóresku kvikmyndina Jigureul jikyeora! frá árinu 2003. Upphaflega átti leikstjóri þeirrar myndar, Jang Joon-hwan, að leikstýra Bugonia, en hann hætti við af heilsufarsástæðum.
Vissir þú?
Þetta er önnur kvikmyndagerð eftir skáldsögum Colleen Hoover. Hin var It Ends with Us (2024). Einnig var sjónvarpsserían Confess (2017) gerð eftir bók hennar.
Vissir þú?
Fyrsta bíómyndin sem byggir á vinsæla íslenska ævintýraheiminum Tulipop sem slegið hefur í gegn í Sjónvarpi Símans Premium og á RÚV.
Vissir þú?
Eldarnir er eldfjallahamfaramynd. Þremur dögum eftir að leikstjórinn Ugla Hauksdóttir ræddi við Sigríði Hagalín Björnsdóttur, sem skrifaði skáldsöguna sem myndin er byggð á, um gerð kvikmyndar eftir bókinni, hófst fyrsta gosið í 800 ár á Reykjanesskaganum.
Vissir þú?
Þetta er þriðja kvikmynd Yrsu Roca Fannberg (Salóme 2014; Síðasta haustið 2019). Myndin var frumsýnd á einni virtustu hátíð fyrir heimildarmyndir CPH:Dox í Danmörku.
Vissir þú?
Leikstjórinn viðurkennir að mun fleiri brandarar séu í handritum hans en í endanlegum útgáfum myndanna. Mads Mikkelsen sagði að fyndnasta línan hafi verið skorin burt.
Vissir þú?
Paul Thomas Anderson bauð Leonardo DiCaprio hlutverk Dirk Diggler í Boogie Nights frá 1997, en DiCaprio valdi Titanic, einnig frá 1997, fram yfir. Leikarinn hefur síðar séð eftir ákvörðuninni og sagt: \"Þetta var mikilvæg kvikmynd fyrir mína kynslóð ... Þegar ég sá hana loksins fannst mér hún vera meistaraverk.\"
Vissir þú?
Umsögn dómnefndar Skjaldborgar: „Kvikmyndin er einlæg, áhugaverð, gamansöm og eftirminnileg saga sem heillaði dómnefndina upp úr skónum. Hún býður upp á listræna sýn höfundar um hvernig það er að vinna með sögur annarra sem áður hafa birst á opinberum vettvangi. Mannlegar sögur og þörf mismunandi kynslóða til að vinna með myndrænar skrásetningar. Persónurnar koma ljóslifandi fram þar sem áhorfandinn nær að kynnast þeim á persónulegum nótum.“
Vissir þú?
Joanne Froggatt, sem leikur Anna Bates í myndinni, segist sjálf hafa lagt hönd á plóg í söguþróun persónunnar. Froggatt var ófrísk meðan á tökum stóð þannig að ákveðið var að Anna yrði sömuleiðis ófrísk í myndinni.
Vissir þú?
Miguel Mora lék Robin Arellano í fyrri kvikmyndinni. Í þessari leikur hann bróður hans, Ernesto.
Upplýsingar um sýningartíma eru fengnar frá Senu, Laugarásbíó, tix.is og Sambíóunum. Kvikmyndum er raðað eftir fjölda sýninga.
VÆNTANLEGAR MYNDIR
-
Dom dobry
-
A Traveler's Needs
-
Lucky Chan-sil
-
Miss Granny
-
Gyeongju
-
With a Girl of Black Soil
-
Fyrstur og fremstur
-
Wicked Wicked 2 Báðar myndirnar
-
Maðurinn sem elskar tónlist
-
Wicked: For Good














