The Garfield Movie (2024)
Grettir bíómyndin
"He Gets Bigger"
Kötturinn Grettir er á leið í stórskemmtilegt útivistar-ævintýri en eftir óvænta endurfundi með löngu týndum föður sínum, neyðast Grettir og hundurinn Oddi til að yfirgefa...
Deila:
Öllum leyfðÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Kötturinn Grettir er á leið í stórskemmtilegt útivistar-ævintýri en eftir óvænta endurfundi með löngu týndum föður sínum, neyðast Grettir og hundurinn Oddi til að yfirgefa dekurlíf sitt og ganga til liðs við pabbann í hættulegri ránsferð.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Númerið á ruslatunnunni þar sem Grettir er skilinn eftir er dagsetning fyrstu Garfield teiknimyndaræmunnar, 06-19-78.
Í stiklu myndarinnar fer Grettir yfir götuna þegar hann er ennþá kettlingur. Hann gengur framhjá tónlistarverslun Lorenzo (Lorenzo\'s Music Store) en það er til heiðurs upprunalega leikaranum sem talaði fyrir Gretti, Lorenzo Music.
Leikarar í íslenskri talsetningu myndarinnar eru: Grettir (Garfield) – Villi Netó, Vic (Vikki) – Hjálmar Hjálmarsson, Jon Arbuckle (Jón Árborg) – Sigurður Þór Óskarsson,
Otto (Ottó) – Jóhann Sigurðarson, Jinx (Jinx) – Valgerður Guðnadóttir, Marge Malone (Magga Malone) – Halldóra Geirharðsdóttir, Roland (Orri) – Herra Hnetusmjör, Nolan (Skorri) – Ævar Þór Benediktsson, Ýmsir: Eva Ruza, Eggert Unnar Snæþórsson,
Patrik Snær Atlason, Birna Rún Eiríksdóttir, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Ólafur S.K. Þorvaldz, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Ævar Örn Jóhannsson, Árni Beinteinn Árnason, Lísa Bríet Malmquist og Gunnar Erik Snorrason.
Frank Welker,sem hefur talað fyrir Gretti síðan 2007, lýsti yfir vonbrigðum með að vera ekki beðinn að leika í myndinni.
Vilhelm Neto, sem talar fyrir Gretti í íslensku útgáfunni, segir að Tinna kærasta sín segi að hann sé mjög „Grettislegur“. „Þó að ég vinni mikið þá get ég verið latur eins og Grettir,“ segir Vilhelm og hlær.
Vilhelm elskar líka Lasagna rétt eins og Grettir.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Alcon EntertainmentUS

DNEGGB

Wayfarer StudiosUS
One Cool GroupHK

Stage 6 FilmsUS

Andrews McMeel EntertainmentUS



























