Náðu í appið
Öllum leyfð

The Emperor's New Groove 2000

Frumsýnd: 30. mars 2001

It's All About... ME

78 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Hinn hégómlegi og sjálfumglaði keisari Kuzco er mjög upptekinn maður. Ásamt því að halda uppi “stuðinu” og að reka hinn tortryggna stjóra, Yzma; þá er hann með í hyggju að byggja nýjan vatnaskemmtigarð fyrir sjálfan sig til að gefa sér í afmælisgjöf. Þetta þýðir hins vegar að það þarf að eyðileggja eitt þorp í konungsríkinu. Á sama tíma... Lesa meira

Hinn hégómlegi og sjálfumglaði keisari Kuzco er mjög upptekinn maður. Ásamt því að halda uppi “stuðinu” og að reka hinn tortryggna stjóra, Yzma; þá er hann með í hyggju að byggja nýjan vatnaskemmtigarð fyrir sjálfan sig til að gefa sér í afmælisgjöf. Þetta þýðir hins vegar að það þarf að eyðileggja eitt þorp í konungsríkinu. Á sama tíma er Yzma að hugsa um leiðir til að hefna sín á keisaranum og ræna völdum. En eftir misheppnaða tilraun Kronk, hægri handar Kuzco, til að ráða keisarann af dögum, þá breytist Kuzco í lamadýr með töfrum. Núna er Kuzco í eigu Pacha, lamadýrahirðis, sem á heima í þorpinu sem á að fara undir vatnagarðinn nýja. Þegar Pacha uppgötvar að lamadýrið er sjálfur keisarinn, þá býðst hann til að hjálpa honum að leysa vandamálin og endurheimta krúnuna, en aðeins ef hann lofar að færa vatnaskemmtigarðinn. ... minna

Aðalleikarar

Með þeim fyndnustu
Ég átti frekar erfitt með að ákveða hvort ég ætti að gefa þessari mynd sjöu eða áttu, enda er myndin algjörlega á milli þessara einkunna. Fyrir Disney-mynd er myndin sérkennilega fersk (aðalega í húmori), og er það aðalega Warner Brothers teiknimyndunum að þakka. Myndin er þar að auki ein minnst alvarlegasta sem ég hef séð frá Disney í þó nokkurn tíma, sem lætur skemmtanagildið vera miklu meira, jafnvel meira en Aladdin og Hercules, sem einkennast þegar mjög mikið af því.

Húmorinn er mjög fjölbreyttur. Það er over-the-top húmor, húmor við ákveðnar aðstæður (eins og þegar Kuzco og Pacha eru að koma að fossi, snilld), fjórði veggurinn brotinn, gert grín að göllum og ég tók eftir nokkrum orðahúmori, sem ég algjörlega elska og finnst algjörlega vanta á Íslandi. Jafnvel þótt að húmorinn er ekki alltaf góður þá koma samt nokkur atriði sem eru með þeim fyndnustu sem ég hef séð í teiknimynd í fullri lengd, og held ég að veitingastaða atriðið tekur kökuna. Og ég elska líka að myndin hefur húmor fyrir klisjum sem Disney hefur gert (eins og til dæmis að nær ÖLL illmenni þeirra deyja með því að detta hátt fall).

Það eru einungis fjórir karakterar sem gera eitthvað í myndinni en eru mis-eftirminnugir. Kuzco nær að halda myndinni uppi að vissu marki en ég verð að játa að ég sá ekki mjög trúverðuga þróun hjá honum. Hann hefur þessa týpísku þróun frá því að vera sjálfselskur asni yfir í mann sem hugsar um fólkið sitt. Ég fór þar að auki að vera pirraður hversu oft hann breytist í gegnum myndina. Stundum sínir hann samúð, næstu mínútuna er hann aftur orðinn að asna. Pacha var hins vegar skemmtilegur karakter. John Goodman nær alltaf að koma með eftirminnugustu karakterana í myndum sem hann er í, sama hversu léleg/góð myndin er.

Senuþjófur myndarinnar var samt Kronk. Maðurinn hefur nær aldrei hugmynd hvað er að gerast í kringum sig og þegar hann veit það, gleymir hann því eftir smástund, sérstaklega þegar hann er nálægt mat, og kemur með fullt af góðum húmori. Yzma fannst mér samt aldrei neitt spes. Hún getur verið fyndin, en hún er samt ekkert samanborið við Hades og Ratigan, ekki eins snjöll og Ursula og Gaston og ekki eins ill og ógnvekjandi eins og The Coachman og Frollo. Ég veit að það er ósanngjarnt að bera Yzma saman við bestu illmenni Disney, en flest illmenni Disney einkennast af einhverju af þessu þremur, og Yzma nær að vera ekkert sérstaklega minnug.

Myndin er samt stórskemmtileg og vel mælanleg. Húmorinn er góður, hún hefur minnuga (en samt fáa) karaktera, er mjög ótýpísk af Disney og gerir það sem hún hefur mjög vel.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kemur mjög á óvart. Ég fór á hana í bíó á ensku tali og hló sv mikið að mér var næstum hent úr bíóinu. Systkini mín litlu fengu þessa mynd með íslensku tali í jólagjöf og ég horfði á hana með þeim og það er frábær íslensk talsetning á myndinni! Auk þess er hún er vel teiknuð og frábær söguþráður. Það er sagt frá keisara sem er eigingjarn og hugsar bara um sjálfan sig og svo breytist hann í lamadýr og hittir bóndann Patcha og þeir lenda í frábærum ævintýrum! Ég mæli með þessari mynd fyrir alla, bæði börn og fullorðna.

Þetta er ein besta teiknimynd sem ég hef séð!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algert dæmalaust kjaftæði, bull og vitleysa, en það er einmitt það sem þarf til gera góða og skemmtilega barnamynd fyrir alla aldurshópa. Fór á þessa í bíó með 9 ára gömlum syni mínum, og skemmti mér sjálfur síst verr en hann. Skemmtileg og fyndin, og þó stöku brandarar séu langt fyrir ofan skilning barna skemmir það síst fyrir, því við foreldrar þurfum jú líka að skella uppúr annað veifið. Bráðskemmtileg, bæði fyrir börn og eins fyrir okkur hin sem -illu heilli- erum ekki börn lengur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn