Gagnrýni eftir:
Project X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þunn, húmorslítil en hefur sína kosti Alveg eins og maður á ekki að dæma bók eftir kápunni, þá á maður ekki að dæma mynd eftir trailernum, og er Project X mjög gott dæmi um það. Þegar ég sá trailerinn í fyrsta sinn þá ákvað ég strax að ég mundi sjá þessa mynd, hún hlyti að vera geðveik. En því miður var myndin lítið annað en vonbrigði. Hún átti sín brjáluðu atriði og var aldrei leiðinleg, en hún hefði getað verið svo miklu betri.
Ég held að aðalástæða vonbrigðarinnar sé að það var sett næstum því allt púðrið í trailerinn. Það var ekki mikið eftirminnilegt við myndina fyrir utan það sem kom fram í trailernum og það langbesta var í honum. Trailerinn náði sínu markmiði, en þegar myndin er eiginlega lítið annað en leiðinlegri útgáfa af honum, þá er það merki að eitthvað þarf að laga. En þrátt fyrir að vera mikil vonbrigði get ég samt mælt með henni, rétt svo.
Myndin reynir að vera meira en hún er. Hún reynir að vera miklu fyndnari en hún er í rauninni, brjálæðið sem myndin lofaði var ekki það mikið í mestum hluta myndarinnar (fyrir utan fjöldi fólksins) og nær að verða ótrúlega hallærisleg með því að láta myndina líta út fyrir að þetta gerðist í rauninni. Þessi mynd hefði ekki verið meira en miðjumoð hefið ekki verið fyrir þegar partýið fer loksins að verða brjálað. Sá tími er í mesta lagi 15 mínútur og þá kom loksins fílingurinn að þetta var í raunninni brjálað partý og þessi tími er eitt af því besta við annars frekar mikla miðlungsmynd. Áður var partýið eitthvað sem maður hefur séð áður í myndum, þó ég hafði ágætlega gaman af því.
Þetta er önnur myndin á árinu um unglinga sem notar found-footage tæknina (þar sem kvikmyndavélin er inn í heiminum og einhver karakter heldur á henni) og þessi tækni er tilgangslaus í þessari mynd. Sjálfur sá ég enga ástæðu af hverju það var bara ekki notað venjulega tökur á þessari mynd því þetta gerði ekkert fyrir myndina og karakterinn á bak við myndavélina hefur ekkert að segja eða gera. Hann er bara þarna. Það kom stöku sinnum fyrir að þessi tækni virkaði en það bætir ekki mikið fyrir restina, sem gaf mér hausverk á tímapunktum.
Karakterana þrjá hefur maður séð oft áður, reyndar eru þeir keimlíkir þremenningunum úr Superbad, fyrir utan að þeir voru ekki eins eftirminnilegir og viðkunnalegir. Thomas Mann og Jonathan Daniel Brown standa sig ágætlega og hafði ég ágætlega gaman af þeim. Þeir koma með nokkrar góðar línur og er frammistöðurnar fínar hjá þeim. Annað get ég hinsvegar sagt um Oliver Cooper, sem reynir of mikið að vera eins og Jonah Hill úr Superbad, fyrir utan að hann hefur ekki eins góða tímasetningu með húmorinn, er allt of mikill karlremba og var ekkert sérstaklega skemmtilegur. Það bætti heldur ekki skoðun mína á honum að hann er ástæðan fyrir nær öllu sem kemur fyrir í þessari mynd, og þegar maður sér hvað kemur fyrir hann í enda myndarinnar. Ég get alveg fílað svona týpur ef þær eru eftirminnilegar, en hann virkaði ekki. Myndin hafði líka nokkra aðra aukaleikrara sem bættu smávegis myndina (dvergurinn var góður í þær tvær mínútur sem hann var).
Húmorinn dregur myndina niður, því ég hló ekki mikið af því sem gerðist. Það fyndnasta við myndina voru áreiðanlega nokkrar vel valdar aðstæður sem náðu að hífa myndina upp. T.d. er 12 ára krakki laminn, dverg er hent inn í ofn, bíll lendir ofan í sundlauginni og það kviknar í hverfinu. Verst er bara að þetta var allt í trailernum. Söguþráðurinn er þunnur og er mest megnis notaður inn á milli eitthvers atviks sem gerðist í partýinu. Hann var í lagi og ég hafði semi-gaman af þessu partýi, þrátt fyrir lítinn fjölbreytileika.
Myndin er einfaldlega ekki nógu brjáluð til að fá gott lof, enda er það sem myndin notar sem gimmick. Það var fínt að fylgjast með þessu en til hvers þegar maður getur auðveldlega fundið partý einhvers staðar sem maður getur upplifað sjálfur. Pirrandi kvikmyndataka, þoldi ekki einn af aðalpersónunum, og náði ekki öllu markmiði sínu. En hinir tveir eru fínir, þau markmið sem hún náði náði hún vel og ég hafði ágætlega gaman af henni.
6/10
Project X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg eins og maður á ekki að dæma bók eftir kápunni, þá á maður ekki að dæma mynd eftir trailernum, og er Project X mjög gott dæmi um það. Þegar ég sá trailerinn í fyrsta sinn þá ákvað ég strax að ég mundi sjá þessa mynd, hún hlyti að vera geðveik. En því miður var myndin lítið annað en vonbrigði. Hún átti sín brjáluðu atriði og var aldrei leiðinleg, en hún hefði getað verið svo miklu betri.
Ég held að aðalástæða vonbrigðarinnar sé að það var sett næstum því allt púðrið í trailerinn. Það var ekki mikið eftirminnilegt við myndina fyrir utan það sem kom fram í trailernum og það langbesta var í honum. Trailerinn náði sínu markmiði, en þegar myndin er eiginlega lítið annað en leiðinlegri útgáfa af honum, þá er það merki að eitthvað þarf að laga. En þrátt fyrir að vera mikil vonbrigði get ég samt mælt með henni, rétt svo.
Myndin reynir að vera meira en hún er. Hún reynir að vera miklu fyndnari en hún er í rauninni, brjálæðið sem myndin lofaði var ekki það mikið í mestum hluta myndarinnar (fyrir utan fjöldi fólksins) og nær að verða ótrúlega hallærisleg með því að láta myndina líta út fyrir að þetta gerðist í rauninni. Þessi mynd hefði ekki verið meira en miðjumoð hefið ekki verið fyrir þegar partýið fer loksins að verða brjálað. Sá tími er í mesta lagi 15 mínútur og þá kom loksins fílingurinn að þetta var í raunninni brjálað partý og þessi tími er eitt af því besta við annars frekar mikla miðlungsmynd. Áður var partýið eitthvað sem maður hefur séð áður í myndum, þó ég hafði ágætlega gaman af því.
Þetta er önnur myndin á árinu um unglinga sem notar found-footage tæknina (þar sem kvikmyndavélin er inn í heiminum og einhver karakter heldur á henni) og þessi tækni er tilgangslaus í þessari mynd. Sjálfur sá ég enga ástæðu af hverju það var bara ekki notað venjulega tökur á þessari mynd því þetta gerði ekkert fyrir myndina og karakterinn á bak við myndavélina hefur ekkert að segja eða gera. Hann er bara þarna. Það kom stöku sinnum fyrir að þessi tækni virkaði en það bætir ekki mikið fyrir restina, sem gaf mér hausverk á tímapunktum.
Karakterana þrjrá hefur maður séð oft áður, reyndar eru þeir keimlíkir þremenningunum úr Superbad, fyrir utan að þeir voru ekki eins eftirminnilegir og viðkunnalegir. Thomas Mann og Jonathan Daniel Brown standa sig ágætlega og hafði ég ágætlega gaman af þeim. Þeir koma með nokkrar góðar línur og er frammistöðurnar fínar hjá þeim. Annað get ég hinsvegar sagt um Oliver Cooper, sem reynir of mikið að vera eins og Jonah Hill úr Superbad, fyrir utan að hann hefur ekki eins góða tímasetningu með húmorinn, er allt of mikill karlremba og var ekkert sérstaklega skemmtilegur. Það bætti heldur ekki skoðun mína á honum að hann er ástæðan fyrir nær öllu sem kemur fyrir í þessari mynd, og þegar maður sér hvað kemur fyrir hann í enda myndarinnar. Ég get alveg fílað svona týpur ef þær eru eftirminnilegar, en hann virkaði ekki. Myndin hafði líka nokkra aðra aukaleikrara sem bættu smávegis myndina (dvergurinn var góður í þær tvær mínútur sem hann var).
Húmorinn dregur myndina niður, því ég hló ekki mikið af því sem gerðist. Það fyndnasta við myndina voru áreiðanlega nokkrar vel valdar aðstæður sem náðu að hífa myndina upp. T.d. er 12 ára krakki laminn, dverg er hent inn í ofn, bíll lendir ofan í sundlauginni og það kviknar í hverfinu. Verst er bara að þetta var allt í trailernum. Söguþráðurinn er þunnur og er mest megnis notaður inn á milli eitthvers atviks sem gerðist í /partýinu. Hann var í lagi og ég hafði semi-gaman af þessu partýi, þrátt fyrir lítinn fjölbreytileika.
Myndin er einfaldlega ekki nógu brjáluð til að fá gott lof, enda er það sem myndin notar sem gimmick. Það var fínt að fylgjast með þessu en til hvers þegar maður getur auðveldlega fundið partý einhvers staðar sem maður getur upplifað sjálfur. Pirrandi kvikmyndataka, þoldi ekki einn af aðalpersónunum, og náði ekki öllu markmiði sínu. En hinir tveir eru fínir, þau markmið sem hún náði náði hún vel og ég hafði ágætlega gaman af henni.
6
Svartur á leik
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd sem inniheldur rassinn hans Gillz Íslenskar myndir, að mínu mati, hafa sjaldan verið stórkostlegar, og ég hef aldrei séð neina sem ég get kallað meistaraverk. Við höfum alveg mjög góðar myndir (t.d. Bjarnfreðarson og Órói á síðustu árum) en oftast eru þær ekki það áhugaverðar og allt of hefðbundnar. Svartur Á Leik virðist vita að hún er ekki að gera neitt mikið nýtt heldur notar aðra hluti til að láta hana vera eins athyglisverða og hún er.
Söguþráðurinn tekur stór áhrif frá mörgum góðum glæpamyndum, á borði við það besta frá Scorsese, Pusher og City Of God. Myndin inniheldur meira að segja eitt atriði sem mér fannst eiginlega bara vera einn stór áróður til Drive (enda er leikstjóri þá myndar, Nicolas Winding Refn, einn af framleiðundunum) En þrátt fyrir að myndin inniheldur margar klisjur frá myndum sem fara betur með efniviðinn, þá þýðir það ekki að myndin sé slöpp, alls ekki. Þetta er það besta sem Ísland hefur boðið upp á síðan Órói kom út.
Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson fer helvíti vel með efnið og setur frábæran stíl, gott flæði , sterkt andrúmsloft og góðar frammistöður hjá leikurunum. Fyrir utan nokkur atriði stóð hann sig líka fullkomlega að láta þetta gerast í Reykjavík árið 1999. Vímuatriðin voru líka mjög vel gerð og fjölbreytileg. Stundum voru þau góð upplifun, á öðrum tímum martröð. Tónlistarvalið í myndinni setti líka gott andrúmsloft í hana, fyrir utan Hjartað Hamast með Sigur Rós. Sjálfur fannst mér lagið ekki passa við aðstæðurnar.
Andrúmsloft myndarinnar og flæðið er eitt af því besta við hana. Hún er á stöðugri ferð og kemur nær aldrei með tilgangslaust atriði og byggist myndin vel upp að endaatriðunum. Andrúmsloftið og tóninn er öflugur og alltaf sannfærandi. Ég var með grunsemdir áður en myndin kom út að hún ætti eftir að verða hallærisleg með alvarleika sínum, en eftir að hafa séð hana og viðbrögð annars fólks við henni þá get ég einfaldlega sagt að ég hafði rangt fyrir mér.
Leikararnir eru allir sannfærandi og koma með góðar frammistöður og eru þeir helstu Þorvaldur Davíð, Jóhannes Haukur og Damon Younger. Þorvaldur heldur myndinni uppi og kemur með sannfærandi frammistöðu en hann fellur því miður í skuggann á hinum tveimur. Jóhannes sýnir enn og aftur hversu fjölhæfur leikari hann er. Hann kom með óhugnalega frammistöðu í Reykjavík-Rotterdam en hérna er hann tvöfalt betri, og hlýtur ein af ástæðunum að vera að hann styrktist mikið fyrir þetta hlutverk. Damon Youngerer svipað öflugur og Jói og er einmitt í flestum öflugustu atriðum myndarinnar. Aðrir leikarar fá ekkert rosalega mikinn skjátíma en þeir standa sig vel þrátt fyrir það.
Fyrir utan ófrumleika eru það karakterarnir sjálfir sem draga myndina niður. Þrátt fyrir góðar frammistöður vantaði dýpt í þessa karaktera, svo myndin er miklu meira söguþráðskeyrð heldur en karakterkeyrð. Myndin virkaði hins vegar án þess vegna traustar leikstjórnar sem nýtti aðra hluti betur.
7/10
Hugo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórkostleg ævintýramynd frá Scorsese Martin Scorsese þarf ekki að kynna. Þetta er einhver virtasti núverandi leikstjóri og hefur hann komið með frábæra mynd hverja á eftir annarri og má þar nefna The Departed, Taxi Driver, Casino, Raging Bull, Goodfellas, Mean Streets, The Aviator og síðan Shutter Island frá árinu 2010. Hugo er ólíkt nær öllu öðru sem hann hefur gert. Fjölskyldumynd er ekki það sem manni dettur í hug þegar maður hugsar um Scorsese. En þrátt fyrir litla reynslu úr þessum geira þá gerir hann hér stórkostlega mynd og sýnir enn of aftur af hverju hann er frábær leikstjóri.
Hugo er ekki aðeins ein besta fantasíu-/fjölskyldumynd sem hefur komið út í nokkur ár, heldur er hún einnig besta myndin frá 2011. Allt við hana er óaðfinnanlegt. Leikurinn, leikstjórnin, útlitið, sagan, tækniatriðin, þrívíddin og karakterarnir; allt er þetta nánast fullkomið. Myndin sýnir svo mikla virðingu til alls sem gerist í myndinni, hvort sem það er sagan, aukakarakterar eða bara til kvikmynda yfir höfuð. Þar að auki er þetta líka rosalega óvenjuleg fjölskyldumynd þegar kemur að söguþræðinum, þ.e.a.s. hversu mikið hún er fyrir fullorðna (þó börnum muni alls ekki leiðast yfir henni) og hversu dýr hún er ($150 milljónnir).
Þetta er ekki eina myndin frá 2011 sem sýndi ótrúlega mikla ást til hljóðlausu myndanna frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Franska myndin The Artist hafði líka sinn skerf af nostalgíu, enda mynd sem er eins og myndirnar frá þessum tíma. En jafnvel þótt mér fannst The Artist vera frábær þá er Hugo betri. Hún hefur sterkari sögu og miklu meiri ást gagnvart því sem hún er að sýna. Fyndið samt að þær tvær séu í mestu samkeppninni yfir Óskarnum í ár. En á meðan The Artist sýndi ást til alls geirans sem var á þessum tíma þá einbeitir Hugo sér að einum stærsta frumkvöðli þessa tíma: Georges Méliés. Sá maður opnaði nýjar leiðir hvernig til kvikmyndagerðar og það er ótrúlegt hvernig hann gerði suma hluti. Þetta er maður sem gerði myndir eins og hina íkonísku A Trip To The Moon. Það er auðvelt að segja að kvikmyndanördar munu eiga auðvelt með að elska þessa mynd. Það er líka svolítið skemmtilegt að myndin er um einn fyrsta tæknimeistara kvikmyndanna og notar svo sjálf eina af nýjstu tækninýjungum okkar tíma við hana (þ.e.a.s. nýja 3D tæknin)
Allir leikararnir eru frábærir. Asa Butterfield er traustur sem titilkarakterinn. Sumt fólk mun áreiðanlega kalla frammistöðu hans væmna, en vegna frammistöðu hans og baksögu karaktersins fannst mér hann negla þetta. Chloë Moretz er fín í sínu hlutverki og það er frábært að hún sé að reyna strax að sýna að hún sé fjölbreytileg leikkona. Hún hefur til dæmis áður leikið “ofurhetju” sem er óhrædd við allt sem stendur á vegi hennar í Kick-Ass, mannlega vampíru í Let Me In og núna bókarorm frá 1931 sem er ekki ósvipuð Hermione úr elstu Harry Potter myndunum. Ben Kingsley er líka sterkur í myndinni og ég hef aldrei séð Sacha Baron Cohen (sem skartar myndarlegri mottu heldur en Borat) eins góðan, en hann er “illmenni” kvikmyndarinnar, sem nær þó samt að vera elskulegur. Þar að auki er fullt af öðrum leikurum sem gera mikið fyrir karakterinn sinn eins og Helen McCroy, Richard Griffiths, Frances de la Tour (þau þrjú voru öll í Harry Potter), Jude Law, Emily Mortimer, Christopher Lee og svo auðvitað Michael Stuhlbarg sem stelur öllum senunum sem hann er í.
Tæknivinnan er líka frábær enda er myndin vel tekin upp, vel klippt, tæknibrellurnar eru góðar og hún inniheldur æðislega þrívídd. Oftast er 3D ekki þess virði að borga aukalega fyrir, en þessi mynd er undantekning. Ég hef ekki séð þessa tækni verið eins vel notaða síðan myndir eins og Avatar og How To Train Your Dragon komu úr fyrir um það bil tveimur árum. Scorsese skilur hvernig þessi tækni virkar og hvernig má nota hana og er niðurstaðan stórkostleg. Tónlistin frá Howard Shore er þar að auki ein sú besta frá árinu og æðislega “frönsk”. Útlitið á myndinni og búningarnir eru líka fullkomin.
Húmorinn er líka góður en hann skiptist frá góðu “slap-stick”, til eitthvers vandræðalegs til eitthvað sem hægt er kalla sætt. Spennan á tímapunkti er frábær, handritið er vel meðhöndlað og ég hef sjaldan séð mynd frá þessum leikstjóra sem er eins persónuleg og þessi. Martin Scorsese sýnir með þessari mynd ekki einungis að hann er einn besti leikstjóri allra tíma heldur líka að hann elskar kvikmyndir jafn mikið og aðrir kvikmyndaaðdáðendur elska hann. Mér líður næstum því illa að geta ekki gefið henni fullt hús stiga en hún var ekki alveg það góð, því miður.
9/10
Shame
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snjöll, köld og óþæginleg Shame er ein af þessum myndum sem virkilega festist í manni eftir að maður er búinn að horfa á hana. Eina aðra myndin frá 2011 sem hélst eins óþægilega í mér var spænska myndin The Skin I Live In. En á meðan The Skin I Live In er artý-hryllingsmynd með útskýrðum ástæðum karakteranna og inniheldur þemur á borði við hefnd og siðblindu, þá er Shame köld, kynlífsbundin drama sem krefst þess af manni að fylla ofan í holur (sem eru ekki nógu stórar til að hafa neikvæð áhrif á myndina) og fjallar einfaldlega um sjálfshatur aðalkaraktersins.
Þetta er mynd sem varð betri eftir að ég var búinn að horfa á hana og fór að hugsa meira út í smáhluti sem náðu ekki athygli minni í fyrstu. Ekkert við þessa mynd er fullkomlega útskýrt, deilur systkinanna í myndinni er ekki ekki úskýrt til fyllstu fyrir áhorfandann, sumar ákvarðanir aðalpersónunnar virðast vera óraunsæjar í fyrstu og endirinn segir lítið á yfirborðinu. En með nánari athugun kemur margt fram og myndin hefði ekki orðið betri með því að mata útskýringum ofan í áhorfandann.
Shame er engan veginn mynd fyrir alla. Það sem gerist í myndinni gæti látið hverjum sem er líða illa, enda er verið að tala um fíkn yfir eitthverju sem ágætur hluti af fólki stundar. Leikstjórinn Steve McQueen fer miskunnarlaust í gegnum þessa mynd og ákvörðun hans að útskýra ekki allt er snjöll og framkvæmd nær fullkomlega. Það er mikið kynlíf í þessari mynd og þar að auki nekt en sjaldan hefur verið eins mikill tilgangur með því. Þetta er ekki þarna bara út af því að þetta er nekt. Þetta er sett þarna til að setja meiri persónusköpun í aðalkarakterinn og til að bæta óþægindin (jebb, kynlíf getur víst gert það). Það er ráðlegt að fylgjast vel með þessari mynd, enda mæli ég ekki með að fara tvisvar sinnum á hana.
Ein stærsta ástæða fyrir óþægindum þessarar myndar er frammistaða Michael Fassbender, sem Óskarinn ákvað, af einhverjum ástæðum, ekki að tilnefna fyrir besta leik. Frá kalda, hreyfingalausa skotinu af honum nöktum í rúminu til þríhyrningsins til að fylla óvenjulegar þarfir sínar, missir maðurinn aldrei trúðverðugleika sinn. Karakterinn er líka vel saminn og flókinn. Skoðun manns á honum getur skipst frá því að hann sé heillandi til þess að sjá kaldan og særandi einstakling, en maður finnur alltaf til með honum þegar eitthvað kemur fyrir hann. Þessi karaker er ekkert annað en sorglegur. Maðurinn er svo háður kynlífi að hann gerir fáranlega óskynsama hluti. Maður sem vill halda skömm sinni fyrir sjálfan sig og gerir hvað sem er til að halda því þannig. Hann notast mikið við svipbrigði en þegar hann notar röddina sína þá kann hann að nota hana. Eitt af síðustu skotum myndarinnar inniheldur eitthvert kraftmesta atriði ársins án nokkurs efa og Fassbender er ótrúlegur þar.
Aðrir leikarar standa sig vel líka. Carey Mulligan er frábær sem systir Fassbender. Sambandið milli þeirra er erfitt og hefur verið í langan tíma, en myndin kemur ekki með beina skýringu af hverju heldur lætur ákvarðanir karakteranna segja sitt. Nicole Beharie og James Badge Dale standa sig líka vel en fá ekki roslega mikinn skjátíma, enda er aðalfókusinn á Fassbender og sambandi hans við Mulligan. Þau koma samt sem áður með mikilvæga karaktera, enda eru þau bæði eitthvað fyrir Fassbender sem hægt er að kalla venjulegt samband, og fátt hræðir manninn meira.
Eitt annað sem mér fannst gott við myndina var kvikmyndatakan. Það eru nokkur atriði í myndinni sem eru óklippt í langan tíma og setur öflugt andrúmsloft í myndina. Dæmi um svona atriði var þegar Fassbender fór að skokka, og þegar Mulligan syngur New York, New York. Bæði atriði sem komu kannski ekki með stórkostlega mikinn tilgang en bæði voru framkvæmd á svo góðan hátt að myndin hefði ekki verið sú sama án þeirra. Síðan eru líka nokkur svona atriði þar sem eru sýnd mjög eðlileg samskipti á milli karakteranna Það er alltaf gaman að sjá kvikmyndatöku sem gerir þetta, enda er þetta bæði flott og lætur frammistöður leikaranna vera kröfuharðari og samspilið er þar að auki betra.
Það er orðið langt síðan ég sá eins óþægilega mynd. Fyrir utan eina ákvörðun í endann þá er lítið sem er að þessari mynd. Hún er aftur á móti vel leikin, vel skrifuð, hrikalega óþægileg og kröftug á tímapunktum og óhrædd við að koma með þessa sýn.
9/10
Shame
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snjöll, köld og óþæginleg Shame er ein af þessum myndum sem virkilega festist í manni eftir að maður er búinn að horfa á hana. Eina aðra myndin frá 2011 sem hélst eins óþægilega í mér var spænska myndin The Skin I Live In. En á meðan The Skin I Live In er artý-hryllingsmynd með útskýrðum ástæðum karakteranna og inniheldur þemur á borði við hefnd og siðblindu, þá er Shame köld, kynlífsbundin drama sem krefst þess af manni að fylla ofan í holur (sem eru ekki nógu stórar til að hafa neikvæð áhrif á myndina) og fjallar einfaldlega um sjálfshatur aðalkaraktersins.
Þetta er mynd sem varð betri eftir að ég var búinn að horfa á hana og fór að hugsa meira út í smáhluti sem náðu ekki athygli minni í fyrstu. Ekkert við þessa mynd er fullkomlega útskýrt, deilur systkinanna í myndinni er ekki ekki úskýrt til fyllstu fyrir áhorfandann, sumar ákvarðanir aðalpersónunnar virðast vera óraunsæjar í fyrstu og endirinn segir lítið á yfirborðinu. En með nánari athugun kemur margt fram og myndin hefði ekki orðið betri með því að mata útskýringum ofan í áhorfandann.
Shame er engan veginn mynd fyrir alla. Það sem gerist í myndinni gæti látið hverjum sem er líða illa, enda er verið að tala um fíkn yfir eitthverju sem ágætur hluti af fólki stundar. Leikstjórinn Steve McQueen fer miskunnarlaust í gegnum þessa mynd og ákvörðun hans að útskýra ekki allt er snjöll og framkvæmd nær fullkomlega. Það er mikið kynlíf í þessari mynd og þar að auki nekt en sjaldan hefur verið eins mikill tilgangur með því. Þetta er ekki þarna bara út af því að þetta er nekt. Þetta er sett þarna til að setja meiri persónusköpun í aðalkarakterinn og til að bæta óþægindin (jebb, kynlíf getur víst gert það). Það er ráðlegt að fylgjast vel með þessari mynd, enda mæli ég ekki með að fara tvisvar sinnum á hana.
Ein stærsta ástæða fyrir óþægindum þessarar myndar er frammistaða Michael Fassbender, sem Óskarinn ákvað, af einhverjum ástæðum, ekki að tilnefna fyrir besta leik. Frá kalda, hreyfingalausa skotinu af honum nöktum í rúminu til þríhyrningsins til að fylla óvenjulegar þarfir sínar, missir maðurinn aldrei trúðverðugleika sinn. Karakterinn er líka vel saminn og flókinn. Skoðun manns á honum getur skipst frá því að hann sé heillandi til þess að sjá kaldan og særandi einstakling, en maður finnur alltaf til með honum þegar eitthvað kemur fyrir hann. Þessi karaker er ekkert annað en sorglegur. Maðurinn er svo háður kynlífi að hann gerir fáranlega óskynsama hluti. Maður sem vill halda skömm sinni fyrir sjálfan sig og gerir hvað sem er til að halda því þannig. Hann notast mikið við svipbrigði en þegar hann notar röddina sína þá kann hann að nota hana. Eitt af síðustu skotum myndarinnar inniheldur eitthvert kraftmesta atriði ársins án nokkurs efa og Fassbender er ótrúlegur þar.
Aðrir leikarar standa sig vel líka. Carey Mulligan er frábær sem systir Fassbender. Sambandið milli þeirra er erfitt og hefur verið í langan tíma, en myndin kemur ekki með beina skýringu af hverju heldur lætur ákvarðanir karakteranna segja sitt. Nicole Beharie og James Badge Dale standa sig líka vel en fá ekki roslega mikinn skjátíma, enda er aðalfókusinn á Fassbender og sambandi hans við Mulligan. Þau koma samt sem áður með mikilvæga karaktera, enda eru þau bæði eitthvað fyrir Fassbender sem hægt er að kalla venjulegt samband, og fátt hræðir manninn meira.
Eitt annað sem mér fannst gott við myndina var kvikmyndatakan. Það eru nokkur atriði í myndinni sem eru óklippt í langan tíma og setur öflugt andrúmsloft í myndina. Dæmi um svona atriði var þegar Fassbender fór að skokka, og þegar Mulligan syngur New York, New York. Bæði atriði sem komu kannski ekki með stórkostlega mikinn tilgang en bæði voru framkvæmd á svo góðan hátt að myndin hefði ekki verið sú sama án þeirra. Síðan eru líka nokkur svona atriði þar sem eru sýnd mjög eðlileg samskipti á milli karakteranna Það er alltaf gaman að sjá kvikmyndatöku sem gerir þetta, enda er þetta bæði flott og lætur frammistöður leikaranna vera kröfuharðari og samspilið er þar að auki betra.
Það er orðið langt síðan ég sá eins óþægilega mynd. Fyrir utan eina ákvörðun í endann þá er lítið sem er að þessari mynd. Hún er aftur á móti vel leikin, vel skrifuð, hrikalega óþægileg og kröftug á tímapunktum og óhrædd við að koma með þessa sýn.
9/10
One for the Money
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Veistu hvað er fyndið? Ekki þessi mynd One For The Money er enn ein kvikmyndin sem er byggð á “metsölubók”. Ég hef aldrei skilið af hverju þetta er sagt í hvert skipti sem það kemur mynd sem er byggð á vinsælli bók og ég get ekki heldur skilið af hverju fólkið á bak við myndirnar auglýsa þær ennþá svona. Er ekki lang flest fólk búið að uppgötva að þriðja hver kvikmynd byggð á bók getur ekki verið “metsölubók”?
Höfundur bókarinnar, Janet Evanovich, hefur skrifað heilar 18 bækur um aðalkarakterinn Stephanie Plum. Ég hef sjálfur ekki lesið neina af þessum bókum og ef myndin er svipuð bókinni þá get ég lítið skilið hvað er vinsælt við þessar bækur.
One For The Money hefur tvö markmið og sýnir þau strax og einfaldlega. Í fyrsta lagi að vera grínmynd til að láta manni hlægja og að vera skemmtileg gamanhasarmynd með litríkum karakterum. Að mínu mati gekk hvorugt upp. Ég er alls ekki snobbaður og fíla aðeins það besta þegar kemur að grínmyndum, en ég held að ég getið talið hversu oft ég hló eða glottaði með annarri hendinni. Tilraun myndarinnar til að vera fyndin virkaði nær aldrei og húmorinn sem hefði getað verið fyndinn á blaði var algjörlega rústað af leikurunum.
Ég fór á þessa mynd í gær og það er nær ekkert sem hægt er að kalla eftirminnilegt við hana. Karakterar koma og fara án þess að gera eitthvað eftirminnilegt, með kannski tveimur undantekningum. Nær allir leikrarnir reyndu lítið til að gera karakterinn sinn raunsæan eða fyndinn og þeir fáu sem reyndu það reyndu allt of mikið.
Katherine Heigl, sem ég hafði nett gaman af í Knocked Up (kvikmyndin sem kom henni á kortið), er á algjörri sjálfstýringu með lélegum hreim bætt við og gerir ekkert til að láta aðalkarakterinn vera einhvern sem áhorfandinn getur haldið með, reyndar var hún það sjálfselsk að þoldi hana ekki á köflum. Þar að auki er hún sami karakter og hún hefur verið í svo mörgum myndum. Ég er búinn að heyra að karakterinn úr bókinni var miklu öðruvísi en hvernig Heigl var, og ég er alls ekki hisssa á því. Aðrir leikarar segja bara línurnar sínar og virðast líta á þetta sem bara enn einn launaseðill. Myndin einbeitir sér of mikið að reyna að koma með flókna glæpasögu (sem hún er í rauninni ekki) og húmor inn í aðstæður í staðinn fyrir að láta karakteranna vera viðkunnalega, en flestir voru einfaldlega bland. Illmennin komu sérstaklega illa úr þessari mynd.
Myndin er líka allt of löng. Þetta hefði getað virkað miklu betur sem sjónvarpssería; myndin hefur alveg nógu mikið af karakterum til að láta það virka, og það hefði eflaust endan betur heldur en þessi mynd. Þar að auki er myndin á tímapunktum rosalega ótrúverðug. Í byrjuninni á myndinni getur Plum ekki skotið vel úr byssu en eftir fjölmörg atriði gat hún skotið eins og meistari án þess að eitthvað kom á milli. Þar að auki er einkennilegt að persóna með enga reynslu í svona löguðu fær verkefni að leita að manni sem er kærður fyrir morð sem endar á smygli, fleiri morðum og ofbeldi. Nær enginn reynir að stoppa hana, ekki einu sinni stjórinn hennar og hún hugsar aldrei um að hætta þegar fólk sem hún talar við deyr eða meiðst alvarlega út af henni.
Illa skrifuð, hæg, fyrirsjáanleg að öllu leiti, ófyndin, rangt leikaraval (Íri að leika Ítala?), ófókusaður tónn og lélegur hasar: Kaldhæðnislega öfugt við allt það góða við Chronicle.
2/10
Chronicle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Óvænt janúarmynd Þegar ég horfði á Chronicle þá voru þrjár myndir/geirar sem komu upp í huganum mínum. Í fyrsta lagi sá ég venjulega ofurhetjusögu þegar venjulegur maður fær mátt frá hluti sem er annað hvort yfirnáttúrulegur eða ekki frá þessari plánetu. Í öðru lagi sá ég unglingasögu um þrjá félaga með þemur á borði við einmannaleika, ábyrgð, angst og hefnd. Og í þriðja lagi sá ég einfaldlega anime kvikmyndina Akira, og það er ekkert annað en æðislegt.
Yfir heild er Chronicle ekki að gera neitt mikið nýtt. Sagan sjálf hefur maður séð áður, karakterarnir sömuleiðis og kvikmyndatakan sjálf hefur verið gerð áður, en hún kallast oftast found-footage og hefur verið notuð nokkuð oft, á borði við myndir eins og The Blair Witch Project og Cloverfield. Hinsvegar fer myndin í nokkrar óvenjulegar áttir með efnið sitt og yfir heild er mest megnis af myndinni nógu vel gert að það er ekki hægt að kvarta það mikið yfir henni. Sjálfur bjóst ég ekki við hversu góð mér fannst hún.
Til að byrja með er kvikmyndatakan ekki nærri því eins pirrandi og hún getur orðið þegar kemur að þessari tegund. Ekki nóg með það að kvikmyndatakan er frekar stillt í staðinn fyrir að vera haldinn af mann sem getur allt eins ekki haft hugmynd um hvað hann er að halda á, heldur er tilgangurinn góður og hentugur. Á tíma þar sem líf margra byggist á myndavélum eða upptökuvélum þá var skemmtilega nýtt að sjá mynd þar sem karakterarnir eru fullvissir um tilvist myndavélarinnar og nota hana eins og venjulegur maður myndi nota hana. Og í staðinn fyrir að vera einhæft og lítið klippt þá var fínt að myndin nýtti ofurkraft strákanna þriggja (en þeir fá allir hugarorku yfir að færa hluti fljótlega í myndinni) með að láta myndavélina vera á meiri (en rólega) hreyfingu og myndin klippti smávegis af því sem var á myndavélinni eða færði sig yfir á aðra myndavél sem var inn í atriðinu. Einu skiptin sem myndatakan var léleg var þegar það var viljandi gert til að bæta við spennu, sem virkaði. Það var líka gaman að sjá stöku sinnum skot frá eftirlitsmyndavélum. Hinsvegar er þetta smávegis galli líka því það kemur fyrir að það sé of tilviljunarkennt að myndavélar séu á svæðinu. Þetta fór smávegis í mig í síðari hluta myndarinnar.
(Ath. að næsta málsgrein inniheldur spilli yfir hver er illmenni myndarinnar)
Karakterarnir eru alltaf aðalfókusinn hjá myndinni og aðalkarakterarnir þrír missa aldrei trúverðugleikann sinn. Michael B. Jordan og Alex Russel koma báðir með eftirminnuga, ólíka og raunverulega karaktera en Dane DeHann stendur sig samt best af þeim öllum. Hann fær bæði meiri fókus og erfiðara hlutverk. Þróun hans og ástæður þess koma vel til skila hvort sem það er einmannaleiki karaktersins, erfiðleiki hans bæði heima og í skólanum (sem komu á óvart hversu þung þau voru) og bara sú staðreynd að hann er búinn að fá nóg að vera litinn niður á. Á köflum fannst mér það sem hann gerði meira æðislegt heldur en óhugnalegt vegna hversu mikið maður finnur fyrir honum. Sjálfur fannst mér hann minna mig soldið á Tetsue Shima úr Akira, vegna kraftsins sem hann fær, þróunina hans og hvernig lokaþriðjungur myndarinnar spilaðist.
Leikararnir þrír spila vel saman og koma með mjög skemmtilega sýn á hvernig maður mundi haga sér eftir að maður fengi ofurkrafta. Ef ég mundi fá svipaða krafta hefði ég áreiðanlega gert margt af því sem þeir gerðu í myndinni. Þrátt fyrir að nota kraftana á frekar sjálfselskulegan hátt þá er maður lítið að hugsa út í það. Maður er meira að hugsa hversu skapandi þeir geta verið. Það var æðislegt að sjá þá fljúga um skýin og stríða öðru fólki.
Leikstjórn og handritsvinna Josh Trank er góð, sérstaklega miðað við frumraun. Myndin hefur gott flæði, fer nokkrar nýjar leiðir með kunnuglegt efni, nýtir vel litla fjármagnið sem hún fékk ($15 milljónir), en þó ekki fullkomlega, hefur hnittið og kröftugt handrit með vel skrifuðum persónum og fyrir mynd sem fjallar um yfirnáttúrulegan kraft þá inniheldur myndin ekkert tilgangslaust “exposition”. Það er ekkert útskýrt af hverju hluturinn gaf þeim kraftinn, hvernig hann komst þarna eða eitthvað í þeim dúr enda skiptir það ekki máli. Myndin einbeitir sér frekar að því hvernig þeir nota kraftinnheldur en af hverju þeir fengu hann. Ef maður fer inn á þessa mynd með heilann í gangi þá á maður að geta fylgt öllu sem gerist í myndinni vel.
Hasarinn er öflugur, sérstaklega miðað við litla fjármagn myndarinnar. Fyrstu tveir hlutar myndarinnar inniheldur lítið magn af honum (byggist meira á spennu) en í endanum kemur Josh Trank með helvíti góðan hápunkt, en nær samt að halda dramanu á milli karakteranna gangandi eins og áður. Tölvubrellurnar eru því miður misgóðar þó það var meira gott heldur en slappt og ekkert var hræðilegt. Með aðeins meiri fjármagni hefði þetta ekki orðið að galla.
Ef þú ert aðdáðandi Sci-fi mynda, ofurhetjumynda eða bara spennumynda yfir höfuð, þá ættirðu ekki að missa af þessari.
8/10
A Dangerous Method
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bæði áhugaverð og ekki Sem sálfræðinemi þá hlakkaði ég mjög mikið til að sjá A Dangerous Method þar sem hún fjallar um tvo af þekktustu sálfræðingum allra tíma, Sigmund Freud og Carl Jung, báðir áhrifamiklir og gáfaðir menn sem höfðu báðir margar sérstakar skoðanir á sálfræðinni. Og til að toppa það voru tveir góðir leikarar að leika þá: Michael Fassbender (sem var í þremur öðrum myndum frá 2011) og Viggo Mortensen (sem hefur unnið tvisvar sinnum áður með leikstjóranum David Cronenberg). Svo ég hafði nokkuð stórar vonir gagnvart þessari mynd. Þegar ég sá hana fyrst þá varð ég fyrir vonbrigðum en eftir að hafa séð hana aftur þá verð ég að játa að ég dæmdi hana aðeins of fljótt, þrátt fyrir að ég get ekki kallað myndina stórkostlega.
Fyrir utan misgott flæði í myndinni á köflum þá fannst mér myndin þjást mest af röngum fókusi. Myndin inniheldur tvo söguþræði, annars vegar um samband Fassbender við Mortensen og samband Fassbender við Keira Knightley. Og fyrrnefnda sambandið fær ekki nógu mikla athygli. Carl Jung var einn af fyrstu fylgjendum Freud sem yfirgaf hann á endanum. Myndin hefði auðveldlega getað farið meira inn í samband þeirra og pælingarnar þeirra, en í staðinn er mest megnis af því bara notað sem tilvísun; eina undantekningin var draumapælingar Jung. Hefði hitt sambandið verið áhugaverðara þá hefði ég ekki getað kvartað eins mikið yfir þessu, en því miður var það ekki nógu áhugavert. Handritshöfundurinn Christopher Hampton kemur með með ágætlega vel skrifaða mynd (sem er byggt á leikriti eftir hann sjálfan) en þetta hefði hann mátt laga.
En þrátt fyrir þetta er mikið hægt að hrósa þessari mynd. Til að byrja með eru allir leikararnir mjög góðir. Fassbender heldur myndinni vel uppi og kemur með góða og lúmska (eða “subtle”) frammistöðu. Hann hækkar tóninn sjaldan, heldur notast við vel valin svipbrigði. Hann er þar að auki sýndur frá mörgum hliðum. Hann er gáfaður en það er allt of auðvelt að heilla hann, elskar konuna sína en fór samt í ástarsamband sem hann hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir, sálgreindi konu í byrjun sem sálgreindi hann sjálfan í endanum.
Keira Knightley fer erfiðasta hlutverkið og hef sjaldan séð eins mikla ástæðu fyrir ofleik. Þrátt fyrir smá óstöðugleika í hreimnum þá hef ég aldrei séð hana betri. Þrátt fyrir að margir eiga eftir að hlægja eða fá klígju hvernig hún hegðar sér í fyrri hluta myndarinnar þá fannst mér hún negla þessu. Viggo Mortensen er ekki sá fyrsti sem maður hugsar um að leika Freud en stóð sig vel þrátt fyrir það og kemur með nokkrar af bestu línum ársins. Leiðinlegt samt að skjátími hans var fremur takmarkaður samanborið við hina tvo af aðalleikurunum.
Síðan er það Vincent Cassel sem Otto Gross. Hann er í myndinni í um það bil 10 mínútur en nær samt að koma með eftirminnilegasta karakter myndarinnar. Hann er líka stór hluti af einu stærsta þemu myndarinnar: kynlíf. Freud kom með margar pælingar sem byggðust á kynlífi og myndin gerir meira að segja smávegis grín af því hversu heltekinn hann var af því. Síðan er líka þessi þema sýnd með losta, kynferðislegur æsingur með ofbeldi. Myndin inniheldur ekki mikið af kynlífinu sjálfu heldur tala miklu meira um það og hvernig það getur mótað manneskju. Samt sem áður eru senurnar smávegis grófar og má þar aðallega nefna meyjarhaftið.
Framleiðslan er mjög góð. Borgir eins og Vín eru fullkomnar til að taka um mynd frá þessum tíma en sömuleiðis eru fötin, smáatriði og meðferðirnar sem sálfræðingarnir nota til fyrirmyndar. Ef maður hefur eitthvað lært um þetta fag ætti maður að geta haft gaman af litlu hlutunum og hluta af samræðunum sem fjalla um sálfræði, kynlífspælingarnar og miklu fleira. Tónlistin eftir Howard Shore var lágstemmd og náði að koma með nokkur mjög vel samin píanóstef. Kvikmyndatakan var fín og voru skotin yfir sálgreiningunum í byrjun myndarinnar frábær.
Ekki fullkomin mynd, en frammistöður leikaranna, útlitið og pælingarnar ættu að halda athygli manns út hana.
7/10
PS: Þau sem voru upprunalega hugsuð um að leika aðalhlutverkin voru Christoph Waltz, Christian Bale og Julia Roberts. Það hefði orðið áhugavert.
A Dangerous Method
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bæði áhugaverð og ekki Sem sálfræðinemi þá hlakkaði ég mjög mikið til að sjá A Dangerous Method þar sem hún fjallar um tvo af þekktustu sálfræðingum allra tíma, Sigmund Freud og Carl Jung, báðir áhrifamiklir og gáfaðir menn sem höfðu báðir margar sérstakar skoðanir á sálfræðinni. Og til að toppa það voru tveir góðir leikarar að leika þá: Michael Fassbender (sem var í þremur öðrum myndum frá 2011) og Viggo Mortensen (sem hefur unnið tvisvar sinnum áður með leikstjóranum David Cronenberg). Svo ég hafði nokkuð stórar vonir gagnvart þessari mynd. Þegar ég sá hana fyrst þá varð ég fyrir vonbrigðum en eftir að hafa séð hana aftur þá verð ég að játa að ég dæmdi hana aðeins of fljótt, þrátt fyrir að ég get ekki kallað myndina stórkostlega.
Fyrir utan misgott flæði í myndinni á köflum þá fannst mér myndin þjást mest af röngum fókusi. Myndin inniheldur tvo söguþræði, annars vegar um samband Fassbender við Mortensen og samband Fassbender við Keira Knightley. Og fyrrnefnda sambandið fær ekki nógu mikla athygli. Carl Jung var einn af fyrstu fylgjendum Freud sem yfirgaf hann á endanum. Myndin hefði auðveldlega getað farið meira inn í samband þeirra og pælingarnar þeirra, en í staðinn er mest megnis af því bara notað sem tilvísun; eina undantekningin var draumapælingar Jung. Hefði hitt sambandið verið áhugaverðara þá hefði ég ekki getað kvartað eins mikið yfir þessu, en því miður var það ekki nógu áhugavert. Handritshöfundurinn Christopher Hampton kemur með með ágætlega vel skrifaða mynd (sem er byggt á leikriti eftir hann sjálfan) en þetta hefði hann mátt laga.
En þrátt fyrir þetta er mikið hægt að hrósa þessari mynd. Til að byrja með eru allir leikararnir mjög góðir. Fassbender heldur myndinni vel uppi og kemur með góða og lúmska (eða “subtle”) frammistöðu. Hann hækkar tóninn sjaldan, heldur notast við vel valin svipbrigði. Hann er þar að auki sýndur frá mörgum hliðum. Hann er gáfaður en það er allt of auðvelt að heilla hann, elskar konuna sína en fór samt í ástarsamband sem hann hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir, sálgreindi konu í byrjun sem sálgreindi hann sjálfan í endanum.
Keira Knightley fer erfiðasta hlutverkið og hef sjaldan séð eins mikla ástæðu fyrir ofleik. Þrátt fyrir smá óstöðugleika í hreimnum þá hef ég aldrei séð hana betri. Þrátt fyrir að margir eiga eftir að hlægja eða fá klígju hvernig hún hegðar sér í fyrri hluta myndarinnar þá fannst mér hún negla þessu. Viggo Mortensen er ekki sá fyrsti sem maður hugsar um að leika Freud en stóð sig vel þrátt fyrir það og kemur með nokkrar af bestu línum ársins. Leiðinlegt samt að skjátími hans var fremur takmarkaður samanborið við hina tvo af aðalleikurunum.
Síðan er það Vincent Cassel sem Otto Gross. Hann er í myndinni í um það bil 10 mínútur en nær samt að koma með eftirminnilegasta karakter myndarinnar. Hann er líka stór hluti af einu stærsta þemu myndarinnar: kynlíf. Freud kom með margar pælingar sem byggðust á kynlífi og myndin gerir meira að segja smávegis grín af því hversu heltekinn hann var af því. Síðan er líka þessi þema sýnd með losta, kynferðislegur æsingur með ofbeldi. Myndin inniheldur ekki mikið af kynlífinu sjálfu heldur tala miklu meira um það og hvernig það getur mótað manneskju. Samt sem áður eru senurnar smávegis grófar og má þar aðallega nefna meyjarhaftið.
Framleiðslan er mjög góð. Borgir eins og Vín eru fullkomnar til að taka um mynd frá þessum tíma en sömuleiðis eru fötin, smáatriði og meðferðirnar sem sálfræðingarnir nota til fyrirmyndar. Ef maður hefur eitthvað lært um þetta fag ætti maður að geta haft gaman af litlu hlutunum og hluta af samræðunum sem fjalla um sálfræði, kynlífspælingarnar og miklu fleira. Tónlistin eftir Howard Shore var lágstemmd og náði að koma með nokkur mjög vel samin píanóstef. Kvikmyndatakan var fín og voru skotin yfir sálgreiningunum í byrjun myndarinnar frábær.
Ekki fullkomin mynd, en frammistöður leikaranna, útlitið og pælingarnar ættu að halda athygli manns út hana.
7/10
PS: Þau sem voru upprunalega hugsuð um að leika aðalhlutverkin voru Christoph Waltz, Christian Bale og Julia Roberts. Það hefði orðið áhugavert.
Puss in Boots
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það besta úr þessum heimi síðan Shrek 2 Teiknimyndirnar frá DreamWorks hafa nær alltaf verið misgóðar síðan fyrirtækið byrjaði. Það byrjaði reyndar vel með myndum á borð við fyrstu tvær Shrek myndirnar, The Prince Of Egypt og Antz en eftir að að tölvuteiknimyndir urðu fleiri lækkuðu gæði myndanna þeirra. Það kom reyndar stöku sinnum góðar myndir en þær voru færri heldur en myndirnar sem gleymdust fljótt. Síðan 2010 hafa þeir hinsvegar verið að bæta sig, með myndum á borð við How To Train Your Dragon (sem er án efa með bestu myndum þeirra), Megamind, Kung Fu Panda 2 og núna, Puss In Boots. Puss In Boots er ekki eins góð og fyrstu tvær Shrek myndirnar en munurinn er samt sem betur fer minni heldur en munurinn á henni og Shrek 3 og 4.
Þegar ég frétti af þessari mynd var ég frekar óviss um hvort ég ætti að hafa fyrir því að sjá hana. Shrek 3 og 4 voru báðar talsvert verri heldur en fyrirrennarar þeirra (þó 4. var fín bæting). En eftir að Kung Fu Panda 2 kom út (sem er svipuð góð og Puss In Boots) þá fór efi minn að DW geta ekki lengur gert góða framhaldsmynd að dvína, sem hefur minnkað ennþá meira eftir að ég sá myndina.
DW virðast líka vera að byrja að minnka pop-culture tilvísanir, dans-endana og húmorinn er hlutfallslega betri en hann hefur verið síðustu ár. Shrek 4 og Megamind höfðu reyndar flest einkenni sem hin hefðbundna DW mynd hefur, en með hinum nýju myndunum þeirra þá virðast þeir ekki kvarta yfir því, enda voru þær allar betur teknar heldur en hinar tvær.
Mestu tilvísanirnar sem ég sá í þessar mynd var mest allt eitthvað úr klassískum sögum (sem Shrek myndirnar hafa alltaf gert) en annars voru þær sparaðar og komu frekar vel út. Ég held að sú besta var þegar Humpty Dumtpy sagði reglurnar við Puss. Annars er myndin hnyttin, fyndin, inniheldur fínan hasar og besta útlit DW fyrir utan HTTYD. Þrívíddin var líka ekkert til að kvarta yfir, enda virðast dýrstu tölvuteiknimyndirnar vita hvernig á að nota þrívíddina á góðan hátt. Útlitið yfir heildina er gott en þegar þau leggja af stað upp baunagrasið (já, Jói og Baunagrasið er aðalsöguþráður myndarinnar) þá fær það virkilega að njóta sín.
Annað vandamál sem ég hélt að þessi mynd mundi þjást af er að þetta er spin-off með aukakarakter. Jafnvel þótt aukakarakter er skemmtilegur og eftirminnilegur þýðir það ekki að hann geti haldið heilli mynd uppi, en sem betur fer nær þessi mynd þessu vel. Puss heldur myndinni betur uppi heldur en Shrek gerði í 3. og 4. myndinni. Hinir karakterarnir eru líka frekar skemmtilegir. Antonio Banderas passar ennþá jafnvel fyrir þennan karakter og aðrir raddleikarar standa sig líka vel. Má þar nefna Salma Hayek, Billy Bob Thornton og Zach Galifianakis. Puss og karakterinn hennar Hayek ná líka vel saman, þó sambandið inniheldur fullt af klisjum.
Næsta málsgrein inniheldur spoilera úr myndinni.
Þriðji hluti myndarinnar inniheldur samt því miður nokkra handritsgalla. Hvöt Humpty Dumpty hefði mátt vera sögð betur og þróunin hans er of fljót að mínu mati. Síðan fatta ég engan veginn hvað gerðist fyrir hann í endanum. Hann dettur niður af brú, brotnar og maður sér að hann var út gulli. Jafnvel fyrir mynd um talandi egg er þetta sérstakt.
Puss In Boots og Kung Fu Panda 2 eru svipað góðar og báðar sýna betri hlið DW. Hvorugar eru eins góðar og How To Train Your Dragon (sem var með 15 bestu myndum 2010) en hvorug er á einhvern hátt slöpp eða miðjumoð
7/10
PS: Takið eftir hvað hjónin sem eiga baunirnar heita. Myndin hefði ekki getað komið á réttari tíma.
The Ides of March
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Clooney kann á pólitískt drama The Ides Of March er önnur myndin sem ég hef séð sem er leikstýrð af George Clooney, og hann er lúmskt góður í að leikstýra kvikmyndum. Hin myndin sem ég hef séð frá honum er 2005 myndin Good Night, and Good Luck. Hún var án efa ein besta mynd ársins vegna stílsins sem myndin kom með, leiksins (og þá sérstaklega frammistaða David Strathairn sem Edward R. Murrow) og handritsins. Einræðurnar sem Strathairn er fáranlega vel samdar (hvort sem þær voru sérsamdar fyrir myndina eða fullkomlega byggt á því sem hann sagði sjálfur). (Er þetta nauðsynlegt? Þú ert jú að tala um TIOM, en ekki GNaGL...)
The Ides Of March er ekki eins vel skrifuð og ekki eins áhugaverð og Good Night, and Good Luck en það er ekki hægt að segja mikið slæmt um hana. Líkt og GNaGL er hún pólitísk dramamynd með traustu handriti og inniheldur margar góðar frammistöður. Hinsvegar er þessi í lit og á líklegast að gerast á okkar tíma á meðan GNaGL var í svarthvítu (sem passaði fullkomlega) og gerðist á 6. áratugnum.
Myndin er full af góðum frammistöðum. Ég verð að játa að áður en ég sá Crazy, Stupid, Love þá vissi ég ekki hver Ryan Gosling var. Á aðeins nokkrum mánuðum hefur þessi leikari hækkað verulega í áliti hjá mér. Fyrst í áður nefndri mynd, síðan í Drive (sem er án efa hans besta frammistaða) og Blue Valentine. Jafnvel þótt hann sé ekki eins góður hérna og hann var í Drive þá stendur hann sig vel og heldur myndinni vel uppi. Ég var líka ánægður með karakterinn hans; klassískt dæmi um anti-hetju. Hann er ekki slæmur, hann er bara vanur því sem hann hefur og gerir það sem getur til að halda því, jafnvel þótt það merkir að fólk sé rekið, hann þurfi að hóta, eða einungis vera einn stór hræsnari.
Gosling er umkringdur gæðaleikurum á borð við Phillip Seymour Hoffman, Paul Giamatti (þeir tveir eigna sér allar senurnar sem þeir eru í), Marisa Tomei, Evan Rachel Wood og að sjálfsögðu George Clooney. Allir leikararnir gera frábæra hluti fyrir karakterana sína og það leið ekki sú stund sem mér leist illa á karakterinn hans Clooney (sem skiptir smávegis máli, þar sem hann er að leika forsetisframbjóðanda).
Leikstjórn Clooney er frábær. Hann nær frábæru flæði í gegnum myndina. Ekkert atriði virðist vera of langdregið eða tilgangslaust, allt hefur sinn tilgang. Hann nær líka frábærri ljósanotkun í sumum atriðum og hann kann að nýta atriði með engu handriti. Handritið sjálft er hnittið og vel gert. Ég er sjálfur mjög lítið inn í pólík en ég komst auðveldlega inn í þessa mynd.
Myndin hefur því miður tvo leiðinlega galla að mínu mati. Til að byrja með fannst mér vanta meiri fókus á karakterinn hans Clooney í síðari helmingnum. Það er ákveðið alvarlegt sem gerist í síðari hluta myndarinnar sem tengist honum og það er lítið sýnt af honum í þeim hluta sem tengist ekki þeim hlut. Clonney sýndi strax í byrjun að karakterinn sem hann lék var fínn maður (hvort sem allt samt hann sagði í kosningaræðunum var satt eða ekki. Talar t.d. um skatta efri stéttarinnar, samkynhneigð og trúarmál) og mér fannst vanta meira af honum í síðari hlutanum. Síðan fannst mér endirinn hafa mátt vera aðeins lengri. Myndin endar á andliti Gosling, rétt óbyrjaður að segja eitthvað, en ég vildi sjá hvað hann hafði að segja.
The Ides Of March er vel þó skrifuð, vel leikin og vel leikstýrð mynd. Fantagóð meðmæli frá mér.
7/10 Sterk sjöa
The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Spielberg skilur Tinna fullkomlega Ég efast um að það hafi oft komið mynd með eins mikið af öflugu fólki á bak við myndavélina og The Adventures Of Tintin. Ekki nóg með það að Spielberg sé að leikstýra myndinni, heldur framleiðir hann myndina með Peter Jackson (sem leikstýrði/framleiddi The Lord Of The Rings þríleiknum), myndin er skrifuð af Edgar Wright (Shaun Of The Dead, Hot Fuzz, Scott Pilgrim vs. The World), Joe Cornish (Attack The Block) og Steven Moffat (Sherlock, Doctor Who), inniheldur tónlist eftir John Williams, kvikmynduð af Janusz Kaminski (tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi) og klippt af Michael Kahn (þrefaldur Óskarsverðlaunahafi). Og til að toppa allt er leikaravalið frábært. Miðað við að myndin er leikstýrð af einum þekktasta leikstjóra allra tíma sem er ekki óvanur ævintýramyndum, skrifuð af þremur frábærum breskum höfundum og hefur nokkra æðislega breska leikara, þá er hægt að segja að þessi mynd sé mjög góð blanda af ævintýramynd á hæsta stigi með frábæran breskan húmor.
Ég hafði alltaf gaman af því að lesa Tinnabækurnar þegar ég var á mínum yngri árum. Mér fannst samt fyrstu bækurnar aldrei vera neitt sérstakar, og ég held að aðalástæðan sé hversu fáir aukakarakterar eru í þeim, en þeir eru eitt það besta við bækurnar. Annars eru bækurnar skemmtilegar, fyndnar og fullar af góðum ævintýrum. Kaldhæðnislega voru bækurnar sem eru byggðar á þessari mynd (þær eru þrjár) ekki til á mínu heimili.
Það er lítið hægt að kvarta yfir sögunni eða útlitinu. Þrátt fyrir að myndin blandi þremur heilum sögum í eina mynd sem er undir tveimur tímum, þá er hún mjög trú uppruna sínum og er aldrei dauður kafli í myndinni. Útlitið sjálft og stíllinn er frábært og smáatriðin sem myndin kemur með eru ótrúleg.
Motion-Capture stíllinn er næstum því fullkominn í þessari mynd. Karakterarnir ná frábærri blöndu af raunveruleika á meðan þeir eru ennþá teiknimyndalegir. Enginn karakter er ólíkur uppruna sínum og sumir eru ótrúlega raunverulegir, og þá sérstaklega aðalkarakterarnir. Weta hafa verið kóngar tölvubrellurnar í meira en áratug og þeir eru ekkert að fara að missa þann titil. Jafnvel þótt útlitið sé ekki eins byltingarkennt og Lord Of The Rings eða Avatar, þá skilar það sínu. Spielberg veit líka fullkomlega hvað virkar betur með svona myndir heldur en live-action myndir. Hasaratriðið í Afríku er eitt besta atriði ársins. Ekki nóg með það að það sé skemmtilegt, spennumikið og fyndið heldur er kvikmyndatakan ótrúleg. Það inniheldur eitt ótrúlegt skot sem helst út í rosalega langan tíma. Svona hlutir hefðu aldrei virkað eins vel hefði myndin ekki verið tölvugerð.
Húmorinn er frábær hvort sem það eru góðar línur eða líkamlegur húmor. Tilvísanir eru líka á mörgum stöðum í myndinni sem eingöngu þeir sem hafa lesið bækurnar fatta. Karakterarnir eru þar að auki vel samdir og sjaldan kemur lélegur brandari.
Spielberg setur rosalegt skemmtanagildi inn í þessa mynd. Hann veit nákvæmlega hvernig hún á að vera. Myndin flæðir vel, húmorinn er aldrei of langt í burtu og hún eyðir aldrei tíma í drama, enda passar það engan veginn við myndina. Þrátt fyrir að hann hefur gert betri ævintýramyndir þá er lítið hægt að segja hvað var að þessari mynd. Ég held að ég gangi svo langt að kalla þetta bestu ævintýra/sci-fi mynd sem Spielberg hefur gert síðan Minority Report.
Leikararnir passa fullkomlega, en þá er ég meira að tala um raddir og frammistöður heldur en útlit. Jamie Bell kemur með einhverja bestu útgáfu af Tinna sem ég hef séð. Í bókunum hefur hann nær alltaf verið annað hvort litlaus eða lent í skugganum af frábærum aukakarakterum. Hér er hann viðkunnanlegur, kemur með nokkrar mjög góðar línur og hefur sjaldan sem aldrei verið eins áhugaverður. Andy Serkis er frábær sem Kolbeinn Kafteinn. Hann hittir á allar réttu nóturnar og er langeftirminnilegasti karakter myndarinnar. Serkis er líka vel reyndur við að leika við svona tækni, og þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu þar sem hann stelur myndinni sem tölvugerður karakter (Cesar í Rise of the Planet of the Apes). Daniel Craig stendur sig einnig vel sem illmennið í myndinni. Myndin hefur þar að auki tvo frábæra samleiki. Serkis og Bell smellpassa saman og Nick Frost og Simon Pegg, sem leika Skapta og Skafta, eru alltaf jafngóðir, þrátt fyrir takmarkaðan skjátíma, en þeir nýta hverja einustu sekúndu sem þeir hafa og enda sem frekar fyndnir karakterar. Það var samt frekar leiðinlegt að Vandráður var ekki í myndinni (en hann var fyrst kynntur í síðustu bókinni, Red Rackham’s Treasure).
Þeir sem hafa lesið bækurnar ættu að fá meira úr myndinni vegna nostalgíunnar sem myndin hefur, en líka vegna allra tilvísana og hversu trú myndin er sögunum í stíl, sjarma og einfaldleika. Þetta er besta afþreyingamynd ársins með Thor og Attack The Block.
8/10
Winnie the Pooh
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nostalgíu-skot ársins Á undanförnum árum hafa tölvugerðar teiknimyndir tekið yfir handgerðar teiknimyndir, allavega hér á vestræna hluta heimsins. Austurlenskar teiknimyndir virðast halda sínu, þrátt fyrir að það koma auðvitað tölvugerðar myndir líka. Eftir að hafa gert 45 myndir í fullri lengd þá byrjuðu Disney að nýta sér tölvutæknina (og byrjuðu með Chicken Little, sem er að mínu mati versta myndin þeirra - þeir bættu sig síðan með myndum á borð Meet The Robinsons, Tangled og Bolt). Samkvæmt því sem ég veit eru þeir byrjaðir núna að koma með handgerða teiknimynd annað hvert ár á og tölvugerða á milli. Árið 2009 kom The Princess And The Frog sem ég var ekkert rosalega hrifinn af. Og núna er ný útgáfa af Winnie The Pooh komin í bíó, 34 árum eftir að sú fyrsta leit dagsins ljós.
Ég var mjög hrifinn af þessari nýju mynd. Af öllum þeim Winnie The Pooh (eða Bangsímon) myndum sem ég hef séð þá er þessi sú besta. Myndin er þar að auki besta teiknimynd ársins (enda hefur ekki verið mikil samkeppni hingað til) og besta mynd Disney síðan Emperor’s New Groove.
Bangsímon myndirnar hafa alltaf haldið tóni og sjarma bókanna vel út og er þessi engin undanteking. Þessi mynd bætir hins vegar marga hluti. Til að byrja með er handritið mjög vel unnið. Samskipti karakteranna eru góð, myndin er hnittin og þegar hún er fyndin getur hún verið mjög fyndin. Lang besta atriði myndarinnar var þegar flestir karakterarnir eru fastir í holu. Húmorinn í því atriði ætlaði aldrei að hætta.
Karakterarnir bættu líka við góðri skemmtilegheit með hversu barnalegir (naïve), saklausir, hræddir og (stundum) ómeðvitaðir þeir voru. Þar sem ég hef aldrei verið hrifinn af Tigger var ég ánægður að hann var ekki það mikið í myndinni. Og Bangsímon hefur þann eiginleika að vera bæði of sjálfselskur en nær samt að halda þessum myndum uppi. Í hvert skipti sem ég tek mynd með honum fer mér að líka aðeins betur við hann, þó hann sé ekki einn af mínum uppáhalds. Eeyore (Eyrnaslapi) hefur alltaf verið í góðu uppáhaldi hjá mér.
Talandi um karakteranna, talsetning raddleikaranna er frábær. Allir passa vel við karakteranna sína og eru ekki ósvipaðir upprunalegu raddleikurunum. Jim Cummings fær hinsvegar frábært hrós fyrir að ná Bangsímon fullkomlega. Við erum jú talandi um manninn sem söng síðari hluta “Be Prepared” úr Lion King eftir að upprunalegi raddleikarinn (Jeremy Irons) missti röddina og munurinn er nánast enginn. John Cleese er líka frábær sem sögumaðurinn.
Eitt af því sem gerir Bangsímon af frekar frumlegum myndum er stíllinn. Sumar myndirnar þeirra nýta bókina sem hluta af umhverfinu. Oft kemur fyrir að karakterar fara fyrir utan náttúrulega umhverfið og enda á bókstöfunum. Það er bæði frumlegt og fyndið á sama tíma. Það er líka gaman að sjá smáatriðin með orðin. Setningarnar sem sjást eru nákvæmlega eins og handritið er. Ódýri sjarmurinn (eins og í fyrstu myndinni) er líka til staðar, sérstaklega þegar kemur að augabrúnum, og röndunum hjá Tigger.
Bakgrunnurinn er fallega teiknaður og litríkur. Og ég elska alltaf þegar ég sé lélegu stafsetninguna sem er inn í myndinni og hversu illa flestir lesa og stafa. Það koma því miður tvö atriði þar sem kemur augljós tölvugerð og í bæði skiptin er það hungang. Jafnvel þótt þetta fór ekki mikið í taugarnar á mér hefði auðveldlega mátt sleppa því að hafa það tölvugert. Hitt sýruatriði myndarinnar (sem lítur út fyrir að vera krítað) bætir hinsvegar vel fyrir það.
Lögin í myndinni eru stutt en flest af þeim eru frekar grípandi og skemmtileg. Talandi um stutt, versti galli myndarinnar er hversu stutt hún er. Með kredit-lista er lengdin á myndinnni aðeins meira en klukkutími. Ég hefði alls ekki kvartað yfir því ef myndin væri lengri. Sagan sjálf er auðvitað þunn (en hver mun búast við öðru í þessari mynd) enda eru karakterarnir kjarni myndarinnar og ná flestir að vera mjög eftirminnilegir.
Börn ættu að geta skemmt sér yfir karakterunum og litríku umhverfi myndarinnar á meðan fullorðnir ættu að geta skemmt sér yfir hnittu handriti, góðum raddleik og mynd sem angar af nostalgíu. Disney, það er kominn tími til að ykkar mynd vinnur Óskar.
8/10
13 Assassins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömmm........ Vá! 13 Assassins er rétt um tveir tímar og það er næstum því hægt að skipta myndinni í þrjá næstum því jafn stóra hluta. Í fyrsta hlutanum eru aðstæðurnar kynntar (að ákveðinn samurai hefur fengið það verkefni að drepa bróður Shogun Japans, Naritsugu) og kynntir eru hverjir hinir ellefa munu standa með honum við átökin. Þegar um fjögurtíu mínútur eru búnar af myndinni leggur hópurinn af stað til áfangastaðarins sem þeir hafa ákveðið að aftakan mun gerast og þeir hitta þrettánda meðlim hópsins (sem, ólíkt þeim, er ekki samurai). Þegar fjögurtíu mínútur eru eftir af myndinni byrjar bardaginn, en ég mun tala vel um hann síðar í gagnrýninni.
Að mínu mati er 13 Assassins Seven Samurai okkar tíma. Báðar myndirnar fjalla um hóp af sumarai-um/ronin sem fá það verkefni að losna við annaðhvort illan mann eða illan hóp, nota talsvert af hernaðaráætlum á bak við bardagann, hefur einn eftirminnilegan karakter sem passar ekki í hópinn en sannar sig á endanum og þær eru báðar sjúklega epískar.
Bara það að ég sé að bera þessi mynd saman við Seven Samurai, ein besta og áhrifamesta mynd allra tíma, ætti að segja hversu góð 13 Assassins sé í rauninni. Hún er að sjálfsögðu ekki eins góð, en ég efast um að enginn búist við því, nema auðvitað þeir sem kvarta yfir því að SS sé svart-hvít, of löng eða fatta ekki hvað er gott við hana. Ég er hissa að það sé til þannig fólk.
Þegar kemur að svona myndum þarf annað hvort að vera mikill fókus að okkar mönnum svo maður getur tengst þeim vel eða skapa illmenni sem maður hatar svo mikið að vill að okkar mönnum takist að drepa hann. Myndin kemur strax í byrjun með mann sem ég vildi sjá vera drepinn. Naritsugu, leikinn af Gorô Inagaki, virkilega kemur með viðurstyggilegan mann, sem á sinn hátt er nokkuð áhugaverður líka. Þetta er maður sem drepur fjölskyldu til að bæta miðið sitt á boga, engin önnur ástæða.
Að búast við því að maður getur þekkt alla 13 meðlimina er eitthvað sem myndin reynir ekki að gera. Af þeim voru alls ekki margir eftirminnilegir, en þeir sem náðu því voru frekar skemmtilegir. Ég held að ég geti nefnt í mesta lagi fimm eða sex af þeim sem ég sýndi einhverja athygli að, samanborið við alla úr Seven Samurai (mismikið samt). Ég held að þeir athyglisverðustu voru leiðtoginn Shinzaemon (Kōji Yakusho) fyrir mjög góða frammistöðu, Kujūrō (Tsuyoshi Ihara) fyrir hversu öflugur hann var að slátra fólki án þess að reyna mikið á sig (svipað Kyūzō úr SS) og Koyata (Yūsuke Iseya) fyrir að vera mjög líkur Kikuchiyo úr SS, fyrir að nota mest allan tímann grjót í sverðbardaga og þar að auki er karakterinn rosalega mikill mistería, og þeir sem hafa séð myndina vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.
Þetta er fyrsta myndin sem ég hef séð frá leikstjóranum Takashi Miike (en ég hef heyrt um nokkrar) sem hefur haft mjög stóran feril á sínum tuttugu árum. Tóninn er alltaf mjög alvarlegum, Miike kemur með góðar frammistöður frá öllum leikhópnum og ekkert er sparað við útlitið.
Lokabardaginn þarf að fá sérstakt hrós og mér finnst ég næstum því vera hógvær þegar ég kalla lokabardagann, sem stoppar ekkert í 40 mínútur, einn þann besta sem gerður hefur verið. Kvikmyndatakan, "choreograph-ið" í bardaganum, hversu rosalega raunverulegur, minnugur og blóðlegur hann er, hljóðið, klippingin, atburðarásin og hversu lítið þreyttur hann verður (eða ekkert) lætur þetta vera eina bestu upplifun ársins. Hefði myndin gefið sér aðeins meiri tími í að kynna og þróa hluta af hópnum betur hefði þessi mynd fengið fullt hús stiga. Samt sem áður, hvílík upplifun.
9/10
Drive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með því besta á slöppu ári Drive náði mikilli athygli á Cannes kvikmyndahátíðinni og fékk myndin verðlaun fyrir leikstjórn Nicolas Winding Refn. Myndin hefur fengið mikla athygli og eftirvæntingu síðan þá og er núna loksins að komast í kvikmyndahús alls staðar og aðalspurningin er þessi: Á hún eftirvæntinguna skilið?
Já, eiginlega.
Það sést augljóslega af hverju gagnrýnendur virðast elska hana. Hún er öðruvísi, hefur mjög sterka leikstjórn, gefur næstum öllum atriðunum nógu góðan tíma, stílísk og leikurinn er mjög góður.
Til að koma því neikvæða frá ætla ég að byrja á því. Án þess að segja mikið þá bjóst ég við miklu meira þegar kom að síðustu atriðunum. Ég veit að endirinn á að vera tákn fyrir einveruleika aðalkaraktersins (ekki ósvipað endunum í myndum á borð við Yojimbo og The Man With No Name þríleikinn) en uppbyggingin og spennan lét mig vilja meira en útkoman var.
En fyrir utan þennan galla þá virkar allt annað við myndina og þá sérstaklega leikstjórnin. Nicolas Winding Refn kemur með öfluga leikstjórn, með góðum leik frá öllu leikurunum, öflugu andrúmslofti, úthugsuðum skotum og sýna fremur en að segja. Myndin nýtir mikið langar þagnir sem virka fullkomnlega. Handritið er sterkt, raunhæft, frekar óútreiknalegt og byggir vel aðalkarakterinn upp (sem, eins og Clint Eastwood í The Man With No Name þríleiknum, aldrei segir hvað hann heitir).
Frammistöðurnar eru frábærar. Ryan Gosling hefur mikið verið að gera á þessu ári en auk þessar myndar og Crazy, Stupid, Love, sem er ekki ennþá komin úr bíói, mun hann líka leika í The Ides Of March seinna á árinu, leikstýrð af George Clooney. Gosling neglir aðalkarakterinn fullkomlega. Hann segir ekki mikið, en maður sér samt hvernig honum líður með svipbrigðum sínum, sérstaklega augun. Hann er eins og hjartameiri útgáfa af flestum öðrum karakterum sem segja lítið (eins og Eastwood, aftur). Hann stendur uppi sem einn eftirminnilegasti karakter ársins.
Hinir leikararnir gera mikið fyrir sinn karakter og líta lang flestir út eins og raunverulegt fólk, sama hversu stutt hlutverkið þeirra er. Fyrir mig voru Oscar Isaac, Albert Brooks og Carey Mulligan eftirminnilegust. Ég elskaði sérstaklega það að samband Gosling og Mulligan er ekki mikið byggt á hrifningu, heldur frekar að Gosling hefur einhvern til að tala og hanga með. Samspilið á millri allra leikaranna er frábært þó það sé auðvelt að segja að besta samspilið sé á milli Mulligan og Gosling.
Kvikmyndatakan er með þeim betri frá árinu (ef það er eitthvað sem ég get hrósað 2011 fyrir, þá er það frábær kvikmyndataka. Það er nær ótrúlegt að ég segi að ég hef séð betri kvikmyndaða mynd heldur en Drive á árinu: The Tree Of Life). Hvert einasta skot er vel úthugsað og Refn nýtir sérstaklega vel skugga. Stíllinn hans; skuggaskotin, hversu hæg myndin er, spennuuppbyggingin, aðalkarakterinn sem er dularfullur, sterkur en segir ekki mikið og löngu þagnirnar, láta myndina líta út eins og mjög góð blanda af klassískum noir og vestra. Klippingin er góð, myndin kemur með nokkur mjög góð slow-mo skot og soundtrackið er frekar skemmtilegt og einkennandi.
Hægt og rólegt flæði myndarinnar lætur öflugu atriðin vera meira öflugri. Spennuatriði í myndinni eru ekki rosalega mörg en þar sem mesti hluti af fyrsta hálftímanum er að kynna karakerinn hans Gosling og fólkið í lífinu hans, þá ná þau að verða óvænt og vel gerð. Eitt eftirminnilegasta atriðið gerist í lyftu og það kom á óvart hversu grafískt ofbeldið var í því atriði. Löngu þagnirnar í myndinni nýtast líka frábærlega í spennuatriðunum.
Hefði myndin gefið sér betri tíma með endann hefði hún fengið hærri einkunn. Og núna þegar þrír og hálfur mánuður er eftir af árinu, þá stendur hún uppi sem þriðja besta mynd ársins á eftir The Tree Of Life og Harry Potter And The Deathly Hallows: Part II.
8/10
Crazy, Stupid, Love.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Feel-good mynd ársins Það kemur ekki oft fyrir að mynd komi sem skartar súpu af stórum leikurum og inniheldur marga söguþræði. Síðasta mynd sem ég sá sem innihélt mikið af stórstjörnum var The Expendables en hún hafði reyndar einungis einn söguþráð. Og áður kom myndin Valentine's Day sem ég var ekki mjög hrifinn af. Annað get ég sagt um Crazy, Stupid, Love. Hún er með fyndnustu myndum sem ég hef séð á árinu en hún hefur þar að auki mjög sterkt handrit, áhugaverða karaktera, frábærar aðstæður og góðan sjarma á bak við sig.
Myndin er leikstýrð af dúóinu Glenn Ficarra og John Requa, sem höfðu áður skrifað myndir á borð við Bad Santa, Cats & Dogs og hinni vanmetnu I Love You, Phillip Morris (sem þeir leikstýrðu líka). Þetta er önnur leikstýrða myndin þeirra og tekst þeim vel upp. Myndin er skrifuð af Dan Fogelman sem hafði mestmegnis áður skrifað teiknimyndir (Cars, Cars 2, Bolt og Tangled). Saman ná þeir að koma með mynd um raunverulegt fólk með raunveruleg vandamál. Ég held að það eina slæma sem ég hef að segja um fólkið er að það voru kannski einn eða tveir karakterar sem hefðu mátt fá meiri skjátíma (allavega Kevin Bacon) og það sem unglingurinn Robbie (leikinn vel af Jonah Bobo) gerir í myndinni hefði mátt túlka ekki alveg svona skömmóstulega. En hefði það ekki verið í myndinni hefði hún verið ennþá minna "crazy", en fyrir mynd sem hefur það orð í titlinum, þá er hún það ekki mikið.
Áhuginn minn við þessa mynd minnkaði ekkert eftir því sem leið á hana, og jafnvel þótt myndin sé nálægt tveimur tímum, þá leið hún eins og 90 mínútur vegna æðislegra aðstæðna, vel settri sögu og trúverðugra samskipta á milli margra karaktera. Ég gef líka Fogelman stóran plús fyrir að koma með æðislegan tvist í síðari hluta myndarinnar. Hintin eru vel falin að ég hafði ekki einu sinni pælt í þessu þegar tvistinn kom. Og miðað við að þetta sé gamanmynd lætur hann vera ennþá betri.
Allir leikararnir eigna sér hlutverkið sitt. Steve Carrel kemur með sína bestu frammistöðu sem ég hef séð síðan 2006 myndin Little Miss Sunshine. Hann gerir svo mikið fyrir karakterinn sinn að það er næstum ógerlegt að ná ekki að tengjast honum. Aðrir leikarar á borð við Julianne Morre, Emma Stone, Kevin Bacon, Ryan Gosling, Marisa Tomei, Jonah Bobo og Analeigh Tipton standa sig líka til fyrirmyndar. Af þeim mundi ég segja að eftirminnilegasti karakterinn er Jacob (Ryan Gosling). Hann er fyndinn, ákveðinn og fær mjög vel heppnaða þróun. Þar að auki er neistarnir milli hans og Emma Stone mjög gott.
Annað við það sem ég hafði gaman við karakteranna er að enginn af þeim er illur eða hægt að kalla antagonist. Þetta er bara fólk sem vill lifa lífi sínu eins og þau vilja það án þess að það særi viljandi einhvern annan, án góðrar ástæðu, þó þau hafi sína stóru galla. Emily (Julianne Moore) heldur framhjá Cal (Carrel) með vinnufélaga hennar, David (Kevin Bacon), en hún fær á endanum slæmt eftirbragð af þessu, og David reynir aldrei að fara á milli þeirra ef það mundi skaða þau. Jacob stundar einnar nætur stand af miklu magni en er alls ekki slæmur maður og hjálpar Carrel að finna sjálfan sig aftur. Jessica (Analeigh Tipton, sem á að vera 17 ára) er sömuleiðis alltaf róleg og indæl, jafnvel (oftast) við Robbie sem er fjórum árum yngri en hún en segist vera ástfanginn af henni (takið samt eftir bókinni sem Bobo er að lesa í skólanum; mynd sem Emma Stone var í fyrra var lauslega byggð á henni og minnst nokkrum sinnum á hana).
Fyrsti hluti myndarinnar var að mínu mati fínn, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá smávegis meiri húmor. En það er í síðari hlutanum þar sem myndin virkilega skín. Myndin er þar fyndnust, hefur trúverðugar þróanir hjá karakterunum og mjög góðan feel-good endi. Fyndnasta atriði myndarinnar er þegar næstum allir karakterarnir hittast á einum stað og útkoman er glæsileg. Myndin gefur sér fínan tíma í að skiptast á milli fyndna og dramatískra atriða (hefði samt ekki kvartað yfir aðeins lengri tíma á milli til að geta melt allt betur), dramað er vel höndlað og myndin er sama og ekkert væmin og náði góðu brosi úr mér í endann.
8/10
30 Minutes or Less
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vonbrigði en lét mig hlægja Ruben Fleischer kom með sína fyrstu mynd árið 2009, Zombieland. Sú mynd er áreiðanlega sú fyndnasta sem kom út á því ári, en á meðan hún var mjög fyndin, þá hafði hún frábært flæði, eftirminnilegar persónur og var skemmtilega fersk. Því miður var mest megnis það sem einkenndi Zombieland ekki í 30 Minutes Or Less.
Ég held að mesti munurinn hafi verið að karakterarnir voru miklu eftirminnilegri í Zombieland. Mér hefur alltaf fundist Jesse Eisenberg vera skemmtilegur leikari í myndum eins og Zombieland, Adventureland, Rio og, mín uppáhalds, The Social Network. Jafnvel þótt hann hefur staðið sig mun betur, þá skilaði hann sínu og samband hans við karakterinn sem Aziz Ansari leikur er með því besta við myndina. Þeir tveir eru einu karakterarnir í myndinni sem fá góða þróun og bromance-ið á milli þeirra virkar mjög vel. Þar að auki eru þeir frekar fyndnir í myndinni (atriðið í bankanum er gott dæmi) Hefði ekki verið fyrir galla myndarinnar hefði ég getað sagt að þeir tveir væru nógu stór ástæða til að sjá þessa mynd.
Fleischer heldur ágætu flæði í myndinni (samt skemmtilegt hversu stuttar myndirnar hans eru, hvorugar myndirnar hans ná 90 mínútum með creditlistanum) og hann getur auðveldlega haldið góðri spennu í myndinni, bæði þökk sé honum og traustu leikaravali. En jafnvel þótt leikararnir séu góðir, merkir ekki að karakteranir séu það.
"Illmennnin" (leiknir af Danny McBride og Nick Swardson) eiga sínar góðar línur en maður getur engan veginn tekið þá alvarlega sem illmenni og það er aðeins of ýkt hvað þeir eru aumkunnarverðir, mjög sambærilegir við Will Ferrel og John C. Reilly úr Step Brothers. Svona týpur virka ekki ef þær eru svona ýktar. Húmorinn er líka smávegis mistækur. Myndin getur verið fyndin en á sama tíma reynir hún allt of mikið að reyna það og orðið aðeins of barnalegur.
Ég mæli samt með myndinni fyrir aðalsambandið og skemmtilega forsendu (premise). Hefðu þeir tveir ekki verið eins góðir og þeir voru veit ég ekki hvað mikið ég hefði getað sagt um myndina. 30 Minutes Or Less er þess vegna talsverð vonbrigði fyrir mig.
6/10
Not Another Teen Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta "movie" mynd sem ég hef séð Að gera góða spoofmynd sem inniheldur orðið "movie" er mjög sjaldgæft og listinn yfir þær myndir sem ég hef gaman af er mjög stuttur. Scary Movie og Scary Movie 3 höfðu sín góðu atriði, en svo koma myndir á borð við Scary Movie 2 og 4, Superhero Movie og allt sem Jason Friedberg og Aaron Seltzer hafa gert. Not Another Teen Movie gerir tvennt sem nær allar hinar myndirnar gera ekki. Hún einblínir eingöngu á eina gerð af kvikmyndum (unglingamyndum, döh) í staðinn fyrir að koma með tilvísun í nýlega/þekkta mynd sem passar ekkert við það sem verið er að spoofa. Hitt er að hún er fyndin.
Það koma auðvitað fullt af ófyndnum atriðum eða skítahúmor (bókstaflega) en myndin virðist samt vera mjög meðvituð að hún sé ekkert annað en heimsk grínmynd, bæði í handritinu og frammistöðum leikaranna. Myndin gerir vel grín að formúlu miðskólamynda sem og karakteranna sem maður sér í þeim myndum. Það kemur líka fyrir atriði þegar fullorðinn kennari er að ræða við nemendur sína um að það núna þarf ekki eins mikinn metnað í húmorinn til að skemmta fólki rétt áður en hann fær marga lítra af skít yfir sig (ég glottaði yfir þessu atriði vegna kaldhæðinnar, ekki skítnum). Þetta atriði sýnir, fyrir mér, meðvitund myndarinnar að hún sé ekkert meira en haugur af aulahúmorum, sem geta virkað vel.
Flestir leikararnir virðast vera full meðvitaðir um hvernig myndin er og það er augljóst að þeir skemmtu sér vel að leika sýna týpu af klisjukennda miðskólanemandanum (og þær eru óendanlega margar). Eins og vanalega í sínum myndum er það Chris Evans sem stelur senunni, bæði með góðum “comedic timing” og hversu mikið hann nýtur sín.
Ólíkt öðrum movie myndum, þá kemur myndin með tílvísanir frá myndum sem komu ekki eingöngu út á síðustu árum. Það er gert grín að nýlegum myndum (á þeim tíma) eins og 10 Things I Hate About You, Never Been Kissed, She's All That og American Beauty en þar að auki eitthvað af unglingamyndum frá 9. áratugnum. Það er sumt af þessu þvingað, en sumt virkar líka.
Myndin veit nákvæmlega hvað hún er og það er það sem ég fíla mest við þessa mynd. Hún getur verið mjög fyndin og er þetta ein af mjög fáum movie myndum sem ég get alltaf hlakkað til að horfa á aftur.
7/10
Captain America: The First Avenger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Evans klikkar aldrei Árið er aðeins meira en hálfnað þegar þessi texti er skrifaður og hafa hvorki meira né minna en fjórar ofurhetjumyndir verið sýndar í íslenskum bíóum (Captain America, Thor, The Green Horner og X-Men: First Class) og er ein önnur á leiðinni fljótlega (Green Lantern). Sjálfur hef ég ekki horft á allar upphitunarmyndirnar fyrir The Avengers sem kemur á næsta ári (The Incredible Hulk, Thor, Iron Man, Iron Man 2, og Captain America). Kaldhæðnislega er uppáhaldsmyndin mín af þessum sú sem auðveldast hefði getað orðið hallærisleg: Thor. Captain America: The First Avenger nær ekki einu sinni að vera mín næst uppáhalds ofurhetjumynd ársins. En samt sem áður mætti hún væntingum mínum og er bara frekar góð mynd og fínn endir á upphitunina fyrir The Avengers.
Ég sá fyrri myndina um Captain America (1990) fyrir einhverju síðar og eina sem ég man eftir var að aðalkarakterinn var óáhugaverður, búningurinn var hlægilegur og myndin sjálf er óminnug. Jafnvel þótt titillinn bendir til þess þá er myndin alls ekki að sýna að Bandaríkinn séu bestir. Karakterarnir úr myndinni eru ekki eingöngu frá því landi og myndin gerir talsvert grín að byrjunarútliti kafteinsins. Búningurinn sem hann fær í endanum virkar reyndar mjög vel, enda er ekki auðveld vinna að gera búning með þessu útliti ekki hallærislegan.
Flestir leikararnir standa sig vel, þó ekki margir séu minnugir. Tommy Lee Jones, Dominic Cooper, Stanely Tucci (sem er reyndar ekki mikið í myndinni) og Hayley Atwell sýna samt sem áður góðan lit og það er alltaf gaman að sjá í ofurhetjumynd þegar kvenmaður er meira í hasarnum heldur en Damsel in Distress (þarf maður að segja fleiri heldur en Mary Jane?) . En senuþjófur myndarinnar er auðvitað Chris Evans sem Captain America. Ég hef verið aðdáðandi leikarans síðan ég sá Not Another Teen Movie fyrir mörgum árum (sem er að mínu mati besta spoof mynd sem hefur orðið Movie í titlinum) og maðurinn nær alltaf að eigna sér þau atriði sem hann er í. Þetta er fyrsta myndin sem ég hef séð með honum þar sem hann í stærsta hlutverkinu og honum tókst það mjög vel. Karakterinn er skemmtilegur, stoltur og svo rosalega unglega þroskaður að það er erfitt að hafa ekki gaman af honum. Hann er stærsta ástæðan af hverju þessa mynd virkar og ég á eftir að hlakka til að sjá hann með hinum karakterunum í The Avengers, og þá sérstaklega með Chris Hemsworth, en Thor var alveg jafn skemmtilegur karakter og Captain America.
Mér hefði samt fundist betri hefði verið annað illmenni heldur en Red Skull. Ég hef ekki lesið myndasögurnar svo ég veit ekki hvaða önnur illmenni eru þar, en mér fannst hann ekki virka fullkomlega. Hugo Weaving stóð sig vel og fyrri hluta myndarinnar var karakterinn fínn (þrátt fyrir að vera rosalega týpískt illmenni) en útlitið hans sem Red Skull er ekkert svakalega gott. Ég átti frekar erfitt með að taka það alvarlega.
Hasaratriðin eru góð og tölvubrellurnar skila sínu. Brellurnar virkuðu mjög vel þegar andlitið hans Evans var sett á líkama annars sem er talsvert öðruvísi en hans eigins. Það kom betra en ég hélt að það mundi. Tónlistin passar fullkomlega við bandarísku þemu myndarinnar og lagið sem Alan Menken (sem samd flesta tónlistina og lögin í Disney myndum frá 10. áratugnum) kemur með í myndinni er æðislega grípandi og passar æðislega vel við atriðið sitt.
Myndin er aðeins of löng, en það er helst sjáanlegt í klæmaxi myndarinnar. Það hefði mátt minnka hann aðeins, sem og nokkur atriði í myndinni. Myndin fær solid sjöu hjá mér og góð meðmæli. Þrátt fyrir týpískt illmenni sem ég gat ekki tekið það alvarlega og myndin er of löng, þá bætist það með sínum mörgum kostum, og þá sérstaklega frá Evans.
7/10
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ótrúlega fullnægjandi endir Eftir 14 ár er Harry Potter loksins opinberlega búið, eða að minnsta kosti þangað til reboot af myndunum kemur, hvenær sem það verður. Harry Potter er eitt það stærsta sem tengir mig við æsku mínu og núna loksins er ég að kveðja þetta, 21 árs gamall og verið aðdáðandi síðan ég var um 9-10 ára gamall (ég og bróðir minn fengu fyrstu tvær bækurnar frá Kertasníki). Síðast þegar ég komst í eins mikla tengsli við æsku mína var þegar Toy Story 3 kom út á síðasta ári (og eru allar myndirnar frá þeim þríleiki með því besta sem Pixar hefur gert) og að mínu mati er Harry Potter And The Deathly Hallows: Part II á sama kaliber yfir gæði. Ekkert er sparað við þessa mynd, hvort sem það er tölvutæknin, leikarar, framleiðsla eða mörg smáatriði. Myndin er æðislegt kikk fyrir árið sem hefur ekki verið það gott. Áður en myndin kom út voru bestu myndir ársins Source Code og 13 Assassins (tæknilega séð 2010 mynd, en skiptir engu) en núna er það pottþétt Deathly Hallows: Part II.
Álit mitt áður en ég sá myndina var að bestu myndirnar voru Chamber Of Secrets, Order Of The Phoenix (en bókin er með mínum uppáhalds bókum yfir höfuð) og Half-Blood Prince (en hún er eina örugga myndin sem mér finnst vera betri en bókin) á meðan þær verstu eru Goblet Of Fire og Prisoner Of Azkaban. Hvorugar af þeim myndum eru slæmar eða miðlungsgóðar, bara ekki eins góðar. Philosopher’s Stone og Deathly Hallows: Part I eru síðan á milli. Deathly Hallows: Part II er betri en fyrri hlutinn, er algjörlega með þeim betri frá upphafi, en sú allra besta? Ég get ekki fullkomlega dæmd það strax en eins og er er myndin mjög líkleg til að enda þar. Þarf bara líklegast að sjá hana aftur.
David Yates er besti leikstjóri sem Harry Potter hefur haft og ég vona að maðurinn muni leikstýra mörgum öðrum kvikmyndum í framtíðinni, en hann var mjög óþekktur áður en Order Of The Phoenix kom út. Allir leikstjórarnir hafa komið með sitt fyrir myndina (Myndirnar hans Columbus komu með langmesta leikaravalið og hafa nær allir staðið sig mjög vel og skapaði heiminn sem myndin gerist í, myndin hans Cúaron kom með kvikmyndatökuna, stílinn sem hinar myndirnar tóku áhrif frá og myndin hans Newell kom með alvarleikann og karakterstýrðu myndina). Yates kom með skemmtanagildið sem var aldrei eins gott áður en hann kom, fullkomalega vel stjórnuðum tóni (þar á meðan skiptingarnar milli fyndna og alvarlega atriða), vönduðustu dramatíkina og besta leikinn. Flæðið í þessari mynd og Order Of The Phoenix er líka það besta.
Leikurinn hefur aldrei verið jafn öflugur og hann er núna en hérna fá aðalleikararnir þrír aðeins meiri hjálp en í síðustu mynd, þar sem þau voru oftast ein. Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint hafa öll eignað sér karakteranna sína, þó það var mismunandi hvenær það gerðist. Þó leikur þeirra hefur ekki alltaf verið gallalaus eru þau öll orðin núna að fantagóðum leikurum en það er alltaf spurning hvort leikari úr stórri seríu getur náð að halda atvinnu sinni eftir að hún er búin. Allir aukaleikararnir standa sig vel og það er frábært hversu langt er farið í að sjá til þess að allir karakterarnir koma aftur leiknir af sömu leikurum. Eina breytingin sem kom er að Warwick Davis leikur núna Griphook (en hann talaði einungis fyrir hann í 1. myndinni) og eini karakterinn sem ég sá að vantaði úr báðum hlutunum var Charlie Weasley. Þó hann gerir lítið sem ekkert í seríunni þá hefði verið gaman að sjá hann.
Ralph Fiennes, John Hurt, Maggie Smith, Helena Bonham Carter (listinn yfir góðum aukaleikurum er endalaus) eru líka góð en senuþjófur myndarinnar er Alan Rickman sem Severus Snape. Maðurinn á tvö atriði í myndinni sem hann eignar sér algjörlega og er ótrúlegur í þeim. Af öllum frammistöðum sem hafa verið í seríunni þá er hans sú besta. Takið samt eftir því hversu margar pásur maðurinn hefur þegar hann ávarpar nemendurna. Ofleikur á sínu besta.
Steve Kloves fær líka frábært hrós. Þrátt fyrir að hann hafi haft sína galla síðan hann byrjaði (t.d. að margir galdrar láta fólk skjótast í burtu, einkennilegar línur, nokkrar holur og hversu augljóst það er að Hermione er uppáhalds karakterinn hans) þá hef ég nær alltaf verið ánægður með hann. Mér finnst eins og hann hafi uppgötvað að hann gleymdi ákveðnum upplýsingum og ákvað loksins að setja þær, sem kemur miklu betur út en það hljómar. Aðalgallar mínir við síðustu mynd voru að mér fannst Ginny Weasley vera skilin of mikið út undan (ég er ekki að segja að hún þurfti meira skjátíma, heldur að það þurfti að minnast meira á hana, enda er hún mikilvægur hluti af lífi Harry) og að ákveðinn spegill kemur fram upp úr engu. Báðir þessir gallar eru ekki sjáanlegir í þessari mynd. Með speglinum eru margar aðrar holur sem hann lagar (sumar góðar, sumar sem ég hefði viljað sjá gera aðeins betur) og hann gleymir ekki heldur aukakarakterunum. Það var líka gaman að sjá að aukatríóið (þ.e.a.s. Luna Lovegood, Ginny og Neville Longbottom) var talsvert í myndinni. Ekki búast samt við því að það sé mjög mikill fókus á aukakarakteranna, enda eru þeir mjög margir og þar að auki er myndin ekki löng og einbeitir sér frekar að aðaltríóinu. Þetti nægði mér samt allavega. Neville hefur meira að segja motivational ræðu sem nær að vera bæði ótrúlega sykursæt en samt kröftug. Og húmorinn er alveg jafn góður og hann hefur verið í síðustu myndum.
Ég vil samt láta vita að myndin er ekki fullkomlega trú bókinni, jafnvel þótt myndin sé einungis byggð á 200-300 blaðsíðum. Sem betur fer skiptir litlu af því máli fyrir aðalsöguþráðinn. Forsaga Dumbledore er reyndar ekki mikið töluð um og mikið af atriðum eru breytt eða klippt. Að mínu mati var lokaniðurstaðan frábær. Það stærsta sem ég hef að segja fyrir utan Dumbledore er að það eru smáatriði sem þeir sem hafa ekki lesið bækurnar munu ekki fatta ef þeir taka eftir því. Til dæmis er aldrei sagt hvernig sá sem lét Harry fá sverðið í fyrri hlutanum vissi af honum á svæðinu. Þetta eru allt minni háttar gallar sem því miður lætur myndina ekki fá fullt hús stig. Yates kemur samt með mikið af atriðum sem komu ekki fram í bókinni sem virka(eins og til dæmis er atriðið í Chamber Of Secrets, sem var aðeins minnst á í bókinni; í myndinni og það er æðislegt). Lokabardaginn inn í þessum lokabardaga er líka miklu lengri en hann var í bókinni. Ég efast um að það hefði passað að hafa hann eins og hann var í bókinni þar sem ég gat ekki kvartað yfir neinu hérna yfir breytingunum.
Hvort sem verið er að tala um bókina eða myndina þá verður maður að tala um hinn umtalaða endi. Sumu fólki finnst hann í lagi, sumir fíla hann (til dæmis ég, þó ég hefði viljað stærri endi) en talsvert af fólki bókstaflega hatar hann. Endirinn var samt vel gerður og var reyndar aðeins minni en bókin hafði hann (sem var u.þ.b. 6 blaðsíður) og náði að vera sætur endir á 11 ára gamalli seríu með 8 myndir. Ég hefði samt ekki neitað um lengri endi með fleiri karakterum, en þar sem J.K. Rowling hefur komið með mikið fram í viðtölum hefði það áreiðanlega ekki verið vandamál. Ég efast að það voru gerð atriði með öðrum karakterum, en það væri samt æðislegt að sjá það ef það var gert.
Lokabardaginn er ótrúlegur og er ekkert sparað. Það er eins og David Yates ákvað að þar sem þetta er síðasta myndin þá ætti að eyðileggja eins mikið og hægt er af settinu. Síðasta myndin sem kom út og var meira epísk er áreiðanlega The Return Of The King sem kom fyrir 8 árum. Bardaginn sjálfur tekur talsvert meira en helming myndarinnar en sem betur fer leyfir Yates áhorfandanum að anda aðeins á milli svo að bardaginn verður aldrei leiðinlegur eða ekki eins góður og hann var áður og ef maður hefur tengst við þessar persónur þá verður þessi orrusta ennþá betri, jafnvel þótt maður viti hverjir lifa eða deyja. Dramað inn á milli er líka meistaralega vel gert. Kvikmyndatakan er frábær og virkilega sýnir hversu rosalega stór bardagi þetta er. Tónlistin, klippingin, útlitið, tölvubrellurnar og allt annað sem gerir þessa mynd er frábært ótrúlega vel gert líka.
Ég held að einungis þeir sem væla yfir breytingunum og vilja að Yates/Kloves hafi engar skapandi hugmyndir heldur einungis kopía bókina eiga eftir að finnast þessi mynd vera léleg eða fyrir vonbrigðum. Plús þeir sem þola ekki seríuna auðvitað. Það voru smáatriði sem hefði mátt laga og ég hefði ekki haft á móti því að fleiri en Harry og Voldemort hefðu verið nálægt þeim í lokin og að við hefðum fengið að sjá dauða eins karakters sem deyr í myndinni. Ég man alltaf eftir því hversu þungt andrúmsloftið var í þeim kafla ("The Battle Of Hogwarts") jafnvel þótt ég vissi hver dó. Myndin felur samt aldrei hversu alvarlegur, blóðugur og þungur lokabardaginn er í raun. Til dæmis er einn karakter í myndinni sem augljóslega deyr, en bókin staðfesti það ekki.
Núna er Harry Potter loksins búið. Og eftir 8 myndir voru gæðin síður en svo farin að minnka. Deathly Hallows Part 2 er eins góð og Harry Potter mynd hefði getað verið. Ég plana að fara á hana aftur fljótlega en ég hef aldrei áður farið á HP mynd tvisvar í bíó. Sönn saga. Óskarinn þarf nauðsynlega að skoða þessa mynd vel.
Farið á hana og upplifið hversu gott er að segja "Fuck, já" við tjaldið.
9/10 Há nía
PS: Ég var á forsýningunni í Kringlubíói á þriðjudaginn. Því miður var ég í Sal 2 sem var ekki eins orkumikill og hinn salurinn. Bömmer.
PS2: Þrívíddin er ekki þess virði.
Beastly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tilgangslaus, leiðinleg og léleg Á undanförnum árum hafa komið talsvert mikið af live-action myndum af vel þekktum ævintýrum, hvort sem það er nútímaútgáfa, endurgerð eða framhald. T.d hafa komið myndirnar Alice In Wonderland, Ella Enchanted, A Cinderella Story, Pinocchio (ítölsk mynd frá þeim sama og gerði Life Is Beautiful, Roberto Benigni) og hef ég heyrt að það séu að koma út nýjar útgáfur af Little Mermaid, Snow White og Sleeping Beauty.
Eins og hefur oft komið fram þá er Beastly það sem kemur út ef Beauty And The Beast (en myndin er byggð á bók sem er nútímaútgáfa af sögunni) er blandað saman við Twilight. Þessi blanda virkar engan veginn fyrir mig því Disney útgáfan af sögunni er að mínu mati það besta sem fyrirtækið hefur gert undanfarin 70 ár og ég þoli ekki Twilight.
Að mínu mati virkar nær ekkert við þessa mynd. Handritið er lélegt og óminnugt, leikstjórnin er ekkert sérstök, leikurinn er lélegur og flæðið er fáranlegt. Annað hvort eru atriðin of löng eða flýta sér allt of mikið. Sambandið á milli parsins í myndinni er eitt það leiðinlegasta sem ég hef séð í dágóðan tíma. Samtölin á milli þeirra gera ekkert til að láta mann vilja að þau endi saman og eyðir Alex Pettyfer jafnmiklum tíma í að tala við stelpuna og stalka hana í fyrstu tveimur hlutum myndarinar. Karakterinn hans er óviðkunnalegur frá því að hann kemur fram fyrst og það bættist ekkert út myndina. Ég fann ekkert til með honum, hélt aldrei með honum og hann gerði ekkert sem hægt er að kalla minnugt og sama má segja um karakter Vanessa Hudgens.
Orðið ljótur er verulega grunnhyggið í þessari mynd. Samkvæmt bókinni átti karakter Vanessa að vera venjuleg unglingastelpa, sem er eitthvað sem Vanessa er ekki, og karakterinn sem Mary Kate Olsen leikur er oft kölluð ljót, þrátt fyrir að hún sé einungis Goth. Alex Pettyfer átti líka að breytast í skrímsli en eina sem breyttist við hann er að hann missir hárið, fær löng ör, tattú og önnur smáatriði. Skrímslið sem hann átti upphaflega að breytast í átti að leiða til þess að hann þurfti að reyna ótrúlega á sig til að fá einhvern til að líka vel við hann. Verðlaun hans fyrir það áttu að vera að geta komið aftur inn í samfélag frekar en að verða aftur fallegur. Það er ekki málið hér því hann er bara alls ekki það ljótur (get ekki einu sinni kallað hann ófríðan yfir heild) að hann þarf að fela sig og getur ekki haft samband við neinn. Svo bætir það ekki fyrir að skilaboðin um fegurð hafa komið oft áður og reynir myndin allt of mikið að þvinga þau í mann.
Myndin hefur samt tvo kosti: Neil Patrick Harris er sá eini í þessari mynd sem gerir eitthvað skemmtilegt við hlutverk sitt og kom mér einu sinni eða tvisvar að glotta. Hitt er útltið á Pettyfer, en örin og tattúið líta frekar vel út. Hvorugt af þessu er roslalega gott en þetta lætur myndina að minnsta kosti hafa einhverja kosti.
Beastly er óminnug, óáhugaverð, tilgangslaus með lélegu handriti en hefur fallegt fólk. Henni hlýtur að ganga vel á MTV-kvikmyndaverðlaununum á næsta ári.
3/10
Pink Floyd The Wall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kröftug og ógleymanleg Af þeim myndum sem mér finnst erfitt að tala um, þá er Pink Floyd: The Wall ein af þeim og eru ástæðurnar margar. Til að byrja með er myndin mjög óhefðbundin og einkennileg. Ég hef aldrei séð eins óhefðbundna/einkennilega söngleik/rokk-óperu, þar með talið The Rocky Horror Picture Show. Myndin er líka ótrúlega súr, ofbeldisfull, myrk og það líður ekki langur tími á milli spurninga sem myndin kemur með eða eitthvers táknræns. Þessi mynd er svo súr og full af súrealískum hlutum að ég er hissa að hún var ekki leikstýrð af David Lynch.
Ég hef verið aðdáðandi The Wall síðan ég var u.þ.b. 14 ára gamall og alltaf þegar ég sé hana skil ég eitthvað betur eða uppgötva eitthvað nýtt, og ég hef séð myndina oft. Að mínu mati er Pink Floyd: The Wall með 5 bestu kvikmyndum sem ég hef séð.
Aðalkostur myndarinnar er leikstjórn Alan Parker blönduð saman við tónlist Pink Floyd. Alan Parker kemur með þunga og óþægilega mynd. Hvert og eitt einasta atriði hefur vott af eitthverju sem er annaðhvort óþægilegt eða erfitt að sjá, hvort sem verið er að tala um ofbeldi, sýruleika eða falin skilaboð á bak við texta laganna. Lögin úr myndinni eru líka frábær, fjölbreytileg og vel samin. Ef ég á að nefna uppáhalds atriðin mín úr myndinni þá eru það Goodbye Blue Sky, Another Brick In The Wall, In The Flesh, Comfortably Numb og The Trial.
Vegna þess að fókusinn er alltaf á aðalkarakternum (sem heitir/er kallaður Pink Floyd) þá er eingöngu hægt að tala um frammistöðu hans. Bob Geldof, sem leikur Pink, hafði ekki komið fram í kvikmynd fyrir þessa mynd (hann er aðallega tónlistarmaður) og stendur sig mjög vel. Hann hefur fáar línur (og eru flestar dubbaðar af söngnum) en maður sér vel hvernig honum líður í gegnum þessa mynd og hvað hann gengur í gegnum. Hann er líka kröftugur og ógnandi. Hefði karaktersköpunin ekki verið svona góð hefði myndin ekki verið nærri því eins öflug og hún er. Sem betur fer fékk ég samúð fyrir honum og skildi mikið af því sem hann gerði, þar á meðal sadískar hugsanir sem hann fær á tímabili.
Myndin hefur fáranlega mikið af samlíkingum og táknum. Aðalþemur myndarinnar eru stríð, geðklofi, fasismi, dóp og Veggurinn, sem er samlíking. Að segja frá einhverri af þessum þemum tæki allt of langan tíma, og ég mæli miklu meira með því að upplifa myndina sjálfa í staðinn fyrir að lesa um það. Annars eru allar þemurnar kraftmiklar og skilja mikið eftir sig. Myndin byrjar til dæmis á atriði sem skiptist á milli seinni heimsstyrjaldarinnar (en faðir Pink dó í því) og unglingabyltingu sem er stoppuð af sadískum löggum. Aðalsögurþráður myndarinnar getur líka verið ráðgáta fyrir sumt fólk. Hún var þannig fyrst fyrir mig, en ég fór á endanum að fatta hvað var á bak við það sem Pink lendir í, skiptingum á milli lífs hans og þess sem er að gerast í hausnum á honum og hvað Veggur merkir í rauninni.
Fyrir aðdáðendur Pink Floyd, þá er nauðsynlegt að sjá þessa mynd. Fyrir aðdáðendur öðruvísi mynda, þá er þetta must-see mynd. Þetta er mynd sem skilur mjög mikið eftir sig. Það er reyndar frekar leiðinlegt hversu þung myndin er miðað við að það er næstum nauðsynlegt að sjá hana tvisvar. En ég hef séð hana oft og hef aldrei séð eftir því.
10/10
Amadeus
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær leikur og leikstjórn sem mynda frábæra mynd Þessi gagnrýni inniheldur eitthvað af spoiler-um.
Samkvæmt því sem ég best veit, þá er Amadeus eina kvikmyndin (allavega sú eina þekkta) um tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart. Og miðað við hversu góð hún er, er ekki sérstakt að enginn þorir að gera aðra mynd um hann. Og það sérstaka við það er að Amadeus er ekki fullkomalega trú því sem gerðist í rauninni.
Sjálfur veit ég ekki nákvæmlega hvort Mozart hafi verið eins og hann er túlkaður í myndinni en það kom aldrei nein sönnun að annað tónskáld ,Antonio Salieri, reyndi að drepa hann, sem er aðalsöguþráður kvikmyndarinnar. Það skiptir mig samt litlu máli yfir hversu trú myndin er undrabarninu, því útkoman er ótrúleg og ógleymanleg. Ég sá ekki einn einasta galla við þessa mynd og kostirnir eru margir.
Framleiðslan á myndinni er fullkomin. Ekkert er sparað og myndin virkilega færir mann yfir á tímabilið sem myndin á að gerast (þ.e.a.s. síðari hluti 18. aldar). Hvort sem verið er að tala um byggingar, listræna stjórnun, búningar, make-up eða aukahlutir; framleiðslan hefur ekki elst neitt. Þetta fær sérstaklega að skína í óperu-atriðunum sem eru þónokkur. Útlitið í þeim atriðum í bland við tónlist eftir annað hvort Mozart eða Salieri eru æðisleg og missir aldrei dampinn.
Leikstjórn Milos Forman (sem hafði þegar komið með annað meistaraverk: One Flew Over The Cuckoo's Nest) er æðisleg líka. Hann nær að kreista það besta úr öllum leikurum myndarinnar, sama hversu smátt hlutverkið er og hann algjörlega eignar sér óperu-atriðin. Andrúmsloftið er alltaf gott, en það sem er besta við leikstjórn Forman er flæði myndarinnar, og er ég að tala um upprunalegu útgáfuna því ég hef ekki séð Director‘s Cut af myndinni. Hvert einasta atriði er hvorki of stutt né og langt og myndin virðist ekki vera tveir og hálfur tími.
Allar frammistöðurnar eru góðar en það er óþarfi að tala um neinar nema frammistöður F. Murray Abraham og Tom Hulce. Frammistöðurnar eru mjög ólíkar, Abraham er miklu meira falinn heldur en Hulce, enda er Abraham að leika mann sem felur hvernig hann er í rauninni og er næstum allan tímann að berjast við trúnna á Guð og sjálfum sér. Hann setur líka nýja dýpt í afbrýðisemi. Karakterinn hans, Salieri, er ekki afbrýðisamur yfir hæfileikum Mozart, heldur er hann afbrýðisamur yfir því að Mozart fékk af öllum mönnum hæfileikanna, sem hann kallar gjöf Guðs. Tom Hulce er æðislegur sem Mozart. Hann er orkuríkur, fyndinn og er mjög trúverðugur þegar hann er fullur. Báðar frammistöðurnar láta mann finna vel fyrir því sem báðir karakterarnir ganga í gegnum og þurfa að berjast við.
Ég þarf líka að hrósa þriðja hluta myndarinnar. Það er sárt að sjá hversu andlega og líkamlega brotinn Mozart er orðinn, og gerir nær ekkert annað en að drekka og semja. Atriðið þegar Mozart og Salieri eru heima hjá honum er ógleymanlegt í sambandi við tónlistina, frammistöðurnar og leikstjórn. Og þar sem ég er að kalla myndina fullkomna, og þá sértsaklega í sambandi við flæði, leikstjórn og frammistöður, fær myndin að sjálfsötðu fullt hús.
10/10
PS: Það var alls ekki að bögga mig Elizabeth Berridge var alltaf í nýþröngum fötum.
The Dark Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eitt orð: Frábær Ég hlýt að vera einn af mjög fáum kvikmyndaáhugamönnum á Íslandi sem fór ekki á The Dark Knight þegar hún kom út í bíó árið 2008. Eins og er, veit ég ekki ástæðuna af hverju ég fór ekki á hana, enda var lítið sem engin ástæða af hverju ég ætti ekki að sjá hana og allir sem höfðu séð hana elskuðu hana. Ég tók hana ekki fyrr en ári síðar á leigu. Álit mitt á henni er að ég fíla hana í tætlur, get skilið af hverju fólk elskar hana meira en ég, en ég verð að játa að þetta er ekki besta mynd byggð á myndasögu sem ég hef séð, en þær myndir sem trompa hana er mjög fáar.
Fyrri mynd Nolan um Batman, Batman Begins, er, að mínu mati, ein ofmetnasta kvikmynd sem ég hef séð. Það er mikið gott við hana, eins og til dæmis það að hún gefur sér góðan tíma í að kynna forsögu Bruce Wayne, en á móti eru margir mismunandi stórir hlutir sem bögguðu mig, eins og Rachel, hversu mikið hefði mátt laga slagsmálasenurnar og að Scarecrow var algjörlega hent úr klæmaxinu svo Ra's Al Ghul gæti komið í staðinn, en mér fannst hann vera miklu óáhugaverðari karakter.
Sem betur eru flest allir gallar sem ég sá í Batman Begins ekki sjáanlegir í The Dark Knight. Hasaratriðin eru til dæmis miklu betri í þessari mynd og spennan sem Nolan nær að mynda er frábær. Kvikmyndatakan og tónlistin er líka til fyrirmyndar í myndinni, þó ég muni seint hugsa um Batman-þemuna úr þessari mynd í staðinn fyrir þemunni sem var í Burton-Batman myndunum.
Leikurinn er til fyrirmyndar alls staðar. Gary Oldman, Morgan Freeman og Michael Caine eignuðu sér algjörlega sína karaktera í þessari mynd, þrátt fyrir að Freeman sé fremur lítið í myndinni samanborið við Batman Begins. Maggie Gyllenhaal kemur með skárri Rachel heldur en Katie Holmes, en því miður finnst mér þessi karakter ekki vera neitt áhugaverður. Hún er miðjan í hálfgerðum ástarþríhyrningi og þar sem mér finnst hún ekki vera áhugaverð þá virkar þetta ekki fyrir mig. Aaron Eckhart er frábær sem Harvey Dent, miklu betri en Tommy Lee Jones var í Batman Forever.
Ég hef aldrei verið mikill aðdáðandi Christian Bale (þó hann var æðislega í The Fighter) en hann er mjög traustur hér. Hann er trúverðugur sem Bruce og maður finnur fyrir því sem hann lendir í gegnum myndina sem Batman. En því miður er helvítans röddin hans sem Batman mjög pirrandi. Ég veit að hann gerir þetta til að fela röddina sína, en hann ýkir þetta of mikið. Michael Keaton (úr Burton-myndunum) og Kevin Conroy (úr þáttunum frá 10. áratugnum) gerðu þetta ekki eins mikið og það virkaði hjá þeim. Heath Ledger er að sjálfsögðu senuþjófur myndanna og eignar sér nær öll atriðin sem hann er í. Hann átti vel skilið Óskarinn. Mér finnst samt þessi Joker ekki vera betri en aðrar útgáfur af honum, flestar af þeim sem ég hef séð eru svipað góðar; fyndnar og ógnandi.
Handritið er einkennilega vel skrifað fyrir ofurhetjumynd og margar góðar pælingar koma fram í myndinni. Það hefði samt mátt klippa smávegis af handritinu hér og þar. T.d. fannst mér nokkrar ræður sem Alfred (Michael Caine) kom með vera bæði langar og hafa lítinn tilgang.
Myndin er samt ekki fullkomlega laus af göllum. Með þeim göllum sem ég hef nefnt fyrir ofan þá eru aðalgalli myndarinnar hversu auðveldlega Joker getur gert allt sem hann gerir í myndinni. Hann getur auðveldlega sloppið af fangelsi og sett sprengjur í tvær ferjur án þess að nokkur taki eftir þeim. Ég veit að myndin á sýna hversu spillt Gotham er, en þetta var of mikið.
Þrátt fyrir nokkra galla er myndin frábær og að mínu mati með bestu myndum sem komu út árið 2008 og með bestu myndum sem ég hef séð sem eru byggðar á myndasögum.
9/10
Miracle on 34th Street
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg og smávegis frumleg Af þeim jólamyndum sem ég hef séð, þá er Miracle On 34th Street með þeim frumlegustu, að minnsta kosti af þeim sem fjalla um jólasveininn. Myndin er fyndin, skemmtilegt, hefur frábært flæði og vekur upp spurninguna hvortt það sé gott fyrir börn að trúa á eitthvað sem ekki er til, eða ekki.
Aðalleikararnir fjórir standa sig mjög vel. Marureen O'Hara og John Payne eru góð, Natalie Wood er frábær sem sem dóttir O'Hara sem byrjar að fá efasemdir yfir því sem hún trúir á. En Edmund Gween er sá sem stendur sig best. Hann sýnir mikinn lit og persónuleika við karakterinn sinn (Kris Kringle, Jólasveinninn) og hef aldrei séð betri túlkun á jólasveininum. Hann er meira en bara glaður, feitur maður með skegg. Hann er fágaður, vingjarnlegur en hefur sín mörk og er ekki feiminn við að sýna sitt álit, sama hvað getur komið fyrir hann.
Handritið er vel skrifað, þétt og flæðir vel, jafnvel fyrir mynd sem er ekki meira en 90 mínútur. Réttarhaldaatriðið (já, jólasveininn er færður til réttarhalda yfir hvort hann sé í raun jólasveinninn) er sérstaklega gott þegar kemur að handritinu. Myndin sýnir líka ekki að fólkið virkilega trúir því að jólasveininn sé til, þau segja að hann sé til svo að von barna halda áfram og að orðstýr þeirra muni ekki eyðileggjast (og á þetta mest við dómara málsins og eiganda verslunarmiðstöðvar).
Það eru samt tveir hlutir sem hafa ekki elst vel við þessa mynd. Lausnin sem myndin kemur með hefur elst hræðilega (og eitt af því mjög fáa sem endurgerðin bætti) og rómantíkin á milli John Payne og Maureen O'Hara er hræðilega óþróuð. Þetta virkaði kannski fyrir mynd frá árinu 1947, en núna vantar smá trúverðugleika á milli þeirra.
Miracle On 34th Street er skylda að sjá allavega einu sinni í kringum jólin. Ég sá hana í maí á þessu ári og hún kom mér í gott jólaskap.
8/10
Shaun of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rom-Zom-Com Rómantísk gamanmynd með uppvakningum. Ég efast um það þurfi meira til að lýsa því hvernig þessi mynd er.
Shaun Of The Dead er fyrsta myndin í Blood and Ice Cream þríleiknum sem eru leiknar af Simon Pegg og Nick Frost og leikstýrð af Edgar Wright. Hot Fuzz var næsta myndin þeirra og sú síðasta á eftir að koma. Strax hérna sést hversu efnilegir þeir eru, því myndin nær að gera grín af Zombie-myndunum eins mikið og hún sýnir hversu mikið þeir elska þær. Það er auðvitað gert grín að klisjum sem koma fyrir í myndunum (söguþráðurinn sjálfur er frekar svipaður Night Of The Living Dead) en húmorinn nær að vera fjölbreytilegur og mjög góður, og það er æðislegt hversu mikið af litlum bröndurum þeir ná að setja í myndina. Creditlistinn í byrjun og atriðið þegar Shaun fer í vinnuna er líka ágætis skot á nútímann hvernig við getum lifað lífi ekkert ósvipuðu uppvakningum, heilalaust og ekki að pæla í hvað er að gerast í kringum okkur.
Karakterarnir eru líka mjög góðir og aðalkarakterarnir ná mjög trúverðugri þróun og nær maður að tengjast þeim vel, jafnvel þótt þeir gera mikið af heimskulegum hlutum út myndina. Myndin hefur líka æðisleg cameo. Skoðið bara atriðið þegar hópurinn hans Shaun hittir vinkona sína Yvonne (leikin af Jessica Stevenson) og takið eftir hverjir eru með henni. Leikurinn er mjög góður og eru Nick Frost og Simon Pegg sem standa sig best. Bill Nighy stóð sig líka vel í litlu hlutverki.
Ég held að það eina slæma sem ég get sagt um hana er að hún er það versta sem Edgar Wright hefur gert, en hann hefur bætt sig með hverri mynd sem hann hefur gert (Hot Fuzz og Scott Pilgrim Vs. The World). Það sem þessi mynd hefur samt yfir hinar er að hún hefur miklu fyndari endi heldur en hinar tvær myndirnar.
8/10
Thor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eins og er, óvæntasta mynd 2011 Thor gæti áreiðanlega orðið óvætnasta mynd 2011. Einn þriðji af árinu er búinn og eins og er, er Thor lang óvæntasta. Ég bjóst við að myndin væri miklu minni þegar kemur að húmori og karakterum og eyddi of mikilli orku í tæknibrellur og spennu.
Svo var ekki.
Myndin er að sjálfsögðu full af spennuatriðum og CG, en á sama tíma er myndin mjög fyndin og hefur eftirminnilega karaktera. Orkan og hraðinn er drullugóður út myndina og tapast aldrei. Kenneth Branagh leikstýrir myndinni og er hann ein af stærstu ástæðunum af hverju myndin virkar. Flæðið er mjög gott, skemmtanagildið er frábært og tónaskiptingin milli húmors, spennu eða eitthvers annars er mjög vel gert.
Myndin hefur auðvitað fullt af villum samanborið við goðafræðina, en ég bjóst við því að þær yrðu fleiri. Þær stærstu voru líklegast (eins og hefur verið oft nefnt) að jötuninn Laufey er karlkyns og að þrír félagar Thors (Fandral, Hogun, and Volstagg) voru sérsamdir fyrir myndasögunar. Það tekur líka smávegis tíma að venjast hvernig sum nöfnin eru sögð (Mjölnir, Heimdallur og fleiri).
Flestir leikararnir standa sig frekar vel en það er Chris Hemsworth sem eignar sér þessa mynd. Hvernig hann túlkar persónu sína lætur hann vera viðkunnulegan, skemmtilegan, bad-ass og mjög fyndinn. Illmennið varð líka betra eftir því sem leið á myndina, en það er miklu meira á bak við hann en það sem lítur út fyrir í byrjuninni. Það er leiðinlegt að margir af aukaleikurunum fengu ekki meiri skjátíma en þau náðu samt að sýna ágætan lit. Ég var líka ánægður með karakterinn hennar Natalie Portman, en hún er ekki Damsel In Distress (persóna, oftast kona, sem maður þarf alltaf að bjarga og kemur sér oft í vandræði) og sambandið milli hennar og Thor er ekki eins klisjukennt og það hefði getað verið.
Myndin lítur stórkostalega út. Skotin af Ásgarði eru með þeim bestu sem ég hef séð í dágóðan tíma. Mér fannst samt skökku skotin sem koma fyrir í myndinni minna mig óþarflega mikið á Battlefield Earth, og það er aldrei góður hlutur. Annars er ekkert hægt að kvarta undan kvikmyndatökunni, tæknibrellunum (eins og árásin í jötnaheimin, VÁ) og búningum.
Myndin er alls ekki frumleg, enda er bæði Thor og illmennið með kunnulega sögu og motivation á bak við sig, en hún nær mest öllu rétt. Hún heldur orkunni vel, en nær samt að setja smávegis dýpt. Þetta er mynd sem hefði auðveldlega getað orðið að slysi með fullt af hallærisleika en sem betur fer var hún það ekki. Þá er bara að vona að Captain America verði svipað góð.
8/10, ég á, á sinn hátt, erfitt með að trúa því að þetta sé 2./3. besta mynd ársins eins og er.
Rio
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar góð, en hefðbundin Rio er nýjasta mynd Carlos Saldanha sem hafði áður gert allar þrjár Ice Age myndirnar. Ég hef reyndar aðeins séð fyrstu myndina sem ég hafði mjög gaman af. Hún var fyndin, hafði minnuga karaktera, og hafði ágætlega stórt hjarta. Ég hef aldrei haft fyrir því að sjá hinar tvær en hef heyrt að þær séu verri en sú fyrsta. Og að mínu mati er Rio næstum því jafn góð og Ice Age.
Rio er talsvert hefðbundnari heldur en Ice Age, en mest allt annað var nógu gott við hana. Helsti kostur myndarinnar er útlitið, en hún er án efa með flottustu tölvuteiknimyndum sem ég hef séð. Einungis nýjustu Pixar-myndirnar og How To Train Your Dragon get ég sagt að séu flottari. Útlitið í Rio er ótrúlega flott, sérstaklega borgin sjálf. Saldanha ólst upp þar og það sést vel hversu mikið hann elskar borgina. Sem betur fer er útlitsklámið ekki of mikið svo það fari að vera pirrandi. Myndin er líka mjög litrík yfir heildina.
Húmorinn er oft frekar góður, sérstaklega sá sem einkennist af einhverju líkamslegu (slapstick) þó það hefði mátt vera meiri fullorðinshúmor. Ég mundi giska að börn eigi eftir að skemmta sér betur yfir henni heldur en þeir eldri. Myndin hefur líka þrjú lög, og á meðan þau eru skemmtileg með flottu útliti, þá er lítill tilgangur með þeim. Þar að auki finnst mér einkennilegt þegar mynd hefur ekki fleiri en þrjú lög.
Raddleikurinn er mjög góður og gerir talsvert fyrir karakterana, og flestir af þeim eru frekar minnugir. Jesse Eisenberg er sérstaklega góður, og aldrei hefði ég búist við því að hann gæti verið góður raddleikari. Anne Hathaway er líka góð, þótt mér fannst karakterinn ekkert sérstakur. Aðrir leikarar eru góðir, sama og karakterarnir þeirra, sérstaklega fuglarnir Pedro og Nico (talaðir af Will.i.am og Jamie Foxx).
Ég stórefast um að Rio eigi eftir að verða besta teiknimynd ársins. En hún er flott, vel raddleikin og oftast ágætlega fyndin.
7/10
Batman: Mask of the Phantasm
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allt of gleymd mynd Batman: Mask Of The Phantasm er eina teiknimyndin um Batman sem fór í bíó í staðinn fyrir að fara beint á DVD. Því miður var myndin ekki vinsæl þá en sem betur fer hefur hún fengið góðan cult-status síðan þá. Myndin er, samt sem áður, með vanmetnustu Batman-myndunum, því ég hef lítið tekið eftir að það sé talað um hana þegar talað er um myndir um Batman. Oftast er talað um hversu góðar myndirnar frá Burton/Nolan eru eða hversu lélegar Schumacher myndirnar voru. Þessi er oft gleymd í þessum umræðum plús myndirnar sem fóru beint á DVD (og af þeim hef ég bara séð eina: Behind The Red Hood, sem var með bestu myndum sem ég sá árið 2010). Að mínu mati er Mask Of The Phantasm þriðja besta myndin um leðurblökuna, á eftir Batman '89 og The Dark Knight. Skemmtileg tilviljun að bestu Batman myndirnar hafa allar Joker (þar að auki Behind The Red Hood).
Myndin kom á milli Batman Returns og Batman Forever. Þrátt fyrir að hún sé ekki alveg eins myrk og Returns þá er fyndið að teiknimyndin sé myrkari og tekur áhorfandann sinn alvarlegar heldur en live-action myndin Batman Forever.
Söguþræðir myndarinnar eru skiptir í tvennt, annar af þeim fjallar um fortíð Batman og hversu nálægt hann hefði getað lifað venjulegu lífi og hinn fjallar um morðráðgátu á nokkrum glæpamönnum og er Batman grunaður um það. Báðar af þessum sögum tengjast vel hvor annarri og er hvorug minnkuð svo að hin fái að vera meiri eða mikilvægari. Báðar eru líka vel gerðar og minnkaði áhugi minn á sögunum ekkert út myndina. Spennuatriðin voru mjög vel gerð og stíllinn sem myndin hefur er drulluflottur (skemmtilega noir legur).
Myndin hefur nýtt illmenni sem heitir Phantom, og fyrir illmenni sem gerir ekkert annað en að drepa nokkra menn og hverfa í reyk, þá var hann mjög eftirminnilegur og mjög áhugaverður eftir að pælingar yfir hver hann var, fara að koma. Myndin kynnir líka Andrea Beaumont, fyrrverandi unnustu Bruce, sem tengist morðráðgátunni vel. Aðrir gamlir karakterar eins og Batman, Alfred og Joker skilja líka mikið eftir sig.
Raddleikurinn er mjög góður. Allir karakterar úr þáttunum sem myndin er byggð á leika sinn karakter vel, til dæmis Kevin Conroy sem Batman og Efrem Zimbalist, Jr. sem Alfred. Mark Hamill stelur samt senunni sem Joker, sem hefur fullkomna blöndu af því að vera mjög fyndin og mjög ógnvekjandi. Eins og aðrar útgáfur af þessum karakter er hann líka algjörlega ófyrirsjáanlegur og með stór plön.
Ef það er eitthvað sem mér fannst vera að myndinni þá er það að hún hefði getað verið lengri og komið með meiri smáatriði (fannst til dæmis vanta meira hvernig Andrea vissi hver Batman væri). Myndin er ekki einu sinni 80 mínútur. Samt sem áður er þetta 3ja besta Batman-mynd sem ég hef séð.
8/10
Source Code
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Duncan Jones er kominn til að vera Sci-fi leikstýrð af Duncan Jones með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki? Þarf maður virkilega að segja meira?
Þetta kvikmydaár hefur ekki byrjað vel að mínu mati og hafa fáar myndir komið út sem hafa vakið áhuga hjá mér. Source Code er fyrsta myndin frá 2011 sem ég hef séð í bíó á árinu og hafði ég nokkuð miklar væntingar til hennar. Ekki nóg með það að hún er leikstýrð af syni David Bowie, Duncan Jones, sem leikstýrði hinni fantagóðu Moon árið 2009, heldur er Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki, og fyrir utan Day After Tomorrow, þá er eina Sci-fi myndin sem ég hef séð með honum Donnie Darko sem er ein af mínum uppáhalds myndum. Útkoman var betri en ég átti von á og er þetta strax orðið að mynd sem ég gæti orðið að einni bestu mynd 2011. Eins og er er samkeppnin lítil.
Ben Ripley fær gott hrós fyrir handritið og sjálfa hugmyndina. Þrátt fyrir að grunnhugmyndin er nokkuð svipuð Groundhog Day (aðalkarakterinn endurupplifir dag/8 mínútur) þá fara pælingar Ben Ripley í aðrar áttir. Handritið sjálft kemur með upplýsingar dreifðar út myndina (sem leiðir að því að áhorfandinn þarf að taka vel eftir út myndina) svo myndin hægir aldrei á sér út af of miklum troðningi af upplýsingum; hún er hröð og kemur sér vel að efninu og söguþráðurinn sjálfur nær að vera fjölbreytilegur (þ.e.a.s. fyrir mynd þar sem helmingurinn er 8 mínútna tímaskeið endurtekið), gáfaður, ófyrirsjáanlegur og á sinn hátt, ferskur. Annars fílaði ég líka það að myndin er miklu meira um að endurupplifa síðustu andartök einstaklings til að koma í veg fyrir fleiri slys (en myndin fjallar um karakter Gyllenhaal að fara inn í annan karakter, sem var í lest sem sprakk, til að finna þann sem átti uppitökin) í staðinn fyrir að fara aftur í tímann til að koma í veg fyrir slysið.
Leikstjórn Jones er mjög góð líka en spennan, flæði og skemmtanagildi helst vel út. Ég virkilega vona að hann eigi eftir að halda áfram leikstjórn, en hann er klárlega með bestu nýju leikstjórum sem ég veit um. Jafnvel þótt báðar myndirnar hans séu Sci-fi sem byggðust á einni frammistöðu, er lítið annað líkt með þeim.
Líkt og Moon, þá þarf Jake Gyllenhaal að halda allri myndinni uppi enda eru aðrir leikarar mjög lítið í myndinni. Og að mínu mati stendur hann sig aðeins betur en einleikari Moon, Sam Rockwell. Ég hef verið aðdáðandi Gyllehaal síðan ég sá Donnie Darko fyrst og séð hann þroskast sem leikara. Þetta er kannski ekki hans besta frammistaða en algjörlega með þeim betri. Þetta er ekki beint kröfuhart hlutverk sem hann hefur en ég tók aldrei eftir röngum tóni eða svipbrigði. Aðrir leikarar gera sitt besta og þrátt fyrir mjög takmarkaðan skjátíma eru þeir flestallir eftirminnilegir, sérstaklega Michelle Monaghan og Vera Farmiga.
Aðalgalli myndarinnar er að oft kemur fyrir að karakter Jake Gyllenhaal gerir fáranlega mikið á 8 mínútum (mig minnir að svipað gerðist með Inception á 2. draumastiginu, með Joseph Gordon-Levitt). Og þetta er Duncan Jones að kenna frekar en Ben Ripley. Það hefði verið betra ef hlutirnir sem Gyllenhaal gerði væru minnkaðir. Ekki er hægt að spá í hvort hægt væri að bæta við tímann svo hægt sé að gera alla hlutina, en hugmyndin er byggð á skammtímaminninu sem er 7 ± 2 mínútur. Hefði tíminn verið stækkaður hefði gallinn ekki verið um smámunasemi, heldur yfir að handritshöfundurinn veit ekkert um skammtímaminnið.
Spoiler hér fyrir neðan. Ef þú hefur ekki séð myndina mæli ég með að fara framhjá næstu málsgrein.
Endirinn er smávegis einkennilegur, en þetta er ekki hinn týpíski Hollywood-endir. Karakterinn hans Gyllenhaal endar myndina á því að lifa lífinu með karakter Monaghan en gerir það í annari veröld (Donnie Darko much?). Það hefði verið betra hefði heimurinn endað á pásunni sem kom fyrir (sem innihélt mjög flott skot) en endirinn var alls ekki slæmur og á sinn hátt sýndi fram á að tækið sem notað er í myndinni er í raun hin venjulega tímavél svipuð þeim sem eru í mörgum öðrum myndum: breytt er fortíðinni til að hafa allt öðruvísi framtíð, hvort sem hin framtíðin sé til einhversstaðar annars staðar eða ekki.
Eins og er er þetta besta mynd sem ég hef séð á árinu, en miðað við að bestu myndirnar eru byrjaðar að koma seinna á árinu, þá býst ég við að sjá betri myndir síðar. Samt sem áður á Source Code áreiðanlega eftir að vera með betri myndum þessa árs.
9/10
Gake no ue no Ponyo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hef séð betri Studio Ghibli myndir Gake no ue no Ponyo (eða Ponyo on the cliff by the sea) er nýjasta mynd Hayao Miyazaki, og þrátt fyrir að vera með verri myndum sem ég hef séð hjá honum, þá get ég ekki neitað því að ég skemmti mér yfir henni. Hún er ekki nærri því eins alvarleg og síðustu myndir leikstjórans (Spirited Away, Princess Mononoke og Howl's Moving Castle) heldur er hún líkari myndum á borð við My Neighbor Totoro eða Kiki's Delivery Service.
Samkvæmt því sem ég hef heyrt er þetta fyrsta mynd Miyazaki í dágóðan tíma sem ekkert er notast við tölvur. Stíllinn sem myndin hefur er oft mjög sérstakur (eins og sést stundum í bakgrunninum eða credit-listanum í byrjun myndarinnar) en myndin hefur samt mörg drulluflott atriði, mest allt sem tengist sjónum. Hún er ekki eins flott og margar myndir frá honum, en útlitið er aðdáðunarvert miðað við að það sé allt handgert. Ímyndunarafl Ghibli er heldur ekkert að lækka, enda hef ég aldrei séð vatn svipað því sem ég sé í Ponyo.
Söguþráðurinn er léttilega byggður á Litlu Hafmeyjunni og verð ég að játa að mér finnst hún betri en Disney-útgáfan. Ponyo er ekki eins flott samanborið við tíma eða eins mikilvæg teiknimynd og The Little Mermaid, en mér fannst myndin flæða betur, betur skrifuð og hefur miklu viðkunnalegri aðalkarakter (en mér líkaði ekkert sérstaklega vel við Ariel).
Eftir því sem ég veit best er þetta eina myndin frá Miyazaki sem er meira beint að börnum heldur en fullorðnum, sem leiðir til þess að myndin hefur miklu einfaldari og minni söguþráð en margar aðrar myndir frá Ghibli. Alvara myndarinnar er ekki stór (og það segir sitt miðað við að Ponyo skapar ójöfnu í heiminum) en húmorinn er aldrei langt frá. Atriðið með pabba Sōsuke (sem er aðalkarakterinn með Ponyo) til að nefna dæmi.
Ég held að helsti galli myndarinnar séu karakterarnir. Það eru nokkrir sem eru skemmtilegir eða eftirminnilegir en þeir eru allir einfaldir, meira að segja aðalkarakterarnir. Þróun karaktera er heldur ekki mikil. Ég bjóst ekki við miklu þar sem Sōsuke og Ponyo eru 5 ára (eða hafa þroska á við 5 ára krakka) en ég bjóst við meiru. Eina þróun sem ég sá var hjá pabba Ponyo en hún var ekki flókin eða stór. Mér fannst líka myndin stundum vera að flýta sér of mikið að næsta atriði, sérstaklega endirinn. Það var eitthvað sem mér fannst vanta.
Þetta getur verið versta mynd sem ég hef séð frá Miyazaki, en það versta frá honum er nú að minnst kosti frekar gott.
6/10, mjög há sexa
Grave Of The Fireflies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Schindler's List teiknimynda Fyrir mér er Grave Of The Fireflies skylduáhorf fyrir hvern þann sem er aðdáðandi stríðsmynda. Krafturinn sem myndin hefur út hana alla lætur hana vera ein af mest þunglyndislegu myndum sem ég hef séð. Einu skiptin sem myndin kemur með eitthvað sem hægt er að kalla jákvæða tilfinningu eru nokkur falleg atriði, til dæmis þegar eldflugurnar koma fram.
Þetta er önnur myndin frá Studio Ghibli (sú fyrri var Castle In The Sky, leikstýrð af meistaranum Hayao Miyazaki), og var leikstýrð og skrifuð af Isao Takahata, sem byggði myndina á semi-sjálfsævisögu með sama nafn. Jafnvel þótt myndin hefur ekki nærrum því eins mikið ímyndunarafl og margt frá Studio Ghibli einbeitir myndin sér algjörlega að aðalkarakterunum tveimur, Setsuko og Seita. Ég efast líka um að mikið af ímyndunarafli myndi vera gott fyrir myndina, það myndi frekar trufla einbeitinguna.
Þegar maður hugsar um bestu stríðsmyndir allra tíma er líklegast að þær myndir sem koma upp eru um hóp af hermönnum í miðju stríði, með nokkrum undantekningum. Grave Of The Fireflies einblínir eingöngu að þeim saklausu sem hafa misst heimili sín og ástvini og reyna að halda áfram með líf sitt. Þar að auki gerist myndin í Japan, og reyndar verð ég að játa að ég hef séð nær engar stríðsmyndir sem fjalla ekki um fólk frá vestræna heiminum.
Fyrir utan hluta af miðju myndarinnar, er myndin þunglyndisleg frá byrjun og von manns um góðan endi fer minnkandi eftir því sem líður á hana. Og karakterarir eru það viðkunnanlegir að myndin verður mjög óþægileg. Setsuko og Seito eru bæði raunverulegir karakterar sem hægt er að líka við. Seito reynir eins og hann getur að láta systur sinni líða vel á meðan Setsuko vill að allt verði eins og áður. Síðari helmingurinn var hræðilegur og eftir því sem leið á hann versnuðu aðstæðurnar. Hefði ég verið í betra ástandi þegar ég sá þessa mynd hefði ég ekki verið hissa hefði ég fengið tár í augun. Ég bjóst við að mér mundi líða illa yfir þessari mynd, enda hafði ég heyrt að þetta væri ein besta stríðsmynd sem hefur komið út, en eina myndin sem ég veit í augnablikinu um sem lét mig líða verr er Requiem For A Dream.
Japanski raddleikurinn er mjög góður og talsvert betri en enskan, sérstaklega hjá þeirri sem talaði fyrir Setsuko. Útlitið og tónlistin er líka góð, bæta vel við tilfinngarnar sem myndin kemur með, hvort sem það er verið að tala um hræðilegt eða fallegt atriði. Tónlistin er líka ekki mikið notuð og er meira notast við bakgrunnshljóð. Það bætir andrúmsloftið vel á köflum.
Ég vil helst ekki tala meira um þessa mynd því meira sem ég skrifa um hana því verr líður mér. Þetta er mynd sem ég mun ekki horfa í langan tíma. Krafturinn er í hámarki allan tímann og út af því hversu viðkunnalegir karakterarnir eru kalla ég þessa mynd skylduáhorf, sérstaklega fyrir aðdáðendur teiknimynda og/eða stríðsmynda.
(Spoiler framundan) Það er samt einn hlutur sem fór í mig en ég veit ekki hvort ég get kallað það galla, nitpick eða rugl í mér: Af hverju fóru Seita og Setsuko ekki aftur til frænku sinnar? Seita var byrjaður að stela mat til að halda sér og systur sinni á lífi. Frænka þeirra var hundleiðinleg, og stundum vond við þau en þar var allavega húsaskjól og einhver matur.
Það getur verið að ég tók ekki eftir nógu góðri ástæðu, en ég vil ekki horfa á þessa mynd strax. Þess vegna get ég ekki ákveðið hvort hún á skilið 9 eða 10 í einkunn.
Harry Potter and the Half-Blood Prince
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æðisleg upphitun Eins mikill Harry Potter nörd og ég er þá er ég svolítið hissa á sjálfum mér hversu sjaldan ég hef séð 6. myndina, The Half-Blood Prince. Ég var að horfa á hana í fyrsta sinn síðan ég sá hana í bíói árið 2009. Þá taldi ég hana vera með betri myndum seríunnar með eitthvað af göllum en eftir að hafa horft á hana núna tel ég hana vera að ennþá betri með færri galla en ég hélt.
David Yates hefur sannað með sínum þremur myndum að hann er besti leikstjórinn fyrir Harry Potter myndirnar, og er Half-Blood Prince engin undantekning. Á meðan myndin hefur ekki eins gott flæði, spennu og skemmtanagildi bæta Yates og Steve Kloves það fyrir með því að hafa miklu betra drama, betur skapaðri karaktera og miklu meira keyrð af karakterunum. Ég gef þeim tveimur líka frábært hrós fyrir að ná að blanda öllum söguþráðum bókarinnar (dramað á milli unglingana, Slughorn, Malfoy og einkatímar Harry við Dumbledore) mjög vel saman. Enginn af þeim er skilinn út undan, allir nýtast vel og reyna ekki klína sig við hvorn annan.
Á meðan það böggaði mig að Prisoner of Azkaban kom með atriði sem skiptu ekki neinu máli fyrir söguna á kostnað tíma til að útskýra hluti betur, þá böggar það mig ekki hér, enda komast flestar upplýsingarnar til skila hérna (og komu margar til skila í 7. myndinni og, vonandi, í 8. myndinni) og atriðin sem voru ekki bókinni hafa að minnsta kosti einhvern tilgang hér. Byrjunaratriðið og árásin á Burrow (heimili Ron), sem sýna að enginn er lengur örugggur, voru til dæmis mjög kraftmikil.
Eftir að leikurinn bætti sig í Order Of The Phoenix, þá bætti hann sig ennþá betur hér. Rupert Grint og Daniel Radcliffe eru æðislegir í sínu hlutverki. Húmorsleikurinn er sérstaklega bættur hjá þeim (sem sést til dæmis þegar Daniel er undir áhrifum Felix Felicis og Ron undir áhrifum ástardrykks, æðisleg). Emma Watson bætir sig líka heilmikið. Grátatriðin tvö sem eru í þessari mynd eru hundrað sinnum betri en þau voru í Goblet Of Fire og sést vel hversu vel þau hafa bætt sig í leiknum. Jim Broadbent er mjög góður og Hero Fiennes-Tiffin og Frank Dillane (sem leika báðir ungan Voldemort) eru ekkert verri heldur en Christian Coulson sem var í annari myndinni. Bonnie Wright (Ginny Weasley) og Tom Felton (Draco Malfoy) eru líka æðisleg í sínum hlutverkum og bæta við talsverðum persónuleika í karakteranna sína. Aðrir leikarar bæta sig líka, þá sérstaklega Michael Gambon. Hann nelgdi karakterinn sinn loksins fullkomlega.
Húmorinn er sá besti úr seríunni. Kloves kemur með fullt af húmor inn í atriði sem er bættur með frammistöðum leikara. Húmorinn er nær alltaf óþvingaður og Yates nær vel að skipta á milli húmor og drama, og sömuleiðis á milli söguþráðanna, þökk sé flæði myndarinnar.
Tónlistin er einhver sú besta úr seríunni, tæknibrellurnar og stíllinn eru bæði frábær og kvikmyndatakan er sú besta úr seríunni (til dæmis skotið þegar Harry og Dumbledore fara frá Hogwarts, VÁ). Andrúmsloftið er líka það besta úr seríunni, hvort sem alvarlegar eða fallegar senur eru í gangi. Klæmaxinn er nær alltaf lágstemmdur en nær að vera mjög kraftmikill á köflum. Allur síðasti hálftíminn er jafnöflugur og sá sem var í Order Of The Phoenix var skemmtilegur. Karakterarnir og þróunin við þá er líka sú besta. Á sinn hátt er þessi mynd unglingadrama á sínu besta með myrku útliti og söguþræði með. Allt sem tríóið gengur í gegnum er raunhæft en fer aldrei út í hallærisleika eða væmni.
Eitt af því besta við seríuna í heild sinni að bæði bækurnar og myndirnar þróast, verða alvarlegri og fullorðnast með áhorfandanum. Eftir því sem myndirnar urðu fleiri fóru einkennin að beinast meira að karakterunum heldur en heiminum. Á meðan sumum hefur fundist myndirnar vera betri þegar þær voru meira “töfrandi” þá finnst mér báðar hliðarnar góðar.
Gallar myndarinnar eru helst yfir það sem myndin sleppur. Flest allt virkar, smávegis ekki. En ég hef trú á að 8. myndin eigi eftir að loka flestum eða öllum holum sem hafa skapast yfir myndina. Það voru nokkrar lokaðar í Deathly Hallows: Part 1, svo ég hef ekki áhyggjur.
Veistu hvað, þetta er besta Harry Potter myndin hingað til.
9/10
An American Tail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð, en frekar gölluð líka Don Bluth hefur sagt að börn geta þolið næstum hvað sem er í kvikmyndum svo fremi sem myndin endar vel. Og eftir að hafa séð An American Tail get ég auðveldlega trúað þessu. Myndin er drulluþunglyndisleg fyrir teiknimynd (sem var beint að börnum, enda eru nær eingöngu talandi dýr í myndinni) og oft á tímum frekar alvarleg og myrk. Og ég elskaði það. Það er gaman að sjá mynd sem tekur áhorfandan sinn svona alvarlega (og þetta er ekki einu sinni alvarlegasta mynd Don Bluth).
Maður fylgir músinni Fievel út myndina sem týndi fjölskyldu sinni á leiðinni til Ameríku. Don Bluth gerir allt til að láta ferð hans vera eins þunglyndislega og hún er. Oft kemur fyrir að fjölskylda hans er nálægt honum en hún sér ekki Fievel og öfugt. Þar að auki er fullt af aðstæðum sem komast inn á milli eins og þrædómur, aðgerð svo að mýsnar í New York fái frelsi frá köttunum og nýir vinir sem hann hittir, eins og músin Tony og kötturinn Tiger (talaður af Dom DeLuise sem hefur talað í slatta af myndum frá Don Bluth, plús framhaldsmyndir). Hefði Fievel ekki verið vel skapaður karakter hefði myndin verið frekar leiðinleg enda mundi maður ekki hafa neina ástæðu til að vera ekki sama um það sem gerist í myndinni.
Gallar myndarinnar eru því miður þrír frekar stórir. Myndin hefur lög og eru flest af þeim frekar auðgleymd (nema kannski tvö) og barnaraddleikararnir syngja illa. Síðan kemur oft fyrir að Fievel týnir húfunni sinni en fær hana síðan aftur þegar það er búið að klippa. Mér finnst venjulega svona "goof" ekkert pirrandi en þetta var of áberandi. Síðan eru margir karakterar of stereótýpískir.
Útlit myndarinnar er auðvitað til fyrirmyndar og spennuatriðin eru frábær og er aldrei of langt eða stutt á milli þeirra. Myndin er að mestu leyti vel raddleikin (fyrir utan söng barnaleikaranna eins og ég sagði fyrir ofan). Lítið meira get ég sagt um myndina. Don Bluth nær að koma með alvarlega og mjög þynglyndislega mynd sem virkar. Verst er bara með gallana.
7/10
Harry Potter and the Order of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Miklu betri en mig minnti Fyrir mig er mjög erfitt að vera fullkomlega hlutlaus við Order Of The Phoenix, enda er bókin byggð á myndinni ekki einungis uppáhalds bókin mín frá seríunni, heldur er hún með mínum uppáhalds bókum. Þó ég játa að myndin kramdi 750 blaðsíðna bók mjög vel þá eru nokkrir hlutir úr bókinni sem ég hefði viljað sjá á skjánum meira. Sumt hefur lítil áhrif á framhaldið, sumt hefur stórt. Samt sem áður hefur myndin bæst töluvert í áliti hjá mér eftir að hafa horft á hana aftur. Reyndar bara mjög mikið.
Best er samt að byrja á kostunum. Af öllum myndunum sem hafa komið út (þegar þetta er skrifað þá á einungis síðasta myndin eftir að koma) þá er flæðið langbest í þessari mynd. Hún er ekki bara með þeim stystu (eða sú stysta) heldur hefur fáa sem enga daufa punkta. Mest allt sem skiptu miklu máli úr bókinni kemst inn í myndina, hafði mjög vel heppnað montage, flest atriðin hafa hæfilega lengd og er climaxinn æðislega byggður upp. Ég held að orðið epic sé gott orð til að lýsa honum.
Rupert Grint og Daniel Radcliffe bættu sig báðir frá síðustu mynd, þó hæfileikar þeirra í þessari mynd séu ekki í sömu hæð. Ég gef samt leikstjóranum, David Yates, plús fyrir að vita frekar vel hversu vel Daniel getur leikið. Karakterinn hans, sem er auðvitað titilkarakterinn sjálfur, fer ekki í sömu reiðiköst og hann gerði í bókinni, en ég efast um að Daniel hefði getað leikið það nógu vel. Emma Watson, hinsvegar, er á svipuðum nótum og hún var í síðustu tveimur myndum.
Michael Gambon stendur sig mun betur núna heldur en hann gerði í síðustu mynd, Goblet of Fire, þrátt fyrir að koma mjög lítið fram. Ralph Fiennes stendur sig líka miklu betur en í síðustu mynd. Myndin hefur þrjá nýðliða og það er orðið langt síðan það hefur komið fyrir í HP-kvikmyndunum að leikarar hafa eignað sér karakterinn sinn svona mikið. Evanna Lynch leikur Luna Lovegood eins og hún komi beint út úr bókinni, bæði útlitslega séð og hegðun hennar ("I hope there’s pudding", klassískt) og Imelda Staunton er alveg jafn mikil tík og hún var í bókinni, og kemur algjörlega með raunhæfasta illmenni seríunnar. Helena Bonham Carter var líka góður senuþjófur.
Tónlistin, handritið (það eina sem var ekki skrifað af Steve Kloves, en Michael Goldenberg stóð sig vel, sérstaklega með flæðið) kvikmyndatakan og tæknibrellurnar eru eins gott og áður og blandast vel við myndina en myndin er í nokkrum tilvikum slapplega klippt. Útlit og andrúmsloftið halda áfram að dimma og sömuleiðis karakterarnir. Á þessu tímapunkti er unglingaþeman orðin drullugóð og er frekar erfitt að geta ekki tengt sig við aðstæðurnar sem koma fyrir karakterarna, hvort sem það er hrifning að hinu kyninu eða að hafa jafnmikla tík og Umbridge sem kennara.
Fyrir mig eru helstu kvartanirnar það sem var tekið úr bókinni. Ég veit vel að margt þurfti að taka út, en það eru nokkur atvik sem mér fannst ekki eiga við. Dæmi eru þróun/dýpkun aukakaraktera og má þar nefna helst Neville og Ginny, undirsöguþræðir eins og ákveðin minning, mörg æðislega samtöl og mörg smáatriði. Þetta er það sem lætur myndina ekki vera sú allra bestu, en hún er algjörlega með þeim bestu. Þannig að lág 9 er við hæfi. Það var að minnsta kosti ein framhaldsmynd frá 2007 sem ég var ánægður með og hefur Order Of The Phoenix bæst vel í áliti hjá mér síðan þá.
9/10
Spirited Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Miyazaki er maðurinn Eftir að hafa aðeins horft á þrjár myndir eftir Hayao Miyazaki get ég ómögulega ekki sagt að hann sé með einn af áhugaverðustu kvimyndamönnum sem ég hef séð, hvað þá yfir teiknimyndaleikstjórum? Hann og Studio Ghibli hafa bæði ímyndunaraflið og sköpunargáfuna til að láta þetta vera eina af flottustu teiknimyndum, ásamt því að hafa einn áhugaverðasta söguþráð frá teiknimynd, sem ég hef séð.
Myndin er oft mjög ófyrirsjáanleg. Frá því að myndin breytir algjörlega um stefnu eftir 10 mínútur koma fullt af eftirminnilegum karakterum (og ég meina fullt af þeim) og ógleymanlegum atriðum. Fantasíu-heimurinn í þessari mynd er einn sá best skapaði og áhugaverðasti sem ég hef séð í kvikmynd. Andrúmsloft myndarinnar er þar að auki æðislegt á köflum, þá sérstaklega lestaratriðið, ótrúlega fallegt atriði og frábær tónlist undir. Flugatriðið var líka mjög flott.
Útlitið er auðvitað frábært enda ekki hægt að búast við öðru. Miyazaki hefur gott auga fyrir smáatriðum sem og skemmtilegu útliti karakteranna, eins og Yubaba. Aðstæður myndarinnar mundu þar að auki ekki vera þær sömu ef ekki væri fyrir ímyndunarmiklu útliti, eins og þegar verið er að þrífa ákveðinn viðskiptavin (maður ætti að vita atriðið ef maður hefur séð það) Það atriði var algjört augnakonfekt. Vatnið fær sérstakt hrós fyrir að vera mjög raunverulegt.
Aðalkarakter myndarinnar, Chihiro, er mjög vel skapaður karakter. Það er auðvelt að líka vel við hana og það er erfitt að finna ekki til með henni miðað við það sem kemur fyrir hana í gegnum myndina. Þróunin sem hún fær er raunhæf og nær að fletjast vel út yfir myndina. Hvernig hún fer að því að eingöngu hugsa um vellíðan aðra og gerir bókstaflega hvað sem er til að hjálpa þeim sama hverjar afleiðingarnar eru er fremur aðdáðunarvert. Það er út af henni hversu hjartnæm og kraftmikil þessi mynd er, enda þarf maður að hafa einhvern karakter til að tengja sig við í gegnum þessa ruglandi mynd.
Gallar myndirnnar eru nær engir, það mesta sem ég gæti kvartað um væri smámunar-nitpick sem draga myndina ekkert niður. Þetta er mynd sem skilur heilmikið eftir sig með ímyndunarafli sínu, þemu og krafti sínum. Hver sá sem nær ekki að tengja sig við þessa sögu hefur ekki hjarta.
9/10, mjög há 9.
Princess Mononoke
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bad-ass, alvarleg og kröftug Mononoke Hime er án efa ein besta teiknimynd sem hefur verið gerð, enda er bókstaflega ekkert að henni. Eins og er get ég ekki sagt strax hvort þetta það besta sem Myiazaki/Ghibli hafa komið með, en það verður samt mjög erfitt að toppa Mononoke Hime, enda er svo mikið við þessa mynd sem er ótrúlegt: Útlitið, karakterarnir, sagan og svo miklu meira.
Útlitið er ekki eins hugmyndaríkt og margar aðrar myndir frá Ghibli en það er samt sem áður mikið ímyndunarafl í þessari mynd, til dæmis fyrirbærið Kodama (sem er áreiðanlega eina við þessa mynd sem hægt er að kalla krúttlegt), skógarandinn (og næturformið hans, vá hvað það var flott) og svo auðvitað hversu vel tölvugrafíski hluti myndarinnar blandast við hefðbundna stílinn. Aðrir hlutar útlitsins eru kannski ekki eins einkennandi, en það er samt sem áður stílískt, vel gert og fullt af smáatriðislegum hlutum, eins og einkennir Miyazaki myndir. Náttúran sjálf er ótrúlega vel teiknuð.
Karakterarnir eru allir mjög vel skrifaðir og nýta allir skjátíma sinn mjög vel, enda eru þeir ekki fáir og troða sér ekki á skjátíma aðra. Ég gef hvaða manni sem er virðingu fyrir að geta látið aðstæður eins og þegar villisvín eru álitnir vera guðir og fara í stríð við fólk, vera svona alvarlegar. Það tók mig ekki langan tíma að taka þessa guði alvarlega, enda tekur myndin áhorfandann sinn mjög alvarlega. Myndin hefur skemmtilega karaktera sem auðvelt er að finna til með, þannig að það að halda með ákveðinni hlið í þessari mynd getur verið ágætlega erfitt. Það er enginn í þessari mynd algjörlega illur eða góður, allir hafa sína kosti og galla. Þeir eftirminnilegustu að mínu mati voru Moro, Eboshi, Toki og svo auðvitað San og Ashitaka.
Fyrstu atriðin sem San kemur í sýnir vel hversu bad-ass karakterinn er og er ekki erfitt að tengjast henni eftir að maður kynnist henni betur. Baksagan er lítil sem leiðir að karakterinn San er áhugaverð og dularfull út myndina, og er ekkert verri karakter heldur en aðrir kvenkyns frá Miyazaki. Ashitaka heldur myndinni þó uppi og er í stöðugri baráttu við allar hliðar stríðsins sem er að gerast í myndinni og endurspeglar hann hvernig áhorfandinn (eða allavega ég) sér hliðarnar. Sambandið á milli hans og San er eitt af því mest heillandi við myndina og miðað við teiknimynd er það frekar óhefðbundið
Krafturinn er einn sá besti sem ég hef séð í teiknimynd. Næstum því allur þriðji hluti myndarinnar hefur kraftinn á fullu, hvort sem verið er að sýna dauða, fólk að reyna að drepa guð, guð að breytast í skrímsli eða endirinn sjálfur. Ólíkt mörgum myndum sem hafa svipuð skilaboð eða söguþráð (stríð á milli náttúrunnar og mannsins) þá sýnir myndin ekki hver er alvöru óvinurinn, heldur leyfir frekar áhorfandanum að ákveða, og endirinn sýnir að þessir heimar geta lifað saman, eftir að þau hafa bæði tapað miklu, og það er út af Ashitaka að allt sem gerist í myndinni er mögulegt.
Myndin byggist ekki mjög mikið á spennu og ofbeldi en þegar kemur að því, nær hún að skína. Ég held að uppáhalds atriðið mitt af þeim sé þegar San fer að berjast við Eboshi. Síðan er öll myndin epísk frá byrjun til enda. Allt sem myndin gerir er stórt og alvarlegt og eru krúttlegu einkenni myndarinnar næstum engin, Kodama er það nálægast. Tónlistin í myndinni er líka ótrúlega góð og bætir heldur betur andrúmsloftið í mörgum atriðum, þó mörg andrúmsrík atriði hafa enga tónlist undir. Japanska talsetningin er mjög góð og það er gaman að sjá hversu djúpar raddir dýrin hafa (meira að segja Moro, sem er kvenkyns), en því miður var enska dubbið ekki eins gott.
Ekki get ég kallað þetta albestu teiknimynd sem ég hef séð, en þessi er ekki langt frá því. Svo ég gef myndinni náttúrulega 10 stjörnur.
10/10
Harry Potter and the Goblet of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð, en gölluð Ég man vel eftir því hversu pirraður ég var eftir að ég sá Goblet Of Fire í fyrsta sinn, aðallega vegna ákveðinna atriða og hversu miklu þeir slepptu úr bókinni. Núna lít ég öðruvísi á hluta af þessu. Á meðan það pirrar mig ekki lengur hversu mikið er tekið úr bókinni (enda hefði hún orðið allt of löng hefði mikið meira verið bætt við) þá eru samt gallar við þessa mynd. Sem betur fer eru kostirnir fleiri og betri.
Myndinni er leikstýrt af Mike Newell og að mestu leyti stendur hann sig vel. Útlitið og atburðir sögunnar eru það myrkasta af HP-myndunum sem höfðu komið út á þessum tíma og nær Newell og koma með mjög gott andrúmsloft út myndina, og þá sérstaklega í þriðju þraut myndarinnar. Þar nær hann virkilega að koma með spennumikið atriði, jafnvel þótt að hætturnar í því séu ekki margar, bara mjög óhugnalegar og ófyrirsjáanlegar. Útlitið er þar að auki, eins og allar aðrar myndirnar, stórgott. Það sem skar mest út samt var önnur þrautin, en útlit hafmeyjanna/marsveinanna var frekar frumlegt. Atriðið sjálft er líka augljóslega með þeim flóknustu sem hefur verið gert í HP-kvikmynd og virði ég myndina mikið fyrir það. Handrit Steve Kloves er þar að auki mjög gott og er myndin sú fyndnasta af þeim sem höfðu komið út á þessum tíma.
En jafnvel þótt Newell komi með mjög gott andrúmsloft út myndina, myndin hafi gott flæði, og góðar frammistöður, þá er þetta í fyrsta sinn sem Harry Potter mynd hefur haft "miscast", og eru þær þrjár. Og ég er ekki að tala sem aðdáðandi bókanna, heldur sem aðdáandi kvikmyndanna. Sá fyrsti er Roger Lloyd-Pack, en mér fannst hann ekki standa sig rosalega vel, í nokkrum atriðum var hann mjög einkennilegur og svo bætist það ekki hversu rosalega hann er líkur Hitler. Síðan er það David Tennant. Eins góður leikari og hann er, þá gat ég ekki tekið hann alvarlega. Síðan er það Michael Gambon sem Dumbledore, en karakterinn hans var algjörlega úr karakter í þessari mynd.
Myndin hafði samt margar góðar frammistöður hjá nýliðum, eins og Robert Pattinson, Stanislav Ianevski, Katie Leung, Ralph Fiennes, Clémence Poésy og Frances de la Tour. Þeir nýju sem stóðu sig best eru samt án efa Miranda Richardson (sem hafði ekki nema eitt eða tvö atriði en eignaði sér þau algjörlega) og Brendan Gleeson sem eignar allt sem hann kemst nálægt. Maður sér vel hversu mikið hann er að skemmta sér við að ofleika karakterinn. Aðrir leikarar sem hafa verið áður standa sig jafnvel og áður, þrátt fyrir minni skjátíma sökum fleiri persóna. Rupert Grint heldur áfram að vera sá besti af aðalleikurunum og á meðan það er bæting hjá hinum, þá eru grát-atriðin þeirra ekki nógu vel leikin til að vera tekin alvarlega.
Myndin er miklu karakter-keyrðari heldur en fyrri myndir og nær myndin vel að sýna raunhæfa unglingamynd, og hvað unglingar ganga í gegnum á þessum tíma. Myndin hefur þrátt fyrir það margar spennandi senur, þrátt fyrir að mér fannst drekaatriðið vera of langt (hefði miklu frekar viljað sjá Quidditch-senuna í einhvern tíma og minnka drekaatriðið mikið).
En því miður hefur myndin ekki bara einkennileg (á neikvæðan hátt) atriði, heldur líka mjög hallærisleg. Það koma tvö grát-atriði í myndinni sem voru illa gerð (þurfti síðara atriðið virkilega að reyna SVONA mikið), atriðið þegar nemendur úr hinum skólunum (Beauxbatons og Durmstrang) var fáranlegt og hverjum datt eiginlega í hug að setja hallærislega rokkhljómsveit í dansatriðinu að syngju fáranlega texta? Myndin hefur þar að auki aðeins of stutt klæmax.
Gallarnir eru ekki margir en þeir eru mjög eftirtektanlegir. Skemmtanagildið er samt sem áður betra en þriðja og fyrsta myndin, og er myndin algjörlega með þeim fyndnustu og fer það hrós til handritshöfundarins Steve Kloves, en margir brandararnir voru frumsamdir fyrir myndina. Fyrir mér er þessi mynd há sjöa.
7/10
Black Swan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ógleymanlegt meistaraverk Með Black Swan er Darren Aronofsky algjörlega búinn að stimpla það að hann er frábær leikstjóri. Ég hef reyndar eins og er ekki séð Pi eða The Fountain en allar þrjár myndirnar sem ég hef séð frá honum (Black Swan, The Wrestler og Requiem For A Dream) eru frábærar og að mínu mati er Black Swan sú besta. Allt við þessa mynd er svo ótrúlegt að ég get ekki kallað myndina annað en ógleymanlega. Hún fer tilfinningalega inn í mann og helst þar á meðan myndin fokkar meira í manni eftir því sem líður á hana.
Handritið af myndinni er skrifað af John J. McLaughlin, Mark Heyman og Andres Heinz og hefur enginn af þeim mikla reynslu á að skrifa handrit. Jafnvel þótt það sé leiðinlegt að myndin sé sú eina, af þeim myndum sem fengu tilnefningu á Óskarnum fyrir bestu mynd, sem fékk ekki tilnefningu fyrir besta handrit þá eru þeir mjög efnilegir. Handritið er gott út myndina og byggir karakteranna og þemurnar vel. En þrátt fyrir gott handrit og mjög áhugaverða hugmynd á bak við þessa mynd, þá er handritið ekki aðalatriði myndarinnar, heldur leikstjórnin og leikurinn.
Aronofsky kemur hér með sýna best leikstýrðu mynd, ekki bara af því að myndin er vel leikin, heldur líka út af ótrúlega öflugu andrúmslofti og smáatriðum. Af öllum þeim hryllingsmyndum sem ég hef séð (sem eru reyndar ekki margar) er þetta ein af þeim öflugustu, bæði út af því sem aðalkarakterinn gengur í gegnum og sér, sem er á köflum mjög óhugnandi, heldur líka hversu falleg hún er. Tónlistin (sem er næstum öll eftir Tchaikovsky, höfund Swan Lake; útsett af Clint Mansell) setur líka ótrúlegt kick á marga staði. Ef þú hefur ekki öflugt heimabíó mæli ég eindregið með því að sjá hana í bíói og heyra tónlistina eins og hún á að vera spiluð í myndinni. Kvikmyndatakan er líka góð hjá Matthew Libatique. Ekki oft sem ég hef séð "shaky-cam" með eins mikin tilgang, enda skotin eins og maður fylgi aðalkarakternum út um allt, og skotin í ballet-atriðunum er meistaralega vel gerð. Andrúmsloftið, útlitið, tónlistin, kvikmyndatakan og klippingin blönduð saman lætur myndina vera mjög þunga að horfa á og versnar eftir því sem dregur á myndina.
Mila Kunis kemur með það besta sem ég hef séð frá henni í þessari mynd. Aldrei hefði ég búist við því að hún gæti endað sem frábær leikkona, en hún var alltaf að mínu mati sú sem lék verst úr hópnum úr þættinum That 70's Show. Vincent Cassel er líka frábær sem balletkennari með "einkennandi" kennsluaðferðir. Hann nær vel að koma með persónu sem er bæði óhugnalegur en maður skilur samt hvað hann meinar með aðferðum sínum. Barbara Hershey og Winona Ryder standa sig líka vel. En Natalie Portman algjörlega eignar sér þessa mynd. Að mínu mati er þetta besta frammistaða ársins, ekki spurning. Hvort sem það eru svipbrigðin hennar, tónninn, sá hluti af balletdönsunum sem hún gerir sjálf eða annað, þá er allt sem hún gerir í myndinni ótrúlega gott. Gott dæmi um hversu einstök hún er í myndinni er til dæmis rétt áður en hún fer að dansa Svarta Svaninn. Ég hef alltaf haft gott álit á henni en það hækkaði verulega eftir Black Swan. Ég virkilega vona samt að mynd frá Aronofsky fariloksins að fá Óskar fyrir frammistöðu.
Það koma nokkur atriði í myndinni sem hægt er að túlka á mismunandi hátt og ég hef tekið eftir mörgum pælingum um þessa mynd. Jafnvel þótt það þurfi ekki að hugsa mikið út í þessa mynd til að skilja hana, þá er frábært að sjá mynd sem skilur mikið eftir til umhugsunar. Sum atriði og meira að segja endirinn innihalda meira en eina hlið. Talandi um endinn, sá hluti myndarinnar er þar sem myndin virkilega sýnir hversu öflug hún er. Andrúmsloftið er best þar, kvikmyndatakan stórbrotin og sömuleiðis er leikstjórnin og Portman á sínu besta þar. Að sjá balletinn loksins var öflug upplifun enda sést vel hversu einbeitt og öflug Portman er, og sömuleiðis hversu góður staðgengill hennar er.
Þemur á borð við fullkomnun, afbrýðisemi, metnað, paranoiu og einangrun frá heiminum gera myndina ennþá eftirminnilegri. Fyrir nokkrum mánuðum taldi ég að engin mynd frá árinu átti eftir að toppa The Social Network, en síðan kom Black Swan og náði að toppa hana og er að mínu mati besta mynd sem ég sá frá árinu 2010. Skemmtilegt samt að báðar myndirnar fjalla um karakter sem er ágætlega einangraður frá heiminum og hugsar nær eingöngu um ástríðu sína, sem í þeirra tilvikum er annaðhvort Facebook eða ballet.
Myndin festist í hausnum á mér og verður hún betri eftir því sem ég horfi oftar á hana. Eina meira sem ég get sagt er: Sjáðu hana.
10/10
The Land Before Time
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öflug, en allt of stutt Það er alltaf gaman að skoða gömlu myndirnar frá Don Bluth, því maðurinn hefur ótrúlega mikinn kjark þegar kemur að myrku útliti, söguþræði og aðstæðum. Af þeim myndum sem ég hef séð frá honum eru fáar vestrænar teiknimyndir sem hægt er að bera saman við hans myndir, og The Land Before Time er ekki undantekning.
Reyndar get ég ekki sagt mikið um þessa mynd því aðalgalli hennar er að hún er ALLT of stutt. Fyrir mér er lágmarklengd fyrir mynd um 75 mínútur en The Land Before Time er einungis um klukkutími. Á meðan þetta hefur ekki stór áhrif á söguþráðinn þá hefði auðveldlega verið hægt að bæta við myndina með því að bæta við byggingu sumra karaktera eða gefið fleiri þróun.
Þegar kemur að útliti og spennu er það þar sem myndin skýn mest, enda er hvort tveggja til fyrirmynda. Don Bluth kemur með sitt einkennandi myrka útlit út myndina og spennan er á tímapunkti drullugóð, sérstaklega í byrjun og klæmaxi myndarinnar. Dramað var líka gott inn á milli og myndin er ekki lengi að koma sér að sorglegu atriði (sem er vel þunglyndislegt, ekki langt frá því mesta frá Disney).
Af aðalkarakterunum, þá eru 4 ágætlega minnugir. Ducky, Petrie, Cera og Littlefoot. Myndin fókuserar mest að Littlefoot sem mér líkaði vel við og Cera er sá karakter sem fær mestu þróun í gegnum myndina (reyndar eru bara hún og Littlefoot sem fá einhverja þróun sökum hversu stutt myndin er). Ducky og Petrie eiga samt sín atriði.
Það er leiðinlegt hversu stutt myndin er, en það breytir ekki því að hún tekur áhorfandann alvarlega, bæði með spennuni og karakterunum, og að mínu mati á hún skilið lága 8.
8/10
Tonari no Totoro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æðisleg Ég hef aldrei áður séð mynd frá Hayao Miyazaki og eftir að hafa einungis séð eina mynd frá honum er ég strax farinn að sjá eftir því hversu seint ég byrjaði. Tonari no Totoro (My Neighbor Totoro) er með hans þekktustu myndum og það sést vel af hverju hún er það.
Myndin hefur ekki stóran söguþráð en hún þarf þess ekki. Myndin byggist miklu meira upp á karakterunum, andrúmslofti og aðstæðum og gerir þetta allt gallalaust. Þetta lætur myndina vera miklu öðruvísi heldur en margar aðrar teiknimyndir. Jafnvel þegar myndin virðist ekki vera að gera neitt er hún að setja meiri persónuleika í karakterana eða að fanga ímyndunarafl áhorfandans.
Andrúmsloftið er eitt af því besta við myndina. Það koma oft fyrir atriði sem notast meira við það heldur en handrit og kemur það ótrúlega vel út, og standa þau atriði eftir sem þau eftirminnilegustu. Dæmi eru eins og biðstöðvar- og draumaatriðið. Það gerist nær ekkert í biðstöðvaratriðinu og ég held að það sé í mesta lagi sagt fjórar línur í því en það nær að vera svo eftirminnilegt, svo sætt og frekar fyndið. Og draumaatriðið sýnir virkilega hversu mikla sköpunarhæfni Miyazaki hefur. Hann veit líka vel hversu langt hvert atriði á að vera sem lætur flæðið í myndinni vera stórgott. Myndin er um 90 mínútur en mér fannst hún líða hjá eins og hún væri einungis klukkutími.
Útlitið er líka drullugott fyrir 22 ára gamla mynd (eins og allt draumaatriðið, kattarútan og himininn) og nýtur myndin sér mjög vel til að koma með húmor plús hljóð. Tónlistin bætir síðan vel sjarma myndarinnar og er endalagið ótrúlega grípandi. Ímyndunaraflið í myndinni er frábær – enda ekki margir sem mundu hugsa út í kött sem væri rúta með 12 fætur og andlit svipað Chesire Cat úr Alica In Wonderland, eða ná að koma með karakter eins íkonískan og Totoro sjálfur sem segir ekkert út myndina fyrir utan nokkur hljóð.
En eins eftirminnilegur fyrir karakter sem segir ekkert og Totoro er, þá eru líka aðalkarakterarnir tveir frábærir, enda eru Mei og Satsuki bæði svo raunhæfar og svo auðvelt að líka vel við þær. Sumir mundu áreiðanlega finnast þær vera pirrandi (enda öskra þær slatta mikið í gegnum myndina) en fyrir mér bætti þetta raunhæfni og sjarma krakkana. Mei er ótrúlega orkumikil og saklaus út myndina og hugsar um lítið annað en það einkennilega sem hún sér og mömmu sína sem er á sjúkrahúsi. Satsuki nær að vera tímabundið foreldri yfir Mei en nær samt að vera krakki yfir mest allri myndinni og það ótrúlegt hversu langt hún gengur þegar eitt ákveðið í enda myndarinnar gerist (án þess að spoila). Þetta og margt annað lætur systurnar vera ógleymanlegar. Myndin fangar algjörlega ímyndunaraflið og hvernig krakkar haga sér við mismundandi aðstæður. Aðrir karakterar á borð við Tatsuo (pabbi stelpnanna), Nanny og Kanta eru líka mjög eftirminnilegir karakterar, þrátt fyrir takmarkaðan skjátíma.
Hayao Miyazaki stendur sig frábærlega. Ekki nóg með það að hann kom með hugmyndina á bak við þessa mynd þá skrifaði hann líka mjög gott handrit og leikstýrði henni frábærlega, enda mjög mikilvægt fyrir þessa mynd (út af andrúmslofti og útliti). Það koma líka tvö atriði í myndinni sem hefðu auðveldlega getað litið illa út (eins og þegar öll fjölskyldan baðar sig saman), en einhvern veginn kemur þetta vel út. Hann hefur líka gott auga fyrir húmor sem einkennist af hljóði og/eða útliti. Bara það að sjá Totoro brosa lætur mig brosa á móti.
Ekkert í sambandi við húmor eða drama er þvingað í þessari mynd. Reyndar er ekkert slæmt við þessa mynd. Sjáið hana og látið hana fanga ímyndunarafl ykkar. Myndin hefur æðislegt andrúmsloft, æðislega karaktera, ógleymanlegar aðstæður og góðan sjarma. Svo er hún líka ótrúlega sæt.
9/10
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Betri en mig minnti Harry Potter And The Prisoner Of Azkaban hefur alltaf verið í minnst uppáhaldi af Harry Potter myndunum síðan hún kom fyrst út. Myndin hefur sína kosti en því miður finnst mér gallarnir vera meira sjáanlegri heldur en í hinum myndunum. Þegar ég var yngri fannst mér myndin vera næstum því léleg en eftir að hafa horft á hana aftur þá get ég sagt að jafnvel þótt myndin sé ennþá smávegis vonbrigði þá er hún betri en mig minnti.
Alfonso Cuarón leikstýrði þessari mynd og er margt til að hrósa til hans og myndarinnar. Til að byrja með er kvikmyndatakan miklu betri en hinar tvær myndirnar og útlitið breytist all svakalega (þrátt fyrir að breytingar á staðsetningum sumra hluta bögguðu mig svakalega), grafíkin er mjög flott (og hefur myndin líka einn frumlegasta útlit af varúlfi sem ég hef séð) og mér líkar við að hann hefur slatta af smáatriðum sem annaðhvort fólk sem er að sjá myndina aftur, eða þeir sem hafa séð bókina, ættu að taka eftir. Tónlistin er líka fantagóð.
Leikurinn hjá þríleiknum heldur áfram að bætast, en þó aðallega hjá Emma Watson og Rupert Grint. Því miður kemur fyrir atriði hjá Daniel Radcliffe sem er frekar slappt og dró álit mitt niður á leiknum hans í þessari mynd. Cuarón bjóst við of miklu af honum í þessu atriði, eitthvað sem ég tók ekki eftir í 2. myndinni. Michael Gambon tekur við sem Dumbledore (en Richard Harris dó fljótlega eftir að hann kláraði leik sinn í Chamber Of Secrets). Leikurinn er frekar góður og það er fínt að hann apar ekkert eftir Harris en útlitið er hræðilegt. Þegar maður sér Dumbleore á maður að finna fyrir öryggi og maður á að sjá strax að maðurinn sé blíðlyndur, styðjandi og einkennandi, en ég sé það ekki með gráu skítugu skeggi í teygju og klæðnaði sem minnir mig á baðslopp.
Hinir nýliðarnir, Emma Thompson, Gary Oldman, Timothy Spall og David Thewlis standi sig drulluvel og, eins og í hinum myndunum, ná þau öll að eigna sér sinn karakter. Maður sér samt auðveldlega hversu mikið Gary Oldman er að skemmta sér með ofleiknum sínum og á Sirius Black.
Gallar myndirnar eru aftur á móti nokkrir. Jafnvel þótt ég var pirraður í byrjun yfir hversu mikið var sleppt úr bókinni (sömuleiðis með næstu tvær) þá fer það lítið í mig núna. Það sem pirrar mig hinsvegar er að í staðinn fyrir að fylla inn í baksögur aukakarakteranna eða holur myndarinnar (baksaga kortsins, Sirius og fjórmenningana) þá hefur hún ágætlega mikið af tilgangslausum atriðum. Sum eru fín (eins og flugsenan með Hippógríffininum) en önnur er það ekki(til dæmis þegar Feita Frúin fer að syngja óperu). Síðari klæmax myndarinnar var líka óáhugaverður og þegar Harry og Hermione fara aftur í tímann þá er tímalengdin hjá þeim í sumum atriðum samanborið við það sem gerðist á sama tíma (þ.e.a.s. áður en þau fóru aftur í tímann) ömurleg, hreint út sagt. Og ég veit að þetta er illa orðað.
Myndin hefur góða leikstjórn, drulluflott útlit og leikurinn hjá tríóinu heldur áfram að bætast. En því miður þá eru gallarnir það slæmir að ég get ekki gefið myndinni meira en sjöu.
7/10
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Næstum því jafngóð og mig minnti Áður en ég byrjaði að fara yfir Harry Potter aftur var álitið mitt á Philosopher's Stone og Chamber Of Secrets frekar svipað, að þetta væru með betri Harry Potter myndunum. Eftir að ég sá Philosopher's Stone aftur þá lækkaði hún í áliti hjá mér. Margt var alveg jafn gott og áður en það sem ég uppgötvaði strax þarna var að Daniel Radcliffe og Emma Watson að hluta til stóðu sig ekkert sérlega vel. Og eftir að hafa horft á Chamber Of Secrets aftur þá er álitið mitt næstum því jafngott og ég hafði áður: Frábær mynd!
Stíll myndarinnar er eftirteknalegri í þessari mynd því Columbus ákvað að dekkja hann talsvert, sem leiðir að því að sjarmi myndarinnar er allt öðruvísi en fyrri myndin. Það kemur mikið fyrir í myndinni sem toppar allt sem var óhugnalegt við fyrri myndina, hvort sem það er andrúmsloftið, skrímsli eða aðstæður.
Leikurinn hjá þríleiknum bættist mjög vel í þessari mynd. Rupert Grint heldur áfram að vera æðislegur, þrátt fyrir að hann sé miklu meiri skræfa en hann var nokkurn tímann í bókunum. Daniel Radcliffe bætti sig mjög vel, það var kannski ein eða tvær línur sem höfðu ekki rétta tóninnn. Emma Watson er samt einungis aðeins betri en í fyrstu myndinni.
Myndin hefur þrjá nýja eftirminnilega karaktera. Jason Isaacs er góður sem Lucius, þrátt fyrir að gera ekki mikið og hafa ekki mikinn skjátíma. Maðurinn er samt drullusvalur í þessu hlutverki. Kenneth Branagh er æðislegur sem Gilderoy Lockhart og nær algjörlega að koma með mann sem hefur aðeins of mikið egó og sjarma. Síðan en ekki síst er það Christian Coulson sem Tom Riddle. Frammistaða hans tekur allar aðrar frammistöður sem ég hef séð af þessum karakter því maður sér sjarmann við hann, en á sama tíma óhugnina á bak við svipbrigði hans. Ég var virkilega ánægður með hann.
Nýju verurnar í myndinni, Moaning Myrtle og Dobby, voru því miður ekki eins góðir karakterar. Á meðan Dobby hafði sín pirrandi atriði þá varð hann á endanum þolanlegur karakter. Hins vegar fannst mér Myrtle alltaf vera pirrandi. Sem betur fer eru karakterarnir skapaðir þannig að þeir eiga að vera pirrandi týpan og það er líka gott að skjátími þeirra er ekki mikill.
Spennan, útlitið, tónlistin og leikstjórnin hafa svipuð gæði og í fyrstu myndinni, fyrir utan að hluti af tónlistinni er úr Philosopher's Stone. Spennan er reyndar slatti betri enda kemur hún oftar fyrir í myndinni án þess að hún komi á kostnað söguþráðarins. Flæðið er líka gott eins og í fyrri myndinni þrátt fyrir að hafa miklu minni byrjun. Ég var líka ánægður með klæmaxið, þrátt fyrir að myndin (alveg eins og bókin) notar Deus Ex Machina, þ.e.a.s. þegar aðalhetjan (oftast) fær allt í einu eitthvað (að þessu sinni hlut) sem bjargar honum frá því að vera drepinn í klæmaxinu. Þetta er samt nýtt síðar í seríunni og þetta hefur smávegis hint áður þannig að ég get ekki kvartað of mikið.
Steve Kloves kemur aftur með gott handrit þrátt fyrir nokkrar klaufavillur. T.d. þá virðist karakterar skjótast upp í loftið sama hvaða töfraorð eru sögð við þá (kannski ekki beint Kloves að kenna, en samt) og það kemur lína sem segir að slöngur geta heyrt. Fyrir utan það er handritið vel gert og er ég frekar ánægður að Kloves hélt áfram í seríunni jafnvel þótt margt breyttist við þá þriðju.
Fyrir utan smágalla hér og þar, þá finnst mér myndin frábær frá upphafi til enda.
9/10
Shadow of a Doubt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æðisleg mynd frá meistara spennunar Af þeim myndum sem ég hef séð frá Alfred Hithcock er engin af þeim léleg, ekki einu sinni miðjumoð. Fyrir mér eru fáar myndir yfir höfuð sem toppa hans besta mynd, Psycho, en Shadow of a Doubt er ekki langt frá því. Jafnvel þótt að myndin er ekki nærri því eins áhrifamikil og Psycho hefur verið, þá hefur myndin flest allt til að verða að meistaraverki. Frábær leikur, æðislegt handrit, drullugóð spenna, leikstjórn hjá Hitchcock (sem er nær alltaf mjög góð) og gott flæði.
Leikurinn í Shadow of a Doubt er mjög öflugur, sérstaklega hjá Teresa Wright og Joseph Cotten. Teresa Wright heldur myndinni vel uppi og það er eitthvað með brosið hennar sem er bæði rosalega náttúrulegt og heillandi. Þegar hún fréttir að karakterinn sem Cotten leikur (frændi hennar) er að koma í heimsókn þarf maður ekki að sjá neitt meira en andlitið á henni til að sjá nákvæmlega hvernig henni líður við aðstæðurnar. Frábær frammistaða. Cotten er ekkert verri en Wright og nær að vera bæði mjög ógnandi og heillandi og stundum á sama tíma. Hann hefur kurteisina og útlitið til að fá mann til að gruna hann ekki um að vera að fela eitthvað. Aðrir leikarar á borð við Macdonald Carey, Henry Travers og Patricia Collinge standa sig líka mjög vel.
Það gerir þessa mynd jafngóða og bestu myndir Hitchcock er að handritið er það besta sem ég hef séð með honum. Það er oft mjög þétt og vel skrifað, eins og til dæmis atriðið þegar Cotten talar um hversu ómennskar ekkjur eru. Handritið er líka oft fyndið, sérstaklega þegar Henry Travers er að tala við vin sinn um hvernig þeir mundu drepa hvorn annan, en þeir gerir þetta víst til að róa sig. Það, og hversu rólegir þeir eru þegar þeir tala um þetta, lætur mig alltaf hlæja.
Spennan er eins og alltaf mjög góð í myndinni. Það er eitt afhjúpunaratriði í myndinni sem nær að hafa góða spennu, jafnvel þótt að eingöngu sé notað tónlist og blaðagrein. Hitchcock nær að halda spennunni án þess að hún dafni í mjög stórum hluta myndarinnar. Jafnvel í samtalsstýrðum atriðum nær hann að hafa rosalega góða spennu á milli leikaranna. Hitchcock sagði oft að þetta væri hans uppáhalds bandaríska mynd af þeim sem hann leikstýrði og það sést, í sköpun karakteranna, spennu og leikstjórn.
Myndin tekur ekki eins margar áhættur eins og nokkrar aðrar myndir frá Hitchcock en hún þarf þess ekki. Hún gerir mjög vel það sem hún hefur og ólíkt mörgum myndum frá honum, þá var það ekki byggt á bók, heldur frumsamið fyrir myndina.
Myndin sýnir hvað maður gerir til þess að verja fjölskyldu sína og hversu erfitt er fyrir mann að trúa einhverju sem ættingi manns hefur gert. Hún hefur athyglisverðan bakgrunn og góða karaktera. Næst-besta myndin sem ég hef séð frá leikstjóranum. Ef þú ert Hitchcock aðdáðandi, þá skaltu skoða þessa.
10/10
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hefur lækkað í áliti, en samt góð Eftir að hafa séð 7. myndina ákvað að ég að taka bækurnar og myndirnar aftur í gegn og dæma myndirnar algjörlega eftir hvernig þær eru sem kvikmyndir en ekki hvernig þær eru samanborið við bækurnar.
Þegar ég sá þessa mynd á 11. árinu mínu elskaði ég hana og taldi hana í mörg ár vera sú besta með Chamber Of Secrets. En eftir að hafa horft á hana aftur eftir dágóðan tíma hefur hún dregist smávegis niður í áliti hjá mér, þrátt fyrir að hafa marga kosti. Ég tók bara eftir fleiri göllum í þetta sinn.
Það eru nokkrir hlutir sem ég algjörlega elska við þessa mynd. Útlit myndarinnar (sem að mínu mati er jafn gott og Lord of the Rings-myndirnar) og tónlistin setja ótrúlega (afsakið pönnið) töfrandi andrúmsloft og sjarma við myndina. Á meðan tónlistin er alltaf jafngóð (enda samin af John Williams) þá er smávegis tækni í myndinni sem hefur elst, samt ekkert rosalega mikið. Leikstjórinn Chris Columbus virkilega nær að búa til heim sem maður nær að sökkva sér inn í strax og maður kynnist honum. Söguþráðurinn er alveg jafn dularfullur og í bókinni og mér líkar við að það koma nokkrum sinnum skot sem sýna hver er í alvörunni á bak við hann, þó eingöngu þeir sem hafa lesið bókina ættu að taka eftir því. Leikaravalið er mjög flott. Jafnvel þótt margir gera lítið fyrir hlutverkið nema að vera sjáanleg og leika það þá eru nokkrir sem gera sitt við hlutverkið, þá allavega Alan Rickman, Robbie Coltrane, Richard Harris og Ian Hurt.
Aðalleikararnir þrír eru misgóðir. Rupert Grint stóð sig mjög vel, sérstaklega miðað við að hann í kringum 12 ára þegar myndin var gerð, og hefur alltaf staðið sig best af þeim þremur. Daniel Radcliffe er í lagi, en það eru mörg atriði sem hefðu getað verið betur leikin og mér fannst hann opna augun og munnin aðeins of oft. Emma Watson bætti leikinn sinn eftir því sem leið á myndina og það böggaði mig HRÆÐILEGA hvernig munnurinn hennar var næstum allan tímann. Það er eins og hún er að reyna að vera rosalega skýrmælt, en þetta kemur ekki vel út.
Myndin er kannski ekkert rosalega alvarleg en bæði bækurnar og myndirnar þróast með áhorfandanum og verða alvarlegri (og nær alltaf myrkari) með hverri mynd og það koma fyrir ágætlega óhugnandi atriðið (þarf ég að minnast á meira en "andlitið" í klæmaxinu) þannig að það er skiljanlegt að myndin sé miklu meiri fjölskyldumynd frekar en hvernig þær enda. Flæðið er líka sérkennilega gott og er nær ekkert langdregin.
Handritið og hversu lík myndin er bókinni er bæði kostur og galli. Það er auðvitað frábært að sjá hversu trú myndin er bókinni en á sama tíma veit maður nákvæmlega hvað á eftir að gerast (en allar myndirnar einkennast af þessu fyrir mig nær allan tímann, enda stór aðdáðandi. Ég lít samt ekki á þetta sem alvarlegan galla). Síðan er líka leiðinlegt að sjá að myndirnar byrjuðu mjög trú bókunum en fóru að endanum að taka mörg atriði svo að myndin væri í hæfilegri lengd, en þetta hefur pirrað marga (þar að auki mig, á tímabili). Síðan var líka leiðinlegt að það var sleppt á minnast á hver gaf Harry huliðskikkjuna.
Maður kemst vel inn í heiminn, karakterarnir eru skemmtilegir, hún er metnaðarfull, ágætlega spennumikil og mjög sjarmerandi.
8/10
Winter's Bone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta mynd 2010 Eftir að ég sá trailerinn af Winter's Bone í fyrsta sinn hef ég haft mikinn áhuga á að sjá hana, og varð ég fyrir vonbrigðum að hún fór ekki í kvikmyndahús á Íslandi, og komst ég ekki á hana þegar RIFF var í gangi. En ég náði loksins að sjá hana og var hún eiginlega betri en ég átti von á. Ég átti von á lágstemmdri mynd með mörgum atriðum sem ég myndi ekki skilja neitt í (það var búið að lýsa því fyrir mér að samtölin voru mjög hillbilly-leg) en í staðinn fékk ég mynd sem var frábærlega vel skrifuð, vel leikin og leikstýrð og hafði mjög áhugaverða sögu um mannshvarf.
Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni og hef ég ekki séð betri frammistöðu hjá kvenmanni á öllu árinu, fyrir utan að sjálfsögðu Natalie Portman í Black Swan. Hlutverkið er ekki beint kröfumikið, en þar sem þetta er eini karakterinn sem er í kjarna myndarinnar þá þurfti góðan leik til að myndin mundi halda höfði og gerði Lawrence það svo sannarlega. Karakterinn, Ree Dolly, er líka mjög áhugaverður. Þetta er ekki ótrúlega sjálfsörugg stelpa sem fer að leita að vísbendingum og kemur upp um illmennin á endanum heldur 17 ára stelpa sem hugsar einungis um fjölskyldu sína og gengur langt til að finna pabba sinn svo að fjölskyldan missir ekki heimilið sitt. Og svæðið sem hún er í er ekki beint kvenvænt (það er minnst á myndinni af hverju hún er að gera karlmannsverk). Fyrsti helmingur myndarinnar byggist nær eingöngu á því að hún er að fara til mismunandi fólks sem hún eða pabbi hennar þekktu til að vita meira um hvar hann gæti verið og sýnir um leið hvernig lífið er fyrir þetta fólk í Ozarks. Með áhugaverðustu karakterum árins.
Aðrir leikarar í myndinni standa sig þar að auki mjög vel. Frændi Ree, Teardrop, sem er mjög vel leikinn af John Hawkes, var líka mjög áhugaverður karakter og náði vel að vera bæði blanda af stuðning og vera ógnvekjandi. Dale Dickey, Sheryl Lee og Garret Dillahunt stóðu sig líka vel, þrátt fyrir takmarkaðan tíma á skjánum.
Handritið og leikstjórnin frá Debra Granik (sem ég hafði ekki heyrt um áður en ég sá þessa mynd) er til fyrirmyndar. Handritið hefur aldrei daufan punkt og passar vel við svæðið (Ozarks) sem myndin gerist (enda er höfundur bókarinnar frá svæðinu). Það er hægt að kalla myndina Country Noir eða Feminist Redneck Noir. Leikstjórnin kemur með öflugt andrúmsloft og góðan leik frá öllum og veit Granik vel hvar á að hætta atriði.
Myndin sýnir raunsæja ráðgátu sem verður meiri og meiri eftir því sem Ree talar við fleiri. Spennan magnast líka þar sem það er fólk sem vill ekkert með það hafa að einhver sé að snuðrast út í þetta mál. En ólíkt mörgum myndum þá eru þeir grunsamlegu hluti af fjölskyldunni, sem framleiða meth. Myndin hefur þar að auki atriði sem beinast ekki að ráðgátunni, til dæmis atriði þegar hún fer að kenna systkinum sínum að veiða. Það var ánægjulegt að myndin leyfði sér að hafa góð atriði sem snertu ráðgátuna ekki mikið, til að leyfa henni að anda aðeins. Ég elska þar að auki að það var ekki allt fyllt í sambandi við ráðgátuna. Í endanum veit maður ekki nákvæmlega hver var á bak við aðstæðurnar sem voru í myndinni (enda skiptir það ekki máli fyrir Ree) né veit maður hver var á bak við peninga-aukasöguþráðinn sem kemur smávegis fram. Útlitið er fallegt og grimmt á sama tíma, eins og myndin sjálf er. Klæmaxið passaði algjörlega við tón myndarinnar. Það var ekki byggt á háspennu, ofbeldi eða einhverju slíku, heldur mjög lágstemmt og óhugnandi.
Fyrir utan eitt draumaatriði sem ég var ekkert mjög hrifinn af þá virkar þessi mynd vel á alla vegu. Vel leikin, áhugaverð, grimm en vonmikil og hefur góðan feel-good endi.
9/10
Tangled
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Betri en ég átti von á Þá er loksins komið að síðustu myndinni í Disney Animated Canon sem ég mun skrifa um, að minnsta kosti þangað til Winnie the Pooh kemur einhvern tímann á næsta ári, og er tilvalið að enda á 50. myndinni: Tangled.
Ég verð að játa að ég átti ekki von á miklu frá þessari mynd, en ég var hissa að hún var vel gerð á flesta vegu, og staðfestir það næstum því að þetta ár hefur verið frekar gott fyrir teiknimyndir (ég vil samt ekki alhæfa það þar sem ég á ennþá eftir að sjá eina teiknimynd sem kom til landsins, Legend of the Guardians). Myndin er samt þrátt fyrir það einungis 4. besta teiknimynd ársins.
Myndin einkennnist mest af rómantíkinni þó að húmor og spenna sé ekki langt undan. Húmorinn virkaði oft frekar vel, þó kom fyrir að hann var þvingaður, sérstaklega með hestinn Maximus, en það hversu hundalega hann lætur var rosalega ódýr leið til að láta fólk hlægja. Ég held að ég hafi hlegið/glottað smávegis þegar þetta kom fyrst í myndinni. Hasarinn er samt góður, þrátt fyrir að myndin sé rosalega anti-climactic. Útlitið er þar að auki frekar flott og þá sérstaklega hárið á Rapunzel (eða Gullveigu).
Aðalkarakterarnir tveir, og rómantíkin á milli þeirra, eru aftur á móti kjarni myndarinnar. Rapunzel hafði skemmtilega orku út myndina, og er á einum tímapunkti í algjöru bipolar-kasti. Hún er að mínu mati með betur sömdu kvenkarakterum sem Disney hefur gert. Flynn var líka fínn karakter, og fékk ágætis þróun eftir því sem á myndina leið. Rómantíkin á milli þeirra var mjög vel gerð. Ólíkt upprunalegu útgáfunni eftir Grimm-bræður, þá eru samskipti þeirra ekki alltaf rosalega falleg, enda neyðast þau í byrjun að vera með hvor öðru. Gothel fannst mér ekkert vera sérstakt illmenni, þó ég gef höfundum plús fyrir að hafa komið með ástæðu af hverju hún vildi fá Rapunzel.
Það var samt tvennt sem böggaði mig við myndina. Þar sem myndin er rétt svo komin út þá þarf ég að kvarta undan hvernig hún var auglýst. Það eru mörg atriði úr trailerum sem koma ekkert fram í myndinni og hún sýnir líka Maximus sem hest Flynn, sem er í rauninni ekki. Trailerarnir (og plakatið undan henni) minntu mig ótrúlega mikið á eitthvað frá DreamWorks, allt frá hvernig myndin virtist vera, til augabrúnanna þeirra á plakötunum (sem eru eitt af stærstu einkennum DreamWorks). Út af þessu fannst mér eins og Disney væri að selja myndina sem eitthvað annað en hún var, til að fá meiri aðsókn. Þetta böggaði mig, en ég var ánægður að sjá eitthvað annað en það sem ég bjóst við: algjöru miðjumoði.
Lögin voru frekar auðgleymd fyrir utan Incantation (sem er ekki einu sinni mínútu langt, en er endurtekið) og mér fannst bæði að myndin hefði vel getað staðið án þeirra og mér fannst líka einkennilegt að sjá tölvugerða mynd sem söngleikur (lögin úr Toy Story 1/2 voru alltaf sungin af einhverjum utanfrá og flest önnur lög sem ég hef heyrt voru til þegar og notuð sem pop-culture referance/filler), og ekki á mjög góðan hátt.
Myndin er samt sem áður frekar góð.
7/10
Og svona til gamans þá er hér listinn minn yfir Disney-myndirnar í röð eftir hversu góðar mér fannst þær vera.
50: Chicken Little (Óeftirminnilegir karakterar, teygð, frekar ófyndin og leiðinleg)
49: Robin Hood (Fyrir utan einn karakter þá eru allir óeftirminnilegir, myndin er kjánleg og löt)
48: Dinosaur (Hæg, án þess að vera listræn, og næstum allt virkar ekki. Flott á köflum)
47: Home On The Range (Mjög stórt meh með einum versta villain Disney)
46: Sword In The Stone (Mörg tilgangslaus atriði og hafði engan eftirminnlegan karakter, nema ugluna)
45: Fun And Fancy Free (Þunn, óáhugaverð og frekar leiðinleg.)
44: Oliver & Company (Miseftirminnilegir karakterar og gerir ekkert til að bæta fyrirsjáanleika sinn)
43: The Rescuers (Eitt stórt meh)
42: The Black Cauldron (Lítur vel út, en auðgleymd að öðru leiti)
41: Pocahontas (Ófrumleg, hundleiðinlegir karakterar og hefur stærsta plot-hole Disney. Góð tónlist samt)
40: Cinderella (Beinir athyglinni of mikið af músunum í staðinn fyrir að byggja Cinderella betur upp)
39: The Three Caballeros (Langdregin og of súr, þó útlitið sé gott)
38: Alice in Wonderland (Sýruleg, sem er bæði gott og slæmt, og oft mjög pirrandi. Komst ekki inn í hana)
37: The Princess and the Frog (Léleg ástarsaga og virðist vera a.m.k. 10 árum of sein)
36: Brother Bear (Misgóðir karakter, auðgleymanleg tónlist og smákjánaleg. Hefur samt góða hluti)
35: Peter Pan (Ágætir karakterar, aðeins og mikið af meðallegu slapsticki, og hefur fínt þema um að þroskast)
34: Lilo & Stitch (Fín byrjun og aðalkarakterarnir eru þeir einu sem eru minnugir)
33: Atlantis: The Lost Empire (Sumir hlutir sem ég var ekki hrifinn af, eins og sci-fi-ið, en hefur hluti sem voru góðir, eins og aðalkarakterarnir, nokkrir aðrir og útlitið)
32: Saludos Amigos (Skemmti mér en allt of stutt)
31: Treasure Planet (Fyrirsjáanleg en bætir fyrir það með aðalsambandi myndarinnar. Flott blanda af 2d og 3d hreyfimynd)
30: The Little Mermaid (Gott illmenni, lélegur aðalkarakter, og mjög góð tónlist)
29: The Great Mouse Detective (Með skemmtilegustu illmennunum, hefur fáar klisjur, flott útlit en hefðu mátt bæta góðu kallana)
28: Make Mine Music (Minna alvarlegri útgáfa af Fantasia og verður betri eftir því sem líður á hana)
27: The Jungle Book (Tónlist, handrit og útlit er gott, flestir karakterar eru fínir og góður villain. Mowgli var samt leiðinlegur)
26: Sleeping Beauty (Hræðileg ástarsaga en bætir vel fyrir hana með skemmtilegum dísum og einu besta illmenni Disney)
25: Hercules (Gölluð en hefur stórt skemmtanagildi. Hades og Zeus eru frábærir)
24: The Many Adventures Of Winnie The Pooh (Sjarmerandi en ég þoli ekki titilkarakterinn og Tigger)
23: 101 Dalmatians (Skemmtleg, en ekkert rosalega minnug)
22: Tarzan (Týpísk, en lítið hægt að kvarta undan henni)
21: The Adventures of Ichabod and Mr. Toad (Fínn fyrri hluti, mjög góður seinni hluti sem endar ekki sérstaklega vel, ólíkt nær öllum Disney-myndum)
20: Melody Time (Svipuð og Make Mine Music, bara betri, flott sýrutripp og mörg góð atriði)
19: The Rescures Down Under (Bætir fyrri myndina á alla staði; húmor, karakterar, illmenni og útlit)
18: Bolt (Óeftirminnilegar manneskjur en skemmtanagildið er gott út myndina og fínir aðalkarakterar)
17: Tangled (Fínir karakterar, góð rómantík en óminnugt illmenni og hefðu auðveldlega getað sleppt lögunum)
16: Bambi (Eftirminnilegir karakterar, öflugt klæmax, en frekar þunn)
15: The Fox And The Hound (Aðalsambandið var vel gert og mér líkaði við hvernig þeir sýndu hvernig umhverfi getur breytt manni)
14: Snow White And The Seven Dwarfs (Minnug tónlist og karakterar og hefur fáa galla. Ég gerði samt mistök í gagnrýni minni um hana. Hún var einungis fyrsta teiknimynd í fullri lengd frá landi sem talað er enska)
13: Lady And The Tramp (Með betri ástarsögum Disney, margir fínir karakterar og góður aðalkarakter)
12: The Lion King (Ofmetin, en ég get ekki neitað því að hún hefur marga góða karaktera, frábæra tónlist og eitt sorlegasta atriði frá Disney)
11: Meet The Robinsons (Ég held að besta lýsing sem ég hef séð á þessari mynd sé: "Litatripp með hjarta")
10: The Aristocats (Frábærir aukakarakterar, fín ástarsaga, ágætt slapstick á milli og ógleymanlegt söngatriði. Lélegt illmenni samt)
9: The Emperor’s New Groove (Klárlega sú fyndnasta, með skemmtilegum karakterum, ótýpísk og John Goodman)
8: Aladdin (Enginn karakter er óminnugur, mjög skemmtileg, frábær tónlist og einbeitir sér frekar að sambandinu milli Andans og Aladdin heldur en þess síðarnefnda og Jasmine, sem er bara góður hlutur)
7: Mulan (Með betur sömdu kvenkarakterum Disney, minnug lög og mörg eftirminnileg skot)
6: Dumbo (Of stutt, en hefur karakter sem er ekki hægt annað en finna til með og skilin milli skemmtilegs atriðis og sorglegs atriðis eru mjög vel gerð. Baby Mine er sorglegasta atriði Disney frá upphafi)
5: The Hunchback Of Notre Dame (Djúpir karakterar, frábær tónlist og háalvarleiki Disney)
4: Fantasia 2000 (Ekki alveg eins alvarleg og löng og upprunalega en einkennin eru ennþá í fullkomnu lagi)
3: Fantasia (Listrænt hámark Disney, einstök, persónuleg og hefur kraftmesta atriði Disney, endirinn)
2: Beauty And The Beast (Besta ástarsaga Disney, bestu lög Disney og með betri karakterum/illmenni Disney)
1: Pinocchio (4 góð illmenni, 2 mjög vel skapaðir aðalkarakterar, ótrúlega sjarmerandi og óhugnaleg og hefur allt of mikið af of grípandi lögum og minnugum atriðum. Eins og er er þetta með 10 bestu myndum sem ég hef séð.)
Þá er ég búinn með Disney-maraþonið. Ég held að það sé gott plan að taka nokkrar myndir frá Hayao Miyazaki og Don Bluth á næsta ári.
The Many Adventures of Winnie the Pooh
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sjarmerandi Þegar ég byrjaði á Disney-maraþoninu fyrr á árinu tók ég ekki nokkrar stuttmyndasöfn sem Disney gaf út á 5. áratugnum og The Many Adventures of Winnie the Pooh (af hverju Pooh af öllum nöfnum btw?) sem kom út tveimur áratugum síðar. Ég veit ekki af hverju ég tók þessar myndir ekki, en ég hef gert það núna.
Í staðinn fyrir að koma með heilar 7 gagnrýnir um þessar myndir ákvað ég að taka einungis eina gagnrýni og beina henni aðallega að þeim myndum sem höfðu sömu karaktera út myndina. Ég ætla samt að skrifa í stuttu máli hvað mér fannst um hinar myndirnar og gefa þeim einkunn.
Saludos Amigos: Skemmtileg og smávegis fræðandi um leið. Það var gaman að sjá Guffa og Andrés eftir að þeir komu ekkert fram í Fantasia nokkrum árum áður. Samt allt of stutt.
6/10
The Three Caballeros: Frekar flott hversu fljótt það náðist að blanda live-action við hreyfimyndagerðina, og gaman að sjá Andrés með Panchito Pistoles og José Carioca. En myndin er allt of súr fyrir mig og verður mjög langdregin.
5/10
Make Mine Music: Minna alvarlegri útgáfa af Fantasia en verður betri eftir því sem líður á hana. Það pirraði mig samt frekar mikið að öndin í Peter and the Wolf lifði myndina af. Annars eru síðustu tveir kaflarnir þeir langbestu. Það er rosalega spes að sjá ástfangna hatta og óperusyngjandi hval.
6/10
Fun and Fancy Free: Þunn, óáhugaverð og frekar leiðinleg. Jiminy Cricket gat ekki einu sinni bjargað myndinni frá miðjumoði.
4/10
Melody Time: Svipuð og Make Mine Music, bara betri. Mörg góð atriði og sýrutrippið með Andrési og José Carioca er miklu styttra en í The Three Caballeros. Aðalkarakterinn í síðasta hlutanum er reyndar með stærstu Gary-Stu sem ég hef séð, en það gerir reyndar þann hluta ennþá betri.
7/10
The Adventures og Ichabod and Mr. Toad: Klárlega sú besta með Melody Time. Báðir hlutarnir eru vel gerðir, þó mér fannst gaman hversu þögull síðari hlutinn var, og er áreiðanlega ein af fáum myndum frá Disney sem ekki hafa hamingjusaman endi. Ég man ekki eftir neinum öðrum eins og er (Bambi hálfpartinn reyndar).
7/10
En nú er komið að The Many Adventures of Winnie the Pooh.
Myndinni er skipt í þrjá hluta en ólíkt hinum myndunum tengjast þeir allir, ekki eingöngu með að hafa sömu karaktera, heldur líka í sambandi við hvernig karakterum finnast aðrir vera. Ég sjálfur hafði gaman af þeim þegar ég var yngri og að sjá þá aftur núna var ágætis nostalgiukast (en ekki nærri því eins mikið og margar myndir frá 10. áratugnum og nokkrar aðrar).
Það eru margir góðir karakterar í myndinni. Rabbit, Roo, Gopher, Eeyore og Piglet eru í uppáhaldi hjá mér, og hafa þeir allir mjög ólíka, en þunna, persónuleika (eins og allir aðrir karakterar). Þeir minna mig frekar mikið á dvergana í Snow White, þó dvergarnir séu aðeins þynnri. Það er líka gott að karakterarnir séu ólíkir og margir, svo að maður getur að minnsta kosti líkað vel við einn. Owl er karakterinn sem er á milli þess að vera fyndinn og pirrandi. Það fer nær oftast við aðstæður hvort hann sé, t.d. fannst mér fyndið þegar hann var að tala um ættingja sína þegar það var stormur í Hundraðeykuskógi. Og ég veit að margir eru ósammála mér þegar ég segi að ég þoli ekki Pooh sjálfan og Tigger, og hef aldrei gert það. Mér fynnst samt athyglisverðast að mér fannst Tigger vera skárri en mig minnti. Síðasti hlutinn hafði kannski eitthvað að gera með það, þegar hann náði loksins að sannfæra Rabbit (sem er áreiðanlega sá eini sem þolir hann ekki í sögunum) hversu gaman er að skoppa.
Útlitið og tónlistin hafa mjög skemmtilegan sjarma. Lögin eru oftast stutt en þau gera sitt verk. Og útlitið er oft mjög sérstakt. Myndin gerist inni í bók, og það kemur oft fyrir að karakterar fari á stafi eða að hlutir snúa eftir því hvernig bókin snýr. Síðan koma nokkrum sinnum atriði þar sem fjórði veggurinn er brotinn. Frekar frumlegt af Disney.
Myndin er ekki ein af þeim bestu frá Disney, en sjarminn er mjög sjáanlegur og ég verð nú bara að segja að kannski fari ég á nýju myndina þegar hún kemur út einhvern tímann á næsta ári.
7/10
The Princess and the Frog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góður villain, slöpp ástarsaga The Princess and the Frog er alls ekki slæm mynd, hún hefur bara svo margar klisjur sem einkenndu Disney á 10. áratug síðustu aldar að hún er frekar týpísk. Sumar klisjur voru óhjákvæmlegar miðað við söguna eins og koss sem lagar allt, happily ever after og comic-relief. En klisjur á borð við aðalkarakter sem vil meira úr lífinu, hefur misst foreldri og söngatriði með rosalega miklum sýrubakgrunni (kemur oftast einu sinni í hverri mynd, þessi hafði um þrjú) þurfti ekki að vera til að láta myndina vera góða.
Klisjur hafa aldrei farið mjög mikið í mig, svo fremi sem myndin gerir eitthvað nýtt eða mjög vel. The Princess and the Frog hefur lítið af því. Hún lítur vel út, en ekkert rosalega flott. Og það eina sem myndin gerði nýtt var að setja smá tvist á koss sem lagar allt og dauði ákveðins karakters (sem ég mun ekki spoila hver er).
Karakterarnir eru misgóðir. Aðalparið, Tiana og Naveen, fannst mér vera frekar óáhugavert, þó mér fannst Tiana vera fínn karakter í byrjun myndarinnar. Hún varð einhvernveginn minna áhugaverðari þegar rómantíkin á milli karakteranna fór að byrja, enda hefði hún getað verið miklu betri. Það pirraði mig mjög mikið að Naveen planaði að biðja hana um að giftast sér eftir að hafa þekkt hana í aðeins einn dag. Ariel þurfti til dæmis að kyssa mann á innan við þremur dögum áður en hún mundi verða þræll Úrslúlu, en hún þurfti einungis að kyssa hann og að kyssa mann innan þriggja daga er ekkert athugavert. Að biðja konu um að vera með sér að eilífu eftir að hafa þekkt hana í einn dag er fáranlegt, jafnvel miðað við að myndin gerist á tíma þegar konur höfðu minni völd (1920's held ég).
En myndin hefur nokkra eftirminnilega karaktera. Jafnvel þótt að krókódíllinn Louis dró alvarleika myndarinnar mjög mikið, þá hafði ég frekar gaman af honum. Orkan í raddleikaranum var mjög góð. Og eldflugan Ray, talaður af Jim Cummings, var líka eftirminnilegur, og hafði rosalega einkennilega rödd. Síðan er það auðvitað illmennið, Dr. Facilier, sem er besta illmenni Disney á þessari öld. Jafnvel þótt að það eina sem hann vill er peningar, þá nær hann að heilla fólk svo mikið að taka við ráðum hans að það er hægt að kalla hann “manipulative”. Það var líka gaman að heyra John Goodman tala í myndinni, en hann talaði fyrir Eli La Bouff
Ég hef aldrei verið mjög mikill aðdáðandi tónlistarinnar frá Randy Newman, þó ég hafði ágætlega gaman af lögunum úr fyrstu tveimur Toy Story myndunum (þó reyndar að röddin hans böggaði mig). Eingöngu tvö lög úr myndinni fannst mér vera eftirminnileg: Almost There, þar sem Tiana segir frá hvernig veitingastaðurinn hennar verður með frekar skemmtilegum hreyfimyndum með, og Friends on the Other Side. Það er orðið opinbert að illmennalögin eru alltaf með þeim eftirminnilegustu úr Disney-myndum og er þetta engin undantekning. Hin lögin fannst mér aldrei neitt góð og það kemur fyrir að útlitið er of kjánalegt, sérstaklega ef maður ber það saman við myrku hliðar myndarinnar.
Myndin hefur eitt og eitt tvist sem er ólíkt venjulegu klisjunum, en annars hefur hún slatta af klisjum, hún hefur ekki mjög marga eftirminnilega karaktera, þó restin sé alls ekki slæm. Lögin eru bæði góð og óeftirminnileg. Svo yfir heildina litið, þá er hún á milli þess að vera í lagi og fín.
6/10
Bolt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg út alla myndina Með þessari mynd fór álit mitt á tölvugerðum myndum frá Disney að vera nokkuð öruggt, þar sem það sést að Meet the Robinsons var ekki hundaheppni hjá þeim. Disney á ennþá eftir að koma með svona teiknimynd sem hægt er að bera saman við bestu teiknimyndir Pixar, en ég mundi samt segja að þeir væru nálægt gæðum DreamWorks. Á meðan DreamWorks hafa gert nokkrar betri myndir (How to Train Your Dragon, Shrek og Shrek 2), þá hafa þeir samt gert margar slakar myndir, og hefur Disney einungis gert það einu sinni (fyrir utan að hún var verri en slök).
Sagan í sjálfu sér kemur ekki með mikið nýtt, en skemmtanagildið er verulega gott og sá til þess að nær ekkert atriði var og langt eða leiðinlegt.
Aðalkarakterarnir tveir, Bolt og Mittens, fá gott hrós fyrir að vera vel skrifaðir karakterar. Þróun Bolt komst vel skila (þó mér fannst hún vera smávegis lík þróun Buzz Lightyear í Toy Story: hann heldur að hann sé rosalega mikilvæg hetja en fer að uppgötva að kannski er mikilvægara að vera til staðar fyrir eiganda sinn) og mér líkaði vel að sambandið hans við Mittens var frekar raunhæflega gert. Manni líður samt smávegis illa fyrir John Travolta, en ég hef ekki séð betri mynd með honum á þessari öld, og eina sem hann gerir í þessari mynd er að ljá rödd sína (svipað með Mike Myers, hefur ekki gert neitt gott eftir Shrek 2, fyrir utan Inglorious Basterds).
En senuþjófur myndarinnar er algjörlega hamsturinn Rhino, áreiðanlega besta comic-relief þessa áratugar með Kronk úr Emperor's New Groove. Fanboy persónuleiki hans er frábær og það koma mörg eftirminnileg atriði með honum.
Eins og ég kom með áðan þá er ekki mikill frumleiki í myndinni, en áreiðanlega það frumlegasta við myndina er að það er ekkert illmenni í henni. Af því sem ég man eftir þá eru einu aðrar myndirnar sem hafa ekki illmenni (þær hafa antagonist en það er ekki það sama) í einhverum hluta myndarinnar eru Dumbo, Lady and the Tramp og nokkrar aðrar.
Aðalgalli myndarinnar eru manneskjunnar. Engin af þeim er eftirminnileg og gera nær ekkert við söguna, nema kannski Penny, en mér fannst röddin hennar Miley Cyrus vera pirrandi. Og það pirraði mig ennþá meira að hún fékk nafnið sitt á auglýsingar myndarinnar með John Travolta í staðinn fyrir Susie Essman. Ég hélt alltaf að hún talaði fyrir köttin. Sem betur fer gerði hún það ekki. Það var samt gaman að sjá Malcolm McDowell í smávegis cameo.
Myndin er samt með rosalega góða orku og smávegis hjarta á milli. Jafnvel þótt hún bætti álit mitt á tölvuteiknuðum Disney-myndum þá finnst mér samt Meet The Robinsons vera betri. En munurinn er ekki rosalegur.
7/10
Meet the Robinsons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær bæting Disney hafa augljóslega séð hvað var að Chicken Little, því bætingarnar frá henni til Meet The Robinsons eru með þeim betri sem ég hef séð. Handritið er miklu sterkara, hún hefur ótrúlega mikið af minnugum persónum, útlitið er talsvert betra og svo ekki talað um að hjartað í henni er ekkert þvingað og nær að vera mjög náttúrulegt.
Þrátt fyrir að hafa fullt af karakterum, þá eru aðeins þrír sem gera eitthvað meira en að vera bara skraut. Lewis, sem minnir mig óþægilega mikið á Bert Ljung (úr (nánast) samnefndum bókum), er ekki með sterkustu aðalkarakterum Disney, en hann skilaði sínu vel. Ég fann til með honum þegar eitthvað kom fyrir hann í gegnum myndina og ég virkilega vildi að hann mundi verða ættleiddur (ójá, hann er munaðarleysingi) í endanum. Sub-plottið hans yfir að vilja sjá þegar mamma hans skildi hann eftir fyrir utan hælið náði að koma sínu til skila mjög vel. Wilbur var líka mjög skemmtilegur karakter og var sambandið á milli hans og Lewis vel þróað í gegnum myndina. Goob var ágætur sem krakki og það er ánægjulegt að sjá að hvað kom fyrir hann í endanum á myndinni, en sem illmenni er hann með þeim verstu því miður.
Jafnvel þótt aðrir karakterar hafa enga þróun og eru mjög þunnir þá ná ótrúlega margir að vera bæði minnugir og láta mig hlægja (til dæmis var atriðið með Dr. Krunkelhorn algjörlega það besta). Ég hefði ekki getað beðið um meira. Mér fannst líka brandarinn með að "Cornelius" væri líkur Tom Selleck mjög fyndinn, sérstaklega þegar maður uppgötvar að Cornelius sé talaður af honum (og passaði við karakterinn, ég var hissa). Út af þessu náði myndin aldrei að verða langdregin eða leiðinleg og hélt mér brosandi út myndina (nema á nokkrum ákveðnum stöðum).
Myndin hefur samt tvo galla sem eru þó ekki mjög alvarlegir. Tímaflakkið í myndinni og hvernig atvik breytast með því skilur eftir ótrúlega mikið af holum. Það pirraði mig í gegnum myndina, en það hafði samt hugmyndflug svo þetta var ekki eins slæmt og þetta hefði getað orðið. Hitt er að það eru tvö atriði í myndinni sem eru hræðilega fyrirsjáanleg (og eru þau bæði um hverjir ákveðnir karakterar eru í rauninni). Ég efast samt um að handritshöfundarnir hafi viljað að þetta væri rosalega mikið sjokk, það virkar einhvern veginn ekki eins og þeir vildu að þetta væri þannig.
Myndin er samt með 15 bestu Disney-myndum sem ég hef séð. Hún er fyndin, litrík, hugmyndarík og hefur nokkur mjög snertandi atriði, og geng ég svo langt að segja að myndin hefur með betri endum Disney-mynda, hann var frekar öflugur.
7/10
Chicken Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Robin Hood, ég biðst afsökunar Í gagnrýnni minni um Robin Hood sagði ég að hún væri versta Disney-mynd sem ég hefði séð. Eftir að hafa séð Chicken Little get ég tekið þessi orð til baka.
Robin Hood fannst mér vera rosalega kjánaleg, ófyndin og fyrir utan Lady Cluck, þá var enginn skemmtilegur karakter. Chicken Little er aðeins fyndnari en miklu langdregnari, leiðinlegri og hefur engan karakter sem lét mig halda með aðalkarakterunum.
Myndin er líka rosalega mikið "sell-out". Síðustu myndir Disney lentu alltaf í skugganum á myndum frá t.d. Pixar og DreamWorks, sem voru tölvugerðar. Árið áður en þessi mynd kom út, kom út myndir Home on the Range (sem er með verri myndum Disney) sem var í samkeppni við Shrek 2 (með betri myndum DreamWorks) og The Incredibles (4. besta Pixar-myndin að mínu mati) og virtist það hafa fyllt mælinn fyrir Disney að þeir þurftu að gera tölvuteiknaðar myndir til að geta verið með öðrum teiknimyndum. Myndin hefur líka sömu einkenni og það sem Shrek gerði svo frægt að margar myndir fóru að gera það sama; kunnuleg saga með fullt af pop-culture referencum og nútímavæðingu. Að mínu mati skiptir engu máli hvernig teiknimynd er teiknuð. Frumleiki eða hversu vel gerð myndin er í sambandi við sögu, húmor, karaktera, útlit og (stundum) lög skiptir meira máli. Chicken Little hefur hvorki frumleika né er vel gerð.
Þegar ég sá myndina fyrst, þá var ég frekar hissa hversu mikið tæknin hefur elst samanborið við aðrar tölvugrafískar teiknimyndir. Allar Pixar-myndirnar (nema kannski Toy Story, þar sem það er langt síðan ég sá hana í upprunalegu útgáfunni) hafa betri tækni, þó reyndar að tæknin bættist eftir því sem leið á myndina.
Þó sumir karakterar gátu látið mig brosa stöku sinnum, var enginn af þeim eftirminnilegur. Svínið stóð mest upp að mínu mati. Aðalkarakterinn er mjög týpískur og gerir ekkert til að bæta fyrir það. Ég hef líka smá-nitpick á milli hans og andarinnar, en mér fannst "rómantíkin" á milli þeirra rosalega þvinguð.
Myndin er rosalega teygð, og hún er ekki löng. Upprunalega sagan var ekki löng svo auðvitað þurfti eitthverju að bæta við og þetta er ekki fyrsta sinn sem þetta hefur komið fyrir Disney eins og Sleeping Beauty (einbeitti sér mikið að dísunum þremur), Snow White (hafði t.d. ágætlega langt atriði þegar dverganir voru að þrífa sig fyrir matinn) og líklegast Tangled, en ég hef ekki séð hana ennþá. Þessi mynd hefur mörg þvinguð samtöl milli aðalkaraktersins og pabba síns. Mér fannst á tímabili að myndin var að reyna að koma með handrit á borð við The Incredibles, fyrir utan að þar var það bæði miklu betra og mér fannst það koma miklu náttúrulegra út.
Eftir ákveðinn tíma myndarinnar breytir hún algjörlega um stefnu þegar geimverurnar koma. Ég klóraði mér frekar mikið í hausnum hvernig höfundarnir gátu sett geimverur inn í sögu sem var upprunalega um kjúkling sem hélt að himininn var að hrynja og fékk nokkra félaga með sér í leiðangur sem endaði... illa. Disney virðist algjörlega skammast sín fyrir að hafa gert þetta, enda var gert grín að þessu þremur árum síðar í Bolt.
Það er ekki langt síðan ég sá myndina, en aldrei hef ég gleymt svona mikið af mynd svona fljótt eftir að ég sá hana. Ég man samt að hún skemmti mér engan veginn.
Chicken Little er versta mynd Disney, ég get fullyrt það fullkomlega því ég stórefast um að Tangled eigi eftir að verða verri, hún hefur fengið frekar góða dóma úti.
3/10, lágur þristur.
Home on the Range
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar slöpp Home on the Range var síðasta myndin hjá Disney sem var teiknuð hefðbundlega (þ.e.a.s. ekki þrívíddartölvtækni) þangað til The Princess and the Frog kom út árið 2009, og ástæðan er augljós. Þetta er ein af verst teknu Disney-myndunum og er að mínu mati algjörlega með þeim 5 verstu. Margir karakterarnir eru auðgleymanlegir, illmennið er einn mesti brandari sem ég hef séð frá Disney, lögin gleymast fljótt og húmorinn er allt of sjaldan góður.
En svona til að koma með góða hluti þá eru nokkrir fínir karakterar. Af kúnum fannst mér til dæmis Grace vera skemmtileg. Hún kemur þar að auki með bestu línurnar í myndinni. Maggie var í lagi en Mrs. Caloway var aðeins of týpískur karakter fyrir mig. Hesturinn Buck fannst mér vera bæði þunnur og pirrandi karakter (þó ég gefi raddleikaranum, Cuba Gooding Jr. plús fyrir að setja eftirminnilega góða orku í karakterinn. Bara ef hann hefði verið betur skrifaður). Og ég var hissa að það er einn svalur karakter í myndinni, en það eyðist í klæmaxinu.
Illmennið Alameda Slim er með verri illmennum Disney frá upphafi. Hann er kannski ekki rosalega heimskur eða sá sem lendir í skömmustulegum atriðum. Ég gat bara ekki tekið manninn alvarlega, allt frá hvernig hann lét, hvernig hann klæddi sig eða að hann gat dáleitt kýr með því að... jóðla???
Lögin og útlitið er bæði mjög mikið meh að mínu mati. Hvort tveggja er bæði hefðbundið, ekki slæmt en ekki heldur minnugt. Og sama er hægt að segja um húmorinn. Það komu nokkrum sinnum góðir brandarar en þeir voru of fáir og of langt á milli þeirra. Mér fannst til dæmis þríburarnir ekki vera neitt fyndnir, jafnvel þótt að það var tilgangur þeirra í myndinni.
Þetta er mynd sem ég mun ekki horfa á aftur, þó hún sé ekki beint slæm. Hún er samt ekki meh, aðeins fyrir neðan það.
4/10
Brother Bear
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín, en alls ekki sérstök Brother Bear er alls ekki slæm mynd, en hún hefur ekki marga hluti til að mæla eitthvað sérstaklega með henni (reyndar sé ég enga ástæðu af hverju ég ætti að horfa á hana aftur). Myndin hefur mjög kunnuglegan söguþráð (en hversu margar Disney-myndir eru ekki þannig?) en ég myndi vera að ljúga að sjálfum mér ef ég segði ekki að hann sé sæmilega vel gerður.
Kenai fannst mér vera góður karakter. Þrjóskur, barnalegur (naïve) og hefndargjarn og fær hann ágæta þróun í myndinni. Það sem ég fílaði mest við þróunina hans var að hann fór að breytast hægt og rólega. Allt of margar myndir sem einkennast af því að titilkarakterinn þróast yfir í aðra manneskju gera það allt of hratt og einbeita sér meira að eitthverju öðru frekar en kjarna myndarinnar, aðal karakternum. Ég var á báðum áttum hvort mér fannst Koda vera góður eða slæmur karakter. Hann er í byrjun frekar pirrandi, þó ég telji að hann átti að vera þannig, en fór að batna eftir því sem myndin gekk. Eini annar karakter sem skildi eitthvað eftir sig var bróðir Kenai, Denahi, sem er alla myndinna að leita eftir birni sem hann hélt að drap bróður hans. Aðrir karakterar náðu ekki einu sinni að vera í myndinni til skrauts.
Tónlistin er eftir Phil Collins, þannig að hún gleymdist strax hjá mér, en eins og Tarzan þá voru eitt eða tvö lög sem voru minnug, Transformation og No Way Out. Þessi lög náðu líka að koma með mjög flott útlit á meðan lagið er í gangi sem passar algjörlega við aðstæðurnar sem eru að gerast í myndinni.
Myndin er svolítið kjánaleg og þá sérstaklega hvernig andarnir voru í þessu (sem minnir mann ALLT of mikið á Lion King). Sérstaklega í endanum þegar myndin kemur með Deus Ex Machina, einmitt þegar aðalkarakterinn þarf á því að halda. Fyrir þá sem vita ekki hvað Deus Ex Machina er, þá er það hlutur sem kemur nánast upp úr engu í klæmaxi myndar og bjargar málunum.
Ég get lítið sagt um þessa mynd. Hún er fín. Ég get lítið sagt annað en að myndin sé formúlukennd, að hluta til löt, en ágætlega vel gerð samt sem áður. Mér finnst samt myndin engan veginn eiga skilið að hafa næst lægstu einkunn á Rotten Tomatoes af öllum Disney-myndunum (með 38 %)
6/10
Treasure Planet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Treasure Island, IN SPACE! Ég á ótrúlega erfitt með að tala um þessa mynd, aðallega því ég veit ekki hvort ég geti kallað hana fyrirsjáanlega eða ekki. Hún er augljóslega byggð á bókinni Treasure Island, nema að hún gerist í geimnum, og miðað við að bókin kom fyrst út fyrir um 120 árum, þá er frekar erfitt að dæma hvort hún eigi að vera ófyrirsjáanleg. En því miður er margt í myndinni sem er rosalega fyrirsjáanlegt, bæði í aðstæðum karakatera og útliti illmennana. Strax og maður sér það þá getur maður vel giskað hvernig margt að þessu á eftir að enda. En þrátt fyrir það, þá get ég ekki kallað mynd slæma fyrir það eitt að vera fyrirsjáanleg. Tvær af mínum uppáhalds Disney-myndum, Pinocchio og Beauty and the Beast, höfðu sinn skammt af fyrirsjáanleika, en þær höfðu líka miklu betri tónlist, karaktera og sjarma.
Ég verð reyndar að byrja að segja eitt sem er þetta: Útlitið er mjög flott, klárlega sjáanleg bæting frá síðustu útlitsflottu Disney-myndinni; Atlatis: The Lost Empire. Blandan á milli 2D og 3D hreyfimyndanna er mjög vel sett saman, og lítið af þessu virðist ekki passa við, fyrir utan gullið. Fyrstu mínúturnar líta t.d. mjög vel út, og setja strax upp gott andrúmsloft, og í gegnum myndina koma margir eftirminnilegir staðir, eins og plánetan sjálf. Og hvernig þetta færist á milli í nokkrum atriðum, eins og að myndavélin sé á ferð með karakterunum, en mjög vel gert.
Það eru eingöngu tveir karakterar í myndinni sem eru nógu lengi og nógu vel gerðir til að þeir urðu eftirminnilegir: Jim Hawkins (talaður af engum öðrum en Joseph Gordon-Levitt) og Long John Silver. Jim og sambandið á milli þeirra tveggja er áreiðanlega það eina sem ég hélt mig áhugaverðum yfir þessa mynd. Jim fær líka meðaumkun frá mér fyrir að vera áreiðanlega eini aðalkarakter úr Disney-mynd sem hefur ekki báða foreldra, en út af því að pabbi hans fór frá fjölskyldunni. Karakterarnir eru þar að auki frekar áhugaverðir og eru líka þeir sem hafa stærstu þrá alla karakteranna að finna plánetuna.
En því miður þá er hver annar karakter fyrir utan þá leiðinlegri. Amelia og Delbert (raddleikin fantavel af Emma Thompson og David Hyde Pierce) voru í lagi, en þau gerðu ekkert minnugt og var sambandið á milli þeirra frekar klisjukennt og fyrirsjáanlegt. Eina illmennið sem ég man eftir var Scroop, en þá aðalega vegna útlits heldur en það sem hann geðri í gegnum myndina. En það eru tveir karakterar sem eru algjörlega verstir: B.E.N., sem er eins og þessir týpísku skemmtilegu háværu comic relief sem Disney eru þekktir fyrir, ef skemmtilegheitum karaktersins er skipt út fyrir meiri pirring (þ.e.a.s. er hávær, clingy og gerir ekkert sem er fyndið eða eftirminnilegt) og Mr. Snuff, sem gerir ekkert í myndinni, en talar á tungumáli sem hljómar eins og prump, og hrýtur þannig líka. Manni líður eins og Seltzer og Friedberg skrifuðu handritið af þessari mynd þegar maður sér hann.
Ég hef líka smávegis nitpick yfir myndina. Hún hefði virkað betur á mig hefðu allir karakterarnir verið manneskjur, en fyrir utan Jim og mömmu hans, þó eru allir karakterarnir dýr sem leiðir að slatta af húmor tengt því. Það var enginn tilgangur með því.
Hefði Mr. Snuff ekki verið til að algjörlega drepa húmorinn í myndinni, hefði myndin án efa fengið 7 stjörnur. En því miður er hann í myndinni, því miður.
6/10
Lilo og Stitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Óminnug en fín byrjun Eins og Atlantis: The Lost Empire, þá bjóst ég við meiru af þessari mynd, en leikstjórar og höfundar þessara myndar gerðu næst bestu teiknimynd sem ég hef séð á árinu, How To Train Your Dragon. Ég bjóst nú ekki við að hún væri jafn góð og hún (af því sem ég hafði séð af myndinni fannst mér fínt) en ég einfaldalega bjóst við meiru, jafnvel þótt myndin sé alls ekki slæm.
Byrjunin byrjar ágætlega en eftir því sem líður á myndina fer húmorinn að vera verri, þó það komi fyrir að hann sé mjög fyndinn. Held að besti brandrarinn í myndinni sé þegar Stitch kemur með vélsög upp úr engu.
Lilo er fínn karakter. Maður finnur alveg fyrir því hversu einmana hún er, og miðað við hversu lítil hún er, þá er vel sýnt hversu barnaleg, þrjósk og skilningslítil hún er. Hún nær samt að vera það besta við myndina. Stitch eignar sér auðvitað mörg atriði (en sum af þeim þurfa ekkert til að eigna sér þau, og Stitch er á spítti alla myndina) en ég verð samt að kvarta yfir því hversu léleg þróunin hans er. Ólíkt Lilo, fann ég ekkert fyrir því þegar hann uppgötvar hvað hann hefur gert (nema kannski ein lína). Síðan nær hann líka í klæmaxi myndarinnar að sannfæra antagonist myndarinnar (geimveruna Jumbo, sá sem hefur verið að veiða hann alla myndina) að hjálpa honum, en það er engin ástæða af hverju, eitthvað sem einungis mínúta hefði bjargað.
Allir aðrir karakterar gleymast nær strax, nema Pleakley og þá einungis hversu líkur hann er Morpheus úr Matrix (langbesti karakterinn úr myndunum) og gera nær ekkert til að skilja eftir sig spor, fyrir utan slæma brandara sem eru aðeins of barnalegir fyrir minn smekk. Systir Lilo hefði getað verið miklu betri karakter, hún hafði premise-ið til þess.
Myndin er samt engan veginn fyrir mína líka og ég er ekkert hissa af hverju börn elska þessa mynd. En fyrir mér er hún bara ein af þessum myndum frá Disney ég mun ábyggilega ekki horfa aftur á.
6/10
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kröftug, spennumikil og fyndin Að segja hvaða Harry Potter mynd er best er alveg eins og að segja hvaða Harry Potter bók er best. Þetta er algjörlega einstaklingsbundið og ekkert af þessu stendur einkennilega upp úr (eins og t.d. lokakafli Peter Jackson’s Lord of the Rings: Return of the king). Að mínu mati hefur mér alltaf fundist fyrstu tvær myndirnar verið bestar, enda þær myndir sem einkennast langmest af fantasíu. Eftir því sem nær dregur hafa myndirnar fókuserað meira á karakterana heldur en heiminn sjálfan, sem er þó alls ekki slæmt. Þriðja myndin olli miklum vonbrigðum vegna breytinga, tekur mest úr bókinni af öllum hlutfallslega og bætir það með sérstöku CGI. Fjórða hefur fullt af góðum hlutum en marga slæma hluti líka. Myndin hefur líka halllærislegasta atriði allra myndanna:
http://www.youtube.com/watch?v=9tNUAumvfzg&feature=related
Fyrsta myndin hans David Yates var helvíti skemmtileg og mér líkaði vel við hvernig hún náði að kremja bókina, en mér finnst, út af leiðslunni á milli Dumbledore og Voldemort í bardaganum, að leikstjórinn og handritshöfundurinn hafa ekki verið stórir aðdáðendur bókanna. Half-blood Prince fannst mér vera frábær og kláralega með betri myndum síðasta árs. Hún var langfyndnasta af þeim öllum, hafði mjög góða blöndu af rómantík og drama og mér líkaði hvernig hún var miklu öðruvísi í stíl heldur en Order of the Phoenix, þrátt fyrir að hafa mestu mistök allra myndanna (ein lína sem Dumbledore segir).
Deathly Hallows Part 1 er það sem hún er: Upphitun fyrir lokakaflann. Hún gerir það sem hún getur án þess að reyna of mikið til að vera heil eining. Ég tel í framtíðinni að myndirnar tvær verða meira seldar saman. Mest allt í henni hefur ekki stóran endi (en mun auðvitað lagast í næstu, vonandi) og hefur einn stærsta, og á sama tíma sá réttlætasta, cliffhanger sem ég hef séð í kvikmynd. Hann er á sama svæði og Empire Strikes Back, og það segir sitt.
Leikurunum þremur, Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint, hef ég fylgst með síðan ég var 11 ára (og þau á svipuðum aldri) og ég hef bæði séð karakterana og leikarana þroskast. Eins og er hef ég ekkert til að kvarta undan leiknum þeirra. Grint hefur alltaf verið senuþjófurinn og Watson kom ferlega á óvart í 6. myndinni (ég þarf ekki að gera meira en að bera saman grátatriðin í 4. og 6. myndinni hjá henni til að sjá muninn). Radcliffe hefur verið skrefi á eftir þeim, en hann nær samt að halda myndinni vel uppi með hjálp þeirra. Það var líka gott að leikurinn hjá þeim hefur batnað (þó ég taldi hann aldrei lélegan yfir heild) þar sem þau hafa nær engan stuðning hjá aukaleikurunum, og kröfur til þeirra verða alltaf meiri eftir því sem myndirnar eru fleiri. Milli atriðina í The Burrow og höllina hjá Malfoy, voru mjög fáir leikarar með þeim, og vona ég að þau eigi eftir að halda áfram leik eftir að serían klárast. En aukaleikararnir voru líka góðir. Það var æðislega pirrandi að sjá Imelda Staunton aftur sem Umbridge og hefur hún ekki gleymt neinu (eða skipt um stíl). Það var líka frábært að Bill kom í fyrsta skipti í seríunni í þessari mynd, þrátt fyrir að vera frekar lítið í henni. Ég vona að Charlie komi fram í síðustu myndinni, þrátt fyrir að það væri einungis sekúnda.
Það sem hefur einkennt Yates myndirnar eru að þær eru skemmtilegar, spennumiklar, innihalda mikið af karakter-drama (allavega 6. og 7.) og eru mjög fyndnar. Deathly Hallows var ekki eins fyndin og Half-blood Prince, en hún hafði mörg góð atriði. Ekkert atriði var hlegið jafn mikið í salnum og þegar Ron fær koss (og þau sem hafa séð myndina vita algjörlega hvað ég er að tala um). Að mínu mati er Yates besti leikstjóri myndanna, þrátt fyrir að hafa haft tvo rosalega stóra galla í 5. og 6. myndinni (og eitthvað af nitpicki), en hann gerir það sem hann hefur mjög vel. Það voru meira að segja atriði í þessari mynd sem voru slatta betri en í bókinni. Þau atriði eru þegar Ron er með sverðið (vá hvað ég átti ekki von á því sem kom fyrir, og ég er stór aðdáðandi bókanna), atriðið með Bathilda, þó það sé frekar jafnt, og afbrýðisemin sem Ron hefur í gegnum myndina. Myndin hefur mörg atriði sem hefðu ekki virkað án góðra leikstjórnar, aðalega þau atriði sem höfðu lítið sem ekkert handrit við, og náði Yates að koma með góða blöndu af hasar, drama, húmor og suspense út myndina og ekkert af því klikkar eða passar ekki við atburðarásina. Myndin er þar að auki snertandi og ansi kröftug á tíma.
Yates-myndirnar breyta líka oft um stíl, tón og útlit (sem er ekkert annað en jákvætt) og það var óhjákvæmlegt með þessari mynd, enda sú fyrsta sem gerist utan Hogwarts, og var að miklu leyti tekin upp í náttúru, og var það ótrúlega vel kvikmyndað og leit guðdómlega út, en allar myndirnar hafa haft flott útlit svo þetta er ekkert nýtt.
Fyrir þá sem hafa kvartað undan breytingum myndanna frá bókunum ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum, enda er myndin mest trúverðugust bókinni síðan Columbus myndirnar komu, eða fyrstu tvær. En myndin hefur samt nógu miklar breytingar til að vera ekki rosalega lík bókinni.
Myndin er því miður ekki laus við galla og kem ég hér fyrir neðan með 4 verstu gallana. Ég tek fram að breytingar frá bókinni telst ekki sem galli nema að það sé eitthvað meira á bak við það. Ég er löngu hættur því að bitcha yfir hverju einasta smáatriði sem er breytt úr bókunum.
Gallarnir innihalda spoilera úr myndinni/bókinni:
1: Spegillinn. Í myndinni hefur Harry spegilbrotið úr spegli sem Sirius gaf honum þegar Harry var á 5. ári. Vandmálið við þetta er að þetta er ekkert útskýrt, EKKERT. Maður veit ekki hvar Harry fékk þetta, frá hverjum eða hvernig hann virkar. Ég er soldið hissa á því að Rowling bað Yates sérstaklega um að hafa Kreacher í Order of the Phoenix, en af hverju minntist hún ekki á þetta?
Eða var spegillinn sýndur í Half-blood Prince? Ég man ekki eftir því.
2: Dursley-fjölskyldan: Einna mínútu cameo, búið. Engin kveðja sem var í bókinni, þegar Dudley og Harry sættast loksins eftir 17 ár, og hvernig Petunia var í atriðinu (sem endar á því að hafa ástæðu). Það var samt gaman að sjá Richard Griffiths með grátt hár og skegg.
3: Ginny. Ég hafði þegar heyrt þennan galla og fylgdist þess vegna vel með. Eftir giftingaratriðið er minnst á Ginny tvisvar sinnum (í sambandi við köku og síðan talar Ron um hana) og kemur síðan í nokkrar sekúndur í myndinni í viðbót. Ég get kannski verið smávegis hlutdrægur þar sem Ginny er með uppáhalds karakterunum mínum, en ég vildi fá meira. Ég vildi fá eitthvað atriði þar sem Harry hugsar til hennar eða talar um hana. Meira að segja að skoða hana á kortinu hefði gert sitt. Þau eiga að vera hrifin/ástfangin af hvort öðru en mér fannst vanta smávegis við þetta, sérstaklega samanborið við 6. myndina (en sambandið á milli þeirra þar hefur hækkað mikið síðan ég sá hana í fyrsta sinn). Það er eins gott að hún fái að vera slatta í lokakaflanum. Kossinn var samt mjög vel gerður.
4: Horcruxes/helkrossar. Huffelpuffbikarinn er í lagi þar sem það sást hversu hrædd Bellatrix var þegar hún sá sverðið (sem átti að vera á sama stað og bikarinn, í hvelfingunni hennar í Gringott) en ennþá hefur ekkert verið minnst á hina helkrossana. Harry veit ekki að Nagini sé helkross og ekki heldur að höfuðdjásnið sé síðasti helkrossinn (og man ég ekki eftir að hafa séð það í 6.) rökfræðilegast væri að Ginny sá það þegar hún og Harry voru í Room of Requirement. Það þarf góða leikstjórn til að bæta þetta.
Út af þessum göllum, og fyrir að vera einungis fyrri hluti, get ég einungis sagt að myndin sé fjórða besta, á eftir Half-blood Prince, Chamber of Secrets og Philosopher’s Stone. Báðar myndirnar eiga eftir að vera eins og ein löng mynd með 8 mánaða hléi.
Samt algjörlega með 10 bestu myndum sem ég hef séð á árinu, en engann veginn sú besta.
Farið á hana og horfið á hana fyrir það sem hún er: Prelude.
8/10, há 8.
PS: Fannst einhverjum sérstakt hversu mikið af bringuhárum Harry hafði? Hann er ekki einu sinni 17 ára í byrjun myndarinnar.
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Atlantis og Sci-Fi? Held ekki Þegar myndin kom fyrst út sá ég eingöngu trailera af henni og kannski fyrsta korterið af henni, og leit hún mjög vel út. Væntingar mínar jukust síðan þegar ég uppgötvaði að hún var leikstýrð af Kirk Wise og Gary Trousdale, og höfðu þeir þegar leikstýrt tvær af mínum uppáhalds teiknimyndum; Beauty and the Beast og The Hunchback of Notre Dame. Því miður er Atlantis: The Lost Empire ekki nærri því eins góð og hinar, en það er reyndar ósanngjarnt að bera hana saman við hinar myndirnar, sem gerðu það besta sem Disney hefur gert varðandi tónlist eða alvarleika.
Þrátt fyrir mjög sérkennilega fyrstu mínútu, þá byrjar myndin vel. Útlitið er einstaklega gott. Leiðin til Atlantis og Atlantis sjálf líta ótrúlega vel út. Bakgrunnurinn er klárlega það besta því sumir karakterarnir eru ekki sérstaklega vel gerðir (eins og Sweet). Aðalkarakterinn, Milo, er kynntur inn í söguna sem mjög áhugaverður karakter. Nördagaurinn með ótrúlega mikinn metnað og gerir allt til að láta draum sinn rætast: að finna týndu borgina. En því miður eftir því sem myndin líður, fer hún að vera slappari.
Það sem mér fannst verst var að setja Sci-Fi inn í myndina. Ég gat ekki beint keypt það að menning frá fornöld hafði tækni sem verður ekki nærri því jöfnuð strax, þannig að ég gat ekki notað "supspension of disbelief" sem ástæðu. Fantasíu-elementið passar miklu betur við þetta (sérstaklega kristallarnir sem eru í myndinni) og hún hefur eitthvað af atriðum sem eru mjög einkennileg, lítið útskýrð en lykta af fantasíu. Sum virka (eins og þegar guðirnir fara inn í Kida), sum ekki.
Myndin hefur nokkur plot-hole, og þar sem þetta er mynd um þar sem ólíkir heimar mætast, má búast við holu í sambandi við tungumál. Þetta er ekki nærri því eins slappt og Pocahontas, en samt gallað. Þau geta víst talað við hvort annað því Atlantis-fólkið kann víst flest tungumál (frönsku, ensku til að nefna nokkur). Tungamál geta engan veginn þróast svona (enda voru íbúar Atlantis einangruð frá hinum svæðum jarðarinnar í næstum 8000 ár) og sum af tungumálunum hafa ekki einu sinni sama uppruna (t.d. er enska germanskt mál á meðan franska er rómanskt).
Aukakarakterarnir eru margir og það er mjög mismunandi hversu eftirminnilegir þeir eru. Kida fannst mér vera mjög sterkur karakter og er klárlega heitasta 8000 ára manneskja sem ég hef séð. Af hópnum sem fara til Atlantis eru þeir einu eftirminnilegu Vinny (þessi ítalski sem elskar sprengjur og blóm), Audrey (Latino stelpan) og Bertha (gamla konan með monotone röddina, hún var æðisleg í kafbátnum). Sumir gleymdust strax, eins og Mole, sem er áreiðanlega mest pirrandi comic-relief sem ég hef séð, Sweet, sem var hræðilega teiknaður (þ.e.a.s. hræðilega dubbaður) og Cookie. Leiðinlegt að þetta var síðasta hlutverk Jim Varney (Ernest og Slinky í Toy Story 1/2). Illmennin gerðu ekkert eftirminnilegt, þau gleymast á stundinni.
Myndin hefur bæði fyrirsjáanlega og ófyrirsjáanlega hluti, stundum á sömu mínútunni. Það er ákveðið "tvist" (því mig vantar betra orð) sem maður var búinn að sjá fyrir löngu áður, en hann hefur líka smávegis sem ég átti ekki von á, án þess að segja hvað það er.
Frábært premise en útkoma sem olli vonbrigðum. Myndin hefði getað verið miklu betri hefði hún verið aðeins vandaðri þegar kemur að karakterum og plot-holunum, en samt sem áður leit hún mjög vel út.
6/10
The Emperor's New Groove
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með þeim fyndnustu Ég átti frekar erfitt með að ákveða hvort ég ætti að gefa þessari mynd sjöu eða áttu, enda er myndin algjörlega á milli þessara einkunna. Fyrir Disney-mynd er myndin sérkennilega fersk (aðalega í húmori), og er það aðalega Warner Brothers teiknimyndunum að þakka. Myndin er þar að auki ein minnst alvarlegasta sem ég hef séð frá Disney í þó nokkurn tíma, sem lætur skemmtanagildið vera miklu meira, jafnvel meira en Aladdin og Hercules, sem einkennast þegar mjög mikið af því.
Húmorinn er mjög fjölbreyttur. Það er over-the-top húmor, húmor við ákveðnar aðstæður (eins og þegar Kuzco og Pacha eru að koma að fossi, snilld), fjórði veggurinn brotinn, gert grín að göllum og ég tók eftir nokkrum orðahúmori, sem ég algjörlega elska og finnst algjörlega vanta á Íslandi. Jafnvel þótt að húmorinn er ekki alltaf góður þá koma samt nokkur atriði sem eru með þeim fyndnustu sem ég hef séð í teiknimynd í fullri lengd, og held ég að veitingastaða atriðið tekur kökuna. Og ég elska líka að myndin hefur húmor fyrir klisjum sem Disney hefur gert (eins og til dæmis að nær ÖLL illmenni þeirra deyja með því að detta hátt fall).
Það eru einungis fjórir karakterar sem gera eitthvað í myndinni en eru mis-eftirminnugir. Kuzco nær að halda myndinni uppi að vissu marki en ég verð að játa að ég sá ekki mjög trúverðuga þróun hjá honum. Hann hefur þessa týpísku þróun frá því að vera sjálfselskur asni yfir í mann sem hugsar um fólkið sitt. Ég fór þar að auki að vera pirraður hversu oft hann breytist í gegnum myndina. Stundum sínir hann samúð, næstu mínútuna er hann aftur orðinn að asna. Pacha var hins vegar skemmtilegur karakter. John Goodman nær alltaf að koma með eftirminnugustu karakterana í myndum sem hann er í, sama hversu léleg/góð myndin er.
Senuþjófur myndarinnar var samt Kronk. Maðurinn hefur nær aldrei hugmynd hvað er að gerast í kringum sig og þegar hann veit það, gleymir hann því eftir smástund, sérstaklega þegar hann er nálægt mat, og kemur með fullt af góðum húmori. Yzma fannst mér samt aldrei neitt spes. Hún getur verið fyndin, en hún er samt ekkert samanborið við Hades og Ratigan, ekki eins snjöll og Ursula og Gaston og ekki eins ill og ógnvekjandi eins og The Coachman og Frollo. Ég veit að það er ósanngjarnt að bera Yzma saman við bestu illmenni Disney, en flest illmenni Disney einkennast af einhverju af þessu þremur, og Yzma nær að vera ekkert sérstaklega minnug.
Myndin er samt stórskemmtileg og vel mælanleg. Húmorinn er góður, hún hefur minnuga (en samt fáa) karaktera, er mjög ótýpísk af Disney og gerir það sem hún hefur mjög vel.
8/10
Dinosaur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Útlitið segir ekki allt Ef maður horfir á Dinosaur þá sér maður strax að myndin lítur mjög vel út, sérstaklega fyrir sinn tíma. Myndin hefur blöndu af raunverulegum bakgrunni og tölvugerðum karakterum, sem ég hef ekki séð oft. Disney gerðu þessa mynd um von um að hún myndi verða eins vel tekin og elskuð og Pixar myndirnar sem höfðu komið út á þessum tíma (Toy Story 1/2 og A Bug's Life)
Þeim mistókst!
Fyrir utan útlitið er ekkert sem mér fannst gott við þessa mynd. Karakterarnir gleymast jafnvel þótt þau séu að tala. Aladar er óáhugaverður aðalkarakter og það bætir ekki að hann kemur með hallærislegustu línurnar í myndinni. Ekki einu sinni fann ég fyrir einhverju á milli hans og kvenkyns risaeðlunni sem hann er hrifinn af, Neera. Lemúrarnir gera annað hvort gleymda hluti eða skömmustulega hluti (og með öðrum orðum, hver fann upp á því að hafa Lemúrana í þessari mynd? Þeir lifðu ekki á tímum risaeðla). Antagonistarnir í myndinni, Kron og Bruton eru frekar einnar-víddar karakterar fyrir utan þegar Bruton er alveg að deyja, þá er allt í einu klínt einhverju hugrekki upp úr engu á hann. Einu karakterarnir sem eru í lagi eru gömlu risaeðlurnar, en mest megnis vegna þess að þær gerðu ekkert til að lækka áliti manns á þeim.
Hasarinn er ekkert sérstakelga vel gerður og mjög hægur, húmorinn (þó hann sé ekki mikill) virkar sjaldan, myndin hefur fullt af einkennilegum atriðum (t.d. klæmaxið, risaeðlurnar ná að fara framhjá T. Rex með því að... ganga) og minnir mann óþarflega mikið á Don Bluth myndina The Land Before Time. Risaeðlurnar eru aðeins of svipaðar.
En eins og ég sagði fyrir ofan þá er útlitið mjög gott, sérstaklega þar sem risaeðlurnar enda. Eini gallinn við útlitið að það er oft frekar einhæft. Tónlistin er þar að auki ekki svo slæm.
Myndin átti upprunalega að hafa ekkert handrit og tel ég að það hefði virkað talsvert betur. Þá hefði verið að hægt að einbeita sér miklu betur að listrænni hlið myndarinnar, kannski látið hana vera lengri homage útgáfu af Fantasia-atriðinu "The Rite of Spring". Því miður var hún ekki þannig, svo að ég get örugglega kallað myndina ein af þeim verstu sem Disney hefur komið með.
4/10, rétt sleppur.
Fantasia 2000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Aðeins verri en upprunalega, en samt fjandi góð Ég hef alltaf talið að Fantasia 2000 sé sú mynd frá Disney sem hefur mest farið framhjá fólki, og er hún út af því með vanmetnustu myndum frá þeim. Hún er rétt svo slakari en upprunalega myndin, enda var hún miklu frumlegri og áhrifameiri, en það segir samt ekki að Fantasia 2000 getur ekki gert hlutina sína vel.
Ég vil benda á það að ég tel atriðin á milli tónlistaratriðanna EKKI sem hluta af myndinni, enda er bara hræðilegt að hlusta á gestastjörnunar sem hafa ekkert áhugavert að segja (þó ég hafði smávegis gaman af Penn og Teller). Þessi atriði hafa ekkert að segja og hafa engan húmor. Þetta er nógu góð ástæða fyrir mig að fara alltaf yfir þessi atriði þegar ég horfi á þessa mynd.
Hinn galli myndarinnar er að það kemur fyrir að myndin taki sig ekki of alvarlega, og þá sérstaklega í atriðinu Carnival of the Animals (sem er basically flamingó að leika sér með jójó). Upprunalega myndin hafði reyndar nokkur mjög súr atriði (eins og balletdansinn hjá dýrunum) en það einhvernveginn var ekki eins barnalegt og þetta. Í atriðinu með Andrési Önd er líka slatti af húmor sem var aldrei í þeirri upprunalegu, en sem betur fer er þetta húmor sem einkennir karakterinn (alveg síðan hann kom fyrst fram) og að atriðið er mjög vel gert með mjög öflugum endi.
Með atriðinu hans Andrésar, "Pomp and Circumstance", eru þrjú atriði sem standa upp úr: byrjunaratriðið, með 5. sinfóníu Beethoven, sem er augljóst homage við byrjunaratriði Fantasia. Það næsta er Rhapsody in Blue. Tónslitin og stíllinn í atriðinu passa svo fullkomlega saman að hálfa væri nóg. Svo ekki sé talað um að þetta er áreiðanlega eina atriðið í sögu myndanna sem hefur stóran söguþráð (eða frekar 4 litla söguþræði). Og síðan er það lokaatriðið: "Firebird Suite". Tilfinningin sem kemur með þessu atriði er fjandi öflug. Mjög fá atriði frá Disney toppa þetta atriði og það eina frá Fantasia-myndunum sem toppar það er endirinn á fyrstu Fantasia, "Night on Bald Mountain/Ave Maria".
Myndin er ekki nærrum því eins frumleg og áhrifamikil og Fantasia, en hver í alvörunni bjóst við öðru? Myndin gerir það sem hún hefur mjög vel og hefði ég ekki getað beðið um meir. Hún hefur dramatíkina, tilfinninguna, húmorinn, tónlistina, útlitið, og er fjandi listræn á tímabili. Hefði hún haft aðeins meiri alvarleika og aðeins meira af öllu hinu, þá hefði hún getað verið sambærileg við Fantasia. En ég ætla samt að vera örlátur og gefa henni sömu einkunn og ég gaf hinni upprunalegu.
9/10
PS: Disney: Komið með Fantasia 3!
Tarzan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Soldið týpísk, en ekki slæm Ég er frekar ánægður með að Tarzan sé síðasta myndin sem kom út á endurkomutímabilinu og Disney fór aðeins að breyta næstu myndum. Samanborið við aðrar myndir tímabilsins, þá hefur Tarzan marga svipaði kosti. Hún lítur mjög vel út, töluð vel og hefur ágæta sögu. En þetta er líka galli við hana. Hún er aðeins of týpísk fyrir tímabilið.
Myndin hefur fullmikið af klisjum sem einkenna tímabilið og ólíkt Hunchback of Notre Dame og Mulan, sem reyndu að koma með eitthvað nýtt eða áhættu eftir að Pocahontas var gagnrýnd fyrir að vera of týpísk, þá kemur Tarzan með næstum ekkert. Myndin er samt ekki slæm. Hún er ágætlega vel gerð, en alls ekkert meistaraverk.
Karakterarnir eru flestir fínir. Tarzan heldur myndinni uppi. Hann er skemmtilegur, karlmannlegur en hefur líka skammt af forvitni, allavega eftir að hitt mannfólkið hittir hann. Hann að halda á Sabor rétt eftir að hann drap hana er áreiðanlega íkonikasta atriðið í myndinni. Kala er líka góður karakter, sú eina í byrjun myndarinnar sem styður Tarzan. Sambandið á milli þeirra er mjög náttúrulegt, en því miður er það ekkert rosalega mikið í myndinni. Terk (sem ég taldi alltaf að væri töluð af svertingja; síðan uppgötvaði ég að þetta var Rosie O'Donnel) og Tantor (Wayne Knight, sem talaði í Toy Story 2 sama ár) eru fín comic-relief, sérstaklega Tantor í einu ákveðnu atriði sem ég held að allir viti hvað er (eitt orð: skip). Kerchak kom og fór, en átti sín augnablik.
Jane fannst mér ekki vera roslega áhugaverður karakter. Hvað er málið með Disney að hafa breska karaktera skrítna? Pabbi hennar er ekkert skárri. En samt sem áður er samband hennar við Tarzan með því besta frá fyrirtækinu, aðallega vegna þess að maður finnur fyrir "chemistry" á milli þeirra, og líka að maður getur dæmt hversu lengi myndin er eftir að þau hittast, vegna góðrar notkunar á montage. Jafnvel þótt Clayton sé mjög dæmigerður og ekkert sérstaklega gott ilmenni, þá fannst mér frábært að Brian Blessed talaði fyrir hann (sum ættu kannski að þekkja hann sem Richard IV í Black-Adder).
Tónlistin frá Phil Collins er fín, en það er eitthvað við röddina hans sem ég fíla ekki. Svo ekki talað um að lögin eru frekar einhæf. Samt gott að karakterarnir fengu ekki að syngja (fyrsta sinn í Disney-mynd í 9 ár). Hreyfimyndagerðin er góð, sérstaklega þegar Tarzan er að leika sér á greinunum eins og hann sé með hjólabretti/línuskauta (enda byggt á þeim íþróttum).
Það er lítið sem ég get kvartað yfir myndinni. Hún hefur smá vott að myrkum söguþræði, hefur fína sögu og ágæta karaktera, en hún helst ekki eins mikið uppi og hún gerði þegar ég horfði á hana þegar ég var yngri. Hún er frekar týpísk fyrir tímabilið. Sem betur fer breyttust myndirnar á næsta áratugi, þó að gæðin hafa ekki endilega verið jafngóð.
Yfir heild var þetta tímabil hjá Disney mjög öflugt. Fyrir utan tvær myndir komu bara góðar myndir, stöku sinum frábærar myndir. En ég kýs frekar gullaldartímabilið. Hreyfimyndagerðin þar er betri miðað við tímann, myndirnar eru fjölbreytilegri, tímabilið hefur enga lélega mynd (þeirri lægstu gaf ég 7) og það sést að myndirnar séu persónulegri. Endurkomutímabilið er samt sem áður gott og Tarzan er ágæt mynd til að enda það.
7/10
Mulan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hunchback + Hercules: Mulan Það er gaman að sjá aftur teiknimynd frá Disney þar sem alvarleikinn er mikill eftir að maður sá Hunchback of Notre Dame. Hercules fór í allt aðra átt með allt, og síðan kemur Mulan inn á milli, en hún hugsar bæði um að hafa góðan alvarleika en líka að skemmta áhorfendum (Hunchback of Notre Dame gerði það ekki rosalega mikið, og það sem ég sá fannst mér ekki vera það gott), hvort sem það er betra eða verra. Fyrir mér er HoND aðeins betri en Mulan, en myndin er samt þriðja besta frá þessu tímabili.
Með Belle úr Beauty and the Beast á er Mulan best samdi kvenkarakterinn frá Disney. Rétt eins og Belle, þá hefur Mulan sjálfstæði og vill vera tekin inn í samfélagið sem hún sjálf, en það var gott að þeir fóru ekki heldur út í öfgar yfir hversu sjálfstæð persónan er. Á meðan Belle lætur Beast ekki vaða yfir sig, þá er Mulan fyrst og fremst að hugsa um fjölskylduna sína. Hún fer ekki í stríðið (en Húnar höfðu nokkrum dögum áður ráðist inn í Kína) til að sanna sig að hún getur slást eins og strákur heldur er hún að gera þetta svo að pabbi hennar (sem er orðinn haltur og of gamall) þurfti ekki að fara í staðinn fyrir hana. Hún fær líka góðan plús fyrir að sýna að hún þarf ekki á manni að halda, þó það sé smávegis á milli hennar og Shang.
Flestir karakterarnir eru minnugir. Vinir hennar úr hernum, Ling, Chien-Po, Yao og Shang (talaður af Jackie Chan á Mandarin) eru allir vel minnugir og skemmtilegir, þá sérstaklega Chien-Po. Mushu er góður comic-relief og það er reyndar svolítið leiðinlegt að heyra Eddie Murphy tala fyrir hann, en ég hef ekki séð hann í góðri mynd síðan Shrek 2 kom út. Shan Yu fannst mér líka góður. Dularfullur, illur maður sem missir aldrei dampinn (enda er hann lítið í myndinni), og það var líka vel gert að láta hann ekki syngja í myndinni, það hefði eyðilagt karakterinn algjörlega. Það var samt leiðinlegt að hann hafði nær engan persónuleika. Og amman er frábær.
Ein af neikvæðustu gagnrýnunum sem myndin fékk var að lögin voru ekki minnug. Myndin hefur eitthvað um 4 lög og finnst mér þau öll vera frekar minnug, sérstaklega "A Girl Worth Fighting For" og "I'll Make A Man Out Of You". Kaldhæðnislega fannst mér lagið sem var tilnefnt til Óskarsverðlauna ("Reflection", lagið sem Mulan söng ein) vera lakast. Útlitið er ekkert til að hrósa rosalega mikið, það er oftast venjulegt miðað við þetta tímabil. Klæmaxið lítur reyndar mjög vel út og atriðið þegar Húnarnir fara á hestunum niður fjöllin er með því epíkasta sem ég hef séð frá Disney, lítur rosalega vel út. Síðan þarf ég líka að tala um atriðið þegar þeir koma að brennda þorpinu, vel hjartnæmt atriði hjá þeim, og nær ekkert sagt í því (af því sem ég man eftir því). Og jafnvel þótt myndin sé oft mjög alvarleg þá er húmorinn aldrei langt í burtu og passar miklu betur en HoNT, og er þar að auki betri.
Myndin hefur samt nokkra galla. Sá stærsti er að myndin er stöku sinnum rosalega hallærisleg. Línan "The Huns have invaded China!" er hlægilega illa sögð, og takið bara eftir því hversu oft orðið "honour" kemur fram í myndinni. Þeir hjá Disney hafa aldrei verið rosalega góðir að koma með öðruvísi menningar. Mushu getur stöku sinnum verið aðeins of mikið að reyna að vera fyndinn. Síðasta mínútan í myndinni dró hana líka talsvert niður.
Myndin hefur hluta af skemmtanaleika Hercules og hluta af alvarleik Hunchback of Notre Dame og blandar því saman og útkoman er frekar góð. Hún er skemmtileg, fyndin, alvarleg og mjög vel gerð mynd.
8/10
Hercules
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg en gölluð Hercules er ein af þessum myndum sem ég á erfitt með að tala illa um. Hún hefur galla, hefur smávegis þunnan söguþráð, hefur nokkra lélega brandara, en myndinni virðist einhvern veginn vera sama. Þetta er mynd sem reynir ekki að vera gáfuð, hafa þroskaðan, flókin, stóran eða alvarlegan söguþráð. Það eina sem hún er að segja er að maður á að skemmta sér yfir henni og ekkert annað. Ég efast um að einhver fari að kvarta yfir því að hún hefur ekki upprunlegu sögurnar um Heracles og guðina á Ólympstindi enda er það augljóslega allt of gróft fyrir börn að sjá, og myndin sýnir vel að hún sé ekki að fylgja henni vel, strax frá byrjuninni (Hades var t.d. aldrei illur)
Myndin hefur samt galla þrátt fyrir gott skemmtanagildi. Til að byrja með eru lögin og tónlistin skref niður á við, og það er svolítið leiðinlegt þegar maður uppgötvar að þetta var samið af Alan Menken, sem samdi fyrir allar myndirnar á þessu tímabili nema Tarzan, Mulan, Rescuers Down Under og Lion King. Það eru eitt eða tvö fín lög í myndinni en annars eru lögin aðeins of popp-leg eða ekkert sérstaklega minnug.
Myndin hefur slatta af karakterum og nær allir af þeim eftirminnilegir. Hercules er aðeins of týpískur fyrir mig til að finnast hann vera mjög vel saminn karakter, en hann á samt sín augnablik. Þeir bæta því samt með Megara (stelpan sem Hercules er hrifin af og aðstoðarkona Hadesar) og eins og er er hún eini ungi kvenkyns karakter í Disney-mynd sem hefur einhvern vott af kaldhæðni og smávegis kjaft, og ég þarf ekki meira til að líka vel við hana. Ég er samt vel ánægður að baksagan hennar og hugsanirnar hennar í sambandi við Hercules er mjög lítið sett út í, það hefði hvort eð er ekki passað við restina af myndinni. Philoctetes (talaður af Danny DeVito) er voða mikið upp og niður fyrir mér, sumir af bröndurunum hans virka engan veginn.
Þessi mynd hefur samt tvo karaktera sem eigna sér allar senurnar sem þeir eru í. Sá fyrri er pabbi Hercules, Zeus, en það er bæði eitthvað rosalega heillandi og skemmtilegt við hann (eitthvað sem upprunalegu sögurnar höfðu ekki: t.d. var Hercules ekki sonur Heru, sem er bæði eiginkona og systir Zeus). Svo ekki sé talað um að hann er bad-ass. Hinn karakterinn er auðvitað Hades, sem er (með Ratigan) skemmtilegasta illmennið frá Disney. Hann kemur með fullt af góðum línum, hefur smávegis gáfur og ég elska hversu fljótt skapið hans getur breyst. Flest aðrir karakterar gera sitt en ekkert mikið að tala um.
Myndin hefur samt tvö plothole sem eru eftirfarandi:
1: Í byrjun myndarinnar skipar Hades Pain og Panic að drepa Hercules út af spádómi, en þeir ná eingöngu að gera hann dauðlegan. Þar sem Hades er guð undirheimanna, ætti hann þá ekki að vita hvort Hercules sé dauður eða ekki?
2: Tíminn á milli þess að Zeus veit að Hercules sé á lífi og Hades gerir það er þónokkur tími (enda breytist Hercules slatti mikið á þeim tíma). Miðað við að þeir tveir séu bræður, hefði ekki verið líklegt að Zeus mundi segja bróður sínum frá því?
Útlit myndarinnar er skemmtilega litríkt og tölvugerðin á Hydra er frekar vel gerð fyrir sinn tíma. Húmorinn er oftast góður, þó hann einkennist rosalega af pop-culture tilvísunum. Eins og ég sagði fyrir ofan kemur Hades með frábærar línur, og allir karakterarnir koma að minnsta kosti með eina góða línu.
Ég verð því miður að vera svolítið harður á myndina vegna þess að sumir brandaranir eru rosalega latir og hún hefur tvö plot-hole (hafði upprunalega þrjú en ég gat réttlætt eitt sem gerðist í endanum).
Þannig að myndin fer STERKA 6/10, nokkrir frábærir brandarar í viðbót, eða nokkrir slappir brandarar farnir og hún hefði fengið sjöu.
The Hunchback of Notre Dame
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Háalvarleiki Disney Razzie-verðlaunin hafa oft verið einstaklega sérstök. T.d. á síðasta ári voru venjulegar sumarmyndir með litlar gáfur (G.I. Joe, Transformers 2) tilnefndar í staðinn fyrir miklu verri myndir eins og Street Fighter: The Legend of Chun-Li og þeir hafa oft komið með tilgangslaus verðlaun (versta afsökun hryllingsmyndar/grínmyndar/unglingamyndar). En fyrir mér hafa alltaf þrennt verið sérstakasta sem þeir hafa tilnefnt: Versta skjápar (Brad Pitt og Tom Cruise í Interview with the Vampire), versti leikstjóri (Stanley Kubrick fyrir Shining, fullt af ruglandi/óútskýrðum hlutum í henni en alls ekki slæm leikstjórn) og versta handrit hjá mynd sem græddi meira en 100 milljón dala (The Hunchback of Notre Dame).
Handritið í Hunchback of Notre Dame var alls ekki neitt meistaraverk, nema ef maður tekur textanna úr lögunum með, sérstaklega illmennislaginu. Og hefðu verið fleiri vinsælar myndir þetta ár hefði hún áreiðanlega ekki verið tilnefnd.
En áður en ég missi mig í að tala um allt annan hlut, þá kom Hunchback of Nore Dame mér fullmikið á óvart. Hún var virkilega vel unnin í alla staði: karakterarnir, tónlistin, útlitið og skilaboðin sem eru sett í hana (en ekki klínt yfir fólk eins og sumar myndir gera). En það sem gerir hana betri en margar aðrar Disney-myndir er að hún er áreiðanlega sú alvarlegasta. Hún er það sem Lion King og Pocahontas vildu vera, þrátt fyrir að fyrri myndin hafði alveg góðan alvarleika. Hún hefur þar að auki mörg epísk atriði, sérstaklega í endanum.
Ég vil benda á að ég hef ekki lesið upprunalegu bókina eftir Victor Hugo svo að ég get ekki borið hana saman við myndina. Myndin fékk eitthvað af neikvæðum dómum yfir því hversu ólík hún er bókinni, en það er langt síðan að ég hætti að dæma mynd eftir því hvernig upprunalega útgáfan (hvort sem það er bók/tölvuleikur/endurgerð/annað) er, þó ég virði auðvitað margar myndir sem gera það (ein af mörgum ástæðum af hverju mér finnst fyrstu tvær Harry Potter myndirnar vera bestar). Ef myndin er góð, þá á ekki að skipta máli hvernig hið upprunalega var (T.d. þá er sjötta HP myndin ekki langt á eftir hinum tveimur).
Fjóru aðalkarakterarnir eru ekki beinlínis frumlegir en allar hafa einhverja dýpt í sér. Quasimodo (sem er talaður af þeim sem lék Mozart í Amadeus, Tom Hulce) nær strax að láta mann finna til með honum og það bætist alltaf eitthvað við út myndina. Hann talar aldrei við neinn nema mann sem hatar hann (Frollo), er hræðilega niðurlægður þegar hann fer úr turninum, er hrifinn af stelpu sem er ekki hrifin af honum og trúir því að mamma hans yfirgaf hann. Eins og Pocahontas, þá er bætt við aldur á Esmeralda (töluð af Demi Moore), en hún var 16 ára í upprunalegu sögunni. Hún vill ekkert annað en að hennar fólk, sígaunar, fái réttlæti og sömu meðferð og annað fólk, en þau fá ekkert annað en hatur, fordóma og stundum morð frá æðstu stéttinni. Phoebus er mikið breytt frá bókinni, en hérna er hann hermaður sem telur dómgreind Frollo vera ranga og fer líka að berjast fyrir réttlæti sígauna.
En ef það er eitt atriði sem lætur myndina vera eins myrka og alvarlega og hún er þá er það illmennið, Claude Frollo, einn af bestu illmennum Disney og síns áratugar. Í fyrstu mínútum myndarinnar fangar hann 3 sígauna, drepur nýorðna móður (og það er sýnt, ólíkt MÖRGUM Disney-myndum), reynir að drepa barnið hennar, Quasimodo, ákveður að halda því í kirkjuturni Notre Dame, segir að mamma hans yfirgaf hann... og þetta er bara byrjunin. Hann byrjar að fá þráhyggju yfir Esmeralda sem verður svo mikil að hann mun annaðhvort nauðga henni eða drepa hana, eins og hann lýsir í laginu sínu Hellfire, einu öflugasta atriði Disney fyrr og síðar. Og á meðan þetta allt gengur á telur hann að hann sé góður kristinn maður.
Á meðan lögin eru frekar góð, þá er tónlistin frábær og epísk. Það er samt fyndið að tvö bestu lögin hafa svipaðan hluta (eini munurinn er dúr og moll): Hellfire og byrjunarlagið (og næst þegar þið horfið á það atriði reynið þá að hlusta hversu ótrúlega langur og hár endatóninn er, VÁ).
En ég get samt ekki gefið þessari mynd fullkomið hrós. Aðalgalli myndarinnar eru stytturnar sem eru með Quasimodo, sem eyðileggja alvarlega tóninn mikið, sérstaklega í laginu þeirra sem gerir nær ekkert annað en að vera eins og öll lögin sem Andinn úr Aladdin söng. En til að verja þetta smávegis þá eru þeir ekki mikið í myndinni, veita Quasimodo stuðning og það eru einhverjar líkur á því að allt sem þær gera er í haunsum á Quasimodo (sem lætur mann líða miklu verr fyrir hann, sérstaklega þar sem hann virðist bera stytturnar).
Hefði þessi galli ekki verið hefði myndin verið örugg nía og ein alvarlegasta teiknimynd sem ég hef séð. En því miður get ég ekki gefið henni meira en öfluga áttu. Eins og er, er þetta fimmta besta myndin frá þessu fyrirtæki (og ég á eftir að tala um eina aðra sem er betri fljótlega)
8/10
Pocahontas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svarti sauður tímabilsins Fyrir næstum því ári fór ég á mynd sem virkilega flutti mig inn í veröld kvikmyndanna. Og út af því að hún gerði allt sem hún hafði ótrúlega vel fannst mér Avatar vera með betri (kannski sú besta) mynd sem ég sá á síðasta ári. En þrátt fyrir að vera góð gat ég vel skilið af hverju fólki fannst hún vera ófrumleg, enda mjög líkur söguþráður og Dances with Wolves hafði. En það sem ég hef aldrei skilið er af hverju fólk er að bera hana saman við Pocahontas. Ekki af því að myndirnar séu ekki líkar (það eru auðvitað einhverjar breytingar en þær hafa margt sameiginlegt), heldur af því að mér finnst Pocahontas engan veginn vera góð mynd.
Þar sem ég er strákur er skiljanlegt að ég sé ekki aðdáðandi Pocahontas, enda mynd sem virðist vera miklu meira fyrir stelpur. En miðað við að mér finnst Beauty and the Beast næstbesta Disney-myndin frá upphafi, þá hefði mér getað líkað vel við hana. En næstum því allt sem gerði þá mynd að meistaraverki er ekki í Pocahontas, og það er tengist ástæðunni fyrir því af hverju mér finnst Pocahontas vera versta myndin frá þessu tímabili: það er fátt sem er gott við hana.
Til að láta myndina líta aðeins betur út langar mig til að byrja á því að tala um góðu hlutina við hana. Eins og allar myndir frá þessum tímabili þá lítur myndin mjög vel út, sérstaklega útlitið af svæðinu sem hún gerist, jafnvel þótt það gengur ekki upp þegar maður veit að Virginia hafði ekki risaháa kletta (sem er sýnt slatta mikið) á þessum tíma. Jafnvel þótt það hafi engan tilgang að slatti af hreyfimyndagerðinni í sumum atriðum sé allt of artsy fyrir myndina, þá er það frekar flott. Tónlistin og lögin eru góð, þó þau séu ekki eins góð og síðustu myndirnar. Colours of the Wind er klárlega besta lag myndarinnar.
Eins og margar myndir sem hafa hinn svokallaða "going native" söguþráð, þá sýnir myndin hvernig órökfræðislegar skoðanir eða fordómar á öðru fólki (ég sá samt ekkert sem benti til þess að aðalkarlkynskarakterinn fór að líta öðrum augum á heim indíánanna) virka. En til þess að það virki (f**k það, til að hvaða mynd sem er virki) þarf að hafa góða karaktera, og það er enginn karakter sem virkar fyrir mig. John Smith er hræðilega mikið fegraður (var upprunalega lítill, feitur og ekki ljóshærður) og Pocahontas er gerð eldri en hún var í upprunalegu sögunum (var 12 ára þar). Og jafnvel þótt að þetta sé byggt á rómantísku sögunum um þau tvö (sem eiga víst ekki að vera sannsöglar) þá er þetta par afskaplega leiðinlegt. Eftir að þau hitta hvort annað gerir John nær ekkert annað en að reyna við hana og eiga leiðinleg samskipti við hana, og ég er ennþá að pæla hvernig einhverjum fannst það vera góð hugmynd að láta Mel Gibson syngja. Pocahontas, meistari dramatískra pósa, er allt of týpísk. Hún hefur sömu einkenni og Belle, Ariel og Jasmine en nær samt að vera miklu óáhugaverðari.
Grandmother Willow er í lagi, þó það kemur ekki ein einasta skýring á því hvernig tré getur haft andlit og talað. Radcliffe er á engan hátt eftirminnilegur, hvorki sem skemmtilegur né illur karakter, og það er aldrei gott þegar illmenni er hvorugt. Flest-aðrir karakterar gleymast strax fyrir mér. Dýrin/comic-relief fannst mér líka fá allt of mikinn skjátíma, miðað við að þau gera ekkert tengt söguþræðinum, ólíkt mörgum öðrum svoleiðis karakterum frá þessum tíma.
Og til að bæta við þetta allt saman þá hefur myndin eitt stærsta plot-hole sem ég hef séð í myndinni og ætla ég að koma með það í smáatriðum. Þegar Pocahontas og John Smith hittast fyrst skilja þau engann veginn hvort annað en fljótlega fer Pocahontas að skilja hann, þ.e.a.s. að tala ensku jafnvel þótt hún hafi aldrei heyrt þetta tungumál áður. Af hverju? Samkvæmt laginu sem er undir þá hlustaði hún með hjartanu. Ég er ennþá í dag að reyna að skilja hvernig þetta var hægt (ég held að svipir dýranna passi algjörlega við minn). Og til að bæta í þetta þá fór vinkona Pocahontas líka að skilja hann. WTF?
Myndin reynir of mikið að vera dramatísk, eða betur sagt, reynir of mikið að fá aftur Óskarstilnefningu sem besta mynd, eins og Beauty and the Beast gerði. Og út af því er of mikið pælt í útliti, tónlist og fordómum í staðinn fyrir að koma með góða sögu. Ég get auðveldlega séð að þessi mynd hefði getað verið góð. En eins og er get ég ekki tekið það alvarlega þegar fólk ber saman Avatar og Pocahontas.
5/10
The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með bestu teiknimyndum allra tíma? Nei! The Lion King er að mínu mati ofmetnasta Disney-myndin, en það segir samt ekki að mér finnst hún vera slæm. Reyndar er hún eitthvað um 9. besta Disney-mynd sem ég hef séð. Mér finnst samt alltaf jafn fyndið að þessi mynd átti að vera miklu meiri filler en hún varð í rauninni, á meðan aðal teiknararnir voru að vinna við Pocahontas, þar sem myndin varð miklu vinsælli og miklu betur tekin.
Jafnvel þótt það sé augljóst og opinbert að myndin sé byggð á Hamlet og hafi mörg samlíkingar við Bambi (hefur oft verið köllum Bamlet) þá hefur myndin margar samlíkingar við Kimba, The White Lion. Mikið af einkennum myndarinnar og karakterar er of líkt Kimba til að vera tilviljun. Og eins og er hefur stúdíóið aldrei gefið því credit.
En í sambandi við að þetta sé byggt á Hamlet, þá hafa margir gefið þessari mynd meiri virðingu fyrir að hafa myrkasta söguþráð sem Disney hefur komið með. Og fyrir þá sem halda því fram hafa áreiðanlega ekki séð myndir á borð við Huchback of Notre Dame, The Black Cauldron og Pinocchio (The Coachman og Monstro sáu til þess).
Myndin hefur slatta af góðum karakterum og mjög fáa pirrandi. Simba verður miklu áhugaverðari karakter í síðari hluta myndarinnar, en ég var ekkert rosalega mikið hrifinn af honum í fyrri hlutanum (og er kaldhæðnislega talaður af Matthew Broderick í síðari hlutanum, aldrei verið aðdáðandi hans). Hann verður miklu dýpri í þeim hluta. Mufasa er auðvitað einn af þessum pabbakarakterum sem maður getur ekki annað en dáð (enda talaður af Darth Vader). Timon og Pumbaa eru fyndir en draga myndina aðeins frá alvarleikanum með bæði barnalegum húmor og fyrir að brjóta fjórða vegginn.
Nala fannst mér vera mjög óáhugaverður karakter, en þar sem ástarsagan í þessari mynd er mjög undirleikið, þá get ég ekki kvartað og mikið. Rafigi fannst mér bara vera pirrandi með sín pirrandi hljóð (þó hann var frábær í endanum). Og Scar er alveg mjög breytilegur í gegnum myndina. Hann hefur frábæra rödd (talaður af Jeremy Irons og Jim Cummings í síðari hluta í laginu hans) og gerir ákveðið sem mjög fá illmenni hafa náð að gera (ég vil ekki spoila það, en hver veit það ekki?). En vandamálið að hann verður svo rosalega óáhugaverður (þ.e.a.s. Prima Donna) í stórum hluta af síðari hluta myndarinnar.
Lögin eftir Elton John eru ekki alveg eins góð og síðustu myndir Disney (sorry Elton), en það koma nokkur lög sem eru frábær, eins og illmenna lagið, Be Prepared. En ef það eitt sem ég bókstaflega elska við þessa mynd þá er það tónlistin eftir Hans Zimmer, ein af þeim betri sem ég heyrt, og átti algjörlega skilið Óskarinn fyrir hana.
Ég vil bæta því við að ég sá þessa mynd þegar ég var 5 ára, þannig að hún hefur ótrúlega mikla nostalgíu fyrir mér, en því miður er hún ekki alveg eins góð ég man eftir henni. Hún hefur alvarleika, en stundum passar húmorinn ekki við hana (Hunchback of Notre Dame hafði þetta líka, en miklu minna af því), hún hefur frábæra tónlist en ekki alveg eins góð lög, hún hefur góða og slæma/óáhugaverða karaktera, hún hefur sorglegt atriði en eina atriðið frá Disney sem ég hef tárast yfir er úr Dumbo.
7/10, rosalega há sjöa, en samt 7.
Aladdin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klárlega með þeim skemmtilegustu Aladdin: Teiknimyndin sem festi það að láta frægt fólk tala inn í myndirnar. Jafnvel þótt það hafi ekki alltaf verið gott, þá er alltaf jafn gaman að heyra einhverja kunnuglega rödd á bak við einhvern karakter, sérstakelga ef karakterinn er miðja athyglinnar. Þeir þekktustu sem töluðu í myndinni eru áreiðanlega Scott Weinger úr Full House (aldrei verið aðdáðandi þáttanna) og Robin Williams (en það þekktasta sem hann hafði gert fyrir myndina er áreiðanlega Dead Poet's Society og Hook).
Rétt eins og "prinsessunar" út The Little Mermaid og Beauty and the Beast er Jasmine sjálfstæðari en gömlu kvenkarakterarnir, þó að hún hafi sína galla líka. Hún hefur nógu mikinn vilja að ákveða sjálf hverjum hún vilji giftast, jafnvel þótt hann sé ekki af konungsættum. Það er hægt að réttlæta það hversu fljót hún ákveður að giftast Aladdin í endanum út af því að hún þarf að ákveða mann til að giftast á innan við þremur dögum samkvæmt lögunum, en það réttlætir samt ekki að hún segjst elska hann á innan við þremur daga, og það er það eina sem dregur hana niður. Framhaldsmyndirnar (þær einu frá fyrirtækinu sem mér finnst vera í lagi) sýna samt að það líður slatti af tíma þangað til þau giftast, sem lætur sambandið vera aðeins raunhæfara.
Aladdin er fínn aðalkarakter. Hann hefur sjarmann, bæði sem vinur og sem draumaprinsinn, en er líka frekar snjall (en í myndinni gabbar hann bæði Andann og Jafar frekar vel). Soldánninn er rosalega líkur Maurice, pabba Belle úr Beauty and the Beast, í útliti og persónuleika (aðeins gleðilegri, en alveg jafn sérkennilegur) fyrir utan að hann getur orðið reiður. Jafar kemur með tvo stærstu eiginleika Maleficent, flott og ógnandi rödd, og hefur galdrakrafta (getur breytt sjálfum sér og dáleitt fólk), en er samt ekki alveg eins eftirminnilegur og hún, og í endanum á myndinni gerir hann soldið heimskulegt (þegar Aladdin gabbar hann, en ég vil ekki segja hvað hann gerir).
Þrír stærstu kostir myndarinnar eru eftirfarandi.
Myndin er með, ef ekki sú, fyndnasta sem Disney hefur komið með. Aðalástæðan er auðvitað Andinn. Þrátt fyrir myndin hafi aðeins of margar tilvísanirnar (pop-cultural reference), þá get ég ekki neitað því að karakterinn er stórskemmtilegur, hvort sem ég hlusta á Robin Williams eða Ladda í íslensku útgáfunni (með Lion King er þetta eina Disney-myndin sem ég fíla jafnmikið á íslensku, og síðan eingöngu Toy Story 2 hjá Pixar).
Annar kosturinn er að ástarsagan er ekki aðalsöguþráðurinn, allavega ekki að mínu mati. Hún er miklu meira um Aladdin og Andann, um vinskapinn á milli þeirra, loforð og svik og hvernig tvær ólíkar verur geta orðið vinir.
Sá þriðji er að eins og síðustu tvær myndir, þá er tónlistin og lögin bæði góð og verulega grípandi. Það er reyndar soldið gaman að vita að þekktir leikarar geta sungið alveg frekar vel.
Yfir heild er Aladdin góð teiknimynd frá Disney og verðug mynd að koma á eftir Beauty and the Beast, þó hún sé ekki eins góð. Hún er fyndin, missir aldrei dampinn, hefur engan leiðinlegan karakter og festi það að frægt fólk geta auðveldað talað í myndunum þeirra. Því miður hafa bæði raddleikurinn og myndirnar sjaldan verið eins gott eftir þessa.
8/10
Beauty and the Beast
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
No one gives less than 10 to Gaston Fyrir þá sem hafa ekki séð myndina þá eru nokkrir hlutir í þessari gagnrýni sem eru svolítið ruglandi.
Beauty and the Beast markaði tímamót fyrir teiknimyndir en fólk fór að taka teiknimyndir alvarlegar aftur eftir að hún kom út, enda var hún allra fyrsta teiknimyndin sem var tilnefnd á Óskarnum sem besta mynd (Up hefur síðan þá verið tilnefnd en vegna þess að það voru 10 myndir tilnefndar þá tel ég það ekki alveg með). Að mínu mati er þetta besta mynd sem Disney hefur komið með, fyrir utan Pinocchio. Hún tekur allt sem einkenndi þetta tímabil hjá fyrirtækinu og kom með langbestu útkomuna.
Það fyrsta sem gerði þessa mynd svona góða er aðalkarakterinn, Belle, en hún er algjör andstæða annarra kvenkaraktera frá fyrirtækinu þegar kemur að sjálfstæði. Hún hlustar ekki á það sem aðrir segja um hana/við hana, hún lætur ekki undan pressu frá einhverjum sem hún vill ekkert með hafa, og líkar aðeins við fólk sem virðir hana til baka. En sem betur fer er hún ekki of sjálfstæð, annars hefði hún engan veginn passað í myndina. Hún er samt, með Mulan, með best sömdu kvenkarakterum sem Disney hefur komið með.
Eitt af stærstu gagnrýnum sem þessi mynd hefur fengið er bæði að Belle tekur við misnotkun án þess að kvarta yfir því þar sem hún hefur von á að hún geti breytt Beast, og að Belle fær Stokkhólmsheilkenni, sem er þegar manneskja fær jákvæða tilfinningu gagnvart þeim sem heldur henni fanginni. Þrátt fyrir að það sé frekar auðvelt að koma með þetta, passar þetta engann vegin. Belle breytir ekki Beast (eða Adam eins og hann heitir víst) heldur breytist Beast fyrir hana (og sjálfan sig) án þess að hún gerir eitthvað. Misnoktunin passar ekki heldur. Jú, hann hélt henni fastri í kastalanum sínum en hann bjargaði henni frá úlfum, fer að koma fram við hana sem gest, leyfir henni fara á bókasafnið (og þetta gerist á þeim tímum og stað þar sem það var sérstakt að stelpa mundi lesa) og var þar að auki einn af þeim fyrstu sem sýndi henni einhverja virðingu. Og ef Belle er alveg til í misnotkunarsamband, þá fer maður að spyrja sjálfan sig af hverju hún giftist ekki Gaston.
Orðið beastiality og Beauty and the Beast passa ekki heldur saman, því það er hægt að elska manneskju á platónskan hátt, sem Belle virðist finna fyrir Beast.
Beast/Adam var líka frábær karakter, og áreiðanlega sá karakter frá Disney sem fær stærstu karakterþróun. Hann byrjar myndina á því að vera reiður (vægt til orða tekið), þar sem hann hefur verið undir bölvuninni sem galdrakonan kom með nokkrum árum áður. En eftir því sem myndin gengur fer hann að breytast í mennskari veru. Gaston nær að vera eitt frumlegasta illmenni frá Disney, þar sem hann nær að vera bæði antagonist og illmenni (og það er munur á þessu). Hann byrjar myndina á því að vera ágætlega mikill skíthæll, en það versta sem hann gerði var að segjast ætla giftast stelpu, á ekkert sérstaklega fallegan hátt. En eftir því sem myndin gengur fer hann að breytast, enda sést vel á karakternum að hann er vanur að fá það sem hann vill og gengur ágætlega langt til að ná því, eins og að taka hóp af fólki með sér til að drepa Beast og hóta Belle að setja pabba hennar á geðveikrahæli ef hún mundi ekki gifast honum. Næst besta illmenni frá þessu tímabili.
Aukakaraktaranir eru litríkir og skemmtilegir. Flest húsgögnin hafa sín góðu augnablik í myndinni en ég væri að ljúga að sjálfum mér ef ég mundi ekki segja að kvenkyns húsgögnin væri bestu karakterarnir. Mrs. Potts er langstærsti stuðningskarakterinn fyrir Belle, og kemur þar að auki með besta lagið í myndinni, titillagið. Sambandið hennar við strákinn hennar, Chip, er lítið í myndinni, en virðist vera rosalega náttúrulegt, og mér líkaði við það. Hinn karakterinn er fataskápurinn, sem gerir nær ekkert í myndinni (aðeins meira í lengri útgáfunni), segir nær ekkert, en nær alltaf að eigna sér atriðin sín, sérstaklega þegar hún stekkur nokkrar hæðir niður án þess að eyðileggjast.
Tónlistin og útlitið er til fyrirmyndar í myndinni. Ekkert af lögunum er auðgleymanlegt (meira að segja aukalagið, Human again) og eru öll ótrúlega grípandi og vel sungin. Það besta sem Disney hefur komið með. Myndin setti tölvuhreyfimyndagerð á næsta skref, sem sést í dansatriðinu fræga. Það hefur kannski ekki elst jafnvel og önnur tækni frá þessum tíma (sem er skiljanlegt, myndin kom sama ár og Terminator 2: Judgement Day) en það er samt ótrúlega flott að sjá þetta atriði, þar sem það lítur út fyrir að bakgrunnurinn hafði verið tekinn upp með alvöru vél.
Ástarsagan er mjög góð fyrir Disney mynd en hún gerir eitt annað sem aðrar myndir hafa ekki haft: gott ástarmontage. Það er gott, en gallað. Útlitið segir til um að það líði að minnsta kosti nokkrir mánuðir á milli þess að Belle fer til kastala Beast og kemst út úr honum (þar sem Beast kemur með bestu lína myndarinnar: “Because, I love her”), en ef maður skoðar söguþráðinn sem gengur á meðan í heimabæ Belle (þar sem pabbi hennar og Gaston búa) þá gæti sagan allt eins gerst í viku. Þetta er gallað en virkar.
Besta ástarsaga Disney, bestu lög yfir heild hjá Disney, lítur frábærlega vel út og góðir karakterar. Ég get ekki gert annað en að gefa þessari mynd 10. Ein besta teiknimynd og söngleikur sem ég hef séð.
10/10
PS: Ég hef heyrt að það hafi komið framhaldsmyndir um þessa sögu. Ég trúi því ekki.
The Rescuers Down Under
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bæting frá fyrri myndinni á alla vegu Framhaldsmyndir hjá Disney eru aldrei góðar. Ekki nóg með það að engin af þeim er svipað góð og upprunalega myndin, heldur sér maður líka augljóslega að miklu minni vinna lögð í þær í sambandi við útlit, tónlist, raddleik og handrit. Fyrir mér eru aðeins 3 framhaldsmyndir sem ég get annað hvort kallað góðar eða í lagi. Þær sem eru í lagi eru framhaldsmyndir Aladdin (Jafar Returns og King of Thieves), ég lít ekki á Fantasia 2000 sem framhaldsmynd og sú eina af öllum myndunum sem mér finnst vera betri en upprunalega myndin er The Rescuers Down Under.
Að mínu mati var fyrsta myndin rosalega mikið meh. Óáhugaverðir karakterar (hvort sem þeir voru góðir eða illir) slappt útlit og rosalega gleymd lög. Þessi mynd bætir allt af þessu, fyrir utan lög, enda hefur hún engin, en það hefði passað hræðilega í þessari mynd. Bob Newhart og Eva Gabor snúa aftur til að tala fyrir aðalmýsnar í myndinni, Bernand og Bianca. Ekki nóg með það að þau standa sig alveg jafn vel núna og fyrir 13 árum, þá er sambandið þeirra miklu betur gert. Það koma fyrir hindranir á milli þeirra sem er miklu trúverðugra. Hliðarsöguþráðurinn um að Bernard vill biðja Bianca passaði mjög vel við atburðarásina. Yfir heild var þetta miklu betra par. George C. Scott (sem ég man alltaf eftir fyrir að hafa eina af skemmtilegustu frammistöðum sem ég hef séð í Dr. Strangelove) er líka mjög góður sem McLeach og kemur þar að auki með bestu línuna í myndinni (“I didn't make it all the way through third grade for nothing!”) en karakterinn er ekkert sérstakur samanborið við mörg önnur illmenni frá þessum tíma. Aðrir karakterar í þessari mynd gera líka sitt gagn hvort sem það er fyndni eða eitthvað tengt söguþræðinum.
Ég get reyndar ekki sagt mikið um þessa mynd þannig að ég ætla að tala um þrjá bestu kostina við myndina. Fyrsti kosturinn er að húmorinn í henni er miklu betri en ég átti von á. Vanalega eru það sérkarakterar sem koma með hláturinn en ekki núna (þrátt fyrir að Wilbur gerir lítið annað).
Annar kosturinn er útlitið á myndinni. Að sjá óbyggðir Ástrálíu á þennan hátt var ótrúlega flott. Sérstaklega í byrjuninni þegar strákurinn Cody fer ofan á örnin sem flýgur með hann. Og út alla myndina er útlitið næstum jafn áhugavert að horfa á og sagan sem myndin er að sýna (hefði sagan verið jafn mikið miðjumoð og fyrri myndin hefði ég áreiðanelga bara horft á útlitið).
Þriðji kosturinn er að ég virði ótrúlega mikið fólk sem sýnir metnað og vinnu þegar kemur að framhaldsmynd, enda jafnast þær sjaldan á við fyrri myndrnar, og ennþá sjaldnar að þær séu betri en fyrri myndin, og ennþá sjaldnar að þær séu betri á alla hætti heldur en upprunalega myndin. The Rescuers Down Under nær öllu af þessu og er ein af mjög fáum teiknimyndum sem toppa fyrstu myndina (eins og er man ég bara eftir Toy Story 2 og 3). Þrátt fyrir að hafa sama galla og hin myndin að barnið getur talað við dýrin, og að í einu atriði í þessari mynd getur Bernard ráðið við villisvín, þá er hún samt vanmetnasta Disney-myndin. Það er synd að hún kom á þessum tíma, á milli The Little Mermaid og Beauty and the Beast.
7/10
The Little Mermaid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Af hverju svona óraunsætt hár í vatni? The Little Mermaid: Fyrsta Disney-teiknimyndin á endurkomutímabili Disneys og fyrsta af þremur myndum frá þessum tíma sem ég sá ekki þegar ég var ungur (með Rescuers Down Under og Beauty And The Beast). Það var á þessu tímabili sem fólk fór að taka myndir frá þessi fyrirtæki alvarlega aftur og eru fyrir marga á mínum aldri nostalgia dauðans.
Það sem einkenndi þessar myndir voru nokkur atriði eins og kvenkarakterar sem voru miklu sjálfstæðari en þær sem komu fyrir þetta tímabil (a.m.k. flestar), pabbi kvenkaraktersins sem leit út fyrir að vera 50 árum eldri en þær (margir með grátt hár og/eða skegg, sumir búttaðir og barnalegir), aldrei er minnst á mömmu kvenkaraktersins (eina undantekningin er Mulan og Hercules, þær koma báðar fram í myndinni) minnug illmenni (fyrir utan allavega einn) minnug lög og tónlist (allar myndirnar unnu/fengu tilnefningu fyrir bestu tónlist og/eða lag fyrir utan Rescuers Down Under) og miklu betri gerðar myndir en þær sem komu áður (bæði í leikröddum, klæmaxi og útliti). Eina sem algjörlega greinir myndirnar í sundur er hversu alvarlegar þær eru (stærsti munurinn er á milli Hunchback of Notre Dame og Hercules).
Jafnvel þótt þetta sé fyrsta myndin á endurkomutímabili Disney get ég samt ekki sagt að The Little Mermaid sé eitthvað sérstök. Hún var ekki eins byltingarkennd og Snow White (sem er þar að auki betri mynd) og hefur ekki eins góða sögu og margar myndir sem komu eftir henni. Fyrir utan nokkra karaktera, útlitið og tónlistina væri þetta mjög þunn og óáhugaverð mynd.
Með Pocahontas finnst mér Ariel vera með minnst áhugaverðu kvenkarakterum þessa tíma. Hún hefur reyndar smá sjálfstæði yfir því hvernig hún vill lifa lífinu og ekki vera stjórnuð af pabba sínum, Triton (sem er á meðan ég man eftir því, awesome), en eftir því sem ég pæli meira í þessum karakter því meira uppgötva ég hversu illa skrifuð hún er. Ég veit að sagan er byggð á gömlu ævintýri eftir H.C. Andersen en hún hafði að minnst kosti endinn sem var sorglegur, ólíkt ótrúlega gleðilega endinum í myndinni sem kom án þess að aðalkarakterinn gerði eitthvað til að eiga hann skilið. Og þar sem þeir breyttu því, þá fannst mér sérstakt að þeir gerðu sambandið á milli Ariel og Eric ekki aðeins trúverðugra. Það er skárra en nokkur fyrri sambönd Disney (eins og úr myndunum Sleeping Beauty og Robin Hood) en er samt ekki gott. Svo ekki sé talað um að Ariel samþykkir tilboð frá illmeninu Úrsúlu (sem er annar senuþjófur) að fá fætur og kynfæri svo hún geti kynnst manni sem hún elskar án þess að hún hafi talað við hann, og fengið hann til að kyssa hana/segjast elska hana á innan við þremur dögum eða Ariel verður þræll Úrsúlu að eilífu. Hún missir þar að auki röddina sem borgun fyrir þetta en það er það eina sem Eric man eftir Ariel eftir að hún bjargar honum frá sökkvandi skipi. Og til að bæta við þetta þá er Ariel 16 ára. Er hún móðgun fyrir sjálfstæðar konur eða er Úrsúla nógu snjöll til að fá Ariel til að gera þetta? Bæði
En þrátt fyrir lélegan aðalkarakter þá bætir myndin að hluta til fyrir það. Hún hefur frábæra tónlist. Under the Sea og Poor Unfortunate Souls eru langbestu lögin í þessari mynd enda vann Under the Sea Óskarinn sem besta lag og Unfortunate Souls er illmennislag, sem eru nær aldrei miðjumoð. Og ég þarf að hrósa Jodi Benson (Ariel) fyrir söngröddina sína, ótrúlega skýrmælt.
Karakterarnir eru mjög mis í þessari mynd, en flest sjávardýrin eru skemmtileg, og þá sérstakelga Triton og Sebastian (sem af einhverjum ástæðum hefur jamaískan hreim en býr í sjó nálægt Danmörku). Úrsúla nær að vera frekar einstakt Disney illmenni með því að vera bæði hræðilega ill en ótrúlega skemmtileg um leið ("My poor little poopsies!" lætur mig alltaf hlæja), og þá sérstaklega í laginu hennar. Hún hefur bæði gáfurnar og illgirnið til að vera allavega með 10 bestu Disney illmennunum. En því miður eru flestir karakterarnir sem eru mennskir ekkert skemmtilegir, en sem betur fer eru þeir lítið í myndinni. Eric gerir reyndar miklu meira gagn frekar en margir fyrri prinsar. Og jafnvel þótt að atriðið með franska kokkinum kemur upp úr engu þá hafði ég gaman af því. Myndin hefur líka nokkra falda brandara (eins og hvernig Ariel situr á steini, augljóslega tilvísun í styttuna í Kaupmannahöfn)
Myndin hefur marga kosti en að minnsta kosti einn stóran galla. Ég hef aldrei fattað af hverju það er oft verið að kalla þessa mynd eina af bestu Disney-myndunum sem komið hafa út.
6/10
Oliver and Company
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar slappt meh Eftir að ég horfði á Oliver & Co. í fyrsta sinn síðan ég var yngri uppgötvaði ég tvennt við hana. Í fyrsta lagi er þessi mynd mjög auðgleymanleg, þar sem það eina sem ég man eftir úr henni voru titilkarakterinn og tveir hundar. Hitt er að þessi mynd passar engan veginn við þetta tímabil hjá Disney. Jafnvel þótt fyrri myndirnar hafi farið upp og niður í sambandi við söguþráð og karaktera, þá höfðu þær allar dökkt andrúmsloft og útlit, alvarlegan söguþráð (að hluta til) og mjög óhugnaleg illmenni (björnin úr Fox and the Hound, Horned King úr Black Cauldron og Ratigan úr Great Mouse Detective). Þessi mynd hefur ekki neitt af þessu, þrátt fyrir að útlitið getur stöku sinnum verið dökkt, allavega í lokahluta myndarinnar. Þessi gallar hefðu ekki verið alvarlegir hefði myndin verið góð, en ég get ekki einu sinni sagt það.
Þetta er fyrsta myndin frá þessum áratugi sem hafði nokkur lög sem karakterar sungu (Great Mouse Detective hafði eitt og það var alltaf einhver sem var ekki karakter í Fox and the Hound sem söng lögin) en fyrir mér er einungis eitt gott lag í myndinni, kaldhæðnislega það lag sem sker sig mest úr öllum lögunum. Hin lögin hafa elst hræðilega, allt of mikill New York/80's fílingur í þeim og eru þar að auki mjög gleymd.
Karakterarnir eru mjög misjafnir. Sumir ná að vera fínir (og koma stöku sinnum með góðar línur) en aðrir gera ekkert í myndinni. Fyrir utan Dodger og Tito (sem er áreiðalega mest stereóstýpíski karakter í Disney-mynd síðan indiánarnir í Peter Pan) gera hundarnir sem Oliver er með nær ekkert í myndinni, þrátt fyrir að Francis sé langbesti hundurinn. Mér finnst líka ótrúlegt að hundarnir og Oliver náðu að koma með þvingað drama (þegar Oliver segir að stelpan sem hafði byrjað að sjá um hann var góð við hann) Illmennið, Sykes, olli mér líka vonbrigðum. Hann er auðvitað illur, en maður sér lítið af honum og hann endar á að vera aðeins of over the top. Ég gat engan veginn tekið hann alvarlega þegar hann fór að keyra bílnum sínum á lestarteinum.
En til að koma með einhverja kosti við þessa mynd þá líkaði mér vel við Oliver (kannski er ástæðan sú að ég er rosalega mikill kattamanneskja) sem segir sitt þar sem hann er aðalkarakterinn. Fyrstu mínúturnar voru líka góðar enda byrjaði ég fljótlega að finna fyrir því sem kom fyrir Oliver (eitthvað sem ég gerði ekki við eiganda hundanna í myndinni, Fagin). En því miður er restin af myndinni ekki nærri því eins góð. Auðveldlega gleymd lög, karakterar sem hitta misvel í mark, hreyfimyndagerð sem er ekki eins gott og fyrri myndirnar og söguþráður sem er ekki það áhugaverður.
5/10
The Great Mouse Detective
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað væri þessi mynd án Ratigan? The Great Mouse Detective er mjög sérstök blanda af Sherlock Holmes og buddy-cop þáttum/myndum en heldur samt oft í myrkt andrúmsloft. Myndin hefur svipað myrkt útlit og The Black Cauldron en það sem lætur þessa mynd vera betri er að hún hefur betri karaktera (og þá sérstaklega illmenið), slepper ástarsögu, kemur með fyrsta illmenalag Disney síðan Pinocchio (lagið hjá Honest John) og hefur betri spennu. Þrátt fyrir að mér fannst hún ekki eins góð og The Fox and the Hound þá kom hún með von fyrir framtíð fyrirtækisins eins og sýndist nokkrum áður síðar með endurkomutímabilið.
Fyrir utan Basil gerðu karakterarnir eitthvað til að vera fínir en mér fannst alltaf Basil vera pirrandi og gat verið frekar dónalegur við smástelpu (eða í þessu samhengi mús). Karakterinn var reyndar byggður á Holmes en það segir nær ekkert til mín þar sem ég hef aldrei verið mikill aðdáðandi Holmes. En ég held að enginn sé að vera ósammála mér þegar ég segi að Professor Ratigan er senuþjófur myndarinnar. Það er svo skemmtilegt að sjá hversu rosalega fljótt og mikið skapið hans getur breyst og hvernig hann skemmtir sér yfir öllu því sem hann gerir (sérstaklega rétt áður en hann fer til Buckingham Palace). Gildran sem hann kemur með fyrir Basil er svo út í hött en svo fyndið á sama tíma að það var ekki nálægt að fór að halda með honum í staðinn fyrir Basil og hina (og eina ástæðan er út af hinum karakterunum). Hann fer meira að segja að vera skemmtilegur áður en maður sér hann í fyrsta sinn (þegar myndin af honum heima hjá Basil brosir þegar hann minnist á hann). Og þar að auki er það bara ómotstæðlegt að heyra röddina hans Christopher Plummer.
Eitt af því sem pirraði mig við myndina var að sumir hlutir sem Basil uppgötvar í gegnum myndina og hvernig hann kemur í veg fyrir að gildran hans Ratigan gangi upp er aðeins of (afsakið pönnið) cheesy.
Útlitið og lögin hafa bætingu frá síðustu myndum. Ef maður veit að þessi mynd kom fyrir 24 árum þá sér maður hversu vel gert klæmaxið af myndinni (sem er gott en of stutt) er gert, og þetta var gert þegar það var nýbyrjað að nota tölvur í teiknimyndum (og ég er að tala um inn í klukkuni). Þetta er fyrsta myndin í langan tíma að koma með illmennalag sem er þar að auki gott og það er fínt að það eru fá lög í myndinni svo það yfirskyggir ekki söguna sjálfa (enda eru lögin ekki alveg nógu góð og inn í söguþráðnum nógu mikið til að ég hefði getað fyrirgefið það, Beauty and the Beast er gott dæmi um það).
Gott illmenni, pirrandi aðalhetja. Lítur og hljómar vel út, hefur cheesy atriði. Hefur fáar Disney-klisjur en hefur tilgangslaust atriði þar sem músafurry fer að strippa.
6/10, há sexa
Btw, það var soldið fyndið að sjá Sherlock Homles í cameo-i í þessari mynd.
The Black Cauldron
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einbeitir sér of mikið að útlitinu The Black Cauldron er áreiðanlega með klisjuminnstu Disney-myndum sem höfðu komið á þessum tíma. Þetta er fyrsta myndin til að hafa ekkert lag, hafði myklu myrkara andrúmsloft en flestar aðrar (Pinocchio og Fantasia eru þær einu sem hægt er að bera saman við, en þessa var sú fyrsta sem var ekki við hæfi ungra barna), fyrsta myndin til að nota tölvutækni (þó hún sé auðvitað ekkert sérstök) og fyrsta myndin sem hafði kreditlistann í enda myndarinnar eins og sést nær eingöngu núna í kvikmyndum alls staðar. Ef maður lítur eingöngu á þetta ætti maður að búast við frekar góðri mynd, og ef ekki þá allavega frumlega Disney-mynd. En á meðan hún hefur einhvern frumleika (þetta er til dæmis fyrsta Disney-myndin sem kom með uppreisnagjarna prinsessu, en það var eitt af stærstu einkennum 10. áratugarins) þá get ég ekki sagt að hún sé góð.
Fyrsta sem ég get sagt um hana er að allar persónurnar gleymast mjög fljótt í henni og sömuleiðis söguþráðurinn. Aldrei hefur hvort tveggja gleymst svona fljótt hjá mér yfir Disney-mynd, og ég hef horft og hina hræðilegu mynd um Robin Hood. Taran hefur alveg mjög kunnulegan persónuleika (strákur úr lægri stéttunum sem vill verða eitthvað stórt) en hann og prinsessan Eilonwy eru bæði frekar óáhugaverð og ég gat ekki keypt þessa smá rómantík sem var á milli þeirra og sama með dramað. Fyrir utan endann þá gerir Fflam ekki neitt gagnlegt og það segir soldið samanborið við það sem er í gangi í gegnum myndina. Myndin er byggð á nokkrum bókum þannig að það er augljóst að aðalkarakterarnir verði minna flóknari og minna dýpri samanborið við bækurnar, en þeir hefðu auðveldlega getað gert betur en þetta.
Ég á líka erfitt með að segja hvernig mér fannst dýrið Gurgi. Ég held að besta lýsingin á honum sé að hann sé blanda af Gollum úr Lord of the Rings og Jar Jar Binks úr Star Wars. Ekki góð blanda. Hann gerir reyndar eitt sem ég átti engann veginn von á, en þessi áhætta eyðist strax í endanum þegar myndin kemur með eina af mest týpísku klisju Disney. Jafnvel þótt The Horned King lítur vel óhugnalega út þá kemur hann ekki nógu mikið fram í myndinni til að ég geti kallað hann gott illmenni, þó hann sé frekar vanmetinn samanborið við aðra. Nær allir karakterar sem ég hef ekki minnst á eru svipaðir, auðveldlega gleymdir.
Mér hefur alltaf fundist sérstakt að það var ekki komið með mikla ástæðu af hverju svínið Hen Wen var véfrétt (Oracle), eins og áhorfendur áttu að geta trúað því auðveldlega að svínið getur spádómskrafta. Og sömuleiðis með galdrasverðið.
En til að koma með eitthvað gott við myndina þá hefur hún mjög gott útlit og er myrk sem ég virði mjög vel þrátt fyrir að sumt sé ekki hægt að taka alvarlega (eins og aðstoðarmaður Horned King). Ef maður sér hvað Horned King vill gera þá passar útlitið vel við það, og það lítur þar að auki vel út. Og það er nógu mikið til að gefa þessari mynd mjög háa fimmu. Lítur vel út en hefur ekki góða karaktera.
5/10
The Fox and the Hound
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lítill söguþráður en hefur eitthvað að segja 9. áratugur síðust aldar gerði mikið fyrir Disney. Jafnvel þótt áratugurinn var ekkert sérstaklega góður þá reyndu þeir með nokkrum myndum að prófa smávegis nýtt og sleppa nokkrum klisjum (t.d. hefur Black Cauldron ekkert lag og er miklu myrkari en margar aðrar Disney myndir og The Great Mouse Detective hafði enga ástarsögu). Það tókst loksins í enda áratugarins að koma með mynd sem hafði bæði alvarleika og metnað. Áreiðanlega stærsta ástæðan fyrir því var Don Bluth, fyrrverandi teiknari hjá Disney (sem vann að hluta til við þessa mynd) sem stofnaði sitt eigið fyrirtæki og kom með sína fyrstu mynd á þeim áratugi.
Flestar myndirnar hans á 9. áratugnum (sú fyrsta var ekki svo vinsæl, fyrirtækið varð gjaldþrota nokkrum árum síðar en var endurstofnað) voru bæði vinsælli og betur teknar en Disney-myndirnar. Ég hef alltaf haldið mest upp á The Secret of NIMH (hans fyrsta mynd) sem toppar nær allar Disney-myndirnar. Og út af þessu fóru Disney að hugsa aðeins betur um myndirnar sínar og upp úr því kom tímabil (1989 - 1999) sem var jafngott (ef ekki betra fyrir marga) og gullaldar tímabilið frá 1937-1942. Þannig að það er hægt að segja að Don Bluth hafði stór áhrif á teiknimyndir yfir höfuð.
The Fox and the Hound var fyrsta myndin á þessum áratugi og er að mínu mati sú besta (Já, betri en The Little Mermaid). Söguþráðurinn er ekki stór og hann verður á endanum fyrirsjáanlegur en það stoppar hana samt ekki í því að vera ágætlega góð mynd. Hún gerir reyndar ekkert nýtt samanborið við gamla efnið frá fyrirtækinu fyrir utan að hafa myrkasta klæmaxið síðan Bambi kom út 40 árum áður.
Karakterarnir eru mjög misjafnlega góðir þrátt fyrir að enginn af þeim sé beint lélegur. Todd og Copper ná bæði að hafa skemmtileg og hjartnæm atriði. Mér fannst líka gott að það voru einhver erfiði á milli þeirra í staðinn fyrir að vera einfalt og fljótt (eitthvað sem ég hélt alltaf að væri, samkvæmt trailerunum úr myndinni sem ég sá oft sem krakki). Mér finnst líka alltaf gaman að vita að Mickey Rooney og Kurt Russel töluðu fyrir þá þegar þeir urðu fullorðnir. Pat Buttram kemur aftur með sína hræðilega pirrandi röddu, þó hún sé ekki alveg eins slæm og í Robin Hood og The Rescuers. Tweed var líka góð, skiptandi milli þess að vera indæl og bad-ass (í alvöru, það er eitt atriði sem sýnir það algjörlega). Fuglarnir og hinn refurinn voru í lagi þótt þeir (fyrir utan ugluna) gerðu lítið fyrir söguna (ég brosa samt alltaf yfir: “Buh-buh-buh-beautiful”). Hliðarsagan með lirfuna dró myndin aðeins niður, fannst það hvorki vera það nauðsynlegt eða skemmtilegt.
Lögin eru það besta frá Disney síðan The AristoCats en voru þó ekkert það sérstök. Tónlistin er hins vegar aðeins betri.
Það sem virkilega gerir myndina fyrir mig er hvernig hún sýnir hvernig maður verður út af umhverfi og uppeldi en hefur samt möguleika á að breytast, en þar að auki hvernig það getur breytt vinum í verstu óvini. Myndin sýnir þetta á ekkert mjög augljósan hátt þótt það sé sjáanlegt, og gerir þetta frekar vel. Hún er miklu meira en bara um dýr að gera einhverja ákveðna hluti og hún er á engann hátt ástarsaga, jafnvel þótt að það komi kvenkyns refur við sögu. Það eina sem mér fannst algjörlega vanta við þessa mynd er að enginn deyr. Það er reyndar líklegt með einn karakter, en allar líkur eyðast nokkrum mínútum seinna. Hefði það verið þá hefði verið hægt að bera myndina saman við það sem Don Bluth kem með á áratugnum í sambandið við hversu alvarleg og góð myndin væri. En hún gerði það ekki og er verri en allt sem Bluth gerði á áratugnum (nema All Dogs go to heaven því ég hef aldrei séð hana)
Ég mundi gefa þessari mynd mjög háa sexu en út af mjög alvarlegu og góðu klæmaxi og fyrir að vera frekar vel raddleikin get ég leyft mér að gefa henni sjöu.
7/10
The Rescuers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hámark miðjumoðs Disney Hérna kemur fyrsta myndin frá Disney sem eiginlega hefur hvorki stóra kosti né galla. Og út af því þá er nær ekkert minnugt við hana. Út af þessu þá er The Rescuers stærsta meh-mynd Disney frá síðustu öld.
Til að byrja með eru allir karakterarnir annað hvort leiðinlegir eða óáhugverðir. Aðalkarakterarnir Bernard og Bianca (raddleikkonan talaði líka fyrir Duchess) voru miklu betri karakterar í framhaldsmyndinni (en ég mun ekki skrifa um hana alveg strax) á meðan þau gera lítið minnugt í þessari. Ég fann ekkert fyrir því sem Penny lenti í gegnum myndina, þótt hún lenti alveg í ágætlega miklum vandræðum. En enginn af karakterunum toppar illmennið í myndinni, Medusa. Eina sem hún gerði í gegnum myndina var að keyra bílinn hennar Cruella DeVil, öskra og vera over the top ("Chewing the scenery" er of vægt fyrir hana). Ég get alveg vel skemmt mér yfir ýktum frammistöðum en það gerði sig engann veginn hér.
Hreyfimyndagerðin er betra en í Robin Hood en ekki eitthvað til að mæla með. Bakgrunnurinn er oft mjög slappur og síðan er líka atriði með nokkrum dýrum og þau eru nær öll í svipaðri stærð. Og þetta eru kanína, ugla, skjaldbaka, moldvarpa (sem hefur alveg eins andlit og Bangsímon), bísamrotta og drekafluga (sem er reyndar aðeins minni). Tónlistin er einnig gleymd.
Þar að auki finnst mér plottið vera svolítið sérstakt: Músasamtök sem inniheldur nær eingöngu staðalímyndir ákveða að bjarga munaðarleysingja sem var rænt (og af einhverjum ástæðum er þessi stelpa sérstök samanborið við önnur börn sem hefur verið rænt) af illri konu sem notar krókódíla sem varðhunda. Og þar að auki getur fólk víst talað við dýr í myndinni.
Ég get lítið annað sagt um þessa mynd. Hún er bara algjört meh.
5/10
Robin Hood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sú versta Robin Hood er, að mínu mati, lang veikasta Disney-myndin af þeim sem ég hef séð. Fyrir utan eitt smáatriði er ekkert gott við þessa mynd. Karakterarnir eru óáhugaverðir, tónlistin gleymist strax (fyrir utan 1-2 lög), það er nær enginn góður húmor, hún hefur ódýra hreyfimyndagerð og hefur of mikið af leiðinlegum fillerum.
Karakterar hafa oft verið mjög góðir hjá Disney en þessi hefur einungis einn góðan karakter: Lady Cluck, hænan. Hún hefur eina góða húmorinn í myndinni þótt hún endar í að vera rosalega hallærisleg ("Love conquers all!"). Robin Hood og Maid Marion hafa nær ekkert chemistry. Þau höfðu reyndar samband áður en myndin gerist, en það er ekkert farið út í það. Þetta er rosalega löt leið til að sýna sambandið þeirra. Ég var fyrir vonbrigðum með karakterinn hans Phil Harris, Little John. Hann hafði með betri karakterunum í síðustu tveimur myndum Disney (Baloo í Jungle Book og Thomas O'Malley í AristoCats), en hérna gerir hann lítið fyrir karakterinn hans, þó hann sé með þeim skástu. lllmenin gleymast fljótt og þeir eru þrír í þessari mynd, Sir Hiss, Prince John (sem hefur mjög ófyndinn running gag um mömmu sína) og fógetinn í Nottingham sem hefur eina mest pirrandi rödd sem ég veit um (talaður af Pat Buttram sem talaði fyrir Napoleon í AristoCats, en röddin passaði að minnsta kosti þar).
Myndin er með þeim cheesy-ustu sem ég hef séð, hún toppar Batman & Robin, en maður gat að minnsta kosti hlegið smávegis hversu hallærisleg nokkrar línur voru í henni. Atriðið þegar Robin Hood og Little John stela frá Prince John í fyrsta sinn er botninn í þessari mynd. Ekki nóg með það að verðirnir eru með þeim heimskustu sem ég veit um heldur fer það eitthvað í mig að þeir tveir ákveða að fara í drag. Þetta er eitthvað sem Sly Cooper gerir vel grín að:
http://www.youtube.com/watch?v=UWcELHAqgTU
Myndin hefur fengið orðspor fyrir að endurnýta hreyfimyndir frá gömlum myndum, og það eru engar ýkjur hvað fólk segir. Það er eitt atriði sem nær eingöngu frá öðrum Disney-myndum (aðalega Jungle Book og AristoCats) en mér finnst margir karakterar vera minna mig á aðra karaktera. T.d. minnir Maid Marion mig á Duchess, Little John á Baloo og Sir Hiss á Kaa. Bakgrunnurinn er heldur ekki góður. Hreyfimyndir í teiknimyndum þurfa ekki að vera góðar til að myndin sé góð, og sömuleiðis með endurnotkun (Animal Farm var til dæmis ekkert rosalega vel gerð, en það stoppar hana ekki að vera með betri teiknimyndum/kvikmyndum sem ég hef séð) en myndin er það léleg að þetta pirrar mig bara meira.
Myndin hefur eitt smáatriði sem er gott, allt annað er lélegt/pirrandi. Þessi mynd hefði getað verið betri hefði Lady Cluck verið Maid Marion og haninn Alan-a-Dale (sem kom í byrjun myndarinnar með lagið Oo De Lally) verið Robin Hood.
3/10
Robin Hood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sú versta Robin Hood er, að mínu mati, lang veikasta Disney-myndin af þeim sem ég hef séð. Fyrir utan eitt smáatriði er ekkert gott við þessa mynd. Karakterarnir eru óáhugaverðir, tónlistin gleymist strax (fyrir utan 1-2 lög), það er nær enginn góður húmor, hún hefur ódýra hreyfimyndagerð og hefur of mikið af leiðinlegum fillerum.
Karakterar hafa oft verið mjög góðir hjá Disney en þessi hefur einungis einn góðan karakter: Lady Cluck, hænan. Hún hefur eina góða húmorinn í myndinni þótt hún endar í að vera rosalega hallærisleg ("Love conquers all!"). Robin Hood og Maid Marion hafa nær ekkert chemistry. Þau höfðu reyndar samband áður en myndin gerist, en það er ekkert farið út í það. Þetta er rosalega löt leið til að sýna sambandið þeirra. Ég var fyrir vonbrigðum með karakterinn hans Phil Harris, Little John. Hann hafði með betri karakterunum í síðustu tveimur myndum Disney (Baloo í Jungle Book og Thomas O'Malley í AristoCats), en hérna gerir hann lítið fyrir karakterinn hans, þó hann sé með þeim skástu. lllmenin gleymast fljótt og þeir eru þrír í þessari mynd, Sir Hiss, Prince John (sem hefur mjög ófyndinn running gag um mömmu sína) og fógetinn í Nottingham sem hefur eina mest pirrandi rödd sem ég veit um (talaður af Pat Buttram sem talaði fyrir Napoleon í AristoCats, en röddin passaði að minnsta kosti þar).
Myndin er með þeim cheesy-ustu sem ég hef séð, hún toppar Batman & Robin, en maður gat að minnsta kosti hlegið smávegis hversu hallærisleg nokkrar línur voru í henni. Atriðið þegar Robin Hood og Little John stela frá Prince John í fyrsta sinn er botninn í þessari mynd. Ekki nóg með það að verðirnir eru með þeim heimskustu sem ég veit um heldur fer það eitthvað í mig að þeir tveir ákveða að fara í drag. Þetta er eitthvað sem Sly Cooper gerir vel grín að:
http://www.youtube.com/watch?v=UWcELHAqgTU
Myndin hefur fengið orðspor fyrir að endurnýta hreyfimyndir frá gömlum myndum, og það eru engar ýkjur hvað fólk segir. Það er eitt atriði sem nær eingöngu frá öðrum Disney-myndum (aðalega Jungle Book og AristoCats) en mér finnst margir karakterar vera minna mig á aðra karaktera. T.d. minnir Maid Marion mig á Duchess, Little John á Baloo og Sir Hiss á Kaa. Bakgrunnurinn er heldur ekki góður. Hreyfimyndir í teiknimyndum þurfa ekki að vera góðar til að myndin sé góð, og sömuleiðis með endurnotkun (Animal Farm var til dæmis ekkert rosalega vel gerð, en það stoppar hana ekki að vera með betri teiknimyndum/kvikmyndum sem ég hef séð) en myndin er það léleg að þetta pirrar mig bara meira.
Myndin hefur eitt smáatriði sem er gott, allt annað er lélegt/pirrandi. Þessi mynd hefði getað verið betri hefði Lady Cluck verið Maid Marion og haninn Alan-a-Dale (sem kom í byrjun myndarinnar með lagið Oo De Lally) verið Robin Hood.
3/10
Robin Hood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sú versta Robin Hood er, að mínu mati, lang veikasta Disney-myndin af þeim sem ég hef séð. Fyrir utan eitt smáatriði er ekkert gott við þessa mynd. Karakterarnir eru óáhugaverðir, tónlistin gleymist strax (fyrir utan 1-2 lög), það er nær enginn góður húmor, hún hefur ódýra hreyfimyndagerð og hefur of mikið af leiðinlegum fillerum.
Karakterar hafa oft verið mjög góðir hjá Disney en þessi hefur einungis einn góðan karakter: Lady Cluck, hænan. Hún hefur eina góða húmorinn í myndinni þótt hún endar í að vera rosalega hallærisleg ("Love conquers all!"). Robin Hood og Maid Marion hafa nær ekkert chemistry. Þau höfðu reyndar samband áður en myndin gerist, en það er ekkert farið út í það. Þetta er rosalega löt leið til að sýna sambandið þeirra. Ég var fyrir vonbrigðum með karakterinn hans Phil Harris, Little John. Hann hafði með betri karakterunum í síðustu tveimur myndum Disney (Baloo í Jungle Book og Thomas O'Malley í AristoCats), en hérna gerir hann lítið fyrir karakterinn hans, þó hann sé með þeim skástu. lllmenin gleymast fljótt og þeir eru þrír í þessari mynd, Sir Hiss, Prince John (sem hefur mjög ófyndinn running gag um mömmu sína) og fógetinn í Nottingham sem hefur eina mest pirrandi rödd sem ég veit um (talaður af Pat Buttram sem talaði fyrir Napoleon í AristoCats, en röddin passaði að minnsta kosti þar).
Myndin hefur fengið orðspor fyrir að endurnýta hreyfimyndir frá gömlum myndum, og það eru engar ýkjur hvað fólk segir. Það er eitt atriði sem nær eingöngu frá öðrum Disney-myndum (aðalega Jungle Book og AristoCats) en mér finnst margir karakterar vera minna mig á aðra karaktera. T.d. minnir Maid Marion mig á Duchess, Little John á Baloo og Sir Hiss á Kaa. Bakgrunnurinn er heldur ekki góður. Hreyfimyndir í teiknimyndum þurfa ekki að vera góðar til að myndin sé góð, og sömuleiðis með endurnotkun (Animal Farm var til dæmis ekkert rosalega vel gerð, en það stoppar hana ekki að vera með betri teiknimyndum/kvikmyndum sem ég hef séð) en myndin er það léleg að þetta pirrar mig bara meira.
Myndin hefur eitt smáatriði sem er gott, allt annað er lélegt/pirrandi. Þessi mynd hefði getað verið betri hefði Lady Cluck verið Maid Marion og haninn Alan-a-Dale (sem kom í byrjun myndarinnar með lagið Oo De Lally) verið Robin Hood.
3/10
The AristoCats
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta Disney-mynd í nær 50 ár Af öllum Disney-myndum frá Cindarella til Rescuers Down Under þá er þessi í uppáhaldi hjá mér. Því miður get ég ekki gefið henni meira en sjöu, sem er svolítið leiðinlegt fyrir fyrirtækið. Það átti tvö mjög öflug tímabil (gullöldin; 1937-1942, og endurreisnatímabilið; 1989 - 1999). Ég held samt að ég sé einn af mjög fáum sem kjósa þessa mynd frekar en einhverjar aðrar frá þessu tímabili. Söguþráðurinn er í stuttu máli mjög líkur 101 dalmatians (eru bæði um ketti/hunda og hvolpa/kettlinga sem vilja komast heim til sín áður en sá sem rændi þeim nær þeim aftur + byrjunin) en nær allt er aðeins betra í The Aristocats.
Eina sem 101 Dalmatians hefur sem er betra (þ.e.a.s. miklu betra) er illmennið, Cruela DeVil, en Edgar stenst engann veginn í samanburði við hana. Hann á sín augnablik en hann er samt með heimskustu Disney-illmennum sem ég hef séð. Allur söguþráðurinn hefði ekki verið fyrir honum, þar sem hann vissi ekki að kettir lifðu í cirka 12 ár, ekki 12 x 9 ár. Fyrir utan það þá er hann í lagi. Hann er einn af fáu illmennum frá Disney sem er bæði maður og heill á geði, og hann er nógu gáfaður til að uppgötva að hann gleymdi ákveðnum hlutum hjá staðnum, þar sem hann fór með kettina (eftir að hafa svæft og rænt þeim), sem gætu leitt lögregluna til hans.
Það besta við myndina eru karakterarnir en þetta ein af mjög fáum Disney-myndum þar sem mér finnst allir karakterarnir vera skemmtilegir, og þá sérstaklega gæsirnar þrjár sem koma fram í nokkrar mínútur í miðri myndinni. Atriðið með Uncle Waldo (síðasta hlutverk Bill Thompson, sem talaði t.d. fyrir Smee í Peter Pan) er með því besta í þessari mynd. Hundarnir tveir koma fram í tveimur atriðum í myndinni og koma, með Edgar, með alveg frekar gott slapstick inn á milli söguþráðsins. Þetta er líka fyrsta Disney-myndin sem Pat Buttram kom fram í (sem hundurinn Napoleon) og því miður er þetta eina myndin sem röddin hans passar við karakterinn. Kettirnir ná að halda myndinni uppi og þá sérstaklega Thomas O’Malley (talaður af Phil Harris, sá sami og talaði fyrir Baloo í Jungle Book). Ástarsagan milli hans og Duchess er lítið sett út á, en maður gat samt séð smávegis “kemistrí” á milli þeirra. Og miðað við hversu lélegar ástarsögurnar voru á þessum tíma (fyrir utan Lady and the Tramp), þ.e.a.s. milli 1950 og 1990, þá er þessi með þeim bestu. Það eina sem pirraði mig var að þetta var ástarsaga milli yfirstéttarkattar og villikattar (svipað og Lady and the Tramp). Samt sem áður, lítið en virkar.
Myndin hefur reyndar nokkra ketti sem er verulega stereótýpískir, en af einhverjum ástæðum fór það nær ekkert í mig. Kannski er það af því að þeir gerðu eitthvað í sambandið við söguþráðinn, kannski út af því að þeir gerðu gagn, eða kannski er það bara út af laginu “Everybody Wants to be a Cat”. Talandi um tónlist, þá eru lögin (og ég held tónlistin líka) það besta frá Disney á þessum tíma fyrir utan Pinocchio. Ekkert af lögunum fyrir mér eru gleymd lög.
Það eru margir karakterar sem ég hef ekki minnst á en enginn af þeim er óáhugaverður eða gerir ekkert gagn (annaðhvort fyrir sögþráðinn eða skemmtanagildi).
Myndin kom út þegar hreyfimyndir voru á sínu versta, sem stóð í meira en tvo áratugi, svo það er augljóst að útlitið er ekki það gott. Samanborið við aðrar Disney-myndir á þessum tíma er það gott, þó það komi fyrir að þeir endunoti eitthvað (hvort sem það var úr þessari mynd eða annari).
Það sem pirraði við mest við þessa mynd er hversu mannlegir allir kettirnir eru. Það kemur til dæmis atriði þar sem karlkynd kettlingarnir (Toulouse og Berlioz) eru að spila á píanóið og svo ekki talað um atriðið þegar 5 kettir eru að spila á alls kyns hljóðfæri á meðan O’Malley og Duchess eru að dansa saman. Þetta var skemmtilegt en þetta pirraði mig samt smávegis. Venjulega þegar dýr eru í aðalhlutverki haga þau sér eins og dýrin sem þau eru (fyrir utan Robin Hood, uggh), þrátt fyrir kettirnir gera það mestmegnis af myndinnni.
Fyrir mér er þetta það besta sem Disney hefur komið með síðan Bambi og þangað til Beauty and the Beast kom út.
7/10
The Jungle Book
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sumt gott, sumt slæmt Af Disney-teiknimyndunum frá '50-'89 þá virðist The Jungle Book vera í uppáhaldi hjá flestum. Og þrátt fyrir að ég skilji fullkomlega af hverju þá var ég aldrei sérstaklega hrifinn af henni. Hún hefur slatta af góðum karakterum en því miður eru líka eitthvað af leiðinlegum karakterum.
Einn af stærstu göllunum við myndina er hversu lítinn söguþráð hún hefur og nýtir hann ekki mjög vel. Það er fullt af atriðum sem hafa engan tilgang sem annað hvort skemmtu mér eða pirruðu mig. Bestu dæmin um bæði atriðin eru þegar fílarnir koma (atriðið þegar Winifred er að rífast við Haithi er áreiðanlega besta atriði myndarinnar) og þegar aparnir koma (apakóngurinn var byggður upp á frægum jazzara sem talaði fyrir hann, en hann náði samt að vera rosalega pirrandi).
Karakterarnir eru annaðhvort eftirminnilegur eða gleymdir. Illmennin eru bæði minnugir. Kaa hefur mjög góða rödd (sá sem talar fyrir hann er sá sami og talaði fyrir Bangsímon) og dáleiðslan sem hann notar hefði getað verið góð hefði ekki verið fyrir hindranir. Því miður kemur hann ekki mikið fram í myndinni, og það er það eina neikvæða sem ég get sagt um hann. En Shere Khan (hlýtur að vera leiðinlegt að hafa þetta eftirnafn eftir Star Trek 2) er aðalástæðan fyrir því að sjá myndina. Hann kemur reyndar ekki mikið fram í myndinni en maður getur alltaf fundið fyrir hversu ógnandi hann er í gegnum aðra karaktera sem eru að tala um hann. Síðan þegar hann kemur stelur hann öllum atriðum sínum. Röddin (talaður af George Sanders) er frábær og hann nær að koma með einn flottasta endi á lagi sem ég hef heyrt. Baloo og Bagheera gleymdust fljótt fyrir mér, eins og úlfarnir og hrægammanir, þó Baloo átti sín moment.
Tónlistin, handritið og útlitið er með því betra frá Disney síðan á gullöldinni, þó lögin séu ekki rosalega minnug. Eitt annað smáatriði sem ég hafði gaman af var hversu margir enskuhreimar voru í myndinni, t.d. voru hrægammanir með Cockney hreim, Baloo með bandarískan hreim og Shere Khan með breskan yfirstéttarhreim.
Mowgli fannst mér alltaf vera leiðinlegur. Hann var allan tímann óáhugaverður og barnalegur (ég veit að hann var um 10 ára gamall en samt). Ekki einu sinni hélt ég með honum á móti Shere Khan (sem hatar víst menn). Síðan fer hann á endanum að vera miklu heimskari. Ég vil ekki spoila hvað gerist en það er eitt að vera hugrakkur og annað að vera fífldjarfur.
Ég get fullkomlega skilið af hverju fólk elskar þessa mynd en mér fannst hún vera með stóra blöndu af góðum hlutum, gleymdum hlutum og slæmum hlutum.
6/10; há sexa, en samt sexa
The Sword in the Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Filler: The Movie Með The Black Cauldron er þetta eina Disney myndin sem ég hafði aldrei heyrt um áður en ég horfði á þær og það skiptir engu máli hvort um er að ræða trailer, poster, orðið eða einhvern tala um hana. Og ég get vel séð ástæðuna fyrir því. Myndin er rosalega óminnug, sérstaklega miðað við að aðalkarakterarnir séu galdramaðurinn Merlin, King Arthur og talandi ugla.
Aðalvandamálið við myndina er að í staðinn fyrir að koma með meiri sögu eða láta karakterana vera betri, þá eyðir hún miklum tíma í tilgangslaus atriði sem, því miður, skemmtu mér ekki. Fillerarnir eiga víst að hafa einhvern lærdóm fyrir Arthur en það er hægt að segja það á nokkrum sekúndum, í staðinn fyrir að eyða heilum 9 mínútum sem íkornar og 7 mínútum sem fiskar. Myndin er um 80 mínútur þannig að þetta segir sitt. Rifrildin milli Merlin og uglunar eru skemmtileg en verða fljótt leiðinleg.
Hreyfimyndagerðin, líkt og 101 dalmatians, er mjög slöpp en þetta tekur það að næsta skrefi með því að endurnota nokkur skot, þar að auki eitt úr 101 Dalmatians.
Karakterarnir fannst mér ekki vera góðir. Merlin er frekar daufur karakter (þó miklu betri en hvernig hann var í Shrek 3), Arthur gerir ekkert það mikið minnugt (og það pirrar mig frekar mikið hversu mikið röddin hans breytist. Hann hafði 3 raddleikara), uglan á aðeins nokkrar góðar línur, og flestir aðrir karakterar í þessari mynd gleymast strax. Og til að bæta gráu ofan á svart þá hefur The Sword in the Stone með verri illmenum (ef það er hægt að kalla Madam Mimm illmenni) sem ég hef séð í myndinni. Er lítið í myndinni, endar í bardaga sem verður langdreginn og gerir lítið minnugt.
Myndin er bara ótrúlega óminnug og hefur allt of mikið af tilgangslausum atriðum. Þau hefðu verið betri hefðu þau verið skemmtilegri/fyndnari.
4/10
One Hundred and One Dalmatians
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg en ekkert sérstaklega minnug 101 Dalmatians (eða Hundalíf á íslensku) var fyrsta Disney myndin á versta tímabili teiknimyndanna ('60-'80) og það sést, VEL. Strax í fyrsta atriðinu, eftir næstum því þriggja og hálfs mínútna byrjun, sést að myndin var ekki dýr í rekstri og þeir sem sáu um að teikna hana voru ekki að vanda sig rosalega mikið við smáatriðin. Það er í raun hræðilegt að sjá muninn á þessari mynd og hvernig tæknin var í fyrstu Disney-myndunum
Það er frekar erfitt fyrir mig að gagnrýna myndina enda er hún hræðilega mikil nostalgia hjá mér. 101 Dalmatians var ein af fáum Disney-myndum sem ég átti (með Lion King, Toy Story 2 og A Bug's Life) og horfði ég endalaust á þær þegar ég var ungur og hafði alltaf jafngaman af. Hún hefur ágætt skemmtanagildi fyrir börn en eftir því sem ég varð eldri lækkaði hún soldið í áliti hjá mér.
Helsta ástæðan af hverju myndin hefur lækkaði í áliti hjá mér eru karakterarnir. Flestir af þeim, þrátt fyrir að vera ekki leiðinlegir, eru frekar þurrir. Myndin hefur sem betur fer nokkra góða aukakaraktera, hvort sem þeir voru góðir eða vondir. Horace og Jasper hafði ég gaman af og sömuleiðis Cruella DeVil (frábær hlátur). Á meðan hún hefur kannski ekki versta plan af illmenum frá Disney hefur hún ágætlega ógeðslegt og, á sinn hátt, persónulegra plan: að drepa 99 hvolpa til að gera pelsa. Hefði ekki verið betra að ræna/kaupa færri og látið þá stækka? Eitt af því sem ég hafði gaman af henni var að hún reyndi að halda sér rólegri í mörgum atriðum en vegna þess hversu óþolinmóð, auðvelt er að móðga hana og að hún er... tja, sjúk, þá endar hún á því að missa sig og endar í klæmaxinu að vera fullkomlega brjáluð á bílnum sínum með fjögurra metra vélina ("Crazy women driver").
Myndin er góð skemmtun. Hún er reyndar ekki löng, en ekkert atriði var of langdregið eða leiðinlegt. Það var gaman að fylgjast með öllum dýrunum reyna að bjarga hvolpunum (þó reyndar að geltin þeirra verða mjög pirrandi). Hún hefur slapstick, en húmorinn einkennist ekki eingöngu að því. Síðan hef ég alltaf gaman af breskum hreimum.
Útlitið er langversta sem Disney kom með á þessum tíma, og kaldhæðnislega er þetta nýjasta myndin frá þeim. Jafnvel þótt sumar myndir á gullaldartímabilinu náðu ekki að græða, þá var samt settur metnaður í myndirnar og það sést vel. Hérna hinsvegar ekki. Bakgrunnurinn er nær aldrei góður og á tíma hörmulegur. Maður getur oft séð skissulínurnar í gegn og stundum virðast litararnir ekki nenna að breyta um lit (í einu atriði var krani í samalit og veggurinn, ljósbrúnn).
Yfit heildina litið er myndin oft löt en hefur samt gott skemmtanagildi, enda næst vinsælasta Disney myndin fyrir utan Snow White (enda hefur 101 Dalmatians fimm sinnum verið send í kvikmyndahús). Ég held að hún eigi skilið lága sjöu.
7/10
Sleeping Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hræðileg ástarsaga + Maleficent: Fín Hefði ekki verið fyrir tvo mjög góða kosti við þessa mynd hefði hún annars verið langversta Disney mynd sem ég hef séð (tek samt fram að ég hef ekki séð mikið eftir 2000). Sem betur fer eru kostirnir meira á skjánum heldur en gallarnir þannig að ég get gefið þessari mynd aðeins meira en meðallega einkunn.
Fyrri kosturinn eru aðalpersónurnar þrjár: Álfadísirnar. Ólíkt mörgum kvenkyns persónum frá Disney eru þær miklu meira 3D karakterar. Þær eru einu gáfuðu persónurnar í þessari mynd (fyrir utan Maleficent) og þar að auki langskemmtilegustu. Ég hafði frekar mikið gaman af þegar Flora (sú bleika) og Merryweather (sú bláa) voru að rífast hvernig liturinn á kjólnum sem þær voru að gera fyrir Aurora (a.k.a. Þyrnirós) fyrir 16 ára afmælið hennar ætti að vera. Merryweather sker samt langmest úr af þeim þremur, barnaleg en kjörkuð.
Það besta við myndina án nokkurs vafa er illmennið, The Mistress of all Evil: Maleficent. Hún er eins og blanda af Chernabog úr Fantasia (hefur rosalegt vald, krafta og gerir nær ekkert annað en að koma með eyðileggingu og hörmungar) og Lady Tremaine (röddin, enda töluð af sömu raddleikkonu; Eleanor Audley, hláturinn og hversu vel hún nýtir vald sitt). Hún er það valdmikil og ill að hún getur sett dauðabölvun á smábarn af því að henni var ekki boðið í skírn barnsins án þess að líða eitthvað illa yfir því. Hún stendur uppi ennþá í dag sem besta illmenni sem ég hef séð í teiknimynd.
Jafnvel þótt dísirnar og Maleficent eru stórir kostir við myndina lækkar hún í áliti hjá mér vegna nær alls annars sem er í myndinni. Engin önnur persóna er áhugaverð. Aurora sjálf er hundleiðinleg (og meðan ég tala um hana, hvaða kona lítur svona út 16 ára gömul eða hefur svona öfluga óperurödd? Dísirnar gáfu henni þetta þegar hún var smábarn en það eru til takmörk) og prinsinn er svo grunnhygginn að hann ákveður að giftast henni eftir að hafa talað við hana í 5 mínútur án þess að vita nafnið hennar, jafnvel þótt hann átti að giftast annari (sem er reyndar sama, whatever) til að sameina tvö konungsríki. Og eina ástæðan er að hún er sæt, engin önnur. Hann hefur líka mjög creepy pick-up línu (We've met before, once upon a dream). Myndin hefur fullt af Dinseyklisjum (dýr sem umgangast prinsessuna vegna raddar hennar, koss sem bjargar lífi prinsessunar, giftingabónorð eftir smá kynningu).
Klæmaxið og tónlistin er samt nógu gott til að hækka myndina yfir í mjög háa sexu.
6/10
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með betri ástarsögum Disney Þegar kemur að Disney-myndum (sérstaklega þeim gömlu) er líklegt að ástarsambandið sé ekki rosalega raunhæft. Ég lít ekki á þetta sem galla þar sem þetta er byggt á sögum sem höfðu ekkert meiri dýpt (Snow White bætti meira að segja við atriði í byrjun með henni og prinsinum). En Lady and the Tramp fyrir mér er með þeim betri, og kaldhæðnislega er sagan ekki um mannfólk, heldur um hunda, sem heita ekkert meira en titillinn, Lady og Tramp (get ekki ímyndað mér hversu kjánalegt það hefði verið í Beauty and the Beast).
Til að byrja með eru karakterarnir sem eru í myndinni meira en í einu atriði frekar skemmtilegir. Lady hafði ég alltaf gaman af frá því að hún var lítill hvolpur í byrjuninni á myndinni. Hún er líka vel byggð upp. Þegar eitthvað slæmt kemur fyrir hana, finnur maður til með henni og manni líður vel þegar eitthvað gott kemur fyrir hana. Jock (Bill Thompson úr Peter Pan og AiW) og Trusty virka sem vinir hennar jafnvel þótt að rennandi brandarinn hans (running joke) Trusty um afa hans hefur engan tilgang með myndinni og lét mig aldrei brosa. Tramp er hinn klassíski karakter frá annari stétt sem er fjörugur og aðeins of sjálfumglaður sem aðalkvenkyns karakterinn heillast að (jafnvel risamyndir á borð við Titanic hafa notast við svona karakter). Darling og Jim Dear hafa nær engan persónuleika enda þurfa þau þess ekki. Þar sem þetta er kvikmynd um dýr er hægt að snúa bæði dýrunum við og láta þau tvö hafa jafnmikinn persónuleika og mikilvægi í sögunni eins og dýr eru venjulega í "venjulegum" kvikmyndum. Kokkarnir eru lítið í myndinni en eigna sér algjörlega sína senu. Sarah frænka er reyndar tík (á slæma háttinn) en hún hefur meiri ástæðu til þess en margir aðrir tíkarlegir karakterar.
Annað gott við myndina var ástarsagan en eins og ég sagði fyrir ofan er þetta ein af þeim bestu. Þau hafa reyndar þetta týpíska "ástfangin á einum degi" klisju en ég var ekki að búast við einhverri rosalegri dýpt í sambandið. Ég fékk samt meiri dýpt en ég bjóst við, enda bjóst ég bara við einhverju rosalegu standard þar sem allt gekk fullkomlega, en það breyttist í hundabyrgisatriðinu. En mest megnis er sambandið milli þeirra sætt og hefur myndin mjög iconískt atriði með spaghetti.
En gallarnir eru að myndin er of stutt. Hefði hún verið lengri hefði verið hægt að setja meiri dýpt í sambandið. Ég er ekki að segja beint að þetta sé galli, en það hefði getað fært myndina yfir í 8. Klæmaxið er þar að auki aðeins of stutt. Lögin eru frekar gleymd og það eru margir gleymdir karakterar (sérstaklega þeir sem eru í hundabyrginu).
Á tímabilinu á milli gullaldartímabils Disney og endukomutímabils þeirra. (1950 - 1989) þá er þessi ein af þeim bestu, en ekki alveg sú besta.
7/10
Peter Pan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Of mikið slapstick Peter Pan er áreiðanlega fyrsta Disney myndin sem hefur ekki neitt sérstaklega minnugt í henni. Gullaldarmyndarinnar höfðu margt, Cinderella hafði Lady Tremaine, Alice in Wonderland hafði útlitið, en þessi hefur ekki neitt rosalega minnugt. Þetta er einhvern veginn rosalega róleg mynd fyrir utan slatta af slapstick bröndurum sem eru eiginlega bara lélegir ef maður ber þá saman við aðrar teiknimyndir á þessum tíma (Looney Tunes, Tom & Jerry).
Fyrsti gallinn minn við myndina er þegar Peter kemur til krakkanna þriggja (John, Michael og Wendy). Jafnvel þótt þau trúðu á að Peter Pan væri til, þá fannst mér fáranlegt hversu auðveldlega þau gátu trúað því að hann væri í herberginu þeirra, eins og þau höfðu allt í einu fundið pening á gólfinu. Hefði ég trúað á Peter Pan hefði ég sýnt aðeins meiri tilfinningar.
Karakterarnir eru ágætlega standard. Eru í lagi en gera lítið sem að sker fram úr. Systkinin ná einhvern veginn ekki að halda athygli manns (sem er lélegt þar sem þau eru aðalkarakterarnir með Peter), Peter er hægt að líka við jafnvel þótt hann getur verið mjög dónalegur stundum. Captain Hook er skemmtilegur en verður allt of mikill "butt monkey" þegar krókódíllinn er nálægt. En það eru nokkrir karakterar sem eigna sér senurnar sínar. Aðstoðarmaður Hook, Smee, er alltaf jafnskemmtilegur og þá sérstaklega í fyrsta atriði hans þegar maður uppgötvar að raddleikarinn (Bill Thompson, sem lék kanínuna í AiW) talaði fyrir nær, ef ekki alla, sjóræningjana.
Tinkerbell fannst mér líka vera góð, lang raunhæfasti karakterinn að mínu mati. Hún gat verið indæl en bara fyrir fólk sem henni fannst eiga það skilið. Hún var þar að auki eigingjörn, afbrýðissöm hefnisgjörn gagnvart Wendy, eiginlega svo mikið að hún sveik hana í endanum.
Þrátt fyrir þetta var gaman að sjá sögu um að neita að þroskast en ég held að allir vilja það allavega einu sinni á ævinni (þó ég hef aldrei fattað við svona sögur af hverju þeir bíða ekki þangað til þau verða að unglingum). Börn sem voru þegar í Neverland höfðu óskað sér að verða aldrei fullorðin. Og nú þegar þau hafa verið ung í langan tíma hafa þau gleymt öllu um fullorðna, þar á meðal mæðrum. Wendy kemur þar að auki með mjög góða ræðu um mæður. Hún segir ekki hvað mamma er (enda mundi enginn fatta það), heldur frekar hvað hún gerir fyrir börnin sín.
Útlitið er frekar gott (þó ekki eins gott og AiW) en lögin eru mjög auðveldlega gleymd. Ég man eins og er ekki eftir neinu úr þeim.
Yfir heild er myndin í lagi. Hefur fínar pælingar um að þroskast, fáa góða (en Tinkerbell er mjög góður karakter) karaktera, og hefur einhæfan húmor.
6/10
Alice In Wonderland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sjaldan hef ég séð eins pirrandi mynd Það fyrsta sem mér dettur í um Disney útgáfuna af Alice In Wonderland er hversu pirrandi þessi mynd er nær allan tímann. Með svona mikið af karakterum þá er ótrúlegt að mér tókst ekki að líka við neinn af þeim.
Ég hef reyndar ekki lesið bókina sem þetta er byggt á þannig að ég veit ekki hvort myndin sé lík bókinni eða ekki (en þar sem þetta er Disney stórefast ég um það). Myndin er reyndar ekki eins formúludrifin og margar aðrar myndir frá fyrirtækinu en það er eitt af því fáa jákvæða sem ég hef að segja um myndina. Hitt stóra jákvæða við hana er að hún er frekar vel teiknuð. Tónlistin og sagan í heild er í lagi, en karakterar koma fyrst, og næstum allir sökka. Ég veit að þeir eiga ekki að vera venjulegir (enda úr öðrum heimi) en mér fannst þetta samt vera of mikið.
Flestir karakterarnir koma í nokkrar mínútur, gera eitthvað sýrulegt og koma síðan ekki aftur, fyrir utan nokkra í lok myndarinnar. Tweedledee og Tweedledum höfðu ekkert skemmtilegt að segja og komu með algjörlega tilgangslausa sögu um forvitni, Mad Hatter og Hérinn eru algjörlega út úr heiminum og leifa Alice ekki einu sinni að fá sér tesopa, Drottningin er algjör tík og gerir ekki neitt hræðilega illt til að vera góður villlain, kanínan og kóngurinn gera nær ekkert og blómin voru leiðinleg. Eini karakterinn sem ég hafði gaman af var Cheshire kötturinn. Það var eitthvað við hann sem var skemmtilegt. Kannski af því hann var ekki eins pirrandi eða kannski af því að hann getur tekið líkamshluta sína af og fært þá til. En því miður eyðileggur hann álit mitt á honum í enda myndarinnar sem klárlega er sá sýrukenndasti.
Alice er eini karakterinn sem maður getur á einhvern hátt tengst. Hún er sú eina sem er heil á geði og kemur með spurningar sem áhorfandinn sjálfur gæti sjálfur komið með. Verst að hún er ekki það áhugaverður karakter, þó maður vilji auðvitað að hún komst úr Wonderland.
Þrátt fyrir að útlitið sé flott get ég ekki gefið henni meira en fimmu. Ég geng svo langt að segja að Tim Burton útgáfan sé aðeins betri (hún hefur fleiri plot-hole en hefur að minnsta kosti betri karaktera).
5/10
Cinderella
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
ALLT of mikilli athygli beint að músunum Það er leiðinlegt að næsta mynd frá Disney í fullri lengd síðan þeir gerðu Bamba skuli vera miklu verri en allt sem þeir höfðu gert á þessum tíma. Ég held að aðalástæðan fyrir því sé að þeir lögðu allt of mikla áherslu í dýrin (sem voru nær ekkert annað en comic-relief) heldur en að annaðhvort sem söguna með meiri dýpt eða hafa fleiri tilgangslaus athygli sem hafa að minnsta kosti aðalkarakterinn með. Cinderella er hægt að lýsa eins og Snow White með minni athygli beint að henni og miklu meiri athygli beint að Dopey.
Þrátt fyrir að vera ekki mikið í myndinni og smávegis bland, þá er auðveldlega hægt að finna til með Cinderella. Foreldrar hennar eru dánir og hún eyðir öllum sínum tíma í að þrífa húsið og er niðurlægð af stjúpfjölskyldu sinni. Og þegar hún fær loksins tækifæri til að fara úr húsinu kemst hún ekki vegna mismunandi ástæðna (sem gerist tvisvar í gegnum myndina). En annars hefur þessi mynd eingöngu tvo góða karaktera. Fairy Godmother kemur ekki mikið fram en manni nær strax að líka vel við hana. Og það sakar ekki að hún kemur með besta lagið í myndinni, Bibbity-Bobbty-Boo. Hin er auðvitað Lady Tremaine, eða stjúpmóðirin, en hún er með betri villainum sem ég hef séð frá Disney. Hún gerir ekkert hræðilegt og á enga illa aðstoðarmenn, heldur hefur vald yfir Cinderella og nýtir hverja mínútu af því. Hún endar síðan á því að leyfa dætrum sínum að eyðileggja kjólinn hennar (en þau voru öll á leiðinni á ball til prinsins sem var að leyta sér að eiginkonu) og lokar hana inn í herberginu sínu í "klæmaxi" myndarinnar með einu óhugnalegasta svipbrigði sem ég hef séð.
Eins og skrifaði fyrir ofan þá eru dýrin allt of mikið í þessari mynd, og þá aðallega mýsnar. Fyrstu tuttugu mínúturnar er allri athyglinni beint að þeim (nema fyrir utan smátíma hjá Cinderella) og eftir að það kemur smávegis söguþráður inn í myndina, er samt óþarfarflega mikilli athygli beint að músunum. Þetta hefði verið miklu betra hefði þetta verið fyndnara/skemmtilegra sem þetta er í smástund, en á endanum fór mér að leiðast frekar mikið.
Síðan er tvennt sem mér finnst vera frekar fyndið við þessa mynd. Annað er að á dansleiknum (sem Cinderella kemst á þökk sé Fairy Godmother) þegar Cinderella er að dansa við prinsinn. Hún fékk ekki ultra-stórt makeover (fyrir utan flottan kjól) þannig að mér finnst sérstakt að stjúpfjölskyldan gat ekki þekkt hana. Hitt er áætlun kóngsins að finna hana aftur með glerskó sem hún skyldi eftir. Hélt hann virkilega að hún væri sú eina með þessa skóstærð? Eða hefur Cindarella hræðilega litla fætur?
Í heild sinni er þetta frekar óáhugaverð mynd. Fyrir utan stjúpmóðurina þá er ekkert sem lætur þessa mynd vera ólík týpískri Disney-mynd. Og út af henni get ég hækkað þessa mynd um einn heilann.
5/10
Bambi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lítill söguþráður en bætir fyrir það Bambi var síðasta teiknimyndin frá Disney í fullri lengd á gullöld teiknimyndanna. Það tók langan tíma fyrir fyrirtækið að bæta sig frá þessari, en það segir samt ekki mikið því ég hef aldrei verið mjög mikið fyrir Bamba.
Ég sá þessa mynd ekki ungur þannig að eitt ákveðið atriði í myndinni sem oft er talið vera með því sorglegasta frá upphafi í kvikmyndum, hafði aldrei stór áhrif á mig. Mér líður t.d. mun verr þegar ég horfi á Dumbo samanborið við þessa.
En þrátt fyrir að mér finnst myndin vera smávegis ofmetin, þá er hún samt frekar góð. Þrátt fyrir að hafa rosalega mikið af tilgangslausum atriðum leiddist mér ekki yfir þeim. Þau fara samt á endanum að verða of mörg. Ég hef til dæmis aldrei skilið atriðið þegar byrjar að rigna.
Á meðan Bambi er fínn karakter, þá hef ég alltaf mjög mikið gaman af Thumper, með sinn rosalega suðræna hreim, og uglunni sem kemur aðeins nokkrum sinnum fram í myndinni en nær alltaf að fanga athygli manns (sérstaklega þegar hann talar um "hættur" vorsins). Flestir aðrir karakterar eru bara þarna án þess að gera neitt mikið, eins og Flower og Faline.
Tæknilegu svið myndarinnar (tónlistin, hreyfimyndagerðin) eru standard fyrir sinn tíma. Hljóðið í heild sinni er reyndar mjög gott samanborið við hinar gullaldarmyndarinnar, enda fékk myndin tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir það.
Vegna þess að ég sá myndina ekki ungur þá varð ég ekki nærri því eins sorgmæddur og aðrir sem sáu þessa mynd ungir yfir einu ákveðnu atriði (sem ég mundi giska að allir vita hvað er). Eina sem ég pældi í er af hverju Disney ákvað að hafa fugla að syngja og baða sig í næsta atriði með rosalega jolly tónlist undir. Ég veit reyndar að þetta var gert svo að fyrra atriðið væri ekki of þunglyndislegt en mér fannst þetta vera aðeins of mikil breyting (ímyndið ykkur bara hvernig þetta hefði litið út hefði þetta líka verið gert við aðrar myndir eins og t.d. Lion King).
Ég mundi gefa þessari mynd 6, en hækka hana um einn út af klæmaxinu, þegar veiðimennirnir koma í skóginn, sem er langbesti hluti myndarinnar. Ég elska hversu alvörugefinn hann er, hversu spennandi hann er, hvernig þetta er sýnt eins og innrás frá miklu öflugra valdi heldur en dýrin og hvernig hann vinnur sig að endanum, en maður líður ágætlega vel yfir honum. Þessi mynd hefur samt ekki anti-veiðimanna skilaboð enda var Disney smávegis veiðimaður, samkvæmt mínum heimildum.
7/10
Dumbo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd sem einkennist af tvíhverfislyndi Það er ótrúlegt að horfa á byrjunina og endinn á Dumbo því þetta er næstum því öfugt við allt það sem gerist í miðjunni á myndinni. Það er ekki hægt annað en að líða aðeins illa yfir þessari mynd.
Ólíkt flestum gullaldarmyndum Disney þá náði þessi að græða meira en framleiðslukostnaðurinn var en það er reyndar skiljanlegra með Dumbo, því hún lítur ekki eingöngu ódýrari út heldur enhinar myndirnar, en hún er líka styttri en hinar.
Sumir karakterarnir eru skemmtilegir en sumir eru ekkert minnugir. Allir fílarnir eru skemmtilegir. Dumbo, eins og Dopey úr Snow White, kemur ekki með neina setningu í myndinni. Og á sinn hátt virkar það fullkomlega, hann þarf ekki að koma með neina línu (því það nægir að sjá hann eða hlusta á annan) og hann er þar að auki nýkominn frá storkunum í myndinni. Mamma hans (sem hefur eina línu í allri myndinni) er hin týpíska verndandi móðir. En hinir fílarnir voru alltaf með góða orku og skemmtilegir þó þeir voru ekkert sérstaklega góðar. Minntu mig rosalega mikið á saumaklúbb.
En sumir karakterar gera lítið. Sirkusstjórinn gerir ekkert annað en að tala við áhorfendur, skrolla og fá smekkinn af búningnum sínum á andlitið sitt. Timothy fannst mér vera óminnugur, þó það var fyndið þegar hann hitti saumaklúbbsfílanna. Og krummarnir voru of "racist". Ég skil rosalega lítið af því sem þeir segja þegar þeir syngja, og þetta er áreiðanlega ástæðan af hverju mér finnst þessi mynd vera betri á íslensku heldur en ensku.
Dumbo er aðalkostur myndarinnar. Það er frekar erfitt að finna til með honum miðað við allt sem kemur fyrir hann í myndinni. Þegar fánaatriðið kom og atriðið eftir það með hinum fílnum fór þetta að vera of mikið fyrir mig. Síðan kom lag sem lækkaði líðun mína hræðilega. Þegar ég hugsa um mynd sem lætur mig líða þunglyndislega er Dumbo með þeim sem koma fyrst upp.
Helstu gallar myndarinnar eru samt þessir: Myndin er allt of stutt. Ég veit að hún var gerð til að fá hagnað en það hefði samt verið gaman að sjá meira. Krummarnir eru "racist", lögin eru ekki eins minnug og síðustu myndir (fyrir utan Baby Mine) og hún hefur Pink Elephants atriðið, sem er fyrsta atriðið frá Disney sem kemur upp úr engu, hefur ekkert að gera með söguþráðinn, allt of sýrulegt fyrir myndina og nær ekkert minnst á það eftir á. Í öðrum orðum:
http://www.youtube.com/watch?v=9ds4xhz-xIY
Dumbo er frekar góð mynd með sína galla og er að mínu mati 3. besta myndin frá þessu tímabili.
8/10
PS: Hvar er Jumbo eldri? Eina línan sem mamman segir í myndinni er "Jumbo Jr." þannig að hver/hvar er pabbin?. Ehh, þetta er Disney-teiknimynd.
Fantasia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einstök og verulega áhrifamikil Með samvinnu teiknara Disney og sinfóníu Leopold Stokowski kemur ein athyglisverðasta og ljóðrænasta kvikmyndaupplifun sem ég hef orðið fyrir. Með nær engu handriti (fyrir utan það sem kynnirinn segir) nær hún samt að halda athygli manns allan tímann. Sumir sýna meira listrænu hliðina heldur en að segja einhverja sögu.
Klassíska tónlistin eftir menn eins og Bach, Stravinsky, Beethoven og nokkra aðra passa frábærlega við myndina sjálfa. Það hlýtur að hafa tekið langan tíma að pæla í hvað átti að gerast í hverju atriði.
Öll atriðin í eru annaðhvort skemmtilegt að fylgjast með (eins og t.d. Nutcracker Suite, Dance of the Hours og The Sorcerer's Apprentice) listræn (t.d. The Rite of Spring) eða einstaklega kraftmikil (klárlega Night on Bald Mountain/Ave Maria, lokakaflinn).
Það er lítið annað hægt að segja um þessa mynd. Þó hún sé ekki ein af mínum uppáhalds teiknimyndum (mundi kannski komast neðarlega á top 10-15) þá er ekkert sem ég get kallað galla við hana. Hún er persónuleg, tekur sig alvarlega, listræni myndarinnar er með því mesta sem ég hef séð og ég skemmti mér út myndina, sem er lang lengsta teiknimyndin frá Disney.
9/10
Gosi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Teiknimyndir verða ekki betri en þessi Það eru liðin 70 ár síðan Gosi kom fyrst út og ennþá er ég að bíða eftir mynd frá Disney (eða eiginlega bara teiknimynd yfir höfuð) sem er betri en hún. Eins og flestar myndirnar frá gullöldinni tapaði hún á miðasölu þegar hún kom fyrst; seinni heimsstyrjöldin hafði sennilega mikil áhrif á þetta (Undantekningar eru Snow White sem kom fyrir stríðið og Dumbo sem kostaði miklu minna). Og eftir því sem árin hafa bæst hefur aðdáðun yfir þessum myndum bæst og Pinocchio er engin undantekning, að mínu mati sú lang besta frá þessu tímabili.
Allir karakterarnir í þessari mynd sem hægt er að líka við, líkar mér vel við, meira að segja Honest John, sem er villain, og það á góðan hátt. Geppetto og Pinocchio eru mjög vel byggðir upp. Maður getur vel séð hversu mikið Geppetto vill fá strák og elskar vinnuna sína. Pinocchio er sýndur sem minnst gáfaðasti karakterinn í myndinni og gerir margt af sér en hann hefur þó ástæðu, hann veit ekkert betur. Það er erfitt að finna ekki til með honum miðað við hvað kemur fyrir hann í gegnum myndina.
Myndin hefur flesta villaina sem Disney hefur komið með (samtals 5 tæknilega séð) og jafnvel þótt enginn af þeim koma fram mikið í myndinni skila þeir sýnu, sérstaklega The Coachman. Atriðið í Pleasure Island (þar sem börnin eru að drekka, reykja, spila pool og margt annað) þar sem hann kemur við sögu er hreint út sagt illt. Roger Ebert hefur meira að segja sagt sjálfur að þetta atriði sé ein af ástæðum af hverju hann hefur aldrei reykt vindil.
Bæði teiknimyndin sjálf og tónlistin bæta sig frá Snow White. Hérna hefur maður lög eins og "When You Wish upon a Star" og "An Actor's Life for Me" (sem festist í hausnum á manni). Mér finnst ótrúlegt að myndin hafi eingöngu komið þremur árum eftir þá fyrstu því hún lýtur miklu smáatriðislega út. Dæmi um það má sjá við hvalinn Monstro og byrjunina með öllum klukkunum og leikföngunum. Það hlýtur að hafa tekið langan tíma að teikna þetta allt saman.
Hvað meira get ég sagt? Pinocchio er vel teiknuð, vel skrifuð, vel gerð, hræðilega creepy á tímupunktum, hefur frábæra tónlist, góðan húmor og mörg skilaboð án þess að troða því inn í mann. Ein af mínum uppáhalds myndum.
10/10
PS: Kettlingurinn Figaro er jafnmikið krútt og Wall-E
Snow White and the Seven Dwarfs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð byrjun Þessi gagnrýni inniheldur spoilera úr myndinni.
Snow White and the Seven Dwarfs er ekki eins minnug og góð og bestu Disney-myndirnar, en miðað við að þetta sé fyrsta teiknimynd í fullri lengd ætti maður ekki að búast við rosalega miklu, þó myndin sé af mörgum talið vera ein af bestu teiknimyndum allra tíma (hún er t.d. í 2 sæti á RT síðunni yfir bestu teiknimyndir allra tíma með 100 % einkunn).
Þar sem þetta er byggt upp á gömlu ævintýri og gerist (líklegast) fyrir nokkrum hundruð árum, er lítið hægt að kvarta undan hversu fljót Snow White er að verða ástfanginn af prinsinum í endanum. Einn koss og höfðu hisst einu sinni áður og hann tekur hana með sér á hestinum sínum. Þetta er smávegis cheesy en myndin einkennist hrikalega mikið af því. Dýr eru frekar mikið notuð miðað við að ekkert af þeim er raunverulegur karakter, en það var augljóslega notað svo að börn mundi skemmta sér betur yfir þessari mynd.
Ég mundi segja að hluti af síðari hluta myndarinnar sé myrkur, en ef það er miðað hana við myndirnar sem komu á eftir henni (Pinocchio, Fantasia, Dumbo og Bambi), þá er þessi mynd lítið óhugnandi og þunglyndisleg.
Flestir karakterarnir er hægt að líka vel við. Snow White sjálf þarf ekki meira en að syngja vera nálægt dýrum til að sýna sjarma og allir dvergarnir eru skemmtilegir. Þeir sem standa mest fram úr að mínu mati eru Grumpy (sem er sá eini sem fær einhverja "character developement" og Dopey (sem náði næstum því að vera í staðinn fyrir Mikka í "The Sorcerer's Apprentice" úr Fantasia). Annars hef ég aldrei verið stór aðdáðandi drottningarinnar. Hún verður óhugnalega í endanum en ekki nálægt því að vera eins minnug og MARGIR aðrir villain-ar frá Disney. Hvernig komst hún í #10 á AFI's 100 Years…100 Heroes and Villains?
Á meðan tónlistin hækkar álitið mitt á myndinni (og inniheldur nokkur mjög grípandi lög, eins og Heigh Ho og The Washing Song) lækkar það aftur vegna tveggja ástæðna:
Atriðið þegar dvergarnir eru að þrífa sig verður of langdregið. Það er ekki oft þar sem atriði í svona stuttri mynd tekur meira en 6 mínútur.
Endirinn: Mér finnst eins og teiknararnir voru að reyna að flýta sér með endinn (virkar og fljótur) og fannst ekkert sérstaklega skemmtilegt að Snow White fer frá dvergunum sem hún hefur búið hjá í einhvern tíma til að fara með fallega prinsinum sem hún hafði séð einu áður séð. Grunnhyggin?
Snow White er löngu orðin klassísk mynd. Ég hafði gaman af henni en eina mikilvægi hennar var að hún var sú fyrsta. Myndin sjálf var ekki eins góð og margir telja.
7/10
I Love You Phillip Morris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vel leikin, fyndin en á sama tíma alvarleg I Love You Phillip Morris er að mínu mati ein af bestu myndum ársins. Einu myndirnar sem mér finnst betri eru Toy Story 3 og Shutter Island en þessi er ekki langt á eftir.
Draman í myndinni er mjög vel leikin og sömuleiðis er húmorinn góður, þó hvorugt af því sé afgerandi mikið í myndinni. Mesti hluti myndarinnar er samt meira um að sjá líf Steven Russel (Jim Carrey) með því fólki sem hann þekkir, sem er samt sem áður skemmtilegur hluti myndarinnar.
Jim Carrey er frábær í þessari mynd. Ég geng það langt að segja að eina frammistaðan frá honum sem er betri en þessi sé úr Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Karakterinn hans er líka mjög vel skrifaður. Ég var hissa að þetta var byggt á raunverulegum atburðum miðað við hversu langt Russel fer til að sleppa við fangelsi og vera með ástinni sinni, Phillip Morris (Ewan McGregor). McGregor kemur áreiðanlega með bestu frammistöðu sem ég hef séð með honum. Hvernig hann lætur og hljómar var nær gallalaust út myndina.
Einu aðrir karakterar sem koma soldið fram í myndinni eru Leslie Mann og Rodrigo Santoro en þau skila sínu. Síðasta atriðið milli Carrey og Santoro var mjög snertandi, en ekki eins mikið síðustu atriðin milli Carrey og McGregor.
Ef þessi mynd fær ekki eina einustu tilnefningu á Óskarinn verð ég verulega pirraður. Þetta er einfaldlega mjög vel gerð mynd þegar kemur að leik, handriti og kvikmyndatöku.
Vel mælanleg mynd frá mér.