Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Jonathan Sobol
Roskinn bakari lifir rólegu lífi. Einn daginn kemur sonur hans skyndilega aftur inn í tilveru hans ásamt afastelpu sem bakarinn vissi ekki af. Þegar sonurinn lætur sig hverfa til að eltast við vafasamt viðskiptaævintýri, þarf bakarinn að gera hvað hann getur til að finna strákinn og vernda sonardótturina frá leigumorðingjum mafíunnar.
Útgefin: 4. desember 2023
SpennaHrollvekjaSpennutryllir
Tveimur árum eftir að unglingsstúlkan Becky slapp lifandi úr ofbeldisfullri árás sem fjölskylda hennar varð fyrir þarf hún að verja sig gegn hryðjuverkasamtökunum Noble Men. Þau ráðast inn í húsið þar sem hún býr með roskinni konu, ráðast á þær og taka hundinn hennar Diego. Becky þarf nú að snúast til varnar.
Útgefin: 4. desember 2023
Hrollvekja
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Þegar tónskáldi er falið að klára einleikskonsert læriföður síns sem fallið hefur frá, kemst hún fljótt að því að tónlistin kallar fram banvænar afleiðingar. Það leiðir til þess að hún afhjúpar hræðilegan uppruna laglínunnar og þá illsku sem vakin hefur verið upp.
Útgefin: 4. desember 2023
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Allan Ungar
Heillandi en alræmdur glæpamaður byrjar nýtt líf í Kanada eftir að hafa sloppið úr fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum. Í nýja heimalandinu rænir hann 59 banka og skartgripabúðir með lögguna á hælunum. Myndin er bygg á sannri sögu The Flying Bandit.
Útgefin: 8. desember 2023
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Travis Taute
Fyrrum slökkviliðsmaður með áfallastreituröskun leggur á flótta þegar hann er ásakaður um glæp sem hann man ekki einu sinni eftir að hafa framið. Það leiðir hann dýpra og dýpra inn í samsæri sem nær upp í efstu lög stjórnkerfisins.
Útgefin: 8. desember 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Valdamikill konungur missti fjölskyldu sína vegna Snjódrottningarinnar. Hann finnur aðferð til að flytja allar töfraverur úr sínum heimi og yfir í Speglalönd. Gerda og Snjódrottningin, ásamt öllum seiðkörlum og galdrafólki, verða að leggja niður ágreining til að berjast fyrir tilverurétti sínum og til að koma í veg fyrir að öll ævintýri hverfi úr lífi okkar.
Útgefin: 8. desember 2023
Gaman
Leikstjórn Chris Spencer
Hinn metnaðarfulli töframaður Merlin flytur til Las Vegas til að láta draumana rætast, en endar á því að ganga til liðs við nektardanshópinn The Chocolate Chip.
Útgefin: 11. desember 2023
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Denis Chernov
Finnrik er ungt finnsli sem hefur engan áhuga á að húsið hans verði að heimili. En allt breytist þegar ný fjölskylda flytur í húsið og ekkert af brellum og brögðum hans virka lengur.
Útgefin: 15. desember 2023
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Paul Schrader
Hinn vandvirki garðyrkjumaður Narvel Roth sinnir görðum hinnar auðugu ekkju Frú Smith. Þegar hún biður hann um að taka að sér duttlungafulla, þjakaða frænku sína leysir það úr læðingi drungaleg leyndarmál úr löngu grafinni ofbeldisfullri fortíð.
Útgefin: 15. desember 2023
DramaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Rob Schroeder
Glen eyðir stórskrítnu kvöldi með hjónum eftir að bíllinn hans bilar. Þetta setur af stað keðju atburða sem breyta lífi þeirra allra og einnig nokkurra ókunnugra aðila.
Útgefin: 15. desember 2023
DramaSpennutryllirGlæpaÍslensk mynd
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans — sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans.
Útgefin: 18. desember 2023
ÆvintýriFjölskyldaSöngleikur
Leikstjórn Adam Anders
Ung kona með ólýsanlega ábyrgð. Ungur maður í innri togstreitu milli ástar og heiðurs. Afbrýðisamur konungur gerir allt til að halda völdum. Hér er á ferðinni söngvamynd fyrir alla fjölskylduna þar sem sígild Jólalög eru sungin í bland við ný popplög og sagan af fæðingu Jesú Krists sögð.
Útgefin: 18. desember 2023
SpennaGaman
Leikstjórn Pierre Morel
Mason Petit er fyrrum þjóðvarðliði en nú fjölskyldumaður og lífið er alls ekki eins spennandi og eitt sinn var. Hættulegir leiðangrar heyra nú sögunni til. Hann sinnir leiðinlegum lögmannsstörfum og hjónabandið er í andaslitrunum. Allt þetta breytist þegar fyrrum félagi úr hernum býður honum nýtt starf, að vera öryggisvörður hinnar margverðlaunuðu og hugdjörfu blaðakonu Claire Wellington, sem er nýbúin að landa einkaviðtali við alræmdan og sérvitran suður-amerískan einræðisherra, Venegas. Petit grípur tækifærið fegins hendi og hoppar upp í flugvél. Þegar hann lendir á áfangastað er ljóst að hann hefur farið úr öskunni í eldinn. Hann blandast í blóðuga valdaránstilraun og þarf nú að vinna náið með Wellington og hinum siðferðilega vafasama Venegas til að sleppa lifandi úr landinu.
Útgefin: 22. desember 2023
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn George Gallo
Rannsóknarlögreglumaðurinn Boyd, sem á erfitt með að sætta sig við dauða dóttur sinnar, leggur af stað í leit að raðmorðingja sem drepur fólk samkvæmt hrottalegum ættbálkasið: Muti. Eina manneskjan sem getur hjálpað Boyd er Prófessor Mackles, mannfræðingur sem býr yfir hræðilegu leyndarmáli. Línan á milli heilbrigðis og geðveiki þynnist í sífellu eftir því sem Boyd sekkur dýpra í heim morðingjans.
Útgefin: 22. desember 2023
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Craig Gillespie
Segir frá ringulreiðinni á verðbréfamarkaðnum á Wall Street eftir að hlutabréf verslunarfyrirtækisins GameStop tóku stökk vegna Reddit pósta. Í miðpunkti sögunnar er hinn ofurvenjulegi Keith Gill sem byrjar að eyða öllum sparnaði sínum í bréfin og birta færslur um það á Reddit samfélagsmiðlinum. Þegar færslur hans fara að fá mikinn lestur, verður sannkölluð sprenging í hans lífi og allra í kringum hann. Þegar hlutabréfaráð eins og þetta nær slíkum hæðum verða allir ríkir, þar til milljarðamæringur ákveður að berjast á móti og heimur allra snýst við á örskotsstundu.
Útgefin: 27. desember 2023
Spennutryllir
Tvær systur fara að kafa á fallegum en fjarlægum stað. Önnur þeirra lendir á steini og festist 28 metrum undir yfirborði sjávar. Sjórinn er kaldur og hún er með hættulega lítið af súrefni. Nú reynir á systur hennar að bjarga lífi hennar.
Útgefin: 29. desember 2023
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Todor Chapkanov
Fyrrum sérsveitarmaður fer í eins manns stríð á götum Amsterdam til að bjarga dóttur vinar síns úr klóm glæpasamtaka í borginni.
Útgefin: 29. desember 2023
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Hayao Miyazaki
Í gegnum kynni af vinum og frænda sínum, fylgjumst við með sálrænum þroska unglingsdrengs. Hann fer inn í töfrandi heim með talandi gráum Hegra eftir að hafa fundið yfirgefinn turn í nýja bænum sínum
Útgefin: 15. janúar 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Demián Rugna
Íbúar í litlu þorpi uppgötva að djöfull sé um það bil að fæðast í bænum. Í örvæntingu reyna íbúarnir að flýja áður en hið illa lítur dagsins ljós, en mögulega er það nú þegar orðið of seint.
Útgefin: 15. janúar 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Deon Taylor
Vinahópur hittist á hóteli uppi í sveit sem á sér ríka og mikla sögu. Skemmtunin breytist í skelfilega martröð þegar vinirnir neyðast hver og einn til að horfast í augu við sinn dýpsta ótta.
Útgefin: 22. janúar 2024