Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
Drama
Leikstjórn Christy Hall
Kona sem tekur leigubíl frá JFK flugvellinum í New York ræðir við bílstjórann um mikilvæg sambönd í lífi þeirra beggja.
Útgefin: 7. október 2024
Gaman
Leikstjórn Castille Landon
Leikarar: Diane Keaton, Kathy Bates, Alfre Woodard, Eugene Levy, Dennis Haysbert, Beverly D'Angelo, Nicole Richie, Josh Peck, Betsy Sodaro, Tom Wright, Victoria Rowell, Maria Howell, Kensington Tallman, Ray Santiago, Eugenie Bondurant
Æskuvinkonurnar Nora, Ginny og Mary, sem eyddu öllum sumrum saman í sumarbúðum þegar þær voru stelpur, ákveða að nota tækifærið og hittast aftur í búðunum. Þar bíður þeirra matarslagur, fljótasigling og nýjar tilfinningar og upplifanir.
Útgefin: 7. október 2024
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Alexandre Aja
Leikarar: Halle Berry, Anthony B. Jenkins, Percy Daggs IV, Matthew Kevin Anderson, Christin Park, Stephanie Lavigne, Cadence Compton, Mila Morgan
Ilir andar hafa ofsótt fjölskyldu í mörg ár. Spurningar vakna um öryggi þeirra og umhverfi þegar eitt barnanna fer að efast um hvort djöfulskapurinn sé raunverulegur.
Útgefin: 11. október 2024
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Catherine Breillat
Leikarar: Léa Drucker, Samuel Kircher, Olivier Rabourdin, Clotilde Courau, Serena Hu, Angela Chen, Romain Maricau
Anna er bráðsnjall lögfræðingur sem býr með eiginmanni sínum Pierre og dætrum þeirra. Anne stofnar smátt og smátt til ástríðufulls sambands við Theo, son Pierre úr fyrra hjónabandi, sem setur feril hennar og fjölskyldu í hættu.
Útgefin: 11. október 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Cameron Cairnes, Colin Cairnes
Leikarar: David Dastmalchian, Laura Gordon, Ian Bliss, Fayssal Bazzi, Ingrid Torelli, Rhys Auteri, Georgina Haig, Josh Quong Tart, Steve Mouzakis, Christopher Kirby
Bein útsending í sjónvarpi fer illilega úrskeiðis árið 1977 og leysir úr læðingi ógurlega illsku sem leitar inn á heimili fólks.
Útgefin: 15. október 2024
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Leikarar: Zachary Levi, Lil Rel Howery, Zooey Deschanel, Tanya Reynolds, Jemaine Clement, Alfred Molina, Pete Gardner, Camille Guaty, Ravi Patel, Catherine Davis, Elizabeth Becka, Mason Douglas, Hillary Harley, Danny Vinson, Lisa Catara
Inni í bókinni sinni getur Harold látið allt gerast með því einfaldlega að teikna það. Eftir að hann vex úr grasi og teiknar sjálfan sig út úr bókinni og inn í raunheima, áttar hann sig á að hann á ýmislegt eftir ólært um lífið.
Útgefin: 15. október 2024
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Brad Anderson
Leikarar: Joel Kinnaman, Sandra Mae Frank, Mark Strong, Mekhi Phifer, Michael Eklund, Jonathan Koensgen, Sean James Sutton
Heyrnarskertur lögreglumaður í Boston í Bandaríkjunum og heyrnarlaust vitni þurfa að reiða sig á hjálp hvors annars til að snúa á hóp morðingja sem þau geta ekki heyrt í, þegar þeir króa þau af í yfirgefinni blokk.
Útgefin: 15. október 2024
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gonzalo Gutierrez 'G.G.'
Leikarar: Karol Sevilla, Carla Peterson, Facundo Reyes, Cassie Glow, Micke Moreno, Julian Janssen, Matthew Moreno, Marina Blanke
Hinn ellefu ára gamli Alfonso, afkomandi riddarans Don Kíkóta, og þrjár ímyndaðar tónelskar kanínur, fara með Pancho og Victoriu að bjarga bænum sínum La Mancha frá skelfilegum stormi sem illt stórfyrirtæki setur af stað til að eigna sér landið. Á leiðinni kemst Alfonso að því hvað vináttan er kraftmikið afl og verður ástfanginn í leiðinni.
Útgefin: 18. október 2024
HrollvekjaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Oz Perkins
Leikarar: Maika Monroe, Nicolas Cage, Blair Underwood, Alicia Witt, Michelle Choi-Lee, Dakota Daulby, Lauren Acala, Kiernan Shipka, Maila Hosie, Jason Day, Lisa Chandler, Ava Kelders, Carmel Amit, Daniel Bacon, Beatrix Perkins, Scott Nicholson
Alríkislögreglumaðurinn Lee Harker er efnilegur nýliði í löggunni, en með dularfulla fortíð. Hún fær það verkefni að leita uppi alræmdan fjöldamorðingja. En til þess að binda endi á morðæðið þarf lögreglukonan að leysa ýmsar torræðar þrautir.
Útgefin: 18. október 2024
Drama
Leikstjórn Tea Lindeburg
Leikarar: Flora Ofelia Hofmann Lindahl, Ida Cæcilie Rasmussen, Palma Lindeburg Leth, Anna-Olivia Øster Coakley, Flora Augusta, Kirsten Olesen, Lisbet Dahl, Stine Fischer Christensen, Thure Lindhardt, Albert Rudbeck Lindhardt
Dag einn seint á nítjándu öld breytist líf hinnar fjórtán ára gömlu Lise til frambúðar. Hún er elst systkina sinna, og sú fyrsta til fara í skóla. Hún er vongóð og trúir á lífið og framtíðina. En þegar móðir hennar fær hríðir er augljóst að eitthvað er að. Eftir því sem fæðingin dregst á langinn fer Lisa að átta sig á að þó að hún hafi byrjað daginn sem barn muni hún enda daginn á að þurfa að taka ábyrgð á heimilinu.
Útgefin: 18. október 2024
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Eli Roth
Leikarar: Cate Blanchett, Kevin Hart, Edgar Ramírez, Jamie Lee Curtis, Ariana Greenblatt, Florian Munteanu, Janina Gavankar, Jack Black, Haley Bennett, Benjamin Byron Davis, Olivier Richters, Cheyenne Jackson, Gina Gershon, Charles Babalola, Bobby Lee, Steven Boyer, Justin Price
Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar bandalag (og mögulegan vinskap) við aðra glæpamenn, þar á meðal málaliðann Roland, sprengjusérfræðinginn Tiny Tina og félaga hennar Krieg, en einnig klikkaða vísindamanninn Tannis og brandaravélmennið Claptrap. Verkefnið felst í að finna og vernda týnda dóttur valdamikils manns sem kallast Atlas. En allt er þó ekki sem sýnist því stúlkan geymir lykilinn að miklum krafti sem gæti breytt örlögum alheimsins.
Útgefin: 22. október 2024
Gaman
Leikstjórn Nathan Silver
Leikarar: Jason Schwartzman, Carol Kane, Dolly de Leon, Caroline Aaron, Robert Smigel, Madeline Weinstein, Matthew Shear, Lindsay Burdge, Julia Walsh, Brittany Walsh, Diane Lanyi, Keith Poulson
Sorgmæddur söngstjóri, sem efast um Guð, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar tónlistarkennarinn hans úr grunnskóla birtist á ný, í Bat Mitzvah fermingarfræðslu hjá honum. Þessar tvær einmana sálir mynda sérstakt samband sín á milli.
Útgefin: 22. október 2024
TónlistHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Antonino D'Ambrosio
Leikarar: Roberta Flack, Bill Eaton, Clint Eastwood, Joel Dorn, Buddy Williams, John Lennon, Jesse Jackson, Frank Sinatra
Roberta Flack ávann sér stað í tónlistarsögunni þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn til að vinna Grammy verðlaun fyrir hljómplötu ársins tvö ár í röð, The First Time I Ever Saw Your Face árið 1973 og Killing Me Softly with His Song árið 1974.
Útgefin: 25. október 2024
Spennutryllir
Leikstjórn Joel David Moore
Leikarar: Amanda Crew, Tom Felton, Ashley Greene, Brooke Lyons, Rick Fox, Caroline Raynaud, Samantha Kaine, Amber Ashley Smith
Eva Carver, sem neyðist til að gefa eigin drauma upp á bátinn, þar sem hún býr á suðrænni eyju, hittir skrýtna konu sem byrjar smátt og smátt að yfirtaka líf hennar.
Útgefin: 25. október 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Leikarar: Blake Lively, Justin Baldoni, Brandon Sklenar, Jenny Slate, Hasan Minhaj, Amy Morton, Isabela Ferrer, Alex Neustaedter, Steve Monroe
Þó að fortíðin hafi oft verið flókin og erfið þá hefur Lily Bloom alltaf vitað hvaða líf hana dreymdi um. Hún býr í Boston og einn daginn hittir hún taugaskurðlækninn Ryle Kincaid og telur sig þar hafa fundið sinn sálufélaga. Fljótlega fara spurningar þó að vakna um sambandið, og til að flækja málin enn frekar, kemur gamli kærasti hennar úr menntaskóla, Atlas Corrigan, aftur til sögunnar, sem setur sambandið við Ryle í uppnám.
Útgefin: 28. október 2024
DramaFjölskylda
Leikstjórn Alex Kendrick
Leikarar: Aspen Kennedy, Cameron Arnett, Karen Abercrombie, Selah Avery, Joseph Curtis Callender, Ken Bevel, Dylan Cruz, Jonathan Evans
Líf hins 19 ára gamla Isaiah Wright snýst um körfubolta og tölvuleiki. Það er eitt ár síðan hann kláraði menntaskólann en hann er ekki með vinnu og engin plön fyrir framtíðina. Einstæð móðir hans, Cynthia, ákveður að setja honum afarkosti - að girða sig í brók eða flytja út. Isaiah fær vinnu hjá Moore Fitness án þess að vita um áhrifin sem eigandinn á eftir að hafa á líf hans. Bænir móður hans og óvænt leiðsögn hins nýja leiðbeinanda neyða Isaiah til að horfast í augu við fortíðina, fórna sjálfselskunni og uppgötva að Guð gæti verið með eitthvað stærra í huga fyrir hann.
Útgefin: 5. nóvember 2024
DramaHrollvekja
Leikstjórn Jane Schoenbrun
Leikarar: Justice Smith, Brigette Lundy-Paine, Ian Foreman, Helena Howard, Lindsey Jordan, Danielle Deadwyler, Fred Durst, Conner O'Malley, Emma Portner, Michael C. Maronna, Danny Tamberelli, Amber Benson
Owen leiðist, en einn daginn síðla kvölds kynnir vinur hans hann fyrir dularfullum sjónvarpsþætti sem fjallar um yfirnáttúrulegan og spennandi heim ...
Útgefin: 17. nóvember 2024
SpennaDramaSpennutryllir
Leikstjórn Ariel Vromen
Leikarar: Tyrese Gibson, Ray Liotta, Scott Eastwood, Dylan Arnold, Christopher Ammanuel, Oleg Taktarov, Ori Pfeffer, Clé Bennett, Michael Beasley, Tosin Morohunfola
Árið er 1992 og Mercer reynir hvað hann getur að byrja nýtt líf og endurvekja tengslin við son sinn í róstursömu þjóðfélagsástandinu í Los Angeles í kjölfar Rodney King úrskurðarins. Annarsstaðar í borginni láta aðrir feðgar reyna á samband sitt þegar þeir skipuleggja stórhættulegt rán á hvarfakútum sem innihalda verðmætt hvítagull úr verksmiðjunni þar sem Mercer vinnur. Eftir því sem ástandið magnast og óreiðan vex, ná báðar fjölskyldur suðupunkti þegar þær hittast.
Útgefin: 25. nóvember 2024
Drama
Leikstjórn Nuri Bilge Ceylan
Ungur kennari vonast til að fá flutning til Istanbúl eftir að hafa klárað skyldudvöl í skóla í þorpi úti á landi í Anatoliu. Eftir að ásakanir um ósæmilegt samband við nemanda koma fram í dagsljósið, minnka vonir hans um flótta og hann sekkur dýpra í tilvistarlega kreppu.
Útgefin: 29. nóvember 2024