Ofdekraður kisi vinsælastur

Kötturinn Beggi sló í gegn í bíó um síðustu helgi en kvikmyndin um hann, 10 líf, fór rakleitt ný á lista beint á topp íslenska aðsóknarlistans. Rúmlega þúsund manns börðu myndina augum um helgina.

Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, dystópían Civil War sem gerist í miðju borgarastríði í Bandaríkjunum.

Þriðja sætið skipar svo Kung Fu Panda 4 sem hefur nú verið í sjö vikur á lista.

Dune tekjuhæst

Tekjuhæsta myndin á listanum samtals er Dune: Part Two með 74 milljónir í tekjur.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: