3. desember 2023
RómantíkDrama
Leikstjórn Teuvo Tulio
Lappneska stúlkan Laila, einkadóttir hreindýrahirðis, bjargar orrustuflugmanni Nasista sem hrapað hafði í flugvél sinni í Seinni heimsstyrjöldinni. Þau fella hugi saman og fara til borgarinnar þar sem nútíminn fer um þau ómildum höndum og við tekur tímabil niðurlægingar.
Útgefin: 3. desember 2023
5. desember 2023
Drama
Leikstjórn Darin J. Sallam
Leikarar: Ashraf Barhom, Karam Taher, Ali Suliman, Sameera Asir, Majd Eid, Samuel Kaczorowski, Sultan Alkhail, Firas Taybeh
Í Palestínu árið 1948 eykst spennan á milli Araba og Gyðinga, eftir að Bretar fara frá landinu. Á sama tíma dreymir Farha, klárri dóttur bæjarstjóra í litlu þorpi, um að komast í skóla í stórborginni, óafvitandi um yfirvofandi harmleik.
Útgefin: 5. desember 2023
6. desember 2023
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Hayao Miyazaki
Leikarar: Soma Santoki, Masaki Suda, Aimyon, Yoshino Kimura, Kô Shibasaki, Takuya Kimura, Keiko Takeshita, Jun Fubuki, Jun Kunimura
Í gegnum kynni af vinum og frænda sínum, fylgjumst við með sálrænum þroska unglingsdrengs. Hann fer inn í töfrandi heim með talandi gráum Hegra eftir að hafa fundið yfirgefinn turn í nýja bænum sínum
Útgefin: 6. desember 2023
8. desember 2023
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Andrea Eckerbom
Leikarar: Marte Klerck-Nilssen, John F. Brungot, Mariann Hole, Medina Iqbal, Vegard Strand Eide, Lene Kongsvik Johansen, Gunn Tove Grønsberg, Kai Remlov, Jan Gunnar Røise, Zachary Levi, Nader Khademi
Jólin eru að koma og það er ys og þys á Jólamarkaðinum í bænum. Mariann sér sætan bangsa í efstu hillunni í tombólubásnum. Er hann lifandi? Mariann verður að eignast hann en bangsi hefur aðrar hugmyndir. Hann vill komast í eigu ríkrar fjölskyldu sem getur kennt honum allt um undur heimsins.
Útgefin: 8. desember 2023
8. desember 2023
Gaman
Leikstjórn Kristoffer Borgli
Leikarar: Nicolas Cage, Julianne Nicholson, Dylan Baker, Tim Meadows, Lily Bird, Jessica Clement, Paula Boudreau, David Klein, Marnie McPhail, Star Slade, Kaleb Horn, Liz Adjei, Marc Coppola
Líf fjölskyldumannsins heillum horfna Paul Matthews fer allt á hvolf þegar milljónir ókunnugra fara skyndilega að sjá hann í draumum sínum. En þegar þessar birtingarmyndir breytast í martraðir neyðist Paul til að horfast í augu við nýfengna frægð.
Útgefin: 8. desember 2023
8. desember 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Takashi Yamazaki
Leikarar: Ryunosuke Kamiki, Minami Hamabe, Yuki Yamada, Munetaka Aoki, Hidetaka Yoshioka, Sakura Ando, Kuranosuke Sasaki
Risaófreskjan Godzilla birtist í Japan á eftirstríðsárunum, þegar þjóðfélagið er í sárum, og lemur landið enn lengra niður í svartnættið.
Útgefin: 8. desember 2023
13. desember 2023
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Paul King
Leikarar: Timothée Chalamet, Keegan-Michael Key, Sally Hawkins, Rowan Atkinson, Olivia Colman, Hugh Grant, Matt Lucas, Jim Carter, Rakhee Thakrar, Natasha Rothwell, Rich Fulcher, Rufus Jones, Tom Davis, Kobna Holdbrook-Smith, Simon Farnaby, Tracy Ifeachor, Paterson Joseph, Colin O'Brien, Mathew Baynton, Freya Parker, Justin Edwards, Murray McArthur, Alfredo Tavares, Pierre Bergman
Hinn ungi Willy Wonka leggur af stað í þá vegferð að breiða út gleði í gegnum súkkulaði, og slær fljótlega í gegn.
Útgefin: 13. desember 2023
20. desember 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Wan
Leikarar: Jason Momoa, Patrick Wilson, Ben Affleck, Amber Heard, Yahya Abdul-Mateen II, Nicole Kidman, Dolph Lundgren, Randall Park, Temuera Morrison, Indya Moore, Pilou Asbæk, Jani Zhao, Vincent Regan
Black Manta, sem mistókst að sigra Aquaman í fyrstu atrennu, er enn ákafur í að hefna föður síns, og mun ekki hætta fyrr en Aquaman er allur. Black Manta er óárennilegri en nokkru sinni fyrr og hefur öðlast krafta hins goðsagnakennda svarta þríforks, sem leysir úr læðingi ævaforna og illa orku. Til að sigra í þessari baráttu snýr Aquaman sér til bróður síns Orm, fyrrum konungs Atlantis, og biður um aðstoð. Saman þurfa þeir að leggja eigin ágreiningsmál til hliðar til að vernda konungsríkið og bjarga fjölskyldu Aquaman og heiminum öllum frá gereyðingu.
Útgefin: 20. desember 2023
26. desember 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Benjamin Renner
Leikarar: Kumail Nanjiani, Elizabeth Banks, Caspar Jennings, Tresi Gazal, Awkwafina, Carol Kane, Keegan-Michael Key, Danny DeVito, David Mitchell
Andafjölskylda reynir að sannfæra ofverndandi föðurinn um að fara í besta sumarfrí allra tíma.
Útgefin: 26. desember 2023
26. desember 2023
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Michael Mann
Leikarar: Shailene Woodley, Adam Driver, Sarah Gadon, Patrick Dempsey, Penélope Cruz, Jack O'Connell, Valentina Bellè, Massi Furlan, Luca Della Valle, Peter Arpesella, Brett Smrz
Myndin gerist sumarið 1957. Fyrrum kappakstursmaður, Ferrari, er í vanda. Gjaldþrot vofir yfir fyrirtækinu sem hann og kona hans byggðu upp úr engu tíu árum áður. Stormasamt hjónaband þeirra stendur á brauðfótum á sama tíma og þau syrgja son sinn. Ferrari ákveður að taka áhættu og fara í einn kappakstur enn, eitt þúsund mílna leið yfir Ítalíu þvera og endilanga, hinn goðsagnakennda Mille Miglia.
Útgefin: 26. desember 2023
5. janúar 2024
GamanDramaÍþróttir
Leikstjórn Taika Waititi
Leikarar: Michael Fassbender, Oscar Kightley, Kaimana, David Fane, Rachel House, Beulah Koale, Taika Waititi, Will Arnett, Elisabeth Moss, Uli Latukefu, Semu Filipo, Chris Alosio, Lehi Makisi Falepapalangi, Ioane Goodhue, Hio Pelesasa, Rhys Darby, Luke Hemsworth, Angus Sampson, Kaitlyn Dever
Sagan af hinu hræðilega lélega fótboltaliði Bandarísku Samóaeyja sem þekkt varð fyrir 31-0 tap gegn Ástralíu árið 2001. Nú er undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2014 á næsta leiti. Nýr þjálfari er ráðinn til að hífa gengi liðsins upp.
Útgefin: 5. janúar 2024
5. janúar 2024
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryce McGuire
Leikarar: Wyatt Russell, Kerry Condon, Ben Sinclair, Gavin Warren, Nancy Lenehan, Eddie Martinez, Jodi Long, Elijah J. Roberts, Ellie Araiza
Ray Waller er fyrrum hafnaboltaleikmaður sem neyddist til að hætta í sportinu vegna hrörnunarsjúkdóms. Hann flytur í annað hús með eiginkonunni Eve og tveimur börnum. Hann vonast til að geta aftur spilað hafnabolta og sér fyrir sér að nota sundlaugina í garðinum til að koma sér í form. En drungalegt leyndarmál lúrir í fortíð hússins og ill öfl draga fjölskylduna inn í hryllilegt hyldýpi.
Útgefin: 5. janúar 2024
5. janúar 2024
GamanRómantík
Leikstjórn Will Gluck
Leikarar: Sydney Sweeney, Glen Powell, Alexandra Shipp, Michelle Hurd, Bryan Brown, Darren Barnet, Hadley Robinson, Dermot Mulroney, Rachel Griffiths, Joe Davidson
Tveir erkióvinir síðan úr menntaskóla hittast á ný mörgum árum eftir útskrift og þykjast vera elskendur, af persónulegum ástæðum.
Útgefin: 5. janúar 2024
12. janúar 2024
GamanSöngleikur
Leikstjórn Samantha Jayne, Arturo Perez Jr.
Leikarar: Reneé Rapp, Angourie Rice, Bebe Wood, Christopher Briney, Tina Fey, Tim Meadows, Jenna Fischer, Busy Philipps, Ashley Park, Jon Hamm, Connor Ratliff
Þegar nýja stelpan í skólanum, Cady Heron, gerir þau mistök að verða skotin í Aaron Samuels, lendir hún í skotlínu Regina George, leiðtoga aðal stelpugengisins í skólanum sem kallast "The Plastics". Á sama tíma og Cady gerir sig klára í að berjast við aðal rándýrið með hjálp lúðanna Janis og Damian, þarf hún að læra að vera trú sjálfri sér á sama tíma og hún þarf að reyna að lifa af í erfiðasta frumskóginum: menntaskólanum.
Útgefin: 12. janúar 2024
12. janúar 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Leikarar: Charlotte Hope, Julian Sands, Kate Nichols, Oliver Savell, Philipp Christopher, Alexis Rodney, Pippa Winslow, Aoibhe O'Flanagan
Þegar tónskáldi er falið að klára einleikskonsert læriföður síns sem fallið hefur frá, kemst hún fljótt að því að tónlistin kallar fram banvænar afleiðingar. Það leiðir til þess að hún afhjúpar hræðilegan uppruna laglínunnar og þá illsku sem vakin hefur verið upp.
Útgefin: 12. janúar 2024
19. janúar 2024
DramaSöngleikur
Leikstjórn Blitz Bazawule
Leikarar: Fantasia Barrino, Taraji P. Henson, Danielle Brooks, Colman Domingo, Elizabeth Marvel, Corey Hawkins, H.E.R., Halle Bailey, Louis Gossett Jr., Aunjanue Ellis-Taylor, David Alan Grier, Deon Cole, Tamela J. Mann, Stephen Hill, Charles Green, David Vaughn
Söngleikjaútgáfa af skáldsögu Alice Walker um lífshlaup konu af afrísk amerískum ættum í suðurríkjum Bandaríkjanna snemma á tuttugustu öldinni.
Útgefin: 19. janúar 2024
19. janúar 2024
DramaÆviágripÍþróttir
Leikstjórn Sean Durkin
Leikarar: Zac Efron, Jeremy Allen White, Harris Dickinson, Maura Tierney, Holt McCallany, Lily James, Cazzey Louis Cereghino, Brett Beoubay, Kevin Anton, Brady Pierce, Mike Dell, Aaron Dean Eisenberg
Sönn saga hinna óaðskiljanlegu Von Erich bræðra en þeir sköpuðu sér nafn í bandarískri fjölbragðaglímu snemma á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Í sorg og í gleði og í skugga stjórnsams föður og þjálfara urðu þeir goðsagnir í glímuhringnum.
Útgefin: 19. janúar 2024
19. janúar 2024
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Sofia Coppola
Leikarar: Cailee Spaeny, Jacob Elordi, Ari Cohen, Dagmara Dominczyk, Tim Post, Lynne Griffin, Dan Beirne, Dan Abramovici, Matthew Shaw, Tim Dowler-Coltman, R Austin Ball, Stephanie Moore, Rodrigo Fernandez-Stoll
Unglingsstúlkan Priscilla Beaulieu hittir Elvis Presley í partýi, manninn sem var þá þegar orðin rokkstjarna en var allt öðru vísi heima fyrir. Hún verður kærasta, félagi og besti vinur. Hér er sagan sögð í gegnum augu Priscillu.
Útgefin: 19. janúar 2024
19. janúar 2024
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Leikarar: Jason Statham, Jeremy Irons, Emmy Raver-Lampman, Bobby Naderi, Phylicia Rashad, Josh Hutcherson, Minnie Driver, Enzo Cilenti, Taylor James, Adam Basil, Reza Diako
Leit eins manns að hefnd hefur áhrif á þjóðfélagið allt eftir að í ljós kemur að hann er fyrrum stjórnandi valdamikilla og leynilegra samtaka sem þekkt eru undir nafninu Beekeepers, eða Býflugnabændurnir.
Útgefin: 19. janúar 2024
26. janúar 2024
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jérémie Degruson
Leikarar: Monica Young, Danny Fehsenfeld, Olivier Paris, Dakota West, Jordan Baird, Art Brown, Donte Paris
Hér segir frá þeim Don, hugmyndaríkri leikbrúðu sem strokin er að heiman, og DJ Doggy Dog, yfirgefnum úttroðnum leikfangahundi - sem kynnast í Central Park í New York og halda í ævintýraferð inn í borgina.
Útgefin: 26. janúar 2024
26. janúar 2024
RómantíkVísindaskáldskapur
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Leikarar: Emma Stone, Mark Ruffalo, Willem Dafoe, Ramy Youssef, Jerrod Carmichael, Christopher Abbott, Suzy Bemba, Kathryn Hunter, Vicki Pepperdine, Margaret Qualley, John Locke, David Bromley, Vivienne Soan, Jeremy Wheeler, Andrew Hefler, Damien Bonnard, Wayne Brett
Bella Baxter er vakin aftur til lífsins af hinum bráðsnjalla en óhefðbundna vísindamanni Dr. Godwin Baxter. Hungruð í að kynnast heiminum betur þá strýkur hún með lögfræðingnum Duncan Wedderburn og lendir í ýmsum ævintýrum.
Útgefin: 26. janúar 2024
1. febrúar 2024
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jessica Hausner
Leikarar: Mia Wasikowska, Sidse Babett Knudsen, Sam Hoare, Amir El-Masry, Elsa Zylberstein, Ksenia Devriendt, Camilla Rutherford, Luke Barker, Keeley Forsyth, Florence Baker, Mathieu Demy, Amanda Lawrence
Ungfrú Novak gengur til liðs við starfsfólk alþjóðlegs heimavistarskóla til að kenna meðvitaða matarhegðun og hvetur nemendur sína til þess að borða minna.
Útgefin: 1. febrúar 2024
2. febrúar 2024
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Matthew Vaughn
Leikarar: Jing Lusi, Bryce Dallas Howard, Sam Rockwell, Henry Cavill, Bryan Cranston, Catherine O'Hara, Dua Lipa, Ariana DeBose, John Cena, Samuel L. Jackson, Rob Delaney, Bobby Holland Hanton, Jason Fuchs
Besti njósnari í heimi, Argylle, lendir í ævintýri sem teygir sig um allan heim.
Útgefin: 2. febrúar 2024
9. febrúar 2024
DramaÆvintýri
Leikstjórn Andrew Haigh
Leikarar: Andrew Scott, Paul Mescal, Jamie Bell, Claire Foy, Carter John Grout, Ami Tredrea, Cameron Ashplant
Kvöld eitt er handritshöfundurinn Adam heima hjá sér þar sem hann býr í hálftómri blokk í Lundúnum nútímans og hittir dularfullan nágranna sinn Harry, sem breytir tilveru hans. Adam og Harry verða sífellt nánari og dag einn fer Adam á æskuheimili sitt og kemst að því að löngu dánir foreldrar hans búa þar bæði og líta út eins og þau gerðu daginn sem þau dóu fyrir 30 árum síðan.
Útgefin: 9. febrúar 2024
9. febrúar 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Nikolaj Arcel
Leikarar: Mads Mikkelsen, Amanda Collin, Simon Bennebjerg, Kristine Kujath Thorp, Jacob Lohmann, Gustav Lindh, Morten Hee Andersen, Magnus Krepper, Felix Kramer, Thomas W. Gabrielsson, Søren Malling, Martin Feifel, Morten Burian, Joen Højerslev, Lise Risom Olsen
Fátækur hermaður, Ludvig Kahlen að nafni, kemur árið 1755 á heiðar Jótlands með eitt markmið: að hlýða skipan konungs og rækta landið og efnast á því sjálfur. En Kahlen eignast fljótt óvin. Það er hinn miskunnarlausi landeigandi Frederik De Schinkel, en hann telur sig eiga heiðarlöndin en ekki konung. Þegar þræll De Schinkel flýr ásamt eiginkonunni Ann Barbara og leitar skjóls hjá Kahlen, þá gerir landeigandinn allt sem hann getur til að koma Kahlen í burtu, og skipuleggur í leiðinni grimmilega hefnd. Kahlen berst á móti og tekur með því mikla áhættu.
Útgefin: 9. febrúar 2024
9. febrúar 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Leikarar: Blake Lively, Justin Baldoni, Brandon Sklenar, Jenny Slate, Hasan Minhaj, Alex Neustaedter, Steve Monroe
Lily telur sig hafa fundið hina einu sönnu ást með Ryle, en þegar erfitt atvik vekur upp gamalt áfall, þarf hún að finna með sjálfri sér hvort ástin ein dugi til að láta hjónabandið lifa. En hlutirnir flækjast þegar gamall kærasti kemur til sögunnar.
Útgefin: 9. febrúar 2024
15. febrúar 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Kaouther Ben Hania
Leikarar: Eya Chikhaoui, Nour Karoui, Majd Mastoura, Olfa Hamrouni, Ichrak Matar, Tayssir Chikhaoui, Kal Naga, Hind Sabri
Við erum stödd í Túnis. Olfa á fjórar dætur. Einn daginn hverfa tvær þeirra – en til að fylla í skarðið mætir kvikmyndagerðarkonan Kaouther Ben Hania með leikkonur til að endurlifa söguna.
Útgefin: 15. febrúar 2024
16. febrúar 2024
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Reinaldo Marcus Green
Leikarar: Kingsley Ben-Adir, Lashana Lynch, Tosin Cole, Michael Gandolfini, Nadine Marshall, James Norton, Anthony Welsh, Sundra Oakley, Umi Myers, Cornelius Grant, Aston Barrett Jr., Hector Donald Lewis, Nestor Aaron Absera, Sheldon Shepherd
Mynd um líf og störf reggí tónlistarmannsins Bob Marley.
Útgefin: 16. febrúar 2024
16. febrúar 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn S.J. Clarkson
Leikarar: Dakota Johnson, Sydney Sweeney, Celeste O'Connor, Isabela Merced, Tahar Rahim, Mike Epps, Emma Roberts, Adam Scott, Jill Hennessy, Zosia Mamet, Wes Meserve, Austin J. Ryan, Michael Malvesti, Josh Drennen, Sarah Ismail, Dennis Daniels
Sjúkraflutningamaðurinn Cassandra Webb byrjar að finna fyrir skyggnigáfu. Hún þarf nú að horfast í augu við atburði úr fortíðinni og vernda þrjár ungar konur fyrir dularfullum fjandmanni sem vill þær feigar.
Útgefin: 16. febrúar 2024
1. mars 2024
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Leikarar: Timothée Chalamet, Zendaya, Rebecca Ferguson, Josh Brolin, Austin Butler, Florence Pugh, Dave Bautista, Christopher Walken, Stephen McKinley Henderson, Léa Seydoux, Stellan Skarsgård, Charlotte Rampling, Javier Bardem, Souheila Yacoub
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlögum alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
Útgefin: 1. mars 2024
1. mars 2024
SpennaGamanDrama
Leikstjórn David Leitch
Leikarar: Ryan Gosling, Emily Blunt, Winston Duke, Aaron Taylor-Johnson, Hannah Waddingham, Stephanie Hsu, Teresa Palmer, Adam Dunn, Ben Knight, Beth Champion, Zara Michales
Áhættuleikari sem má muna fífil sinn fegurri og er hættur störfum, fær kall um að koma til baka og leika í kvikmynd þegar aðalstjarnan í stórri mynd, sem leikstýrt er af fyrrverandi konu hans, týnist.
Útgefin: 1. mars 2024
8. mars 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Helena Stefansdottir
Leikarar: Ilmur María Arnardóttir, Elin Petersdottir, Arnar Dan Kristjánsson, Stefania Berndsen, Valur Freyr Einarsson, Stormur Jón Kormákur Baltasarsson, Kristín Pétursdóttir
Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.
Útgefin: 8. mars 2024
26. apríl 2024
RómantíkDramaÍþróttir
Leikstjórn Luca Guadagnino
Leikarar: Zendaya, Josh O'Connor, Mike Faist, Jake Jensen, Scottie DiGiacomo, Faith Fay, Sid Jarvis, Joe Curtin, Connor Murray, Keanu Ham, Christine Dye
Þrír tennisleikarar, sem þekktust þegar þau voru ung, taka þátt í tenniskeppni á stóra sviðinu. Samkeppnin er hörð bæði innan vallar og utan og gamlir árekstrar og misklíð koma aftur upp á yfirborðið.
Útgefin: 26. apríl 2024
24. maí 2024
SpennaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Leikarar: Owen Teague, Freya Allan, Peter Macon, Kevin Durand, William H. Macy, Eka Darville, Travis Jeffery, Neil Sandilands, Sara Wiseman, Lydia Peckham, Dichen Lachman
Nokkrar kynslóðir fram í tímann, eftir valdatíð Caesars, eru apar ráðandi dýrategund á Jörðinnni og búa í sátt og samlyndi við menn sem hafa dregið sig í hlé. Á sama tíma og nýr herskár api byggir upp veldi sitt, heldur ungur api af stað í átakanlega vegferð sem mun láta hann efast um allt sem hann vissi um fortíðina og taka ákvarðanir sem munu skilgreina framtíð bæði apa og manna.
Útgefin: 24. maí 2024
14. júní 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Kelsey Mann
Leikarar: Amy Poehler, Phyllis Smith, Lewis Black, Tony Hale, Liza Lapira, Maya Hawke, Kaitlyn Dias, Diane Lane
Hugur unglingsins Riley er að ganga í gegnum hamfarir til að skapa rými fyrir einhverju algjörlega óvæntu: nýjum tilfinningum! Gleði, Sorg, Reiði, Ótti og Ógeð, sem lengi hafa hafa notið lífsins og gengið vel, vita ekki hvað þau eiga að halda þegar Kvíði birtist. Og svo virðist sem hún sé ekki ein á ferð.
Útgefin: 14. júní 2024
2. ágúst 2024
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Leikarar: Zooey Deschanel, Zachary Levi, Lil Rel Howery, Camille Guaty, Ravi Patel, Tanya Reynolds, Elizabeth Becka
Harold er ungur drengur sem fer í töfrandi ferðalag með hjálp fjólublás vaxlitar.
Útgefin: 2. ágúst 2024
30. ágúst 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Leikarar: Aaron Taylor-Johnson, Russell Crowe, Ariana DeBose, Fred Hechinger, Alessandro Nivola, Christopher Abbott, Levi Miller, Robert Ryan, Greg Kolpakchi, Murat Seven
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff vill sanna að hann sé besti veiðimaður í heimi. Hann leitar að ástinni í nýjum raunveruleikaþætti "Who's Kraven A Piece?"
Útgefin: 30. ágúst 2024
2. september 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Fjölnir Baldursson
Leikarar: Roman Ægir Fjölnisson, Halldóra Harðar, Tanja Líf Traustadóttir, Arnfinnur Daníelsson, Jónína Margrét Bergmann, Tommi Thor Gudmundsson
Myndin fjallar um Arnór, ungan mann sem hlotið hefur erfitt hlutskipti í lífinu með alkóhólískan föður og móður sem berst við geðrænan sjúkdóm. Er hann reynir að finna sjálfan sig leiðist hann út í fíkniefnaneyslu og kynnist misjöfnu fólki sem leiða hann í ógöngur. Hann endar á því að selja fíkniefni. Líf hans flækist svo enn meira þegar hann lendir í ástarþríhyrningi milli fíkniefnalögreglu og – sala.
Útgefin: 2. september 2024
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025