Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

7. desember 2024
Tónlist
Leikarar: André Rieu
Fagnaðu Jólahátíðinni með töfrandi jólatónleikum André Rieu, „Gull ogSilfur," eingöngu í Smárabíói! Þessi töfrandi viðburður felur í sér hátíðaranda jólanna, færir gleði, hlýju og neista á hvíta tjaldið. Upplifðu dásamlegan heim þess glamúrs sem undraland Andrés er! Með 150 glitrandi ljósakrónum og 50 risa kertastjökum færðu yl í hjarta við að heyra öll uppáhalds jólalögin þín. Með André á sviðinu verður hin ástkæra hljómsveit Johann Strauss ásamt sérvöldum gestalistamönnum og hinni ungu og hæfileikaríku Emmu Kok. Ekki missa af þessu tækifæri til að fagna tónlist, ást og jólagleði með glænýjum jólatónleikum André Rieu - "Gull og silfur".
Útgefin: 7. desember 2024
8. desember 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Magnus Hirschfeld
Ný stórmerkileg stafræn endurgerð frá kvikmyndasafninu í München eftir Magnus Hirschfeld. Hann var þýskur vísindamaður og kynjafræðingur og stofnaði meðal annars fyrstu samtök í heimi árið 1897 sem börðust fyrir réttindum hinsegin fólks. Árið 1919 kom út þögul kvikmynd sem Hirschfeld fjármagnaði, skrifaði og lék í sem heitir Anders als die anderen og er ein fyrsta leikna kvikmynd sögunnar þar sem fjallað er um málefni samkynhneigðra af hluttekningu og samkennd. Kvikmyndin Gesetze der Liebe er bæði heimildamynd og leikin mynd. í fyrri hlutanum sjáum við vísindalega nálgun dr. Hirschfeld á hinseginleikann og kynlíf. Seinni hluti myndarinnar er síðan endurklippt útgáfa af leiknu myndinni Anders als die anderen. Kvikmyndin telst stórkostlegt brautryðjandaverk á heimsvísu en var því miður afar langt á undan sinni samtíð.
Útgefin: 8. desember 2024
12. desember 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Eftir að hafa orðið fyrir árás ljóns öðlast Sergei Kravinoff yfirnáttúrulega og dýrslega krafta. Flókið samband hans við grimman föður sinn ýtir honum út á braut hefndar með hrottalegum afleiðingum. Á sama tíma gerir þetta hann að besta veiðimanni í heimi.
Útgefin: 12. desember 2024
18. desember 2024
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Barry Jenkins
Forsaga Lion King frá 2019. Simba sem er nú orðinn konungur gresjunnar vill að ungar sínir fylgi í fótspor hans, á sama tíma og saga föður hans Mufasa er skoðuð.
Útgefin: 18. desember 2024
19. desember 2024
GamanGlæpaSöngleikur
Leikstjórn Jacques Audiard
Æsispennandi glæpasaga þar sem fylgjumst með eiturlyfjabarón sem á þá ósk heitasta að hefja nýtt líf sem kona.
Útgefin: 19. desember 2024
26. desember 2024
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jeff Fowler
Sonic, Tails, Knuckles og Amy sameinast gegn Shadow, Robotnik, Scratch, Grounder og Rouge, sem vilja ná valdi á hinum kröftugu óreiðugimsteinum. Andstæðingarnir keppast við að tryggja sér yfirráð yfir helgigripunum og örlög alls heimsins eru í óvissu á meðan.
Útgefin: 26. desember 2024
26. desember 2024
GamanÍslensk mynd
Guðaveigar fjall­ar um hóp ís­lenskra presta sem leggja af stað í leiðang­ur til að finna hið full­komna messuvín.
Útgefin: 26. desember 2024
30. desember 2024
ÆvintýriSöngleikurÆviágrip
Leikstjórn Michael Gracey
Saga breska tónlistarmannsins Robbie Williams allt frá barnæsku og þar til hann varð yngsti meðlimur strákabandsins vinsæla Take That og sló síðar aftur í gegn sem tónlistarmaður undir eigin nafni. Á sama tíma mætti hann ýmsum áskorunum sem fylgdu frægðinni.
Útgefin: 30. desember 2024
1. janúar 2025
HrollvekjaÆvintýriRáðgáta
Leikstjórn Robert Eggers
Hrollvekjandi saga af þráhyggjusambandi ungrar konu og hræðilegrar vampíru sem er gagntekin af henni.
Útgefin: 1. janúar 2025
9. janúar 2025
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
Útgefin: 9. janúar 2025
9. janúar 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Edward Berger
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
Útgefin: 9. janúar 2025
9. janúar 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Christian Gudegast
Big Nick er hér aftur á ferð í Evrópu og nálgast nú Donnie, sem er flæktur í sviksamlegan og óútreiknanlegan heim demantaþjófnaðar og hina alræmdu Panther mafíu. Á sama tíma er er risastórt rán í heimsins stærstu demantakauphöll í undirbúningi.
Útgefin: 9. janúar 2025
16. janúar 2025
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dougal Wilson
Í þessari mynd fer bangsinn Paddington aftur til Perú til að heimsækja sína ástkæru frænku Lucy, sem býr á dvalarheimili fyrir eldri birni. Með Brown fjölskylduna í eftirdragi þá hefst fljótlega æsispennandi ævintýri þegar ráðgáta sendir þau í óvænta ferð inn í Amazon regnskóginn og upp snarbrött fjöllin í Perú.
Útgefin: 16. janúar 2025
16. janúar 2025
SpennaDrama
Leikstjórn Guy Ritchie
Tveir flóttasérfræðingar þurfa að skipuleggja undankomu fyrir háttsettan kvenkyns samningamann.
Útgefin: 16. janúar 2025
23. janúar 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Mel Gibson
Flugmaður og lögreglufulltrúi eru að fylgja eftirlýstum manni í réttarhöld. Á leið yfir óbyggðir Alaska eykst spennan um borð og það reynir á traust milli manna. Svo virðist sem einhverjir í vélinni séu að villa á sér heimildir.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota og risi hans til frægðar og frama.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Thordur Palsson
Ekkja á nítjándu öld þarf að taka erfiða ákvörðun, einn sérlega erfiðan vetur, þegar skip sekkur skammt frá fátækum íslenskum sveitabæ. Allar tilraunir til að bjarga áhöfninni munu hafa áhrif á matarforða bæjarins, þar sem íbúar svelta.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
Drama
Leikstjórn Brady Corbet
Hinn framsækni arkitekt László Tóth kemur til Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöldina til að skapa sér nýja framtíð, og hefja nýtt líf með eiginkonu sinni, en þau skildust að í stríðinu vegna breytinga á landamærum í Evrópu. Hann sest að í Pennsylvaníu þar sem hinn auðugi iðnjöfur Harrison Lee Van Buren sér hvað í hann er spunnið og vill nýta krafta hans til uppbyggingar. En völd og arfleifð kosta sitt.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
SpennaDramaÆvintýri
Edmond Dantes er ranglega handtekinn og fangelsaður á brúðkaupsdegi sínum fyrir glæp sem hann ekki framdi. Eftir fjórtán ár í grjótinu, á eyjunni Château d’If, tekst honum að flýja og tekur upp nafnið Greifinn af Monte-Cristo. Hann ákveður að hefna sín á mönnunum þremur sem sviku hann.
Útgefin: 23. janúar 2025
30. janúar 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Drew Hancock
Hey þú. Leið/ur á að fletta? Leið/ur á að ekki sé tekið eftir þér? Finnst þér eins og það vanti hluta af þér? FindYourCompanion.com mun finna þann eða þá einu réttu.
Útgefin: 30. janúar 2025
6. febrúar 2025
GamanDrama
Leikstjórn Jesse Eisenberg
Hinir ólíku frændur David og Benji fara saman í ferðalag til Póllands til að heiðra ástkæra ömmu sína. Ævintýrið tekur óvænta stefnu þegar gamlar deilur félaganna koma aftur fram á sjónarsviðið.
Útgefin: 6. febrúar 2025
6. febrúar 2025
GamanRómantíkHrollvekja
Leikstjórn Josh Ruben
Þegar ástarmorðinginn lætur til skarar skríða í Seattle eru tveir aðilar sem vinna yfirvinnu saman á Valentínusardaginn teknir í misgripum fyrir par, en morðinginn útsmogni leggur snörur sínar fyrir pör. Núna þurfa þeir að eyða rómantískasta kvöldi ársins á flótta, í baráttu fyrir lífi sínu.
Útgefin: 6. febrúar 2025
6. febrúar 2025
SpennaGaman
Leikstjórn Jonathan Eusebio
Fasteignasali þarf að taka aftur upp fyrri iðju sem slagsmálahetja, þegar fyrrum félagi hans birtist á ný með ógnvænleg skilaboð. Með bróður sinn glæpaforingjann á hælunum, þá neyðist hann til að horfast í augu við fortíðina og söguna sem hann gat ekki grafið að fullu.
Útgefin: 6. febrúar 2025
6. febrúar 2025
DramaÍslensk mynd
Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið fram á við.
Útgefin: 6. febrúar 2025
13. febrúar 2025
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Bridget Jones er nú komin á sextugsaldur og tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af hennar tíma og orku.
Útgefin: 13. febrúar 2025
14. febrúar 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Julius Onah
Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
Útgefin: 14. febrúar 2025
20. febrúar 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundamaðurinn verður til. Hundamaður ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundamaðurinn venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
Útgefin: 20. febrúar 2025
20. febrúar 2025
GamanHrollvekja
Leikstjórn Osgood Perkins
Þegar tvíburabræðurnir Bill og Hal finna gamlan tuskuapa pabba síns uppi á háalofti fara hrottaleg dauðsföll að eiga sér stað. Bræðurnir ákveða að henda dótinu og halda áfram með lífið, og smátt og smátt fjarlægjast þeir hvorn annan.
Útgefin: 20. febrúar 2025
27. febrúar 2025
Drama
Leikstjórn Alex Parkinson
Kafari er fastur á botni Norðursjávarins og þegar loftslangan hans fer í sundur vegna óróa í hafinu og mistaka í skipinu fyrir ofan, þá á hann aðeins fimm mínútna skammt af súrefni eftir. Hann er nú í algjöru myrkri og nístandi kulda og engin von er um björgun næstu þrjátíu mínúturnar.
Útgefin: 27. febrúar 2025
27. febrúar 2025
Hrollvekja
Leikstjórn Bryan Bertino
Ung kona þarf að berjast fyrir lífi sínu þegar hún rennur niður óþægilega kanínuholu sem falin var inni í dularfullri gjöf frá gesti seint um kvöld.
Útgefin: 27. febrúar 2025
6. mars 2025
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Ryan Coogler
Tvíburabræður í leit að betra lífi snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
Útgefin: 6. mars 2025
13. mars 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Leit manns að sjálfum sér fléttast saman við skyldur hans og umhyggju gagnvart þjóðinni, sem leiðir hann á krossgötur.
Útgefin: 13. mars 2025
20. mars 2025
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Marc Webb
Leikin útgáfa af Disney teiknimyndinni Mjallhvíti og dvergunum sjö frá árinu 1937.
Útgefin: 20. mars 2025
3. apríl 2025
SpennaÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
Útgefin: 3. apríl 2025
17. apríl 2025
GamanÆvintýri
Leikstjórn Bong Joon-ho
Mickey Barnes er lentur í þeim óvenjulegu aðstæðum að hann er að vinna fyrir vinnuveitanda sem krefst hinnar endanlegu fórnar - að vinna við að deyja. Hann getur sem sagt endurfæðst í sífellu og minnið haldist óskaddað, en hlutirnir geta þó farið illilega úrskeiðis.
Útgefin: 17. apríl 2025
24. apríl 2025
DramaHrollvekja
Leikstjórn David F. Sandberg
Átta vinir eru fastir í skíðaskála lengst uppi í fjalli og uppgötva að þeir eru ekki einir. Óttinn og spennan eykst og þeir þurfa að hafa sig alla við til að þrauka í gegnum nóttina.
Útgefin: 24. apríl 2025
30. apríl 2025
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Jake Schreier
Hópur ofurþorpara er ráðinn í verkefni fyrir hið opinbera.
Útgefin: 30. apríl 2025
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025