Náðu í appið
It Ends with Us

It Ends with Us (2024)

Þessu lýkur hér

"Sometimes it is the one who loves you who hurts you the most."

2 klst 10 mín2024

Þó að fortíðin hafi oft verið flókin og erfið þá hefur Lily Bloom alltaf vitað hvaða líf hana dreymdi um.

Rotten Tomatoes55%
Metacritic53
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Þó að fortíðin hafi oft verið flókin og erfið þá hefur Lily Bloom alltaf vitað hvaða líf hana dreymdi um. Hún býr í Boston og einn daginn hittir hún taugaskurðlækninn Ryle Kincaid og telur sig þar hafa fundið sinn sálufélaga. Fljótlega fara spurningar þó að vakna um sambandið, og til að flækja málin enn frekar, kemur gamli kærasti hennar úr menntaskóla, Atlas Corrigan, aftur til sögunnar, sem setur sambandið við Ryle í uppnám.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Lagið Everytime eftir Britney Spears hljómar í kvikmyndinni og er Spears þakkað í kreditlistanum í lok myndar. Blake Lively vottaði Britney einnig virðingu sína á frumsýningu kvikmyndarinnar með því að vera í sígildum Versace kjól sem Britney klæddist sjálf árið 2002 á Versace tískusýningu.
Hálfsystir Blake Lively, Roby (Teen Witch, Karate Kid part 3) fer með hlutverk í myndinni.
Ráðning Blake Lively og Justin Baldoni í hlutverk Lily og Ryle var gagnrýnd af aðdáendum bókarinnar sem myndin er byggð á, því í bókinni er Lily 23 og Ryle er 30, en Lively er 35 ára og Baldoni er 39. Höfundur bókarinnar, Colleen Hoover, útskýrði í viðtali að hún hafi viljað hafa persónurnar eldri í kvikmyndinni til að leiðrétta mistök sem hún gerði í bókinni. \"Þegar ég skrifaði It Ends With US þá var vinsælt að skrifa um fólk á barmi fullorðinsáranna. Maður samdi sögur um fólk á skólaldri. Ég hafði Lily mjög unga. Ég vissi ekki að taugaskurðlæknar færu í langt háskólanám. Það er enginn rúmlega tvítugur taugaskurðlæknir. Þegar ég byrjaði á myndinni hugsaði ég, við verðum að elda þau, því ég gerði mistök. Þannig að þetta er mér að kenna.\"

Höfundar og leikstjórar

Justin Baldoni
Justin BaldoniLeikstjórif. -0001

Aðrar myndir

Christy Hall
Christy HallHandritshöfundur

Aðrar myndir

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Wayfarer StudiosUS
Saks Picture CompanyUS