Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Lagið Everytime eftir Britney Spears hljómar í kvikmyndinni og er Spears þakkað í kreditlistanum í lok myndar. Blake Lively vottaði Britney einnig virðingu sína á frumsýningu kvikmyndarinnar með því að vera í sígildum Versace kjól sem Britney klæddist sjálf árið 2002 á Versace tískusýningu.
Hálfsystir Blake Lively, Roby (Teen Witch, Karate Kid part 3) fer með hlutverk í myndinni.
Ráðning Blake Lively og Justin Baldoni í hlutverk Lily og Ryle var gagnrýnd af aðdáendum bókarinnar sem myndin er byggð á, því í bókinni er Lily 23 og Ryle er 30, en Lively er 35 ára og Baldoni er 39. Höfundur bókarinnar, Colleen Hoover, útskýrði í viðtali að hún hafi viljað hafa persónurnar eldri í kvikmyndinni til að leiðrétta mistök sem hún gerði í bókinni. \"Þegar ég skrifaði It Ends With US þá var vinsælt að skrifa um fólk á barmi fullorðinsáranna. Maður samdi sögur um fólk á skólaldri. Ég hafði Lily mjög unga. Ég vissi ekki að taugaskurðlæknar færu í langt háskólanám. Það er enginn rúmlega tvítugur taugaskurðlæknir. Þegar ég byrjaði á myndinni hugsaði ég, við verðum að elda þau, því ég gerði mistök. Þannig að þetta er mér að kenna.\"
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
7. ágúst 2024
VOD:
28. október 2024