Ævintýri
Leikstjórn Daina Oniunas-Pusic
Leikarar: Julia Louis-Dreyfus, Lola Petticrew, Arinzé Kene, Leah Harvey, Jay Simpson, Ellie James, David Sibley, Nathan Amzi, Taru Devani, Azalea Amzi, Justin Edwards
Móðir þarf að ræða dauðann við dóttur sína þegar hann mætir á svæðið í líki talandi páfagauks.
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Eli Roth
Leikarar: Cate Blanchett, Kevin Hart, Edgar Ramírez, Jamie Lee Curtis, Ariana Greenblatt, Florian Munteanu, Janina Gavankar, Jack Black, Haley Bennett, Benjamin Byron Davis, Olivier Richters, Cheyenne Jackson, Gina Gershon, Charles Babalola, Bobby Lee, Steven Boyer, Justin Price
Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar bandalag (og mögulegan vinskap) við aðra glæpamenn, þar á meðal málaliðann Roland, sprengjusérfræðinginn Tiny Tina og félaga hennar Krieg, en einnig klikkaða vísindamanninn Tannis og brandaravélmennið Claptrap. Verkefnið felst í að finna og vernda týnda dóttur valdamikils manns sem kallast Atlas. En allt er þó ekki sem sýnist því stúlkan geymir lykilinn að miklum krafti sem gæti breytt örlögum alheimsins.
Gaman
Leikstjórn Jocelyn Moorhouse
Leikarar: Susan Sarandon, Bette Midler, Megan Mullally, Sheryl Lee Ralph, Sophie von Haselberg, Deja Dee, Bruce Greenwood, Kaden Taylor, Avangeline Friedlander, Brandee Evans, Michael Bolton
Fjórar vinkonur sem þekkst hafa allt sitt líf fara til Key West í Flórída til að vera brúðarmeyjar í óvæntu brúðkaupi Marilyn, vinkonu þeirra úr menntaskóla. Þegar þær mæta á svæðið kvikna aftur systrabönd og fortíðin blossar upp í allri sinni dýrð. Það er nóg af neistum, drykkjum og rómansi til að breyta lífi allra á hátt sem enginn átti von á.
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Rachel Lambert
Leikarar: Daisy Ridley, Dave Merheje, Parvesh Cheena, Marcia DeBonis, Megan Stalter, Brittany O'Grady, Bree Elrod, Lauren Beveridge, Sean Tarjyoto
Fran hefur gaman af að hugsa um dauðann. Það færir spennu inn í annars rólegt líf hennar. Þegar hún nær að fá nýja gaurinn í vinnunni til að hlæja, þá leiðir það til: stefnumóts, bökusneiðar, samtals og neista. Það eina sem stendur í veginum er Fran sjálf.
Hrollvekja
Leikstjórn Renny Harlin
Leikarar: Ryan Bown, Madelaine Petsch, Froy Gutierrez, Olivia Kreutzova, Gabriel Basso, Ema Horvath, Richard Brake, Rachel Shenton, Ella Bruccoleri, George Young, Janis Ahern, Florian Clare, Rebecka Johnston, Matus Lajcak
Eftir að bíll þeirra bilar í uggvekjandi litlum bæ neyðist ungt par til að gista í kofa fyrir utan bæinn. Þau verða skelfingu lostin þegar þrír grímuklæddir menn ógna þeim alla nóttina af miklu miskunnarleysi og án nokkurrar ástæðu.
GamanRómantík
Leikstjórn Lars Kaalund
Leikarar: Mille Dinesen, Ulrich Thomsen, Jasper Kruse Svabo, Mia Lyhne, Casper Crump, Morten Brovn, Mille Lehfeldt, Pernille Højmark, Anne Høyer
Maja reynir að ná stjórn á lífi sínu eftir skilnað. Myndin er rómantísk gamanmynd um allt það drama sem fylgir því þegar hugmyndum okkar um ástina er kollvarpað.
Rómantík
Leikstjórn Tyler Russell
Leikarar: Sarah Fisher, Jake Allyn, Lynn Collins, Robyn Lively, Bart Johnson, Scott Reeves, Brandon Hirsch, Austin Robert Russell, Mary Marguerite Hall, Lindsay Ross Davenport, Yvonne Landry, Jenique Bennett, Sharon Parra, Robert Way
Það verður hinum unga arkitekt Dawson mikið áfall þegar hann fréttir af fráfalli besta vinar síns London. Í framhaldinu finnst honum hann knúinn til að finna leynilega systur London, en þau voru tvíburar skilin að þegar þau voru fóstur. En Dawson bjóst aldrei við að verða ástfanginn á meðan á öllu þessu stóð.
Drama
Leikstjórn Christy Hall
Kona sem tekur leigubíl frá JFK flugvellinum í New York ræðir við bílstjórann um mikilvæg sambönd í lífi þeirra beggja.
Gaman
Leikstjórn Sigurjón Kjartansson
Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Helga Braga Jónsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Guðjón Davíð Karlsson, Sverrir Þór Sverrisson, Jón Gnarr, Halldór Gylfason, Ilmur Kristjánsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Thelma Rún Hjartardóttir
Kammersveit í kröggum er að fara á hausinn. Það er gripið til örþrifaráða til að halda góða tónleika. Heimsfrægur sellóleikari er ráðinn til að spila með þeim en hans innri maður er ekki eins glansandi fínn og hans opinbera persóna. Sellóleikarinn spillir sveitinni allri og dregur þau enn neðar í svaðið.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Christopher Jenkins
Leikarar: Mo Gilligan, Simone Ashley, Sophie Okonedo, Zayn Malik, Dylan Llewellyn, Jeremy Swift, Bill Nighy
Beggi er ofdekraður köttur sem tekur sem sjálfsögðum hlut þeirri lukku sem hann varð fyrir þegar honum var bjargað af Rósu. Þegar hann missir níunda líf sitt grípa örlögin inní og senda hann í ævintýri lífs síns.
RómantíkDrama
Leikstjórn Ira Sachs
Leikarar: Franz Rogowski, Ben Whishaw, Adèle Exarchopoulos, Erwan Kepoa Falé, Théo Cholbi, Arcadi Radeff, Léa Boublil, Tony Daoud, Sarah Lisbonis, William Nadylam
Tomas og Martin eru samkynhneigt par sem býr í París. Hjónaband þeirra lendir í vanda þegar Tomas byrjar í ástríðufullu sambandi við unga konu, grunnskólakennarann Agathe. En þegar Martin byrjar einnig í sambandi utan hjónabandsins þarf Tomas að horfast í augu við ákvarðanirnar, sem gæti reynst honum erfitt.
Drama
Leikarar: Talia Ryder, Earl Cave, Simon Rex, Ayo Edebiri, Jacob Elordi, Jack Irv, Ella Rubin, Tess McMillan, Jamie Granato, Peter Vack, Betsey Brown, Andy Milonakis, Jonathan Daniel Brown
Lillian, menntaskólanemi frá Suður Karólínufylki í Bandaríkjunum, fær nasasjón af umheiminum, fallegum borgum og skógum austurstrandarinnar í bekkjarferð til höfuðborgarinnar Washington, D.C.
Spennutryllir
Leikstjórn Hayley Easton Street
Leikarar: Hiftu Quasem, Lauren Lyle, Natalie Mitson, Nicole Rieko Setsuko, Ellouise Shakespeare-Hart, Gabriel Prevost-Takahashi
Fimm vinkonur hittast á ný í brúðkaupi á framandi paradísareyju. Þær ákveða að leigja sér bát og sigla meðfram ströndinni. Það reynir á vináttu þeirra þegar þær stranda úti á rúmsjó og berjast þar fyrir lífi sínu við hákarla og móður náttúru.
Drama
Leikarar: Kaylee Nicole Johnson, Chris Chalk, Jayah Henry, Sheila Atim, Bernadette Albright, Preston McDowell
Blíðuhót og umvefjandi faðmlög leiða okkur inn í líf Mack, svartrar konu í Mississippi. Við kynnumst eftirvæntingu hennar, ást og sorg sem hún upplifir allt frá bernsku og fram á fullorðinsár. Þetta er óður til tengslamyndunar við ástvini og staði.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Mark Dindal
Leikarar: Chris Pratt, Samuel L. Jackson, Hannah Waddingham, Ving Rhames, Nicholas Hoult, Cecily Strong, Harvey Guillén, Brett Goldstein, Bowen Yang, Luke Cinque-White
Kötturinn Grettir er á leið í stórskemmtilegt útivistar-ævintýri en eftir óvænta endurfundi með löngu týndum föður sínum, neyðast Grettir og hundurinn Oddi til að yfirgefa dekurlíf sitt og ganga til liðs við pabbann í hættulegri ránsferð.
Drama
Leikstjórn Annie Baker
Leikarar: Julianne Nicholson, Zoe Ziegler, Luke Philip Bosco, Will Patton, June Walker Grossman, Abby Harri, Edie Moon Kearns, Mary Shultz
Hin ellefu ára gamla Lacy eyðir sumrinu 1991 heima hjá sér í vestur Massachusetts í Bandaríkjunum þar sem hún gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn og nýtur athygli móður sinnar Janet. Þrír gestir koma síðar um sumarið sem allir heillast af Janet og útgeislun hennar.
GamanDrama
Leikstjórn Éric Lartigau
Leikarar: Rose Pou-Pellicer, Juliette Havelange, Marina Foïs, Gael García Bernal, Adèle Wismes, Ángela Molina, Chiara Mastroianni, Hugo Fernandes
Hin tíu ára gamla Dune fer á hverju sumri með fjölskyldunni til suð-vestur strandar Frakklands þar sem hún hittir bestu vinkonu sína Mathilde. Saman rannsaka þær grenitrjáaskóginn, horfa upp í himininn, elta unglinga, lenda í partíum og stelast til að horfa á hrollvekjur. En þetta sumar er öðruvísi fyrir Dune. Fjölskyldan hætti við sumarfríið án skýringa. Henni finnst eitthvað hafa breyst. Eftir því sem líður á barnæskuna fer hún að líta fullorðna og táninga öðrum augum og skilja betur leyndarmálin þeirra.
Hrollvekja
Leikstjórn Michael Mohan
Leikarar: Sydney Sweeney, Álvaro Morte, Simona Tabasco, Benedetta Porcaroli, Giorgio Colangeli, Dora Romano, Giulia Heathfield Di Renzi, Giampiero Judica, Betty Pedrazzi
Bandaríska nunnan Cecilia fer í klaustur langt uppi í sveit á Ítalíu, á fallegum stað. Hún fær blíðar móttökur en það breytist fljótt í hræðilega martröð enda reynist nýja heimilið búa yfir myrkum leyndarmálum og ólýsanlegum hryllingi.
Spenna
Leikstjórn Neil Marshall
Leikarar: Charlotte Kirk, Philip Winchester, Colm Meaney, Stephanie Beacham, Sean Pertwee, Colin Egglesfield, David Chevers, Yan Tual, Judy Donovan, Boris Martinez
Grjótharður smáglæpamaður úr verkamannastétt sogast inn í viðsjárverðan heim demantasmygls og ummyndast í andhetju í þessum drungalegu undirheimum.
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Nadine Crocker
Leikarar: Willa Fitzgerald, Garrett Hedlund, Mel Gibson, Ryan Hurst, Woody McClain, Michael Aaron Milligan, Paulina Gálvez, Katy Bodenhamer, Shiloh Fernandez, Pyper Braun, Valerie Jane Parker, Brady Gentry, Bonita Elery, Jennifer Monce
Fyrrum fanginn Russell Gaines reynir að byggja líf sitt upp á ný með hjálp föður síns, Mitchell. En þegar Maben birtist verður hið nýja líf hans óreiðukennt, sem endar með því að þau tvö stinga af - og þegar ofbeldisfull fortíð þeirra nær í skottið á þeim þarf parið að læra að treysta hvort öðru ef það vill lifa í einhver ár til viðbótar.