Náðu í appið

Nýtt á VOD

RómantíkDrama
Leikstjórn Celine Song
Nora og Hae Sung, æskuvinir með djúp og sterk tengsl sín á milli, skiljast að þegar fjölskylda Nora flytur frá Suður-Kóreu. Tuttugu árum síðar sameinast þau á ný eina örlagaríka viku og horfast í augu við ást og örlög.
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Tanel Toom
Myndin gerist í framtíðinni þegar stríð geisar á Jörðinni. Fjórir dauðþreyttir hermenn tilheyra Sentinel – fjarlægri herstöð úti á rúmsjó á milli tveggja meginlanda. Verkefni þeirra lauk fyrir þremur mánuðum en afleysingamennirnir eru enn ekki mættir og vikurnar breytast í mánuði. Ofsóknaræðið eykst og það reynir á sambandið á milli fólksins sem færist nær suðumarki …
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Antoine Fuqua
Robert McCall er hættur störfum sem leigumorðingi og býr á suður Ítalíu. Hann kemst að því að vinir hans eru undir hælnum á mafíunni. Eftir því sem líkin hrannast upp veit McCall hvað hann þarf að gera: vernda vini sína og kveða mafíuna í kútinn.
TónlistHeimildarmynd
Leikstjórn Rudy Valdez
Leikarar: Carlos Santana
Mögnuð og innihaldsrík heimildarmynd um Carlos Santana, einn frægasta gítarleikara sem uppi hefur verið. Myndinni er leikstýrt af Emmy verðlaunahafanum Rudy Valdez og inniheldur glæný viðtöl við Santana og fjölskyldu hans ásamt aldrei-áður séðu efni m.a. heimamyndbandsupptökur, tónleikaupptökur og augnablik á bak við tjöldin. Fimm ára gamall lærði hann að spila á fiðlu. Á 8 ári þróaði hann með sér ævilanga ást á gítarnum. Þegar hann var 14 ára hóf hann feril sinn sem götulistamaður og stofnaði svo sína eigin hljómsveit. Þegar hann var 22 ára varð Carlos Santana einn af helstu uppgötvunum Woodstock tónlistarhátíðarinnar. Santana, sem hefur verið goðsögn í tónlistariðnaðinum í 50 ár og hefur unnið til 10 Grammy verðlauna, heldur áfram að vera einn af frumkvöðlum tónlistarheimsins og blandar djass og blús saman ásamt Mariachi hljóði með dass af rokk og ról.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Kevin Greutert
John Kramer er á leið til Mexíkó þar sem hann vonast eftir að fá að taka þátt í nýrri en áhættusamri krabbameinsmeðferð sem lofar góðu. Þegar þangað er komið áttar hann sig á að hann hefur verið plataður og er fórnarlamb netsvika. Nú hefur hann fundið nýjan tilgang. Þessi alræmdi fjöldamorðingi tekur aftur til starfa og hefnir sín á svikahröppunum með því að leggja fyrir þá útsmognar og hugvitsamlega snarklikkaðar þrautir.
Gaman
Leikstjórn Charlie Day
Óheppinn útgefandi kynnist manni sem er nýkominn út af geðspítala sem lítur út nákvæmlega eins og mislynd og óþekk kvikmyndastjarna. Með hjálp kvikmyndaframleiðanda ræður útgefandinn manninn til að leika í kvikmynd og býr til nýja stjörnu. En frægð og frami henta þeim mögulega ekki.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Daina Reid
Frjósemislæknirinn Sarah skilur vel hvernig lífið og hringrás þess gengur fyrir sig. Þegar hún neyðist til að horfast í augu við skrítna hegðun dóttur sinnar Mia, þarf hún að endurhugsa eigin skoðanir og trú og mæta draugum fortíðarinnar.
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Neill Blomkamp
Mögnuð saga breska ökuþórsins Jann Mardenborough sem vann Gran Turismo tölvuleikjakeppnina "GT Academy" árið 2011 og sló þar út 90.000 manns aðeins 19 ára gamall. Hann keppti, í kjölfarið, í atvinnukappakstri á vegum Nissan - sem hann starfar enn við í dag.
Gaman
Leikstjórn Iman Zawahry
Systurnar Maryam og Sam í Jackson Heights í Queens í New York, sem eru staðráðnar í að klífa til metorða í samfélaginu, og frænka þeirrra Ameera, sem er nýflutt til landsins, þurfa að laga sig að stöðugum og stundum erfiðum kröfum rómantíkur, menningar, vinnnu og fjölskyldu.
HrollvekjaSpennutryllir
Þegar vinahópur uppgötvar leið til að töfra fram anda með smurðri hendi verður hann háður spennunni sem þessu fylgir. Að lokum gengur einn of langt og leysir úr læðingi hræðileg yfirnáttúruleg öfl.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Adam Gunn
Mia kemst að því að töfrasteinninn hennar er hluti af ævafornum spádómi og nú heldur hún af stað í spennandi ferð til ystu eyja Centopiu. Þar mætir hún miklu illmenni og mótar eigin örlög.
GamanRómantík
Leikstjórn Clare Niederpruem
Þegar Shawn, kærasti Jesse, hættir með henni rétt fyrir Jól, sannfæra foreldrar Shawn hana um að eyða Jólunum með fjölskyldunni og myndarlegum frænda Shawn, á meðan Shawn sjálfur er ekki heima.
GamanÍslensk mynd
Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. Ráðvilltur á Íslandi neyðist hópurinn til að vinna saman að því að sigrast á óttanum, breiða út faðminn... og fljúga!
Gaman
Leikstjórn Rightor Doyle
Eitt villt kvöld, ofboðslega bældur maður, óþvingaði ungi maðurinn sem færir honum farsælan endi, og öll lífin sem þeir skemma á leiðinni.
Gaman
Leikstjórn Michael Maren
Þúsundþjalasmiður í New York borg er tekinn í misgripum fyrir frægan og sérvitran rithöfund. Hann er tekinn með í háskóla þar sem hann á að flytja aðalræðu til að bjarga bókmenntahátíð skólans.
Drama
Leikstjórn Richard Eyre
Þegar fregnir berast af lokun öldrunardeildar lítils spítala býður sjúkrahúsið fréttastofu í bænum að mynda undirbúning tónleika sem halda á til heiðurs dáðustu hjúkrunarkonu spítalans. En meiri hætta gæti verið á ferðinni fyrir sjúkrahúsið, og lífshættulegri en stjórnmálamennir sem tókum ákvörðunina um lokunina.
GamanDrama
Leikstjórn Nicole Holofcener
Hjónaband rithöfundar er skyndilega á enda þegar hún heyrir eiginmanninn lýsa einlægri skoðun sinni á nýjustu bók hennar.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Caroline Origer
Myndin fjallar um skemmtilega og forvitna tannálfinn Víólettu sem festist í mannheimum við að sækja tönn sem hún átti ekki að sækja! Hinn 12 ára, og mennska, Maxie aðstoðar hana við að komast aftur til baka í ævintýraheiminn sinn.
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Nimrod Antal
Matt Turner er bandarískur athafnamaður búsettur í Berlín í Þýskalandi. Dag einn lendir hann í kapphlaupi við tímann við að bjarga fjölskyldu sinni og eigin lífi. Þegar hann er að aka börnum sínum í skólanum er hringt í hann og dularfull rödd varar hann við sprengiefni í bílnum. Til að bjarga fjölskyldunni og leysa gátuna þarf Matt að fylgja leiðbeiningum ókunnuga mannsins í símanum og leysa ýmis verkefni á meðan klukkan tifar.
GamanFjölskylda
Leikstjórn Alex Merkin
Eftir að hafa fengið nýtt og spennandi starf í uppfinningafyrirtæki fyrir gæludýr, flytja þau Robert, unglingsdóttir hans Jenna og hundurinn Charlie í hverfið, rétt fyrir Jól. Þar hittir Robert hina stórglæsilegu Holly sem býr í næsta húsi og hund hennar Gidget. Áður en neistar fara að fljúga þurfa þau að eiga við hinn lúmska og óþolandi nágranna Victor og hund hans Vinnie P, og hinn snarbilaða Chihuahua hund Jose.