Náðu í appið
Natatorium

Natatorium (2023)

1 klst 45 mín2023

Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp.

Rotten Tomatoes71%
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Helena Stefánsdóttir leikstjóri segir í samtali við Morgunblaðið, spurð að því hvernig hugmyndin hafi kviknað, að fyrsta myndin sem hafi birst henni hafi verið af kvöldverði þar sem fjölskylda er samankomin. ´Ég sá fyrir mér ofboðslega fallegan fjölskyldukvöldverð þar sem þjáning eða gremja krauma undir yfirborðinu en allir eiga að vera glaðir.´
Natatorium er fyrsta kvikmynd Helenu í fullri lengd.
Titillinn, Natatorium, er fenginn að láni úr latínu og merkir sundhöll.
Í Natatorium er hið þekkta heilkenni Munchausen Syndrome by Proxy tekið fyrir en um er að ræða sálrænt ástand þar sem einhver framkallar vísvitandi einkenni veikinda hjá annarri manneskju. Er megintilgangurinn að vera ómissandi, að fá viðurkenningu fyrir að vera góð við sjúklinginn og vera miðpunktur athyglinnar.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Tekele ProductionsFI
Bjartsýn FilmsIS
Silver ScreenIS