Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

6. desember 2025
Drama
Leikstjórn Pierre Saint-Martin
Socorro er lögfræðingur með þráhyggju fyrir því að finna hermanninn sem myrti bróður hennar í Tlatelolco-fjöldamorðunum árið 1968. Þegar hún fær afgerandi vísbendingu um hvar hermaðurinn er niðurkominn, fimmtíu árum eftir dauða bróður síns, leggur Socorro af stað í ósvífna hefndarför.
Útgefin: 6. desember 2025
6. desember 2025
Tónlist
Leikarar: André Rieu
Jólin 2025 byrja í Smárabíói með jóla-stórtónleikum André Rieu! Upplifðu yndisleg jólalög, fallega valsa og fullt af óvæntum uppákomum – þetta er fullkominn jóla-bíóviðburður! Með sinni frábæru hljómsveit, Johann Strauss, og sérstökum gestum, þar á meðal hinni stórkostlegu Emmu Kok og yfir 400 blásturshljóðfærum sem færa ykkur stórkostlegan hljóm jólanna. Tónleikar André eru fullir af hlýju, hlátri og jólagleði. Jólin eru uppáhaldstími André á árinu – og hann getur ekki beðið eftir að deila þessum stórkostlegu tónleikum með þér, aðeins í Smárabíó!
Útgefin: 6. desember 2025
11. desember 2025
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Bente Lohne
Hin unga Gerda heldur af stað út í óvissuna í leit að Kai vini sínum sem hvarf á dularfullan hátt. Myndin er byggð á ævintýri H.C. Andersen um Snædrottninguna.
Útgefin: 11. desember 2025
11. desember 2025
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryan Fuller
Átta ára gömul stúlka biður dularfullan nágranna sinn um hjálp við að drepa skrímslið undir rúminu sínu sem hún heldur að hafi étið fjölskyldu sína.
Útgefin: 11. desember 2025
11. desember 2025
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Lynne Ramsay
Grace, rithöfundur og ung móðir, er smám saman að missa vitið. Hún er innilokuð í gömlu húsi í Montana og sífellt æstari og óútreiknanlegri hegðun hennar veldur Jackson, félaga hennar, áhyggjum og vanmætti.
Útgefin: 11. desember 2025
11. desember 2025
GamanDramaÆvintýri
Leikstjórn David Freyne
Í framhaldslífi þar sem sálir hafa aðeins eina viku til að ákveða hvar þær vilja eyða eilífðinni stendur Joan frammi fyrir ómögulegu vali milli mannsins sem hún eyddi ævinni með og fyrstu ástarinnar sinnar, sem lést ungur og hefur beðið hennar í áratugi.
Útgefin: 11. desember 2025
13. desember 2025
Tónlist
Leikstjórn Matthias Greving
Leikarar: Hans Zimmer
Á tónleikum Óskarsverðlaunahafans Hans Zimmer í Kraká fáum við að upplifa allt svið verka hans. Hér er Zimmer sjálfur á sviðinu aðeins eitt kvöld í tónleikaferðalaginu, sem nýlega vann Opus Klassik verðlaunin sem „Tónleikaferð ársins“. Nýjar útsetningar á meistaraverkum hans úr Dune: Part Two, The Lion King, Gladiator, Interstellar og mörgum öðrum vinsælum kvikmyndum eru settar í kraftmikið og einstaklega sjónrænt umhverfi. Hljómsveitarstjórinn Gavin Greenaway, listrænn samstarfsaðili Zimmer í áraraðir, túlkar verkin af heillandi tilfinningadýpt, ásamt hljómsveitinni Odessa Orchestra
Útgefin: 13. desember 2025
17. desember 2025
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Cameron
Í kjölfar hræðilegs stríðs gegn RDA og missis elsta sonar síns standa Jake Sully og Neytiri frammi fyrir nýrri ógn á Pandóru: Öskufólkinu, ofbeldisfullum og valdagráðugum Na'vi ættbálki undir forystu hins miskunnarlausu Varang. Fjölskylda Jake verður að berjast fyrir lífi sínu og framtíð Pandóru í átökum sem ýta þeim að tilfinningalegum og líkamlegum þolmörkum.
Útgefin: 17. desember 2025
26. desember 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Derek Drymon
Svampur Sveinsson fer niður á hafsbotn og berst þar við draug Hollendingsins fljúgandi.
Útgefin: 26. desember 2025
26. desember 2025
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Tom Gormican
Vinahópur í miðaldrakreppu fer út í regnskóg til að endurgera uppáhaldsmyndina sína frá æskuárunum, en lendir í baráttu upp á líf og dauða gegn náttúruhamförum, risaslöngum og ofbeldisfullum glæpamönnum.
Útgefin: 26. desember 2025
1. janúar 2026
Spennutryllir
Leikstjórn Paul Feig
Millie er í miklu basli og verður því mjög ánægð þegar hún fær vinnu sem heimilishjálp hjá auðugu efristéttarhjónunum Ninu og Andrew. Hún kemst þó fljótt að því að fjölskylduleyndarmálin eru mun hættulegri en þau sem hún sjálf burðast með.
Útgefin: 1. janúar 2026
1. janúar 2026
GamanDrama
Leikstjórn James L. Brooks
Ungur metnaðarfullur stjórnmálamaður glímir við fjölskyldumál og krefjandi verkefni á meðan hann býr sig undir að taka við starfi lærimeistara síns, ríkisstjóra fylkisins sem hefur setið lengi í embætti.
Útgefin: 1. janúar 2026
1. janúar 2026
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Kate Dolan
Maður kaupir sér vélmenni með gervigreind til að sætta sig við andlát eiginkonu sinnar. Hann vonast til að vélmennið muni reynast góður sálufélagi en allt fer á annan veg þegar það grípur til ofbeldis og morða.
Útgefin: 1. janúar 2026
8. janúar 2026
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Agnieszka Holland
Sagt frá lífi rithöfundarins Franz Kafka í röð sjálfstæðra kafla: frá fæðingu hans í Prag í Tékklandi á 19. öld til síðustu ára hans í Berlín og dauða árið 1924, og ímyndaðri framtíð hans.
Útgefin: 8. janúar 2026
8. janúar 2026
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Ric Roman Waugh
Eftir að hafa fundið öruggt skjól í neðanjarðarbyrgi á Grænlandi í kjölfar þess að halastjarnan Clarke eyðilagði jörðina, verður Garrity fjölskyldan nú að leggja allt í sölurnar og halda í hættulega ferð yfir eyðilendur Evrópu til að finna nýtt heimili.
Útgefin: 8. janúar 2026
8. janúar 2026
Hrollvekja
Leikstjórn Johannes Roberts
Vinahópur þarf að búast til varnar í sundlaugapartíi þegar gæludýrasimpansi gestgjafanna fær hundaæði og gerist illvígur.
Útgefin: 8. janúar 2026
8. janúar 2026
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Craig Brewer
Tveir tónlistarmenn stofna Neil Diamond-heiðurssveit til að fylgja eftir draumum sínum og sanna að það er aldrei of seint að finna ástina.
Útgefin: 8. janúar 2026
15. janúar 2026
Hrollvekja
Leikstjórn Nia DaCosta
Sendiboði á hjóli vaknar úr dásvefni og kemst að því að uppvakningar hafa tekið alla stjórn á heiminum eftir að vírus breiðist úr. Önnur myndin í þríleik.
Útgefin: 15. janúar 2026
15. janúar 2026
GamanDrama
Leikstjórn Hikari
Einmana bandarískur leikari í Tókíó í Japan fær vinnu hjá japanskri "leigufjölskyldu" við að leika ýmis hlutverk í lífi annars fólks. Á vegferðinni uppgötvar hann óvænta ánægju og lífsgleði.
Útgefin: 15. janúar 2026
17. janúar 2026
Drama
Leikstjórn Thierry Klifa
Marianne er ríkasta kona í heimi. Pierre-Alain er vel tilhafður rithöfundur og ljósmyndari í París. Þau hittast í myndatöku og verða óaðskiljanleg. Ástríkur vinskapur þeirra kemur á óvart, skemmtir, vekur forvitni, fær fólk til að tala og veldur að lokum óróa í hópi auðkýfingsins og fjölskyldu hennar. Dóttir Marianne á sérstaklega erfitt með skyndileg kynni móður sinnar og unga mannsins sem reynist vera óseðjandi þegar kemur að peningum.
Útgefin: 17. janúar 2026
22. janúar 2026
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Timur Bekmambetov
Í náinni framtíð er rannsóknarlögreglumaður ákærður fyrir morðið á eiginkonu sinni. Hann hefur 90 mínútur til að sanna sakleysi sitt fyrir háþróuðum gervigreindardómara sem hann barðist eitt sinn fyrir - áður en dómarinn ákveður örlög hans.
Útgefin: 22. janúar 2026
22. janúar 2026
GamanÍþróttir
Leikstjórn Josh Safdie
Marty Mauser, ungur maður með draum sem enginn trúir á, fer til helvítis og til baka í leit að mikilfengleika.
Útgefin: 22. janúar 2026
22. janúar 2026
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Chloé Zhao
Agnes Shakespeare – eiginkona frægasta rithöfundar sögunnar - reynir að sætta sig við sáran missi þegar eini sonur hennar, Hamnet, deyr.
Útgefin: 22. janúar 2026
29. janúar 2026
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Sam Raimi
Eftir að flugvél brotlendir og skilur kvenkyns starfsmann og pirrandi yfirmann hennar eftir á afskekktri eyju, verður hún að nota alla sína hæfileika til að halda þeim báðum á lífi, þrátt fyrir erfitt samband þeirra á milli.
Útgefin: 29. janúar 2026
5. febrúar 2026
RómantíkDramaSöguleg
Leikstjórn Oliver Hermanus
Tveir ungir tónlistarnemar, Lionel og David, sem stunda nám við Boston-tónlistarháskólann árið 1917, mynda tengsl vegna sameiginlegs áhuga þeirra á þjóðlagatónlist. Þeir hittast aftur nokkrum árum síðar og leggja upp í ferðalag til að safna lögum í afskekktum sveitum Maine.
Útgefin: 5. febrúar 2026
5. febrúar 2026
GamanHrollvekjaVísindaskáldskapur
Þegar stökkbreyttur og bráðsmitandi sveppur sleppur úr lokaðri aðstöðu verða tveir ungir starfsmenn – ásamt úrræðagóðum sérsveitarmanni – að lifa af villtustu næturvakt allra tíma til að bjarga mannkyninu frá útrýmingu.
Útgefin: 5. febrúar 2026
5. febrúar 2026
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn James Vanderbilt
Í Þýskalandi eftir stríð þarf bandarískur geðlæknir að meta hvort nasistafangar séu hæfir til að fara fyrir rétt vegna stríðsglæpa. Hann lendir í flókinni glímu, vitsmuna- og siðferðislegri, við Hermann Göring, hægri hönd Hitlers.
Útgefin: 5. febrúar 2026
5. febrúar 2026
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Ric Roman Waugh
Mason er einrænn maður sem býr á afskekktum stað við sjóinn. Þegar hann ákveður að bjarga ungri stúlku frá drukknun í hræðilegum stormi hleypir hann óafvitandi af stað atburðarás sem leiðir fljótlega til ofbeldis og neyðir hann til að horfast í augu við ákvarðanir úr fortíðinni.
Útgefin: 5. febrúar 2026
12. febrúar 2026
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Will, lítill geithafur með stóra drauma, fær einstakt tækifæri til að ganga til liðs við atvinnumennina og spila körfubolta með hröðustu og grimmustu dýrum í heimi. Nýju liðsfélagar Will eru ekki hrifnir af því að hafa lítinn geithafur í liðinu, en Will er ákveðinn í að bylta íþróttinni og sanna að margur er knár þótt hann sé smár.
Útgefin: 12. febrúar 2026
12. febrúar 2026
RómantíkDrama
Leikstjórn Emerald Fennell
Ástríðufull og stormasöm ástarsaga sem gerist á Yorkshire-móunum og fjalla um hið eldheita og skaðlega ástarsamband Heathcliffs og Catherine Earnshaw.
Útgefin: 12. febrúar 2026
12. febrúar 2026
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Bart Layton
Þegar þjófur sem fremur áhættusöm rán meðfram hinni þekktu 101-hraðbraut í Los Angeles sér fram mesta ránsfeng lífs síns, í von um að það verði hans síðasta verk, liggja leiðir hans og tryggingamiðlara á krossgötum saman. Vægðarlaus rannsóknarlögreglumaður kemst á sporið og spennan eykst. Þegar ránið upp á margar milljónir dollara er að raungerast, máist línan milli veiðimanns og bráðar út og þau þrjú neyðast til að horfast í augu við afleiðingar ákvarðana sinna – og þeirrar staðreyndar að það er engin leið til baka.
Útgefin: 12. febrúar 2026
19. febrúar 2026
GamanDrama
Leikstjórn Bradley Cooper
Á sama tíma og hjónaband þeirra er að molna niður leitar Alex að nýjum tilgangi í uppistandssenunni í New York á meðan Tess horfist í augu við fórnirnar sem hún færði fyrir fjölskylduna. Þetta neyðir þau til að takast á við sameiginlegt foreldrahlutverk, sjálfsmynd og spurninguna um hvort ástin geti tekið á sig nýja mynd.
Útgefin: 19. febrúar 2026
19. febrúar 2026
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Mamoru Hosoda
Scarlet er miðaldaprinsessa sem berst með sverði. Hún er í hættulegri ferð til að hefna dauða föður síns og er söguhetjan í þessu magnaða, tímaflakksævintýri. Eftir að hafa mistekist í leiðangri sínum og slasast lífshættulega í súrrealískum heimi hittir hún fyrir hugsjónaríkan ungan mann úr nútímanum sem hjálpar henni ekki aðeins að ná heilsu heldur sýnir henni einnig möguleikann á framtíð lausri við biturð og reiði. Þegar hún stendur aftur frammi fyrir morðingja föður síns þarf Scarlet að heyja sína erfiðustu baráttu: Getur hún rofið vítahring hatursins og fundið tilgang í lífinu sem er meiri en hefnd?
Útgefin: 19. febrúar 2026
19. febrúar 2026
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Endre Skandfer
Rúfus fellur ekki alveg í hópinn – í samfélagi sæslangna er hann sá eini sem getur ekki synt. En þegar hamfarir dynja yfir og leynieyjan þeirra þarfnast verndar verður Rúfus að horfast í augu við sinn dýpsta ótta og bjarga fjölskyldu sinni.
Útgefin: 19. febrúar 2026
19. febrúar 2026
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Harry Lighton
Feiminn maður hrífst með þegar dularfullur, ómótstæðilega myndarlegur mótorhjólamaður tekur hann að sér sem undirgefinn elskhuga sinn.
Útgefin: 19. febrúar 2026
19. febrúar 2026
GamanDramaSpennutryllir
Leikstjórn John Patton Ford
Becket Redfellow, erfingi milljarða dala auðæfa, gerir allt sem hann getur til að fá það sem hann á skilið ... eða það sem honum finnst hann eiga skilið.
Útgefin: 19. febrúar 2026
26. febrúar 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Kötturinn með höttinn gerir það sem hann gerir best og dreifir gleði til barna á sinn fáránlega, einkennandi og einstaklega ósvífna hátt. Hann flytur þau og áhorfendur í ævintýralega ferð um nýjan heim. Hetjan okkar tekst hér á við sitt erfiðasta verkefni til þessa fyrir S.S.Í.I. (Stofnun fyrir Stöðu Ímyndunarafls og Innblásturs ehf.) til að gleðja Gabby og Sebastian, systkini sem eru nýflutt í bæinn. Kötturinn er þekktur fyrir að ganga of langt og þetta gæti því verið síðasta tækifæri þessa "óreiðuframleiðanda" til að sanna sig... eða missa töfrahattinn sinn!
Útgefin: 26. febrúar 2026
26. febrúar 2026
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Kevin Williamson
Sjöunda Scream hrollvekjan. Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 26. febrúar 2026
5. mars 2026
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Daniel Chong
Dýravinurinn Mabel notar snjalla nýja tækni sem er hönnuð til að „hoppa“ mannlegri meðvitund yfir í ótrúlega raunveruleg vélræn dýr til að eiga samskipti við bifra og afhjúpa leyndardóma dýraheimsins sem eru langt umfram allt sem hún hefði getað ímyndað sér.
Útgefin: 5. mars 2026
5. mars 2026
RómantíkDramaHrollvekjaSöngleikur
Leikstjórn Maggie Gyllenhaal
Á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar ferðast einmana Frankenstein til Chicago til að leita aðstoðar Dr. Euphroniusar við að skapa sér maka. Þeir endurlífga myrta unga konu og brúðurin verður til. Hún fer langt fram úr því sem þeir ætluðu sér og úr verður eldfim rómantík sem dregur að sér athygli lögreglunnar og ýtir af stað róttækri þjóðfélagshreyfingu.
Útgefin: 5. mars 2026
5. mars 2026
RómantíkDrama
Leikstjórn Vanessa Caswill
Kenna Rowan snýr aftur til heimabæjar síns eftir að hafa afplánað fimm ára fangelsisdóm fyrir hörmuleg mistök. Hún vonast til að endurnýja tengslin við unga dóttur sína, þótt allir séu staðráðnir í að halda þeim aðskildum. Aðeins einn maður á svæðinu hefur ekki útskúfað henni, og það er Ledger Ward, eigandi barsins á staðnum, sem verður mikilvægur hluti af lífi Kennu.
Útgefin: 5. mars 2026
12. mars 2026
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Mona Fastvold
Hin ótrúlega sanna saga Ann Lee, stofnanda trúarreglunnar sem þekkt er sem Shakers.
Útgefin: 12. mars 2026
19. mars 2026
Vísindaskáldskapur
Raungreinakennarinn Ryland Grace vaknar um borð í geimskipi ljósárum frá heimahögum sínum án þess að muna hver hann er eða hvernig hann komst þangað. Þegar minningarnar skila sér smám saman, fer hann að átta sig á verkefni sínu: að leysa gátu um dularfullt efni sem veldur því að sólin er að deyja út. Hann verður að nýta vísindalega þekkingu sína og óhefðbundnar hugmyndir til að bjarga öllu lífi á jörðinni frá útrýmingu... en óvænt vinátta þýðir að hann er kannski ekki einn á báti.
Útgefin: 19. mars 2026
26. mars 2026
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Ridley Scott
Eftir að heimsfaraldur hefur geisað meðal mannkyns lifir maður einmanalegu lífi í flugskýli í Colorado ásamt hundi sínum og þunglyndislegum byssumanni sem hann hefur vingast við. Þegar dularfull útsending heyrist í talstöðinni á meðan hann flýgur gömlu Cessna-vélinni sinni hefst leit að uppruna hljóðsins.
Útgefin: 26. mars 2026
26. mars 2026
GamanHrollvekja
Leikstjórn Kirill Sokolov
Kona svarar atvinnuauglýsingu þar sem óskað er eftir ráðskonu í dularfullt háhýsi í New York-borg. Hún gerir sér ekki grein fyrir því að hún er að ganga inn í samfélag þar sem fjöldi fólks hefur horfið í gegnum árin og sem gæti verið í klóm djöfladýrkenda.
Útgefin: 26. mars 2026
2. apríl 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 2. apríl 2026
2. apríl 2026
GamanRómantík
Leikstjórn Kristoffer Borgli
Par stendur frammi fyrir krísu í aðdraganda brúðkaups síns þegar óvæntar uppljóstranir kollvarpa því sem annað þeirra taldi sig vita um hitt.
Útgefin: 2. apríl 2026
23. apríl 2026
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Antoine Fuqua
Saga tónlistarmannsins bandaríska Michaels Jacksons, sem var flókin manneskja og fékk síðar viðurnefnið Konungur poppsins. Myndin mun fjalla um frægustu tónleika hans og gefa innsýn í listræna þróun og einkalíf.
Útgefin: 23. apríl 2026
23. apríl 2026
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Ben Wheatley
Í kjölfar bankaráns afhjúpar Ulysses, sem gegnir embætti sýslumanns til bráðabirgða, glæpsamlegt samsæri í hjarta smábæjarsamfélagsins.
Útgefin: 23. apríl 2026
30. apríl 2026
GamanDrama
Leikstjórn David Frankel
Miranda Priestly reynir að halda starfsferli sínum á floti á sama tíma og hefðbundin tímaritaútgáfa er í hnignun. Hún tekst á við Emily Charlton, fyrrverandi aðstoðarkonu sína, sem er nú háttsettur stjórnandi hjá lúxusvörufyrirtæki með auglýsingafé sem Priestly þarfnast sárlega.
Útgefin: 30. apríl 2026
14. maí 2026
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Simon McQuoid
Vinsælustu keppendurnir – nú ásamt Johnny Cage sjálfum – keppa nú hver gegn öðrum í blóðugri lokabaráttu til að sigra hina myrku stjórn Shao Kahns sem ógnar sjálfri tilverunni á Jörðu og þeim sem vernda hana.
Útgefin: 14. maí 2026
21. maí 2026
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Jon Favreau
Hið illa keisaraveldi er fallið og stríðsherrar þess eru á víð og dreif um vetrarbrautina. Nýja lýðveldið er nýgræðingur sem vinnur að því að vernda allt sem uppreisnin barðist fyrir og hefur fengið til liðs við sig hinn goðsagnakennda mandalóríska hausaveiðara Din Djarin og ungan lærling hans, Grogu.
Útgefin: 21. maí 2026
11. júní 2026
GamanHrollvekja
Leikstjórn Michael Tiddes
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 11. júní 2026
18. júní 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Verkefni Bósa, Vidda, Jessie og hinna í genginu verða margfalt erfiðari þegar leiktímanum er ógnað með tækninni.
Útgefin: 18. júní 2026
25. júní 2026
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Craig Gillespie
Þegar Kara Zor-El fagnar 21 árs afmælinu sínu ferðast hún um alheiminn með hundinum sínum Krypto. Á ferðalaginu hittir hún ungu stúlkuna Ruthye Marye Knoll og leggur upp í „blóðuga leit að hefnd“.
Útgefin: 25. júní 2026
1. júlí; 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Pierre Coffin
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 1. júlí 2026
2. júlí; 2026
Spennutryllir
Leikstjórn Tommy Wirkola
Í miðjum hamfarafellibyl berst strandbær við náttúruöflin og árás hákarla.
Útgefin: 2. júlí 2026
9. júlí; 2026
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Thomas Kail
Þegar hræðileg bölvun sem hálfguðinn Maui olli berst til eyju þorpshöfðingja í Pólýnesíu til forna svarar einþykk dóttir hans kalli hafsins og leggur af stað til að finna hálfguðinn og koma öllu í lag aftur.
Útgefin: 9. júlí 2026
16. júlí; 2026
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Christopher Nolan
Ódysseifur, hinn goðsagnakenndi gríski konungur Íþöku, leggur í langa og hættulega heimferð að Trójustríðinu loknu. Sagt er frá viðureignum hans við goðsagnaverur á borð við kýklópann Pólýfemos, sírenurnar og seiðgyðjuna Kirku.
Útgefin: 16. júlí 2026
16. júlí; 2026
GamanDrama
Leikstjórn Jonah Hill
Tvö auðug systkini missa skyndilega fjárhagslegan stuðning foreldra sinna og neyðast nú í fyrsta sinn til að spreyta sig á fullorðinslífinu upp á eigin spýtur.
Útgefin: 16. júlí 2026
19. nóvember 2026
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Francis Lawrence
Myndin gerist 24 árum fyrir atburði fyrstu Hungurleikamyndarinnar, og hefst morguninn fyrir fimmtugustu hungurleikana. Meðal keppenda er Haymitch Abernathy þegar hann var ungur maður.
Útgefin: 19. nóvember 2026
26. nóvember 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Vandræðalegur unglingsstrákur og metnaðarfull móðir hans komast að því að það sem gerir hann óvenjulegan gætu verið töfrakraftar sem eiga eftir að umturna lífi þeirra beggja og opna leynilegan töfraheim.
Útgefin: 26. nóvember 2026
26. desember 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Walt Dohrn
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 26. desember 2026
4. febrúar 2027
GamanÆvintýriTeiknað
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 4. febrúar 2027
23. júlí; 2027
SpennaGamanÆvintýri
Steve og Alex fara enn dýpra inn í Overworld og uppgötva þar ný landsvæði og standa frammi fyrir ferskum áskorunum.
Útgefin: 23. júlí 2027