Fly Me to the Moon (2024)
"Will they make history ... or fake it."
Markaðsfrömuðurinn Kelly Jones verður verkefnastjóranum Cole Davis til trafala þegar sá síðarnefndi er í sínu allra erfiðasta verkefni, að lenda geimflaug á tunglinu.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Vímuefni
Blótsyrði
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Markaðsfrömuðurinn Kelly Jones verður verkefnastjóranum Cole Davis til trafala þegar sá síðarnefndi er í sínu allra erfiðasta verkefni, að lenda geimflaug á tunglinu. Þegar Hvíta húsið úrskurðar að verkefnið sé of mikilvægt til að það megi mistakast, er Jones skipað að setja upp falska tungllendingu til vara ef eitthvað færi úrskeiðis.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Geimskot varð á Canaveralhöfða á meðan á tökum kvikmyndarinnar stóð. Tökuliðið náði myndum af skotinu með 4K háskerpumyndavélum.
Vegna tímabilsins sem myndin gerist á þurftu karlmennirnir í myndinni, aðallega NASA starfsmenn, oft að girða skyrtuna ofaní buxurnar eins mikið og hægt var, með buxnastrenginn í naflahæð, og fengu til þess aðstoð frá búningadeildinni.
Saga Cole er að hluta til byggð á ævi Deke Slayton. Hann var flugmaður í Seinni heimsstyrjöldinni og kom til starfa hjá NASA sem geimfari í Mercury verkefninu, en fékk ekki að fara út í geiminn vegna gáttatifs. Hann varð því yfirmaður áhafnarsviðs í Apollo verkefninu.
Upphaflega átti Chris Evans að leika á móti Scarlett Johansson í myndinni en hætti við vegna árekstra við önnur verkefni. Í hans stað kom Channing Tatum.
Höfundar og leikstjórar

Greg BerlantiLeikstjóri

Rose GilroyHandritshöfundur
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

These PicturesUS

Berlanti ProductionsUS

Apple StudiosUS




















