Náðu í appið
Furiosa: A Mad Max Saga

Furiosa: A Mad Max Saga (2024)

"Remember her."

2 klst 29 mín2024

Heimurinn er á heljarþröm og hinni ungu Furiosu er rænt úr Green Place of Many Mothers og færð mótorhjólagenginu sem stríðsherrann Dementus fer fyrir.

Rotten Tomatoes90%
Metacritic79
Deila:
Furiosa: A Mad Max Saga - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Heimurinn er á heljarþröm og hinni ungu Furiosu er rænt úr Green Place of Many Mothers og færð mótorhjólagenginu sem stríðsherrann Dementus fer fyrir. Á ferð sinni yfir einskismannslandið koma þau að borgvirki sem Immortan Joe stýrir. Hann og Dementus berjast um yfirráðin og Furiosa þarf að lifa af margar raunir á sama tíma og hún leitar að leið heim.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Anya Taylor-Joy er ekki með bílpróf þrátt fyrir að hún læri að snúa bílnum í hálfhring án þess að stoppa á fyrsta degi sínum í áhættuleikaraskólanum.
Myndin er tekin upp í Nýju Suður Wales í Ástralíu. Allar Mad Max kvikmyndirnar hafa verið teknar upp í Ástralíu, að Fury Road undanskilinni. Þá olli metúrkoma því að eyðimörkin grænkaði of mikið.
Anya Taylor-Joy segir aðeins um 30 línur af texta í allri kvikmyndinni. Í samtali við dagblaðið New York Times segir hún að oft hafi liðið mánuðir á tökustað án þess að hún hafi sagt eitt orð í myndavélina. \"Ég hef aldrei verið eins mikið ein við gerð nokkurrar kvikmyndar eins og þessarar. Án þess að ég fari djúpt í það þá varð allt sem ég hélt að yrði létt, erfitt.\"

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS
Kennedy Miller MitchellAU
Domain EntertainmentUS