Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mad Max: Beyond Thunderdome er ágætis mynd þar sem að ferðalangurinn og ævintýramaðurinn Max er ráðinn af bæjarstýru Barterbæjar, Aunty, til að drepa manninn sem að leynilega stjórnar Barterbæ. Blaster er risastór grímuklæddur maður sem að er ekki neitt nema vöðvar og er stjórnað að litla manninum, snillingnum Master og það eru þeir sem að stjórna bænum leynilega sem ein eining Masterblaster. Max kemst upp á kant við þá og berst við Blaster og vinnur en neitar að drepa hann.
Þá verður Aunty reið og sendir hann vatnslausan út í eyðimörkina. Þar hittir hann ættbálk sem að heldur að hann sé einhvers konar guð og vill að hann fari með þau burt af staðnum þar sem þau búa. Max fer aftur til Barterbæjar og hluti af ættbálknum með honum. Þar stela þau farartæki og keyra burt og íbúar Barterbæjar elta þau alveg kolbrjáluð.
Max og félagar finna flugvél og fljúga síðan út í buskann.
Myndin er fín, tæknibrellur í lagi og leikur er ágætur.
Söguþráðurinn er líka góður.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$10.000.000
Tekjur
$36.230.219
Vefsíða:
www.warnerbros.com/mad-max-beyond-thunderdome
Aldur USA:
PG-13