Náðu í appið
103
Bönnuð innan 12 ára

Mad Max: Beyond Thunderdome 1985

(Mad Max 3)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

A lone warrior searching for his destiny...a tribe of lost children waiting for a hero...in a world battling to survive, they face a woman determined to rule.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
Rotten tomatoes einkunn 49% Audience
The Movies database einkunn 71
/100
Tilnefnd til Golden Globe fyrir besta lag í kvikmynd: Lag eftir Terry Britten og Graham Lyle: "We Don't Need Another Hero".

Sögusviðið er sem fyrr eyðimörkin í Ástralíu. Ræningjar stela farartæki Max og hann eltir þá til Barterborgar. Þar er hann leiddur fyrir einvald borgarinnar sem gengur undir nafninu Entity. Hún fær Max til að hjálpa sér að ná yfirráðum yfir þeim hluta borgarinnar sem er neðanjarðar. Þar ráða Master og Blaster ríkjum. I Barterborg er ósætti jafnað og... Lesa meira

Sögusviðið er sem fyrr eyðimörkin í Ástralíu. Ræningjar stela farartæki Max og hann eltir þá til Barterborgar. Þar er hann leiddur fyrir einvald borgarinnar sem gengur undir nafninu Entity. Hún fær Max til að hjálpa sér að ná yfirráðum yfir þeim hluta borgarinnar sem er neðanjarðar. Þar ráða Master og Blaster ríkjum. I Barterborg er ósætti jafnað og almenningi skemmt í bardagahring sem kallast Thunderdome. Þar gildir aðeins ein bardagaregla: tveir menn ganga inn í hringinn en aðeins einn skal ganga út aftur. Max ákveður að skora Blaster á hólm. Bardagaaðferðin í Thunderdome er nokkuð sérkennileg því þeir sem berjast hanga í rólum sem sveiflast til og frá innan hringsins. Max hefur betur en vill ekki greiða banahöggiö og brýtur þar með bardagaregluna og er neyddur til að halda út í eyðimörk- ina án faratækis. Hópur barna bjargar honum frá bráðum dauða. Börnin höfðu verið send með flugvél í leit að griðastað þegar ljóst var að kjarnorkustyrjöld varð ekki umflúin. Vélin hafði þurft að lenda í eyðimörkinni og flugmaðurinn hafði horfið sporlaust. Nú halda blessuð börnin að Max sé flugmaðurinn og að hann muni koma þeim aftur til siðmenningar. Þau leggja af stað í leit að fyrirheitna landinu og lenda í Barterborg.... minna

Aðalleikarar


Mad Max: Beyond Thunderdome er ágætis mynd þar sem að ferðalangurinn og ævintýramaðurinn Max er ráðinn af bæjarstýru Barterbæjar, Aunty, til að drepa manninn sem að leynilega stjórnar Barterbæ. Blaster er risastór grímuklæddur maður sem að er ekki neitt nema vöðvar og er stjórnað að litla manninum, snillingnum Master og það eru þeir sem að stjórna bænum leynilega sem ein eining Masterblaster. Max kemst upp á kant við þá og berst við Blaster og vinnur en neitar að drepa hann.

Þá verður Aunty reið og sendir hann vatnslausan út í eyðimörkina. Þar hittir hann ættbálk sem að heldur að hann sé einhvers konar guð og vill að hann fari með þau burt af staðnum þar sem þau búa. Max fer aftur til Barterbæjar og hluti af ættbálknum með honum. Þar stela þau farartæki og keyra burt og íbúar Barterbæjar elta þau alveg kolbrjáluð.

Max og félagar finna flugvél og fljúga síðan út í buskann.

Myndin er fín, tæknibrellur í lagi og leikur er ágætur.

Söguþráðurinn er líka góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.05.2015

Gerð myndarinnar Mad Max: Fury Road

Mad Max: Fury Road hefur fengið gríðarlega athygli og góða dóma eftir að hún var frumsýnd nú fyrr í mánuðinum. Tom Hardy og Charlize Theron fara með aðalhlutverkin í nýjustu útgáfu leikstjórans George Miller sem...

11.05.2015

Mad Max: Fury Road frumsýnd á föstudaginn

Fyrsta stórmynd sumarsins, Mad Max: Fury Road verður heimsfrumsýnd föstudaginn 15. maí. Þetta er nýjasta mynd Tom Hardy og Charlize Theron sem fara með aðalhlutverkin í nýjustu útgáfu leikstjórans George Miller sem er ekki einungis h...

31.03.2015

Ný stikla úr 'Mad Max: Fury Road'

Hin sígilda Mad Max frá árinu 1979 átti sinn þátt í að koma ástralskri kvikmyndagerð á kortið, en í kjölfar fyrstu myndarinnar fylgdu tvær framhaldsmyndir; The Road Warrior og Mad Max: Beyond Thunderdome. Fjórða myndin, Mad Max: ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn