Aðalleikarar
Leikstjórn
Steikt!
Happy Feet er krúttleg mynd, næstum því einum of! En hvar er söguþráðurinn?? Ég barðist fyrir því að sjá hvar myndin geymdi efnisinnihald sitt, en í raun og veru flæddi hún bara í allar áttir.
Ég hef ekkert á móti raddsetningunum, né tónlistinni, sem kom oft bráðskemmtilega út í heldur flippuðum dansnúmerum. Annars vegar er uppbygging myndarinnar svo súr, hvað þá miðað við hefðbundnar barnamyndir. Síðan var það allur lokakaflinn! Endirinn var eins og léleg samfélagsádeila sem átti að kenna okkur það hvernig skal fara með heiminn. Almáttugur!
Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla aðstandendur þessarar myndar snillinga eða rugludalla. Happy Feet er svo sérkennileg mynd, en samt svo þunn að ég veit ekki hvar ég á að flokka hana. Allavega veit ég að hún náði ekki til mín nógu vel til þess að mæla með henni.
5/10
Happy Feet er krúttleg mynd, næstum því einum of! En hvar er söguþráðurinn?? Ég barðist fyrir því að sjá hvar myndin geymdi efnisinnihald sitt, en í raun og veru flæddi hún bara í allar áttir.
Ég hef ekkert á móti raddsetningunum, né tónlistinni, sem kom oft bráðskemmtilega út í heldur flippuðum dansnúmerum. Annars vegar er uppbygging myndarinnar svo súr, hvað þá miðað við hefðbundnar barnamyndir. Síðan var það allur lokakaflinn! Endirinn var eins og léleg samfélagsádeila sem átti að kenna okkur það hvernig skal fara með heiminn. Almáttugur!
Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla aðstandendur þessarar myndar snillinga eða rugludalla. Happy Feet er svo sérkennileg mynd, en samt svo þunn að ég veit ekki hvar ég á að flokka hana. Allavega veit ég að hún náði ekki til mín nógu vel til þess að mæla með henni.
5/10
Þessi mynd er frábær, hún er fyndinn og skemmtileg.
Myndinn er um mörgæs sem sem getur ekki hætt að dansa með fótunum og getur ekki sungið ástarsöng og finnur ekki ástina fyrr enn.........
Ég mæli með þessari mynd og kvet alla til að fara á hana.
Og gef ég því henni þrjá og hálfa stjörnu.
Þetta er frábær teiknimynd sem fjallar um mörgæsir og þessi einstaka mörgæs sem hefur ekki hæfileikan að geta sungið hefur víst annan hæfileika sem engin annar hefur. En hinar mörgæsirnar líka ekki við hann því að hann getur ekki sungið og maður þarf að ná sér í kærustu/kærasta til að geta sungið.
Hann gengur gegnum ýmislegt í myndini og endilega fylgjast með.
Bráðskemmtileg mynd og mæli vel með henni ..
Þó ég sé búin að slíta barnaskónum fyrir mörgum árum finnst mér þó enn gaman að horfa á góðar teiknimyndir. Myndir eins og Shrek, Skrímsli og Nemo eru dæmi um góðar og skemmtilegar teiknimyndir. Happy Feet hljómar vel og fyrir hlé er myndin mjög skemmtileg. Syngjandi mörgæsir er frábær hugmynd og á tímabili var ég eiginlega farin að syngja með. Myndin sjálf er mjög vel gerð. Á tímabili hélt ég að ég væri ekki að horfa á teiknimynd heldur á alvöru mörgæsir. Boðskapurinn í myndinni er sá sem allir vita: ljótt að stríða, það falla ekki allir undir það sama, góði á móti þeim vonda. Dæmigerð teiknimynd með réttum boðskap. En eftir hlé olli hún mér vonbrigðum, líklega var myndin gerð undir áhrifum frá Grænfriðungum, en ég vil ekki eyðileggja söguþráðinn fyrir öðrum en það lá við að ég gengi út eftir hlé. Það var of mikil einföldun á ákveðnu máli.
Myndin fær tvær og hálfa stjörnur frá mér og er það aðallega fyrir fjörið sem er í myndinni. Ég væri alveg til að fara á tónleika með þessum mörgæsum því þær voru það skemmtilegar.
Um myndina
Leikstjórn
George Miller, Judy Morris, Warren Coleman
Handrit
Warren Coleman, George Miller, John Collee, Judy Morris
Kostaði
$150.000
Vefsíða:
www2.warnerbros.com/happyfeet/
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 2006