Náðu í appið
Missir

Missir (2024)

Epilogue

1 klst 29 mín2024

Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill.

IMDb5.7
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman. Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga. Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Byggt á skáldsögu eftir Guðberg Bergsson.
Leikstjórinn náði að sýna Guðbergi Bergssyni frumútgáfu að myndinni áður en hann dó og honum mun hafa litist vel á, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Myndin var svo forsýnd á fæðingardegi Guðbergs, 16. október, og það var táknrænt að það var þoka í Reykjavík þann dag, en þoka leikur stórt hlutverk í myndinni. Þoka og vatn.
Þorsteinn Gunnarsson aðalleikari lýkur lofsorði á leikstjóra myndarinnar í samtali við Morgunblaðið: „Ég bar fyllsta traust til hans sem leikstjóra. Hann er mjög hugmyndaríkur og með skýra myndræna sýn. Ari virkilega vandaði sig við gerð þessarar myndar og kom aldrei með ódýrar lausnir. Missir er mjög fallegt listaverk.“

Höfundar og leikstjórar