Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

Gaman
Leikstjórn Lawrence Lamont
Dreux og Alyssa, sem eru bæði bestu vinkonur og herbergisfélagar, eru um það bil að eiga einn af þessum slæmu dögum. Þegar þær komast að því að kærasti Alyssu er búinn að sólunda leigupeningunum þeirra, þá verða þær að grípa til örþrifaráða til að verða ekki hent út úr íbúðinni, og halda áfram að vera vinkonur.
Útgefin: 7. apríl 2025
Gaman
Leikstjórn Artus
Þegar hópur fólks með ólíkan bakgrunn kemur saman, leiðir tilviljun til dásamlegra augnablika sem minna okkur á fegurðina í smáum atriðum lífsins. Með léttum húmor og hjartnæmum boðskap er kvikmyndin falleg áminning um að stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu máli.
Útgefin: 11. apríl 2025
GamanDrama
Leikstjórn Niclas Larsson
Þrjú systkini festast á dularfullan hátt inni í forngripaverslun þegar móðir þeirra neitar að standa upp úr einum af sófunum sem þar eru seldir.
Útgefin: 11. apríl 2025
ÆvintýriSöngleikurÆviágrip
Leikstjórn Michael Gracey
Saga breska tónlistarmannsins Robbie Williams allt frá barnæsku og þar til hann varð yngsti meðlimur strákabandsins vinsæla Take That og sló síðar aftur í gegn sem tónlistarmaður undir eigin nafni. Á sama tíma mætti hann ýmsum áskorunum sem fylgdu frægðinni.
Útgefin: 14. apríl 2025
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Heather Graham
Ann er jógakennari sem leitar að innri friði á meðan fjölskylda hennar er að gera hana brjálaða og ástarlífið er ömurlegt. Hún kann ekki að segja nei og vill leysa vandamál allra.
Útgefin: 14. apríl 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Christian Gudegast
Big Nick er hér aftur á ferð í Evrópu og nálgast nú Donnie, sem er flæktur í sviksamlegan og óútreiknanlegan heim demantaþjófnaðar og hina alræmdu Panther mafíu. Á sama tíma er risastórt rán í heimsins stærstu demantakauphöll í undirbúningi.
Útgefin: 16. apríl 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Browngardt
Porky og Daffy verða ólíklegar hetjur þegar skrípalæti þeirra í tyggjóverksmiðju bæjarins leiða í ljós háleynilegt geimverusamsæri. Þeir eru staðráðnir í að bjarga bænum og öllum heiminum ... ef þeir ná þá ekki að gera hvorn annan brjálaðan áður.
Útgefin: 16. apríl 2025
Drama
Leikstjórn Carol Morley
Vinskapur tveggja kvenna styrkist í ökuferð í rafmagnsbíl þar sem þær leita sátta og endamarka.
Útgefin: 25. apríl 2025
GamanDrama
Leikstjórn Justin Anderson
Á sama tíma og hjónaband Joe og Isabel er að leysast upp finna þau Kitti, nakta ókunnuga konu, fljótandi í lauginni í sumarhúsi þeirra í Grikklandi, og bjóða henni að gista. Kitti safnar og borðar eitraðar jurtir og Nina, unglingsdóttir hjónanna, hrífst af henni. Mun Kitti geta hjálpað fjölskyldunni út úr erfiðleikunum?
Útgefin: 25. apríl 2025