Náðu í appið
Öllum leyfð

Chicken Little 2005

Frumsýnd: 11. nóvember 2005

The end is near.

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Kynnist klikkuðum heimi og stórkostlegri spennu í nýju sprenghlægilegu Disney-myndinni um Kjúlla litla. Hér kemst grínið og ævintýrið í hæstu hæðir. Þegar allt fer í bál og brand og skynsemin flýgur úr hreiðrinu, hver getur þá bjargað deginum? Kjúlli litli og skondu vinir hans verða að finna leið til að bjarga jörðinni frá eyðingu og sanna að heimsins... Lesa meira

Kynnist klikkuðum heimi og stórkostlegri spennu í nýju sprenghlægilegu Disney-myndinni um Kjúlla litla. Hér kemst grínið og ævintýrið í hæstu hæðir. Þegar allt fer í bál og brand og skynsemin flýgur úr hreiðrinu, hver getur þá bjargað deginum? Kjúlli litli og skondu vinir hans verða að finna leið til að bjarga jörðinni frá eyðingu og sanna að heimsins stærsta hetja sé lítill kjúklingur... minna

Aðalleikarar

Robin Hood, ég biðst afsökunar
Í gagnrýnni minni um Robin Hood sagði ég að hún væri versta Disney-mynd sem ég hefði séð. Eftir að hafa séð Chicken Little get ég tekið þessi orð til baka.

Robin Hood fannst mér vera rosalega kjánaleg, ófyndin og fyrir utan Lady Cluck, þá var enginn skemmtilegur karakter. Chicken Little er aðeins fyndnari en miklu langdregnari, leiðinlegri og hefur engan karakter sem lét mig halda með aðalkarakterunum.

Myndin er líka rosalega mikið "sell-out". Síðustu myndir Disney lentu alltaf í skugganum á myndum frá t.d. Pixar og DreamWorks, sem voru tölvugerðar. Árið áður en þessi mynd kom út, kom út myndir Home on the Range (sem er með verri myndum Disney) sem var í samkeppni við Shrek 2 (með betri myndum DreamWorks) og The Incredibles (4. besta Pixar-myndin að mínu mati) og virtist það hafa fyllt mælinn fyrir Disney að þeir þurftu að gera tölvuteiknaðar myndir til að geta verið með öðrum teiknimyndum. Myndin hefur líka sömu einkenni og það sem Shrek gerði svo frægt að margar myndir fóru að gera það sama; kunnuleg saga með fullt af pop-culture referencum og nútímavæðingu. Að mínu mati skiptir engu máli hvernig teiknimynd er teiknuð. Frumleiki eða hversu vel gerð myndin er í sambandi við sögu, húmor, karaktera, útlit og (stundum) lög skiptir meira máli. Chicken Little hefur hvorki frumleika né er vel gerð.

Þegar ég sá myndina fyrst, þá var ég frekar hissa hversu mikið tæknin hefur elst samanborið við aðrar tölvugrafískar teiknimyndir. Allar Pixar-myndirnar (nema kannski Toy Story, þar sem það er langt síðan ég sá hana í upprunalegu útgáfunni) hafa betri tækni, þó reyndar að tæknin bættist eftir því sem leið á myndina.

Þó sumir karakterar gátu látið mig brosa stöku sinnum, var enginn af þeim eftirminnilegur. Svínið stóð mest upp að mínu mati. Aðalkarakterinn er mjög týpískur og gerir ekkert til að bæta fyrir það. Ég hef líka smá-nitpick á milli hans og andarinnar, en mér fannst "rómantíkin" á milli þeirra rosalega þvinguð.

Myndin er rosalega teygð, og hún er ekki löng. Upprunalega sagan var ekki löng svo auðvitað þurfti eitthverju að bæta við og þetta er ekki fyrsta sinn sem þetta hefur komið fyrir Disney eins og Sleeping Beauty (einbeitti sér mikið að dísunum þremur), Snow White (hafði t.d. ágætlega langt atriði þegar dverganir voru að þrífa sig fyrir matinn) og líklegast Tangled, en ég hef ekki séð hana ennþá. Þessi mynd hefur mörg þvinguð samtöl milli aðalkaraktersins og pabba síns. Mér fannst á tímabili að myndin var að reyna að koma með handrit á borð við The Incredibles, fyrir utan að þar var það bæði miklu betra og mér fannst það koma miklu náttúrulegra út.

Eftir ákveðinn tíma myndarinnar breytir hún algjörlega um stefnu þegar geimverurnar koma. Ég klóraði mér frekar mikið í hausnum hvernig höfundarnir gátu sett geimverur inn í sögu sem var upprunalega um kjúkling sem hélt að himininn var að hrynja og fékk nokkra félaga með sér í leiðangur sem endaði... illa. Disney virðist algjörlega skammast sín fyrir að hafa gert þetta, enda var gert grín að þessu þremur árum síðar í Bolt.

Það er ekki langt síðan ég sá myndina, en aldrei hef ég gleymt svona mikið af mynd svona fljótt eftir að ég sá hana. Ég man samt að hún skemmti mér engan veginn.

Chicken Little er versta mynd Disney, ég get fullyrt það fullkomlega því ég stórefast um að Tangled eigi eftir að verða verri, hún hefur fengið frekar góða dóma úti.

3/10, lágur þristur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fór með eina 5 ára á þessa kjúklingamynd sem mér sýndist nú alveg temmileg fyrir þann aldurshóp og sú var spennt. Og mér þótti bara gaman af því. Myndin var þó uppfull af bröndurum fyrir fullorðna, og ekki leist mér á það þegar myndin breyttist í War of the worlds. Enda varð litla mín alveg skelfingu lostin. Ég miður mín og steinhissa. Hvað er verið að bjóða litlum krökkum upp á skelfilegar geimverur? Skammist ykkar bara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Allt það sem Pixar er ekki
Ég fór á Chicken Little með það í huga að sjá eitthvað fyndið og fjörugt, vonandi eitthvað í stíl við undanfarnar Pixar-myndir eða eitthvað af efninu frá Dreamworks. Að segja að ég hafi fengið það sem ég bjóst við væri feit lygi.

Ég veit ekki hvort ég eigi að fagna eða syrgja þá staðreynd að Disney hafi (fyrir fullt og allt?) afskrifað hefðbundnar teiknimyndir og snúið sér að tölvugrafíkinni í staðinn. Mér er svosem nett sama í hvaða formi viðkomandi mynd er, á endanum er það alltaf sagan sem skiptir helstu máli. Chicken Little er ágætlega gerð þótt tölvuvinnan sé langt frá því að vera með því flottasta sem maður hefur séð. Húmorinn er ágætur á köflum en það líður því miður langt á milli brandara sem almennilega virka.

Síðan, þótt furðulegt megi virðast, er myndin á mörkum þess að vera langdregin. Söguþráðurinn er í besta falli sæmilega breiður til þess að ná að þekja yfir 20 mínútna teiknimynd, en heila bíómynd?? Maður finnur auðveldlega fyrir þegar efnið fer að þreytast út og þegar mynd sem hefur slíkt pappírsþunnt innihald geta litlar 70-80 mínútur orðið lengi að líða.

Raddsetningarnar eru fínar að vísu. Zach Braff (leiðinlegasta persónan úr annars hinum ágætu Scrubs-þáttum) mótar titilkarakterinn vel og gerir hann skemmtilegan til áhorfs, en restin af liðinu (Joan Cusack, Steve Zahn, Don Knotts o.fl.) veldur vonbrigðum.

Ég efast ekki um að afþreyingargildið eigi eftir að höfða mætavel til barnanna, og það er góður hlutur. Hins vegar eru góðar fjölskyldumyndir þær sem hafa þann eiginleika að geta skemmt fullorðum álíka vel, og Chicken Little gerir það því miður ekki. Myndin er algjört miðjumoð, og klárlega einhver mestu þunnildi sem Disney hefur skapað í mörg ár. Mér finnst eins og þessi standard hjá Disney hafi minnkað og myndirnar sjaldan eins stórbrotnar í dag og þær voru áður (Lion King, Aladdin, Mulan o.s.frv.). Klassíska gildið í þeim núna er að mestu leyti alveg fokið út af kortinu.

Fín vídeóafþreying fyrir yngstu kynslóðina, ekkert meira.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn