Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég kalla þetta hrifningu, ekki ást
(Ath. Ég hef oft séð þessa mynd en þessi umfjöllun er skrifuð eftir að hafa horft á 3D-útgáfuna í bíó - fyrsta áhorfið mitt á myndinni í rúmlega fimm ár)
Það er ýmislegt við föstu uppskriftir Disney-teiknimynda sem hefur farið svolítið í taugarnar á mér en þær eru þrátt fyrir það margar bara ansi fínar, sumar jafnvel stórkostlegar (þó ég gæti talið þær upp með annarri hendi). Eitt það besta sem ég get sagt um The Lion King er að hún bregður sér eitthvað smávegis frá formúlunni, en ekkert eitthvað rosalega mikið. Hún er samt sem áður frábærlega teiknuð fjölskyldumynd sem hefur góða tónlist, fína raddsetningu, ýmsa skemmtilega karaktera og tvær senur sem eru svo flottar að gæsahúðin bítur mann alveg í beinið.
Frá því að myndin kom fyrst út hefur jákvæða orðspor hennar farið vaxandi með hverju ári og í dag ertu álitinn eitthvað sálarlaus og þroskaheftur fyrir að telja hana ekki vera eina bestu mynd sem hefur verið varpað upp á bíótjald. Ætli það séu til einhverjar sálfræðibækur sem segja að það sé eitthvað líffræðilega að þér ef þú grést ekki yfir hinu ævintýranlega fræga Mufasa-atriði?
Fannst mér atriðið sterkt? Já, svona temmilega. Saug ég upp í nefið? Ekki alveg, nei. Ég vona að það geri mig ekki að einhverju vélmenni. En ef svo er, þá bið ég ykkur um að líta bara á Wall-E! Hann var vélmenni, og þar að auki huggulega mjúkur karakter í sér sem hafði sérstakt dálæti á söngvamyndum og reglusömu kvenfólki. Ég er svosem ekkert mikið öðruvísi.
Þeir sem kalla þessa mynd meistaraverk eru samt aðeins of blindaðir af skæra ljósinu sem helstu kostirnir varpa. Sjálfur dýrka ég upphafsatriðið óendanlega mikið. Andinn er eitthvað svo dásamlegur, teikningin vönduð og tónlistin ekkert annað en fullkomnun. Algjört listaverk þessar fyrstu mínútur (ekki skrítið að þær hafi verið notaðar sem einn af fyrstu trailerunum fyrir myndina á sínum tíma) og í rauninni er barnalegi tónninn sem kemur síðar fyrir oft úr takt við þetta fallega og alvarlega. Það kemur fyrir en að vísu sjaldan. Hin senan sem ég dái, þó ekki alveg eins mikið, er kolklikkaða söngnúmerið hjá illmenninu. Það lekur svo mikil illska af því atriði að við sjáum jafnvel hýenur marsera með fætur hátt á lofti eins og nasistar með blóðþorsta. Persónulega finnst mér myndin aldrei ná að toppa þessi tvö atriði. Hún kemst nálægt því með áðurnefnda Mufasa-atriðinu og síðan öðru sem sýnir þann karakter haga sér eins og alvöru ljón.
Saga myndarinnar er góð en í rauninni bara nokkuð dæmigerð og baðandi í augljósum Shakespeare-töktum. Rómantíkin slær ekki á neina hjartastrengi því hún fær mjög flýttan og óáhugaverðan fókus og sálarkrísa aðalpersónunnar náði ekki til mín eins og hún hefur víst átt að gera. Sagan er svo mikið strípuð niður í grunnatriði að maður fær aldrei að komast almennilega í hausinn á Simba. Persónuörkin hans mátti vera aðeins betur skrifuð og einnig finnst mér afskaplega furðulegt hvað hann er fljótur að jafna sig eftir dramatískasta atriði myndarinnar. Er hann kannski bara svona áhrifagjarn að það nægir bara að éta pöddur og leyfa hippum að lesa yfir þér lífslexíum? (Þó svo að þeir hafi augljóslega ekki upplifað sama sársauka og kom fyrr fram í myndinni)
Ojæja…
Reyndar finnst mér Simba og Nala vera afskaplega óathyglisverðar persónur, sérstaklega miðað við það að flestallir aðrir eru mjög skemmtilegir og eftirminnilegir; Mufasa er harður nagli, Zazu er fyndinn auli, Timon er fyndinn hálfviti, Pumbaa er elskulegt svínaflón, Scar er biturt en illgjarnt grey og samspil hýenanna verður aldrei þreytt. Þessar persónur gera myndina góða og bæta mikið upp fyrir bæði það sem vantar og það sem kemur hálf hallærislega út. Dramatíski eldurinn sem kviknaði í lokauppgjörinu var aðeins t.d. of mikið. Ég mun heldur ekki skilja hvað allir sáu svona svakalega gott við lagið Can You Feel the Love Tonight. Það liggur líka við að gredduundirtónarnir í atriðinu séu áþreifanlegir.
Þó svo að ég sé ekki sammála því þá skil ég fullkomlega af hverju fólk elskar The Lion King. Mér finnst hún bara ekki hafa sama sjarmann og Aladdin og klárlega ekki Beauty and the Beast, svo einhverjar séu nefndar. Það þarf bara örlítið meira en bara til að heilla mig ef ég á að ganga svo langt með að kalla Disney-mynd einhverja snilld. Helst eitthvað aukakrydd sem gerir týpíska þroskasögu að framúrskarandi verki. Herra Miyazaki veit alveg hverju ég sækist eftir.
7/10
(Ath. Ég hef oft séð þessa mynd en þessi umfjöllun er skrifuð eftir að hafa horft á 3D-útgáfuna í bíó - fyrsta áhorfið mitt á myndinni í rúmlega fimm ár)
Það er ýmislegt við föstu uppskriftir Disney-teiknimynda sem hefur farið svolítið í taugarnar á mér en þær eru þrátt fyrir það margar bara ansi fínar, sumar jafnvel stórkostlegar (þó ég gæti talið þær upp með annarri hendi). Eitt það besta sem ég get sagt um The Lion King er að hún bregður sér eitthvað smávegis frá formúlunni, en ekkert eitthvað rosalega mikið. Hún er samt sem áður frábærlega teiknuð fjölskyldumynd sem hefur góða tónlist, fína raddsetningu, ýmsa skemmtilega karaktera og tvær senur sem eru svo flottar að gæsahúðin bítur mann alveg í beinið.
Frá því að myndin kom fyrst út hefur jákvæða orðspor hennar farið vaxandi með hverju ári og í dag ertu álitinn eitthvað sálarlaus og þroskaheftur fyrir að telja hana ekki vera eina bestu mynd sem hefur verið varpað upp á bíótjald. Ætli það séu til einhverjar sálfræðibækur sem segja að það sé eitthvað líffræðilega að þér ef þú grést ekki yfir hinu ævintýranlega fræga Mufasa-atriði?
Fannst mér atriðið sterkt? Já, svona temmilega. Saug ég upp í nefið? Ekki alveg, nei. Ég vona að það geri mig ekki að einhverju vélmenni. En ef svo er, þá bið ég ykkur um að líta bara á Wall-E! Hann var vélmenni, og þar að auki huggulega mjúkur karakter í sér sem hafði sérstakt dálæti á söngvamyndum og reglusömu kvenfólki. Ég er svosem ekkert mikið öðruvísi.
Þeir sem kalla þessa mynd meistaraverk eru samt aðeins of blindaðir af skæra ljósinu sem helstu kostirnir varpa. Sjálfur dýrka ég upphafsatriðið óendanlega mikið. Andinn er eitthvað svo dásamlegur, teikningin vönduð og tónlistin ekkert annað en fullkomnun. Algjört listaverk þessar fyrstu mínútur (ekki skrítið að þær hafi verið notaðar sem einn af fyrstu trailerunum fyrir myndina á sínum tíma) og í rauninni er barnalegi tónninn sem kemur síðar fyrir oft úr takt við þetta fallega og alvarlega. Það kemur fyrir en að vísu sjaldan. Hin senan sem ég dái, þó ekki alveg eins mikið, er kolklikkaða söngnúmerið hjá illmenninu. Það lekur svo mikil illska af því atriði að við sjáum jafnvel hýenur marsera með fætur hátt á lofti eins og nasistar með blóðþorsta. Persónulega finnst mér myndin aldrei ná að toppa þessi tvö atriði. Hún kemst nálægt því með áðurnefnda Mufasa-atriðinu og síðan öðru sem sýnir þann karakter haga sér eins og alvöru ljón.
Saga myndarinnar er góð en í rauninni bara nokkuð dæmigerð og baðandi í augljósum Shakespeare-töktum. Rómantíkin slær ekki á neina hjartastrengi því hún fær mjög flýttan og óáhugaverðan fókus og sálarkrísa aðalpersónunnar náði ekki til mín eins og hún hefur víst átt að gera. Sagan er svo mikið strípuð niður í grunnatriði að maður fær aldrei að komast almennilega í hausinn á Simba. Persónuörkin hans mátti vera aðeins betur skrifuð og einnig finnst mér afskaplega furðulegt hvað hann er fljótur að jafna sig eftir dramatískasta atriði myndarinnar. Er hann kannski bara svona áhrifagjarn að það nægir bara að éta pöddur og leyfa hippum að lesa yfir þér lífslexíum? (Þó svo að þeir hafi augljóslega ekki upplifað sama sársauka og kom fyrr fram í myndinni)
Ojæja…
Reyndar finnst mér Simba og Nala vera afskaplega óathyglisverðar persónur, sérstaklega miðað við það að flestallir aðrir eru mjög skemmtilegir og eftirminnilegir; Mufasa er harður nagli, Zazu er fyndinn auli, Timon er fyndinn hálfviti, Pumbaa er elskulegt svínaflón, Scar er biturt en illgjarnt grey og samspil hýenanna verður aldrei þreytt. Þessar persónur gera myndina góða og bæta mikið upp fyrir bæði það sem vantar og það sem kemur hálf hallærislega út. Dramatíski eldurinn sem kviknaði í lokauppgjörinu var aðeins t.d. of mikið. Ég mun heldur ekki skilja hvað allir sáu svona svakalega gott við lagið Can You Feel the Love Tonight. Það liggur líka við að gredduundirtónarnir í atriðinu séu áþreifanlegir.
Þó svo að ég sé ekki sammála því þá skil ég fullkomlega af hverju fólk elskar The Lion King. Mér finnst hún bara ekki hafa sama sjarmann og Aladdin og klárlega ekki Beauty and the Beast, svo einhverjar séu nefndar. Það þarf bara örlítið meira en bara til að heilla mig ef ég á að ganga svo langt með að kalla Disney-mynd einhverja snilld. Helst eitthvað aukakrydd sem gerir týpíska þroskasögu að framúrskarandi verki. Herra Miyazaki veit alveg hverju ég sækist eftir.
7/10
Með bestu teiknimyndum allra tíma? Nei!
The Lion King er að mínu mati ofmetnasta Disney-myndin, en það segir samt ekki að mér finnst hún vera slæm. Reyndar er hún eitthvað um 9. besta Disney-mynd sem ég hef séð. Mér finnst samt alltaf jafn fyndið að þessi mynd átti að vera miklu meiri filler en hún varð í rauninni, á meðan aðal teiknararnir voru að vinna við Pocahontas, þar sem myndin varð miklu vinsælli og miklu betur tekin.
Jafnvel þótt það sé augljóst og opinbert að myndin sé byggð á Hamlet og hafi mörg samlíkingar við Bambi (hefur oft verið köllum Bamlet) þá hefur myndin margar samlíkingar við Kimba, The White Lion. Mikið af einkennum myndarinnar og karakterar er of líkt Kimba til að vera tilviljun. Og eins og er hefur stúdíóið aldrei gefið því credit.
En í sambandi við að þetta sé byggt á Hamlet, þá hafa margir gefið þessari mynd meiri virðingu fyrir að hafa myrkasta söguþráð sem Disney hefur komið með. Og fyrir þá sem halda því fram hafa áreiðanlega ekki séð myndir á borð við Huchback of Notre Dame, The Black Cauldron og Pinocchio (The Coachman og Monstro sáu til þess).
Myndin hefur slatta af góðum karakterum og mjög fáa pirrandi. Simba verður miklu áhugaverðari karakter í síðari hluta myndarinnar, en ég var ekkert rosalega mikið hrifinn af honum í fyrri hlutanum (og er kaldhæðnislega talaður af Matthew Broderick í síðari hlutanum, aldrei verið aðdáðandi hans). Hann verður miklu dýpri í þeim hluta. Mufasa er auðvitað einn af þessum pabbakarakterum sem maður getur ekki annað en dáð (enda talaður af Darth Vader). Timon og Pumbaa eru fyndir en draga myndina aðeins frá alvarleikanum með bæði barnalegum húmor og fyrir að brjóta fjórða vegginn.
Nala fannst mér vera mjög óáhugaverður karakter, en þar sem ástarsagan í þessari mynd er mjög undirleikið, þá get ég ekki kvartað og mikið. Rafigi fannst mér bara vera pirrandi með sín pirrandi hljóð (þó hann var frábær í endanum). Og Scar er alveg mjög breytilegur í gegnum myndina. Hann hefur frábæra rödd (talaður af Jeremy Irons og Jim Cummings í síðari hluta í laginu hans) og gerir ákveðið sem mjög fá illmenni hafa náð að gera (ég vil ekki spoila það, en hver veit það ekki?). En vandamálið að hann verður svo rosalega óáhugaverður (þ.e.a.s. Prima Donna) í stórum hluta af síðari hluta myndarinnar.
Lögin eftir Elton John eru ekki alveg eins góð og síðustu myndir Disney (sorry Elton), en það koma nokkur lög sem eru frábær, eins og illmenna lagið, Be Prepared. En ef það eitt sem ég bókstaflega elska við þessa mynd þá er það tónlistin eftir Hans Zimmer, ein af þeim betri sem ég heyrt, og átti algjörlega skilið Óskarinn fyrir hana.
Ég vil bæta því við að ég sá þessa mynd þegar ég var 5 ára, þannig að hún hefur ótrúlega mikla nostalgíu fyrir mér, en því miður er hún ekki alveg eins góð ég man eftir henni. Hún hefur alvarleika, en stundum passar húmorinn ekki við hana (Hunchback of Notre Dame hafði þetta líka, en miklu minna af því), hún hefur frábæra tónlist en ekki alveg eins góð lög, hún hefur góða og slæma/óáhugaverða karaktera, hún hefur sorglegt atriði en eina atriðið frá Disney sem ég hef tárast yfir er úr Dumbo.
7/10, rosalega há sjöa, en samt 7.
The Lion King er að mínu mati ofmetnasta Disney-myndin, en það segir samt ekki að mér finnst hún vera slæm. Reyndar er hún eitthvað um 9. besta Disney-mynd sem ég hef séð. Mér finnst samt alltaf jafn fyndið að þessi mynd átti að vera miklu meiri filler en hún varð í rauninni, á meðan aðal teiknararnir voru að vinna við Pocahontas, þar sem myndin varð miklu vinsælli og miklu betur tekin.
Jafnvel þótt það sé augljóst og opinbert að myndin sé byggð á Hamlet og hafi mörg samlíkingar við Bambi (hefur oft verið köllum Bamlet) þá hefur myndin margar samlíkingar við Kimba, The White Lion. Mikið af einkennum myndarinnar og karakterar er of líkt Kimba til að vera tilviljun. Og eins og er hefur stúdíóið aldrei gefið því credit.
En í sambandi við að þetta sé byggt á Hamlet, þá hafa margir gefið þessari mynd meiri virðingu fyrir að hafa myrkasta söguþráð sem Disney hefur komið með. Og fyrir þá sem halda því fram hafa áreiðanlega ekki séð myndir á borð við Huchback of Notre Dame, The Black Cauldron og Pinocchio (The Coachman og Monstro sáu til þess).
Myndin hefur slatta af góðum karakterum og mjög fáa pirrandi. Simba verður miklu áhugaverðari karakter í síðari hluta myndarinnar, en ég var ekkert rosalega mikið hrifinn af honum í fyrri hlutanum (og er kaldhæðnislega talaður af Matthew Broderick í síðari hlutanum, aldrei verið aðdáðandi hans). Hann verður miklu dýpri í þeim hluta. Mufasa er auðvitað einn af þessum pabbakarakterum sem maður getur ekki annað en dáð (enda talaður af Darth Vader). Timon og Pumbaa eru fyndir en draga myndina aðeins frá alvarleikanum með bæði barnalegum húmor og fyrir að brjóta fjórða vegginn.
Nala fannst mér vera mjög óáhugaverður karakter, en þar sem ástarsagan í þessari mynd er mjög undirleikið, þá get ég ekki kvartað og mikið. Rafigi fannst mér bara vera pirrandi með sín pirrandi hljóð (þó hann var frábær í endanum). Og Scar er alveg mjög breytilegur í gegnum myndina. Hann hefur frábæra rödd (talaður af Jeremy Irons og Jim Cummings í síðari hluta í laginu hans) og gerir ákveðið sem mjög fá illmenni hafa náð að gera (ég vil ekki spoila það, en hver veit það ekki?). En vandamálið að hann verður svo rosalega óáhugaverður (þ.e.a.s. Prima Donna) í stórum hluta af síðari hluta myndarinnar.
Lögin eftir Elton John eru ekki alveg eins góð og síðustu myndir Disney (sorry Elton), en það koma nokkur lög sem eru frábær, eins og illmenna lagið, Be Prepared. En ef það eitt sem ég bókstaflega elska við þessa mynd þá er það tónlistin eftir Hans Zimmer, ein af þeim betri sem ég heyrt, og átti algjörlega skilið Óskarinn fyrir hana.
Ég vil bæta því við að ég sá þessa mynd þegar ég var 5 ára, þannig að hún hefur ótrúlega mikla nostalgíu fyrir mér, en því miður er hún ekki alveg eins góð ég man eftir henni. Hún hefur alvarleika, en stundum passar húmorinn ekki við hana (Hunchback of Notre Dame hafði þetta líka, en miklu minna af því), hún hefur frábæra tónlist en ekki alveg eins góð lög, hún hefur góða og slæma/óáhugaverða karaktera, hún hefur sorglegt atriði en eina atriðið frá Disney sem ég hef tárast yfir er úr Dumbo.
7/10, rosalega há sjöa, en samt 7.
Þessi mynd er algjör snilld, ótrúlega vel gerð og ágætir brandarar. Einnig tónlistin er ótrúlega góð. Ég horfði á hana hundrað sinnum þegar ég var lítill krakki. Mér fannst hún alltaf jafn skemmtileg. Dýrin eru mjög vel gerð og bara allt.Ég mæli mjög mikið með þessari mynd kíkið strax á þessa.
Þegar maður heyrir einhvern tala um Lion King þá hugsar maður bara vá hvað hún var góð . Hún er klassískt meistaraverk Disney fyrirtækisins og ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. Hún fjallatr um lítið ljón, eða ljónaunga (whatever) sem að er sonur hins virta kóngs Mufasa, og Simbi á að verða kóngur á eftir Mufasa en eins og í nánast öllum myndum er vondi kall og í þessu tilviki Skari en hann vill verða kóngur í staðin fyrir Simba . Það er mjög gaman að sjá hvernig þetta allt fer en ef ég segji eitthvað meira um söguþráðinn er ég hræddur um að spoila fyrir einhverjum sem hefur ekki séð þessa dásamlegu mynd. Og í dramatíska atriðinu með Mufasa þá fellir maður næstum tár (og ég veit nú um nokkra aðila sem hágrétu yfir þessari mynd. Og fyrst að þetta er Disney mynd þá eru líka fyndnar persónur Tímon og Púmba í þessu tilviki, sem kenna Simba að lifa lífinu. Hakuna Matata, þessi mynd er klassík og verður klassík, fjórar stjórnur er það sem hún á fyllilega skilið
Ein besta teiknimynd disneys alveg rosalega vel gerð. Mér finnst þessi mynd besta konungur ljónana myndinn. hinnar tvær eru bra eins og þeir hafi verið að reyna að græða á sömu myndinni. Hinnar eru svo sem ægætar en mér finst lion king 3 ætti til dæmis bra að heita tímon og Púmba. En þessi mynd hefur tónlistar legt gæði og vel teiknuð og margt annað svo inniheldur hún líka skemmtilean Humor.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Irene Mecchi, Jonathan Roberts
Framleiðandi
Buena Vista
Aldur USA:
G
Útgefin:
20. október 2011
Bluray:
20. október 2011