Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Asískir snillingar í vestrænni klisju
Það er eins og heilög athöfn fyrir bardagamyndanördann þegar meistarar eins og Jackie Chan og Jet Li sameinast í bíómynd. Það er hins vegar nett fúlt að þeir skildu ekki ná að sameinast í betri mynd. The Forbidden Kingdom leit í fyrstu út fyrir að hafa allan pakkann; Hasar, húmor, rómantík, slagsmál og endalausar tilvísanir í eldri kung fu-myndir. Myndin hins vegar þjáist fyrir það fyrst og fremst að vera amerísk Hollywood-mynd, og einhvern veginn virðist það aldrei eiga saman að sameina asískt kung-fu þema við Disney-týpu af framleiðslu.
Söguþráðurinn er í sjálfu sér ágætur en myndin er sífellt að drekkja sér í ameríska keimnum, sem gerir hana ekki lengur töff, heldur frekar kjánalega. Það verður stundum fullaugljóst hvað myndin reynir mikið að höfða til yngri markhóps, og bitnar það allsvakalega á húmornum til dæmis. Það eru nokkur mjög vel unnin slagsmálaatriði til staðar þó (Yuen Woo-Ping feilar aldrei), og rúma 5 mínútna bardaginn á milli Li og Chan er áhorfsins virði enn og sér. Á þeim tímapuntki sleppur myndin sér algjörlega og leyfir þeim bara að njóta sín á skjánum og var í hreinskilni sagt alveg dásamlegt að horfa á það. Ég get því miður ekki sagt það sama þegar þeir félagar opna á sér munninn... þá sérstaklega Li, sem enn er frekar ryðgaður í enskunni.
Síðan er það Shia LaBoeuf-tvífarinn Michael Angarano (einhverjir þekkja hann eflaust úr Sky High), sem fer bærilega með aðalhlutverkið þrátt fyrir vondar línur, en það er meira handritinu að kenna. Collin Chou er annars vegar mjög klaufskur sem illmennið og fer stundum verr með línurnar sínar heldur en Li gerir.
The Forbidden Kingdom tekur sig aldrei alvarlega sem betur fer, þó svo að fáein atriði ganga örlítið yfir strikið í væmni. En þetta er nú einu sinni amerísk fjölskyldumynd svo það er varla hægt að búast við öðru. Persónulega væri ég til í að sjá Li og Chan snúa aftur, en þá helst í einhverju í líkingu við Hero eða House of Flying Daggers, og væri ekki fyrir þá tvo, þá myndi enginn muna eftir þessari mynd 10 mínútum eftir að hún kláraðist.
5/10
Það er eins og heilög athöfn fyrir bardagamyndanördann þegar meistarar eins og Jackie Chan og Jet Li sameinast í bíómynd. Það er hins vegar nett fúlt að þeir skildu ekki ná að sameinast í betri mynd. The Forbidden Kingdom leit í fyrstu út fyrir að hafa allan pakkann; Hasar, húmor, rómantík, slagsmál og endalausar tilvísanir í eldri kung fu-myndir. Myndin hins vegar þjáist fyrir það fyrst og fremst að vera amerísk Hollywood-mynd, og einhvern veginn virðist það aldrei eiga saman að sameina asískt kung-fu þema við Disney-týpu af framleiðslu.
Söguþráðurinn er í sjálfu sér ágætur en myndin er sífellt að drekkja sér í ameríska keimnum, sem gerir hana ekki lengur töff, heldur frekar kjánalega. Það verður stundum fullaugljóst hvað myndin reynir mikið að höfða til yngri markhóps, og bitnar það allsvakalega á húmornum til dæmis. Það eru nokkur mjög vel unnin slagsmálaatriði til staðar þó (Yuen Woo-Ping feilar aldrei), og rúma 5 mínútna bardaginn á milli Li og Chan er áhorfsins virði enn og sér. Á þeim tímapuntki sleppur myndin sér algjörlega og leyfir þeim bara að njóta sín á skjánum og var í hreinskilni sagt alveg dásamlegt að horfa á það. Ég get því miður ekki sagt það sama þegar þeir félagar opna á sér munninn... þá sérstaklega Li, sem enn er frekar ryðgaður í enskunni.
Síðan er það Shia LaBoeuf-tvífarinn Michael Angarano (einhverjir þekkja hann eflaust úr Sky High), sem fer bærilega með aðalhlutverkið þrátt fyrir vondar línur, en það er meira handritinu að kenna. Collin Chou er annars vegar mjög klaufskur sem illmennið og fer stundum verr með línurnar sínar heldur en Li gerir.
The Forbidden Kingdom tekur sig aldrei alvarlega sem betur fer, þó svo að fáein atriði ganga örlítið yfir strikið í væmni. En þetta er nú einu sinni amerísk fjölskyldumynd svo það er varla hægt að búast við öðru. Persónulega væri ég til í að sjá Li og Chan snúa aftur, en þá helst í einhverju í líkingu við Hero eða House of Flying Daggers, og væri ekki fyrir þá tvo, þá myndi enginn muna eftir þessari mynd 10 mínútum eftir að hún kláraðist.
5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lionsgate
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
30. maí 2008