Hundurinn Hank í klóm kattarins (2022)
Paws of Fury: The Legend of Hank
"Sumar hetjur skera sig úr."
Spennuþrungin og sprenghlægileg teiknimynd byggð á sígildri klassík Mel Brooks, Blazing Saddles.
Deila:
Öllum leyfðÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Spennuþrungin og sprenghlægileg teiknimynd byggð á sígildri klassík Mel Brooks, Blazing Saddles. Hank er úrræðagóður hundur sem á sér draum um að verða samúræi. Hann kemur til lands þar sem eingöngu kettir búa. Og eins og allir vita þá virkilega hata kettir hunda.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Íslenskir leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Karl Örvarsson, Guðjón Davíð Karlsson (Gói), Júlía Katrín Sigmundsdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi)
Myndin átti upprunalega að vera endurgerð á gamanmyndinni Blazing Saddles í leikstjórn Mel Brooks og fékk titilinn: Blazing Samurai. Handritshöfundar Blazing Saddles eru nefndir í kreditlista myndarinnar. Söguþráðurinn er þó aðeins breyttur en nokkrir brandarar eru notaðir úr Blazing Saddles með fjölskylduvænna yfirbragði.
Myndin kemur á streymisveituna Paramount 45 dögum eftir frumsýningu í kvikmyndahúsum, eða í kringum 5. september 2022.
Ólíkt flestum öðrum teiknimyndum þar sem leikarar taka upp tal sitt hver útaf fyrir sig, þá áttu Michael Cera og Samuel L. Jackson að hljóðrita sín samtöl saman, til að hafa samskiptin eðlilegri. Þeim tókst að ná einum upptökutíma saman áður en COVID-19 faraldurinn brast á, og tóku því það sem eftir stóð upp heima hjá sér. Talið í myndinni var upprunalega tekið upp árið 2015 og 2016, þar sem upprunalega átti að frumsýna kvikmyndina árið 2017. En þegar handritinu var breytt þegar framleiðsla hófst aftur árið 2019, varð að taka allt upp aftur.
Jimbo er stytting á yojimbo, sem þýðir lífvörður á japönsku. Það er einnig vísun í persónu Gene Wilder, Jim, í Blazing Saddles.
Þetta er sjötta teiknimyndin sem Mel Brooks leikur í. Hinar eru Robots (2005), Mr. Peabody
Samuel L. Jackson, sem leikur meistara samúræja í myndinni, lék einskonar samúræja Jedi riddara í Star Wars forsögunum. Hér vinnur hann með Mel Brooks, sem leikstýrði og lék í Star Wars-grínmyndinni Spaceballs frá 1987.
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur
Flying Tigers EntertainmentUS

AniventureGB

HB Wink AnimationCN

Cinesite AnimationCA

AlignUS

GFM AnimationGB




























