Náðu í appið
Öllum leyfð

The Lion King II: Simba's Pride 1998

(The Lion King 2)

Frumsýnd: 4. mars 1999

The circle of life continues...

81 MÍNEnska
Vann 1 Annie verðlaun, og tilnefnd til þriggja annarra slíkra verðlauna.

Simbi og Nala hafa eignast dótturina Kiara. Félagarnir Timon og Pumba eru fengnir til að vera barnapíur, en Kiara á auðvelt með að sleppa frá þeim, og fer á flakk inn á bannsvæðið. Þar hittir hún ljónsunga að nafni Kovu, og þau verða vinir. Það sem hún og foreldrar hennar vita ekki, er að Kovu er sonur Zira, bannfærðri fylgikonu ljónsins Scar, sem nú... Lesa meira

Simbi og Nala hafa eignast dótturina Kiara. Félagarnir Timon og Pumba eru fengnir til að vera barnapíur, en Kiara á auðvelt með að sleppa frá þeim, og fer á flakk inn á bannsvæðið. Þar hittir hún ljónsunga að nafni Kovu, og þau verða vinir. Það sem hún og foreldrar hennar vita ekki, er að Kovu er sonur Zira, bannfærðri fylgikonu ljónsins Scar, sem nú er horfinn yfir móðuna miklu. Zira hyggst ala Kovu upp til að gera byltingu og velta Simba úr sessi ljónakonungs, og verða sjálfur konungur Pride Lands. Þetta reynir svo um munar á samband Kirara og Kovu þegar þau fullorðnast, en ekki síður reynir þetta á samband Simba við dóttur sína. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd var ekki eins góð mynd og númer 1 en var einhver að buást við því. Raddirnar eru góðar alveg eins og í mynd 1 þar bera að nefna aðalhlutverk: Matthew Broderick, Neve Cambell, Jason Mardsen, Suzanne plezhette, Nathan Lane og Ernie Sabella. Myndinn fjallar núna um dóttur simba sem er ævintýrasöm og fer þangað sem ekki má fara til svörtu lendur, þar hittir hún kóvu og mamma kóvus Síra er lítið um að hann sé að vingast við ljóslending. Og hún vill að kóvu verði arftaki skarra og drepi simba og taki hans sess í ljósulendum. Ekkert svo miklu síðri en númer 1 en sú mynd er meistara verk. Og svo var ég líka að pæla hún heitir Zira á ensku og síra á íslensku það hefur miklu betri merkingu á persónuni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fanst The Lion King vera algjör snilld, en þegar ég heyrði að það kæmi framhald af henni þá ákvað ég að kíkja á hana. Svo þegar ég sá hana sá ég að hún mjög léleg, það var búið að bæta nýjum persónum inn og ég held að Lion King 3 ekkert skárri. Ég held að fjalli bara eiginlega um Tímon Púmba, þá á ekki að kalla þetta Lion King ef þetta fjallar að mestu leiti um Tímon og Púmba. Hún fjallar um dóttir Simba og Nölu sem hittir annað ljón sem var ekki frá Ljósulendum og átti að vera erfingi Skara. Mér fanst lögin vera ágæt í þessari mynd og ég gef henni eina stjörnu fyrir það að lögin voru ágæt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leiðinlegt framhald á frábærri teiknimynd. Reynt er að endurskapa stemninguna og húmorinn frá því í fyrri myndinni, en ekki tekst vel til.

Söguþráðurinn er í stuttu máli svona: Nú er Simba orðinn konungur, og Nala drottning hans. Eiga þau núna dóttur sem er arftaki Simba. En afkomendur Skara úr fyrri mynd telja sig rétthafa krúnunnar og ráðast á Simba og dóttur hans með allt of einföldu plotti.

Svosem ágæt sem teiknimynd, en ekki meira en það...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn