How to Train Your Dragon: The Hidden World (2018)
Að temja drekann sinn 3
"Fly on your own. Find your way home."
Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksins Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa...
Öllum leyfðSöguþráður
Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksins Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á sitt vald. Sú barátta snýst síðan upp í kapphlaup um að finna á ný „Hið horfna land“ þar sem drekar eru óhultir fyrir mönnum. Sagan gerist um ári eftir atburðina í mynd númer tvö og Hiksti hefur ásamt sínu fólki unnið hörðum höndum við að skapa hinn fullkomna stað á Jörðu, borgríkið Berk, þar sem menn og drekar lifa saman í sátt og samlyndi. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir komu hins öfluga Grimmels sem hótar honum og hans fólki öllu illu láti hann Tannlausa ekki af hendi. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur




























