Náðu í appið
How to Train your Dragon 2

How to Train your Dragon 2 (2014)

Að temja drekann sinn 2

"AFTUR Á DREKASLÓÐIR"

1 klst 45 mín2014

Að temja drekann sinn 2 gerist um fimm árum eftir að þeir Hiksti og Tannlaus sameinuðu víkingana og drekana svo úr varð órjúfanlegur vinskapur á milli þeirra.

Rotten Tomatoes92%
Metacritic77
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Að temja drekann sinn 2 gerist um fimm árum eftir að þeir Hiksti og Tannlaus sameinuðu víkingana og drekana svo úr varð órjúfanlegur vinskapur á milli þeirra. Nú skemmta þau Ástríður, Hornasi og öll hin sér daglangt í drekakappflugi, nýjasta æðinu á litlu eyjunni Birkey þar sem víkingarnir eiga heima, á meðan Hiksti og Tannlaus hafa mest gaman af því að fljúga um ókunnar lendur og skoða ný svæði. Í einum slíkum leiðangrinum finna þeir félagar íshelli þar sem hundruð villtra dreka eiga heima. En ævintýrið verður alvarlegt þegar nýr óvinur skýtur upp kollinum sem ógnar tilveru bæði dreka og manna. Til að vinna bug á hættunni þurfa þeir Hiksti og Tannlaus að standa saman sem aldrei fyrr enda er hinn nýi óvinur þeirra stórhættulegur ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

DreamWorks AnimationUS