Spider-Man: Into the Spider-Verse (2018)
"Enter a universe where more than one wears the mask."
Hér er um að ræða hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man-myndum þar sem aðalsöguhetjan er Miles Morales sem telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Hér er um að ræða hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man-myndum þar sem aðalsöguhetjan er Miles Morales sem telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann. Í þeim efnum hefur hann rangt fyrir sér því hann er bara einn af nokkrum sem geta kallað sig því nafni. Að því kemst Miles þegar hann kynnist hinni framandi Spider-Manveröld þar sem köngulóarmenn, köngulóarkonur og köngulóardýr hafast við og eru öll gædd sömu ofurhæfileikunum. Þeirra á meðal er Peter Parker sem tekur Miles í kennslustund í sveiflutækninni áður en hann hittir allar hinar köngulóarútgáfunar, þar á meðal Gwen Stacy, svarta köngulóarmanninn og Spider-Ham, sem er í raun svín. Úr þessu öllu verður heljarinnar ævintýri, spennandi og mjög fyndið, þar sem hersingin þarf að takast á við glæpakónginn þykka, Wilson Fisk, sem síðast lét á sér kræla í nýjasta Spider-Man-tölvuleiknum.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir



Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





Verðlaun
Fékk Óskarsverðlaun, BAFTA og Golden Globe sem besta teiknimyndin.

























