Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A Knight's Tale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega flott mynd! ég fór að sjá hana á frumsýningu og ég hreinlega vissi ekki við hverju ég átti að búast! Ég skellti mér nú samt og ég sá ekki eftir því! Þessi mynd hafði nánast allt! Flotta hetju, flottan vondan kall, spennu, rómantík, hugrekki, húmor, skemmtilegan söguþráð og flotta myndatöku. Heath Legder var einstaklega flottur sem hinn fátæki wannabe riddari, hann á bjarta framtíð fyrir sér sem leikari og ekki skemmir fyrir að hann er mjög myndarlegur!! Vinir hans í myndinni voru hrein snilld og ótrúlega fyndnir. Gellan í myndinni er voða sæt en það vantar kannski aðeins upp á hæfileikana en það reddast svosem alveg. Burtreiðarsenurnar voru ekkert smá flottar og fléttan af nútímatónlistinni og nútímatalinu inn í gamaldasgsumhverfi eru savolítið skrýtin fyrst en með opnum huga verður það bara flott!! Ég mæli sterklega með þessari mynd fyrir allsherjarskemmtun! Snilldar gamanmynd. Þeir sem stóðu að þessari voru alls ekki að taka sig alvarlega og það sést vel í myndinni. Sambland miðalda við 20. aldar menningu tekst oftast snilldar vel og gefur myndinni einstakan, en undarlegan, feeling. Ekkert er verið að hafa allt of miklar áhyggjur af plotti, vondi kallinn er bara vondur, hann þarf enga ástæðu. Margar persónurnar í myndinni eru algjör snilld og ber þar hæst nakta ritarann. Bardaga atriðin eru mjög vel gerð og þótt bandarískri væmni sé nokkuð fyrir að fara er hún óvenjuvel gerð og atriðið með föðurinn er hreinlega með þeim bestu sem ég hef séð lengi. Tónlistin í myndinni er hreint út sagt frábær, bæði það sem samið er sem bakgrunns tónlist og svo 20. aldar rokktónlistin sem spila stóran þátt í sumum af bestu atriðum myndarinnar (sér í lagi ballið). Til þess að hafa gaman af þessari mynd verður maður, að ég held, að vita hverju er að búast við og alls ekki taka neinu alvarlega. Þessi er must fyrir alla sem hafa gaman að komedíum og er fyllilega 3 stjörnu virði ef ekki meira vegna frumlegheita
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei