Náðu í appið
Beast

Beast (2022)

"Sometimes the rustle in the bushes actually is a monster."

1 klst 33 mín2022

Faðir og tvær dætur hans á táningsaldri komast í hann krappann þegar gríðarstórt ljón ákveður að sýna þeim hvaða dýr sé efst í fæðukeðjunni á...

Rotten Tomatoes68%
Metacritic54
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Faðir og tvær dætur hans á táningsaldri komast í hann krappann þegar gríðarstórt ljón ákveður að sýna þeim hvaða dýr sé efst í fæðukeðjunni á grassléttunni.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Tökur í Afríku tóku sex mánuði.
Kvikmyndin var tekin upp að mestu í Suður-Afríku, í Limpopo-héraði í grennd við Kruger-þjóðgarðinn í norðausturhluta landsins. Þar bjó Baltasar í stráhúsi í nokkra mánuði sem hann segir í samtali við Morgunblaðið að hafi verið mikið líf í. „Það var alltaf eitthvað ofan í klósettinu eða uppi á þakinu,“ segir Baltasar og minnist þess svo þegar villtur fíll ætlaði að ráðast að honum. „Ég var bara eitthvað að labba á bak við kofann og þá sá ég tvo fíla, villta fíla. Annar þeirra réðst að mér og ég þurfti einhvern veginn að standa hann af mér. Það var alveg geggjað og bara að finna náttúruna svona nálægt sér.“
Baltasar segir það hafa einkennt framleiðslu myndarinnar að fólk úr öllum áttum vann við hana. „Allir kynþættir og öll kyn. Það var mikið af konum við tökurnar, og í stöðum sem við höfum ekki oft séð áður. Það er staðfesting á því hversu jákvætt það er, þegar það tekst að hafa hópinn svo fjölbreyttan,“ segir Baltasar.
Myndin var frumsýnd í MoMA-listasafninu í New York.
Árið 2001 útnefndi European Film Promotion Baltasar Kormák eina af rísandi stjörnum evrópskrar kvikmyndagerðar.
Idris Elba var plötusnúður og gekk undir nafninu „Big Driis the Londoner“.
Idris Elba hefur verið sjóðheitur aðdáandi Lundúnaliðsins Arsenal frá 15 ára aldri þótt hann hafi aðeins farið á tvo leiki með liðinu.
Á níunda áratug síðustu aldar vann Idris Elba hjá Ford bílaframleiðandanum í Bretlandi.
Daniel Craig stakk upp á því að Elba gæti orðið næsti James Bond. Elba sýndi því ekki mikinn áhuga.
Í júní 2016 lýsti Elba, ásamt Sir John Hurt, Helenu Bonham Carter, Keiru Knightley og Cöru Delevingne, yfir stuðningi við áframhaldandi veru Bretlands í ESB í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar.

Höfundar og leikstjórar

Ryan Engle
Ryan EngleHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

RVK StudiosIS
Will Packer ProductionsUS
Universal PicturesUS
dentsuJP

Gagnrýni