Aðalleikarar
Leikstjórn
Er tár og grátur mætast skulum við sameinast í bæn og biðja til Agnesar sem átti eiginlega ekki skilið að verða Hálshöggvin..... ég sá þess mynd fyrst fyrir sonna 3 árum og ég er enn að biðja þessa hörmulegu sögu að gerast ekki.... efti þessa mynd var ég andvaka í 3 nætur og ég var alltaf að hugsa um vesling agnesi sem átti ekki skilið að það yrði farið svona með hana en það er verið að sýna gamlan tíma en það getur líka endurspeglað nútímann.....(mannsal)........ en þessi mynd er frábær og Maggi ólafs fer alveg á kostum sem heimski bróðirinn 3 1/2 stjarna
Þessi mynd voru stór vonbrigði og ekkert annað. Það hlýtur að hafa verið hægt að gera betri og áhugaverðari mynd úr þessari sögu.Hlustiði frekar á lag og texta Bubba, Agnes og Friðrik hann er mun styttri en segir meira.
Ég hef allt gott um þessa mynd að segja. Þó 6 ár séu frá því að hún kom út get ég enn horft á hana og áhrifin eru alltaf þau sömu. sjálf þekkti ég ekki söguna af síðustu aftökunni á Íslandi en þessi mynd kemur því skýrt til skila. Leikarnir finnst mér fara alveg á kostum og get ég ekki nefnt neinn einn sem er betri en annar. Mér finnst líka gott dæmi um það hvað myndin er áhrifarík þegar Baltasar Kormákur kom fram í viðtali og sagðist ekki geta horft á atriði sem hann sjálfur lék og hann fótbraut hest!!!!!! Hann er sjálfur mikill hestamaður og leikari með reynslu og ætti maður því að halda að hann gæti horft á alla myndina vitandi það að dýrin eru við hestaheilsu eftir tökur. En svona áhrifarík er þessi mynd og mæli ég með því að allir, þeir sem ekki hafa séð hana, fari út á videoleigu og taki Agnesi!!!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jón Ásgeir Hreinsson, Snorri Þórisson
Framleiðandi
Pegasus Pictures
Frumsýnd á Íslandi:
23. desember 1995