Náðu í appið
Börn náttúrunnar

Börn náttúrunnar (1991)

Children of Nature

"Sometimes a first love, becomes a last love."

1 klst 25 mín1991

Í Börnum náttúrunnar segir frá rosknum bónda sem bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Í Börnum náttúrunnar segir frá rosknum bónda sem bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík. Aðstæður eru erfiðar; samskipti gamla mannsins og fjölskyldu dóttur hans eru stirð og úr verður að hann flytur á elliheimili þar sem hann fyrir tilviljun hittir æskuvinkonu. Saman rifja þau upp gamla og betri tíð og ákveða að strjúka saman á heimaslóðir. Skemmst er frá því að segja að ferð æskuvinanna heim í sveitina verður í meira lagi viðburðarík. Myndin fjallar á mannlegan, fallegan og grátbroslegan hátt um fylgifiska þess að eldast, vináttu sem aldrei deyr og tengsl manns og umhverfis.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Max Film
Íslenska kvikmyndasamsteypanIS
Metro FilmNO

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 1992.

Gagnrýni notenda (2)

Ein besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu

★★★★★

 Börn náttúrunnar er meistaraverl út af fyrir sig - enda eina íslenska myndin sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin er velgerð, handritið vel skrifað , leikaranir skila ...

Vel leikin mynd og allt það en alveg hundleiðinleg. Mesta afrekið er að halda sér vakandi yfir þessum leiðindum. GEISP.........