Náðu í appið
Öllum leyfð

Mamma Gógó 2010

(Mamma Gogo)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. janúar 2010

90 MÍNÍslenska

Myndin segir af Gógó, fullorðinni konu sem greinist með Alzheimer. Á sama tíma og Gógó berst við sjúkdóminn er sonur hennar í fjárhagskröggum vegna nýjustu kvikmyndar sinnar, "Börn náttúrunnar", sem enginn hefur áhuga á að sjá í kvikmyndahúsum landsins.

Aðalleikarar

Enn eina íslenska melódramatíkin sem misheppnast
Það er ekki einn hlutur við sögu þessarar myndar sem heillar mig. Það er klunnalega farið yfir efni og þótt að myndin sé á ágætum hraða og fljótt hoppað yfir í annað er EKKERT að gerast. Bókstaflega ekkert! Sagan kom aldrei við mig og mér var alveg sama um alla í þessari mynd. Handritið er skringilegt og sum samtöl eru virkilega skrítin og hvorki raunsæ né kvikmyndaleg og ég er algjörlega sammála Tómasi að Friðrik Þór er með þeim ofmetnuðustu leikstjóra landins (ásamt Baltasari).

Myndin má þó eiga að það hún er flott og útlitið er virkilega flott. Góð taka og allt það en það hjálpar litlu þegar sagan er meingölluð og leiðinleg. Kristbjörg Kjeld stendur sig mjög vel og einnig Hilmar Snær sem Director (kvótað úr credits). Góðar frammistöður og fínt útlit hjálpa bara ekki til með svona hörmulegt handrit og lélega persónusköpun. Því miður, Friðrik. Svo fannst mér aukaleikararnir heldur ekkert spes. Þessi mynd fær fjórar stjörnur fyrir góðan leik hjá aðalleikurum, fínt útlit ásamt tæknivinnu en allt hitt sem er margfalt mikilvægari er illa unnið sem ég skil ekki alveg því að þetta á að vera um líf Friðrik Þórs. Af hverju gat hún þá ekki skilið eitthvað eftir sig? Það skil ég ekki... 4/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Úrklippumynd
Mamma gógó er ágætis íslensk mynd eftir Friðrik Friðriksson. En það sem má helst út á hana setja er að hann er að segja sögu lífs síns, börn náttúrunnar, 79 af stöðinni og móður sinnar á sama tíma. Þetta gerir vissulega fallega mynd sem er hádramatisk á tímabili en skilar ekki endilega góðri samheldni.

Friðrik Þór er að fara á hausinn vegna börnum náttúrunnar sem þá er að koma í bíó en samt er árið 2009, þó hún hafi komið út mörgum árum áður. Margir leika sjálfan sig sem að dregur fram mjög raunhæfa mynd af því sem er að gerast í kringum Friðrik Þór. En mamma hans Gógó er að fá alshæmer og er alltaf að lenda í vandræðum þanngað til að þarf loksins að setja hana inn á elliheimili. Þá er Friðrik að fara á hausinn og á taugum út af mömmu sinni.

Trailerinn segir samt mest allan söguþráðinn og er fólk ekki að missa af miklu við að sjá ekki þessa mynd. Hún er samt hugljúf og falleg og heillar helst eldri kynslóðina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirrandi móðir
Persónulega finnst mér Friðrik Þór vera einhver ofmetnasti kvikmyndagerðarmaður Íslands. Það má kannski alltaf bóka það að myndirnar hans líti vel út og oftar en ekki eru frammistöður sterkar, en samt eiga þær til að vera svo fjandi leiðinlegar líka. Bíódagar og Djöflaeyjan eru einu myndirnar eftir hann sem ég get kallað virkilega góðar. Mestallt annað er auðgleymt, stundum ofurmelódramatískt og kraftlaust, alveg eins og nýjasta verkið, Mamma Gógó.

Mér er alveg sama hversu vel leikin og unnin þessi mynd er. Það eru náttúrulega fínir kostir sem gætu gert gott ennþá betra en það breytir litlu fyrir heildarmyndina hér. Þetta er drama fyrst og fremst, og helsta markmið þess er að segja sögu sem nær til manns. Hún gerir það alls ekki. Myndin reynir og reynir að vera grípandi en missir heldur betur marks. Frásögninni er flýtt en samt er myndin eitthvað svo tóm allan tímann. Það versta er samt að ég náði aldrei að finna til með titilpersónunni. Kellingin er sýnd í svo leiðinlegu ljósi að ég gat ómögulega fundið fyrir sorginni þegar ástandið versnar í seinni hluta myndarinnar. Ég beið m.a.s. eftir því að Margrét Vilhjálmsdóttir myndi ráðast á hana og síðan kaffæra henni með kodda. Kristbjörg Kjeld er að vísu dúndurgóð en það er Friðrik Þór sem hefði átt að skrifa hlutverkið betur fyrir hana og gera hana að meira sympatískum karakter.

Hilmir Snær er mjög góður að venju og fannst mér saga hans vera það eina sem bjargaði áhorfinu. Það veldur samt miklum vonbrigðum hversu lítið verður úr þeirri sögu. Á endanum virkar hún bara eins og einhver uppfylling svo myndin færi ekki bara að einblína á mömmuna. Það hefði verið sársaukafullt. Aukapersónur gera heldur ekki rassgat nema að fylla upp í tímann. Margrét Vilhjálms kemur bara og fer og fannst mér aldrei eins og hún hafi gert eitthvað af viti (annað en að sífellt tuða í manninum sínum). Hún hefði getað gert góða hluti fyrir persónusköpunina hjá Hilmi Snæ, sem var nú ofsalega löt nú þegar.

Það var hins vegar nokkuð flott hvernig Friðrik náði að þræða myndefni úr 79 af Stöðinni inn í þessa sögu, en það gerði samt voða lítið til að styrkja dramað. Endirinn á myndinni er heldur ekki eins fallegur og hann vill vera og fannst mér hann vera bara frekar teygður og kjánalegur. Senurnar þar sem Gunnar Eyjólfsson birtist í draumum Gógóar hefðu líka mátt vera vandaðri. Þær voru býsna klaufalegar.

Mamma Gógó er augljóslega mjög persónuleg mynd fyrir Friðrik, en ég á erfitt með að skilja af hverju hún er þá ekki betur unnin handritslega séð. Myndin skildi ekkert eftir sig um leið og hún kláraðist, sem er fúlt því þetta á greinilega að vera átakanleg saga. Mér bara leiddist og fannst skrítið að sjá hvað hún þóttist geta gert mikið með svo hrikalega lítið innihald. Kannski gamla fólkið fíli hana betur, eða þeir sem heillast auðveldlega að bíómyndum.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn